Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lögreglumenn og fangaverðir Helmingur ársverka vegna fíkniefna og áfengis ÁÆTLAÐ er að um helmingur ársverka löggæslumanna og fangavarða sé unninn vegna afbrota sem tengjast áfengis- eða fikniefnaneyslu. Þetta kemur fram í svari dómsmála- ráðherra við fyrirspum Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns. Ekki liggja fyrir nákvæmar rannsóknir á áhrifum fíkniefna á afbrot hér á landi, en í rann- sókn sem gerð var á 344 föng- um sem voru í afplánun á ámn- um 1991-93 kváðust 64% að- spurðra hafa verið undir áhrif- um áfengis, 33% undir áhrifum fíkniefna og 22% undir áhrif- um bæði áfengis og fíkniefna þegar þeir frömdu afbrot þau sem þeir voru að afplána fyrir. í svari ráðherrans kemur einnig fram að skráðum fíkni- efnamálum á höfuðborgar- svæðinu fjölgaði úr 329 árið 1995 í 590 árið 1996. ASÍ og Neytenda- samtökin Ræða sam- starf um verð- lagsmál FULLTRÚAR Neytendasam- takanna og Alþýðusambands íslands hittust í gær til þess að ræða mögulegt samstarf þessara samtaka og annarra um verðlagsmál. Á fundinum var ákveðið að skipa starfshóp til þess að skoða fyrirkomulag mögulegs samstarfs nánar, segir í frétta- tilkynningu. Fulltrúar samtak- anna munu hittast fljótlega aftur til þess að ræða þessi mál. Lottóið 12 milljónir gengn ekki út DREGIÐ var um fjórfaldan fyrsta vinning í Lottóinu sl. laugardag. Ifyrsti vinningur- inn, 12 milljónir, gekk ekki út og verður 1. vinningur fimm- faldur nk. laugardag. Má búast við því að hann verði allt að 20 milljónir króna. Morgunblaðið/Ásdís BROTAJÁRNINU var í gær skipað um borð í skip sem lá við nýja viðlegukantinn í Straumsvíkurhöfn. Brotajárn á leið til Spánar UM 3.000 tonnum af tættu brota- járni var í gær skipað út á vegum Furu hf. við nýjan viðlegukant Straumsvíkurhafnar. Að sögn Sveins Magnússonar hjá Furu hf. hefur fyrirtækið til þessa skipað út brotajárni í Hafn- arfjarðarhöfn. Nýi viðlegukantur- inn gerði kleift að skipa út frá Staumsvík, sem væri hagstæðara á margan hátt enda skemmra að fara frá athafnasvæði Furu. Fura hf. keypti málmtætara ís- lenska stálfélagsins árið 1993 og hafa síðan um 80 þúsund tonn af brotajárni verið unnin á vegum fyrirtækisins. Að sögn Sveins sam- svarar það um 80 þúsund fólksbíl- um. Brotajárnið sem skipað var út í gær, er á leið til Spánar og verður brætt þar. Verðmætið nemur um 30 milljónum króna. Sveinn sagði að Fura hf. hefði nýverið gengið frá samningi við Sorpstöð Mið-Austurlands að hirða allt brotajárn sem fellur til á svæði stöðvarinnar. Verður járnið flutt með skipi í verksmiðjuna í Kapellu- hrauni. Sr. Bjarni Karlsson kjörinn prestur í Garðaprestakalli Undirskriftasöfnun vegna prestskosningar UNDIRSKRIFTASÖFNUN er hafin meðal sóknarbama í Garðasókn í þeim tilgangi að fara fram á al- menna prestskosningu í Garða- prestakalli. í prestakallinu eru þrjár sóknir, Garðasókn, Bessastaðasókn og Kálfatjamarsókn og kusu 34 kjör- menn úr sóknamefndunum þremur milli fímm umsækjenda sl. laugar- dag. 25% sóknarbarna þurfa að skrifa undir Sr. Bjami Karlsson, sóknarprest- ur í Vestmannaeyjum, hlaut flest atkvæði, alls 17, og næstur honum kom sr. Öm Bárður Jónsson með 11 atkvæði. Sr. Kristján Bjömsson fékk fjögur atkvæði, sr. Yrsa Þórðardóttir eitt en Hans Markús Hafsteinsson guðfræðingur hlaut Sr. Bjarni Sr. Örn Bárður ekkert atkvæði. Einn seðill var auð- ur. Magni Sigurhansson, eitt sóknar- bama í Garðasókn, segir mikla óánægju í Garðabæ með úrslit kosn- inganna og því hafi verið ákveðið að hrinda af stað undirskriftasöfn- uninni. Til þess að almenn kosning geti farið fram verða 25% atkvæðis- bærra sóknarbama í prestakallinu að óska eftir því, innan viku frá því að úrslit em kynnt. Það eru um 1.700 manns en í prestakallinu em 6.768 atkvæðisbær sóknarböm, þar af um 5.500j eða rúmlega 80%, í Garðasókn. I Bessastaðasókn em rúmlega 800 og í