Morgunblaðið - 15.04.1997, Síða 16

Morgunblaðið - 15.04.1997, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 LANDIÐ VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands Morgunblaðið/Sig. Jóns. STARFSMENN og sljórn Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, Sigurður Fannar Guðmundsson ferða- málaráðgjafi, Óli Rúnar Ástþórsson framkvæmdastjóri, Loftur Þorsteinsson Hrunamannahreppi, Einar Sigurðsson Þorlákshöfn, Guðmundur Rafn Bjarnason Byggðastofnun, Fannar Jónasson Hellu, Sigurður Þór Sigurðsson Selfossi og Hafsteinn Jóhannesson Mýrdalshreppi. Selfossi - Á tuttugu árum hefur Atvinnuþróunarsjóður Suður- lands veitt 400 milljónir króna til atvinnulífsins á Suðurlandi auk þess að veita ráðgjöf. Þetta kom meðal annars fram í máli Einars Sigurðssonar formanns sjóðsins á aðalfundi hans fyrir skömmu. Á þessu ári veitti sjóðurinn 25,3 milljónir í lán, 3,3 milljónir í styrki og 3,5 milljónir til hluta- fjárkaupa. Einar sagði að framlög sjóðsins greiddu yfirleitt fyrir fjármögnun frá öðrum aðilum í þeim nýsköpunarverkefnum sem færu af stað. Á liðnu ári stofnaði sjóðurinn hlutafélagið Atgeir sem 12 ný fyrir- tæki í undir- búningi á Suðurlandi umgjörð fyrir kaup á Max hf en starfsemi Atgeirs mun að sögu Einars beinast stuðla að kaupum á fyrirtækjum til Suðurlands í samstarfivið aðra. í máli Óla Rúnars Ástþórsson- ar framkvæmdastjóra sjóðsins kom fram að 73 verkefni voru í gangi á árinu og 2750 klukku- stundir voru unnar af starfs- mönnum sjóðsins við ráðgjöf. 12 ný fyrirtæki eru í undirbúningi á Suðurlandi sem sjóðurinn hefur stutt og við stofnun munu þau mynda 60 ný störf. Hjá sjóðnum starfa nú auk framkvæmdastjóra ferðamálaráðgjafi og markaðs- ráðgjafi verður ráðinn á næst- unni. Atvinnuþróunarsjóður Suð- urlands er í eigu sveitarfélaga á Suðurlandi og fær framlög frá þeim, framlag frá Byggðastofn- un samkvæmt sérstökum samn- ingi og framlag vegna verkefnis- ins Suðurland 2000. Hagnaður Kaupfé- lags Fáskrúðsfirð- inga 26,8 milljónir HAGNAÐUR af rekstri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga nam 26,8 milljón- um króna á síðasta ári en var 21,4 milljónir króna árið 1995. Halli var þó á frystihúsi félagsins að fjárhæð 24 milljónir króna og er þetta annað árið í röð sem tap er á frystingunni því árið 1995 nam það 19 milljónum króna, að því er segir í frétt. Að sögn Gísla Jónatanssonar kaupfélagsstjóra hefur annar togari félagsins verið seldur og aflaheimild- ir sameinaðar til þess að bregðast við tapi félagsins á frystingunni. Eins verði lögð meiri áhersla á vinnslu uppsjávarfisks hjá frystihús- um félagsins. Heildaivelta félagsins var 1,1 milljarður og er það svipað og árið á undan. Bókfært eigið fé nam í árslok 497,3 milljónum króna sem er 42% af niðurstöðu efnahagsreikn- ings. Kaupfélagið fjárfesti á árinu fyrir 177 milljónir og er meirihlutinn af fjárfestingunni bundinn í kaupum félagsins og endurbótum á frystihús- inu að Hafnargötu 32 og byggingu frystiklefa fyrir 1.500 tonn, en Kaupfélagið rekur tvö frystihús á Fáskrúðsfirði og hafa afköst félags- ins í frystingu aukist úr 100 tonnum í 235 tonn á sólarhring. Á aðalfundi félagsins sl. miðviku- dag var samþykkt tillaga stjórnar um að lagðar yrðu 5 milljónir króna í stofnsjóð félagsmanna. Guðmundur