Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 LANDIÐ VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands Morgunblaðið/Sig. Jóns. STARFSMENN og sljórn Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, Sigurður Fannar Guðmundsson ferða- málaráðgjafi, Óli Rúnar Ástþórsson framkvæmdastjóri, Loftur Þorsteinsson Hrunamannahreppi, Einar Sigurðsson Þorlákshöfn, Guðmundur Rafn Bjarnason Byggðastofnun, Fannar Jónasson Hellu, Sigurður Þór Sigurðsson Selfossi og Hafsteinn Jóhannesson Mýrdalshreppi. Selfossi - Á tuttugu árum hefur Atvinnuþróunarsjóður Suður- lands veitt 400 milljónir króna til atvinnulífsins á Suðurlandi auk þess að veita ráðgjöf. Þetta kom meðal annars fram í máli Einars Sigurðssonar formanns sjóðsins á aðalfundi hans fyrir skömmu. Á þessu ári veitti sjóðurinn 25,3 milljónir í lán, 3,3 milljónir í styrki og 3,5 milljónir til hluta- fjárkaupa. Einar sagði að framlög sjóðsins greiddu yfirleitt fyrir fjármögnun frá öðrum aðilum í þeim nýsköpunarverkefnum sem færu af stað. Á liðnu ári stofnaði sjóðurinn hlutafélagið Atgeir sem 12 ný fyrir- tæki í undir- búningi á Suðurlandi umgjörð fyrir kaup á Max hf en starfsemi Atgeirs mun að sögu Einars beinast stuðla að kaupum á fyrirtækjum til Suðurlands í samstarfivið aðra. í máli Óla Rúnars Ástþórsson- ar framkvæmdastjóra sjóðsins kom fram að 73 verkefni voru í gangi á árinu og 2750 klukku- stundir voru unnar af starfs- mönnum sjóðsins við ráðgjöf. 12 ný fyrirtæki eru í undirbúningi á Suðurlandi sem sjóðurinn hefur stutt og við stofnun munu þau mynda 60 ný störf. Hjá sjóðnum starfa nú auk framkvæmdastjóra ferðamálaráðgjafi og markaðs- ráðgjafi verður ráðinn á næst- unni. Atvinnuþróunarsjóður Suð- urlands er í eigu sveitarfélaga á Suðurlandi og fær framlög frá þeim, framlag frá Byggðastofn- un samkvæmt sérstökum samn- ingi og framlag vegna verkefnis- ins Suðurland 2000. Hagnaður Kaupfé- lags Fáskrúðsfirð- inga 26,8 milljónir HAGNAÐUR af rekstri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga nam 26,8 milljón- um króna á síðasta ári en var 21,4 milljónir króna árið 1995. Halli var þó á frystihúsi félagsins að fjárhæð 24 milljónir króna og er þetta annað árið í röð sem tap er á frystingunni því árið 1995 nam það 19 milljónum króna, að því er segir í frétt. Að sögn Gísla Jónatanssonar kaupfélagsstjóra hefur annar togari félagsins verið seldur og aflaheimild- ir sameinaðar til þess að bregðast við tapi félagsins á frystingunni. Eins verði lögð meiri áhersla á vinnslu uppsjávarfisks hjá frystihús- um félagsins. Heildaivelta félagsins var 1,1 milljarður og er það svipað og árið á undan. Bókfært eigið fé nam í árslok 497,3 milljónum króna sem er 42% af niðurstöðu efnahagsreikn- ings. Kaupfélagið fjárfesti á árinu fyrir 177 milljónir og er meirihlutinn af fjárfestingunni bundinn í kaupum félagsins og endurbótum á frystihús- inu að Hafnargötu 32 og byggingu frystiklefa fyrir 1.500 tonn, en Kaupfélagið rekur tvö frystihús á Fáskrúðsfirði og hafa afköst félags- ins í frystingu aukist úr 100 tonnum í 235 tonn á sólarhring. Á aðalfundi félagsins sl. miðviku- dag var samþykkt tillaga stjórnar um að lagðar yrðu 5 milljónir króna í stofnsjóð félagsmanna. Guðmundur Jóelsson, löggiltur