Kálfatjarnarsókn um 450. Kjörmenn úr Garðasókn vom aftur á móti 14 en 10 úr hvorri hinna sóknanna. Hópur fólks úr Garðabæ, sem styður sr. Öm Bárð Jónsson, telur vægi atkvæða ekki réttiátt og hyggst því fara fram á almenna kosningu. Magni tekur þó fram að ekki sé um að ræða óánægju með sr. Bjarna Karlsson, menn vilji að- eins að prestur sé valinn á lýðræðis- legan hátt. Sr. Bragi Friðriksson prófastur, sem hefur verið sóknarprestur um árabil, lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir. Samtök félaga í séreignar- sjóðum stofnuð í vikunni STOFNA á samtök sjóðfélaga séreignarlífeyris- sjóða á fimmtudag en aðalmarkmið samtakanna er að áfram verði heimilt að greiða lögbundna tíund af launum í séreignarsjóði. Samkvæmt nýju lífeyrisfrumvarpi sem nú liggur fyrir Al- þingi verður skylt að greiða þetta 10% lífeyris- framlag í sameignarlífeyrissjóði. Að sögn Sigurðar R. Helgasonar, stjórnar- formanns Frjálsa lífeyrissjóðsins, er um að ræða samtök sjóðsfélaga frekar en séreignarsjóða. Hann sagði að til viðbótar því markmiði að beij- ast gegn þeim ákvæðum lífeyrisfrumvarpsins að leggja séreignarsjóðina af í núverandi mynd, væri það markmið samtakanna að vinna með stjórnvöldum og sameignarsjóðunum að sameig- inlegri lausn á málinu. „Við viljum auka lífeyrisspamaðinr. í landinu og eftir því sem valkostirnir eru fleiri, því fleiri teljum við að muni greiða i lifeyrissjóði á ís- landi,“ sagði Sigurður. Hann sagði að þeir sem greiddu í séreignar- sjóði hefðu margir ákveðnar skoðanir á lífeyris- málum og hættan væri að ef þessi kostur væri ekki fyrir hendi myndi hluti þessa fólks hætta að greiða í lífeyrissjóði. Málið á dagskrá SAL í dag Lífeyrisfrumvarpið er til umræðu víðar þessa dagana. Þannig verður í dag sambandsstjórnar- fundur Sambands almennra lífeyrissjóða þar sem frumvarpið verður eina málið á dagskrá og að sögn Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra SAL, verður þar farið yfir stöðu málsins. Neyðarbílar 88 óhöpp á 5 árum UNDANFARIN fimm ár hafa lögreglu-, sjúkra- og slökkvi- liðsbifreiðir í útkalli lent í 88 óhöppum í umferðinni, þar af urðu 79 óhöpp vegna bíla sem staðsettir eru í Reykja- vík. Ökumenn neyðarbifreið- anna hafa ekki sætt viðurlög- um vegna óhappanna en í einu tilviki var lögreglumanni bannað að aka lögreglubifreið í sex mánuði og hann sendur í akstursþjálfun og þjálfunar- mat. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrir- spurn Hjálmars Árnasonar alþingismanns. Þvingunaraðferðum beitt 26 sinnum í svarinu kemur einnig fram að á sama tímabili hafa lögreglumenn 26 sinnum þurft að beita þvingunarað- gerðum til að stöðva öku- menn sem brotið hafa af sér. í flestum tilvikum voru þar ölvaðir ökumenn á ferð. j Gæslan tók trillu á bannsvæði STARFSMENN Landhelgis- gæslunnar stóðu trilluna Stellu NK-12 að meintum ólöglegum veiðum á laugar- dag. Trillan var um 1,3 mílur innan við það 3 mílna bann- 1 svæði frá landi sem ætlað er að vernda hrygningarstöðvar þorsksins á þessum árstíma. Að sögn Stefáns Melsteð, lögfræðings Landhelgisgæsl- unnar, var Fokker-flugvél hennar á reglulegu gæslu- flugi á laugardag og kom þá að trillunni við veiðar út af Norðfjarðarflóa. Brotið var kært til sýslu- manns í Neskaupstað og er málið þar til meðferðar. Bílbelti Nær 200 sektaðir 160 ÖKUMENN og 25 far- þegar hafa verið sektaðir fyr- * ir að nota ekki bílbelti í um- I ferðinni frá því átak lögregl- unnar í þessum málum hófst skömmu fyrir páska. Lögreglan ráðgerir að halda áfram að fylgjast sér- staklega með bíltbeltanotk- uninni á næstu vikum. Hnökkum o g pískum stolið BROTIST var inn í vöru- skemmu á baklóð MR-búðar- innar á Laugavegi um helgina og stolið um 45 reiðhnökkum og 100 pískum. Verðmæti ránsfengsins er talið vera tæplega ein milljón króna. Ekki hafði tekist að hafa hendur í hári þjófanna í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.