Jóelsson, löggiltur endurskoðandi, flutti framsögu á fundinum um það hvort fýsilegt væri að breyta Kaupfélagi Fáskrúðs- firðinga í hlutafélag og var ákveðið að kanna það tnál frekar. Stjórn Kaupfélags Fáskrúðs- fjarðar skipa Lars Gunnarsson, Kjartan Reynisson, Elínóra Guð- jónsdóttir, Olafur Gunnarsson og Steinn Jónasson en Björn Þorsteins- son sem setið hefur í stjórn félags- ins í 19 ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Steinn kosinn í hans stað. Komur erlendra ferðamanna til landsins frá 1987 200 n Erlendir ferðamenn í janúar-mars jqq7 Breyt. frá 1951* Fjöldi % fyrraári 1. Bandaríkin 5.872 23,2 -2,7% 2. Bretland 4.305 17,0 61,7% 3. Danmörk 2.753 10,9 -31,0% 4. Þýskaiand 2.293 9,1 -62,6% 5. Svíþ jóð 2.146 8,5-27,0% 6Noregur 2.117 3,8% 7.Holland 1.197 4,7 22,6% 8. Japan 618 2,4 32,1% 9. Finnland 402 1,6 4,7% 10. Frakkland 377 1,5 -28,3% Önnur 3.248 12,8 49,9% \ Samtals 25.328 100,0 -1,0% Ferðamönnum fækkar um 1% LIÐLEGA 25 þúsund erlendir ferðamenn komu hingað til lands fyrstu þrjá mánuði árs- ins sem er um 1% fækkun frá árinu á undan. Þróunin var þó ákaflega misjöfn þegar lit- ið er á þjóðerni þessa fólks, eins og sést á yfirlitinu hér að ofan. Breskum ferðamönn- um fjölgaði um 62%, en Dön- um fækkaði um 31% milli ára og Svíum um 27%. Sömuleiðis varð um 32,5% fækkun á Þjóð- verjum. Volvo og Mitsu- bishi semja um samvinnu Tískuversl- anir sam- einast Húsavík - Tvær tískuverslanir, Mið- bær KÞ og Esar, eigandi Sigrún Ingvarsdóttir, hafa undanfarið verið reknar á Húsavík. Nú hafa þær ver- ið sameinaðar og verða framvegis reknar undir nafninu KÞ-Esar ehf. og verður verslunin til húsa í aðal- byggingu KÞ að Garðarsbraut 5. Kaupfélagsstjórinn, Þorgeir B. Hlöðversson, segir að rekstur vefn- aðar- og fataverslana sé allerfiður á ekki stærri stað en Húsavík og að hann teiji með þessari samein- FRÁ tískuversluninni KÞ-Esar ehf. ingu sé tryggður áframhaldandi Sigrún Ingvarsdóttir veitir hinni rekstur. nýju verslun forstöðu. Stokkhólmi. Reuter VOLVO AB og Mitsubishi Motors Corp. segjast munu kanna mögu- leika á því að framleiða „næstu kynslóð" bíla sinna eftir árið 2000 í Hollandi og segja að þar með framlengist „ágæt samvinna" þeirra í sex ár. Gert er ráð fyrir að framleiðsl- an fari fram hjá NedCar, sam- eignarfyrirtæki Volvo, Mitsubishi og hollenzka ríkisins, í Hollandi. Mitsubishi hefur einnig sam- þykkt að senda Volvo síðustu vél sína, sem byggist á beinni inn- spýtingu, og segir Volvo að fyrir- tækin hafi til athugunar að inn- byrða þá tækni í „vélafjölskyldu Volvo.“ NedCar var stofnað 1991 og er í Born í Limburg héraði í Suð- austur-Hollandi. Fyrirtækið smíð- ar Volvo S40/V40, Volvo 400 og Mitsubishi Carisma og getur framleitt um 200.000 bíla. Volvo segir að í ráði sé að setja S40 og V40 búna innspýtingarvél á markað fyrri hluta árs 1988 og Mitsubishi muni búa Carisma slíkri tækni í haust. Smíði vélarinnar tók fimm ár og fyrirtækið flýtir sér að koma henni fyrir í bílum sínum í von um að draga úr benzíneyðslu. Ekki er gefið upp hve mikið hafi kostað að smíða vélina. Hlutabréf í Mitsubishi hækk- uðu um 1 jen í Tókýó í 911. Hluta- bréf í Volvo seldust á 191 sænska krónu í Stokkhólmi og lækkuðu um 50 aura.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.