endurskoðandi, flutti framsögu á fundinum um það hvort fýsilegt væri að breyta Kaupfélagi Fáskrúðs- firðinga í hlutafélag og var ákveðið að kanna það tnál frekar. Stjórn Kaupfélags Fáskrúðs- fjarðar skipa Lars Gunnarsson, Kjartan Reynisson, Elínóra Guð- jónsdóttir, Olafur Gunnarsson og Steinn Jónasson en Björn Þorsteins- son sem setið hefur í stjórn félags- ins í 19 ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Steinn kosinn í hans stað. Komur erlendra ferðamanna til landsins frá 1987 200 n Erlendir ferðamenn í janúar-mars jqq7 Breyt. frá 1951* Fjöldi % fyrraári 1. Bandaríkin 5.872 23,2 -2,7% 2. Bretland 4.305 17,0 61,7% 3. Danmörk 2.753 10,9 -31,0% 4. Þýskaiand 2.293 9,1 -62,6% 5. Svíþ jóð 2.146 8,5-27,0% 6Noregur 2.117 3,8% 7.Holland 1.197 4,7 22,6% 8. Japan 618 2,4 32,1% 9. Finnland 402 1,6 4,7% 10. Frakkland 377 1,5 -28,3% Önnur 3.248 12,8 49,9% \ Samtals 25.328 100,0 -1,0% Ferðamönnum fækkar um 1% LIÐLEGA 25 þúsund erlendir ferðamenn komu hingað til lands fyrstu þrjá mánuði árs- ins sem er um 1% fækkun frá árinu á undan. Þróunin var þó ákaflega misjöfn þegar lit- ið er á þjóðerni þessa fólks, eins og sést á yfirlitinu hér að ofan. Breskum ferðamönn- um fjölgaði um 62%, en Dön- um fækkaði um 31% milli ára og Svíum um 27%. Sömuleiðis varð um 32,5% fækkun á Þjóð- verjum. Volvo og Mitsu- bishi semja um samvinnu Tískuversl- anir sam- einast Húsavík - Tvær tískuverslanir, Mið- bær KÞ og Esar, eigandi Sigrún Ingvarsdóttir, hafa undanfarið verið reknar á Húsavík. Nú hafa þær ver- ið sameinaðar og verða framvegis reknar undir nafninu KÞ-Esar ehf. og verður verslunin til húsa í aðal- byggingu KÞ að Garðarsbraut 5. Kaupfélagsstjórinn, Þorgeir B. Hlöðversson, segir að rekstur vefn- aðar- og fataverslana sé allerfiður á ekki stærri stað en Húsavík og að hann teiji með þessari samein- FRÁ tískuversluninni KÞ-Esar ehf. ingu sé tryggður áframhaldandi Sigrún Ingvarsdóttir veitir hinni rekstur. nýju verslun forstöðu. Stokkhólmi. Reuter VOLVO AB og Mitsubishi Motors Corp. segjast munu kanna mögu- leika á því að framleiða „næstu kynslóð" bíla sinna eftir árið 2000 í Hollandi og segja að þar með framlengist „ágæt samvinna" þeirra í sex ár. Gert er ráð fyrir að framleiðsl- an fari fram hjá NedCar, sam- eignarfyrirtæki Volvo, Mitsubishi og hollenzka ríkisins, í Hollandi. Mitsubishi hefur einnig sam- þykkt að senda Volvo síðustu vél sína, sem byggist á beinni inn- spýtingu, og segir Volvo að fyrir- tækin hafi til athugunar að inn- byrða þá tækni í „vélafjölskyldu Volvo.“ NedCar var stofnað 1991 og er í Born í Limburg héraði í Suð- austur-Hollandi. Fyrirtækið smíð- ar Volvo S40/V40, Volvo 400 og Mitsubishi Carisma og getur framleitt um 200.000 bíla. Volvo segir að í ráði sé að setja S40 og V40 búna innspýtingarvél á markað fyrri hluta árs 1988 og Mitsubishi muni búa Carisma slíkri tækni í haust. Smíði vélarinnar tók fimm ár og fyrirtækið flýtir sér að koma henni fyrir í bílum sínum í von um að draga úr benzíneyðslu. Ekki er gefið upp hve mikið hafi kostað að smíða vélina. Hlutabréf í Mitsubishi hækk- uðu um 1 jen í Tókýó í 911. Hluta- bréf í Volvo seldust á 191 sænska krónu í Stokkhólmi og lækkuðu um 50 aura.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.