Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997- ........................ FRÉTTIR Tímafrekt að breyta launakerfinu Kjaraviðræður BSRB og ríkisins geta hafist að nýj u Umræðum um viðbótarlauna- kerfi frestað að ósk BSRB KJARAVIÐRÆÐUR aðildarfélaga BSRB og ríkisins geta nú hafíst á ný þar sem félögin telja sig hafa fengið tryggingu fyrir því í viðræð- um við samninganefnd ríkisins og beint við fjármálaráðherra að fallið verði frá hugmyndum um viðbótar- launakerfí en hún hefur staðið í BSRB forystunni. „Við teljum að félagsleg aðkoma stéttarfélaga sem hyggja að nýj- ungum í launakerfí í kjarasamning- um verði viðunandi og að ekki verði reynt að þröngva félögum til að taka upp breytingar sem ekki eru þeim að skapi og síðast en ekki síst að 9. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, þar sem kveðið er á um svokölluð viðbótarlaun eða geðþóttagreiðslur forstöðumanna, komi ekki til fram- kvæmda á samningstímanum," sagði Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB. Ögmundur kvaðst líta svo á að fjármálaráðherra hefði þar með komið til móts við kröfur BSRB í mjög veigamiklum atriðum og því hefðu aðildarfélögin ákveðið að hefja viðræður að nýju. Um það hvað felist í þvi að félagsleg aðkoma stéttarfélaga að viðræðunum verði viðunandi sagði hann að BSRB teldi sig hafa tryggingu fyrir að um kjör verði samið. Einstök félög gætu samið um breytingar í launakerfinu en grundvöllinn sagði hann meira viðunandi en var. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði ljóst að tímafrekt væri að breyta launakerfínu, það kallaði á mikla og nána samvinnu ráðu- neyta, stofnana og stéttarfélaga „og því teljum við okkur ekki fært að vinna að útfærslu og fram- kvæmd reglna um viðbótarlaun á sama tíma,“ segir ráðherra. Samið um breytt launakerfi „Þar sem nú liggur fyrir að sam- ið verður við félög innan BSRB um breytt launakerfi sem gerir ráð fyr- ir verulega breyttri tilhögun á ákvörðun launa með meiri þátttöku stofnana en áður hef ég ákveðið að ekki verði lögð vinna í útfærslu og framkvæmd reglna um viðbótar- laun samkvæmt 9. grein starfs- mannalaganna á næsta samnings- tímabili," sagði ráðherra ennfrem- ur. Hann var spurður hvort með þessari ákvörðun væri komið bak- slag í hugmyndir hans um nútíma- væðingu ríkisrekstrar og aukin áhrif forstöðumanna á launamál ríkisstarfsmanna: „Ég tel að með þessum breyting- um sem verið er að gera á launa- kerfinu sé verið að koma verulega til móts við þær hugmundir sem við höfum haft um launaákvarðanir úti í stofnununum þar sem forstöðu- menn koma að slíkum ákvörðunum. Þannig að í raun erum við að stíga stórt skref í áttina að því marki að stofnanir ríkisins starfí með svipuðu sniði og gerist úti á markaðnum. Mér fínnst eðlilegt að menn skoði árangur af þessum breytingum á næsta samningstímabili og endur- skoði stöðu sína á nýjan leik þegar menn hafa fengið reynslu af því,“ sagði ráðherrann að lokum. Stækkun ál- versins á lokastigi FRAMKVÆMDUM vegna bygg- ingar þriðja kerskálans við álver- ið í Straumsvík fer senn að ljúka, en stefnt er að þvi að gangsetn- ing hinna 160 kera sem eru i nýja skálanum hefjist í júlí nk. og verði lokið í september, að sögn Sigurðar Briem, deildar- stjóra hjá ÍSAL. Með stækkun álversins kemur það til með að framleiða 162 þúsund tonn af áli á ári í staðinn fyrir 100 þúsund tonn áður. Framkvæmdir hófust í árs- byrjun 1996, en auk þess að bæta við nýjum kerskála þurfti að stækka steypuskálann og vinna að fleiri breytingum í verksmiðj- unni. Að sögn Sigurðar er áætl- aður heildarkostnaður við verkið um ellefu og hálfur milljarður króna. STEFNT er að því að hefja gangsetningu í nýja kerskálanum í júlí nk. Morgunblaðið/Ásdís Vinnutímatilskipun ESB skerðir tekjur starfsmanna Seltjarnarnessbæjar Gæti ýtt undir svarta atvinnustarfsemi ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ Seltjarnar- ness auglýsti nýlega eftir starfs- mönnum sem bætast við hóp ann- arra starfsmanna vegna vinnutíma- tilskipunar Evrópusambands. Óánægja er meðal starfsmanna þar sem ljóst þykir að tekjur þeirra skerðast verulega vegna tilskipun- arinnar. Þorsteinn Geirsson, æsku- lýðs- og íþróttafulltrúi Seltjarnar- ness, kveðst telja að þetta leiði til þess að starfsmenn leiti á önnur mið eftir aukavinnu og þetta ýti undir svarta atvinnustarfsemi í þjóðfélaginu. „Við vorum að sprengja þann ramma sem við þurfum að lúta samkvæmt vinnutímatilskipun Evr- ópusambandsins. Nú er komið að því að ráða fólk inn í nýja vinnu- áætlun sem tekur gildi 1. maí nk. Okkur vantar tvo til þrjá menn í 100% störf til þess að geta verið innan þeirra marka sem okkur eru sett, sem er 48 stunda vinnuvika," sagði Þorsteinn. Hann segir að starfsmenn hafi unnið mikla yfírvinnu, sumir á bil- inu 60-80 yfirvinnutíma á mánuði. Reynt hafí verið að koma til móts við þá og lyfta upp laununum með því móti að útvega þeim aukavinnu á kvöldin. Þetta sé sá veruleiki sem blasi við íslenskum launþegum. Kemur í bakið á okkur „Núna kemur þetta í bakið á okkur og við verðum að hlíta vinnu- tímatilskipuninni. Þetta leiðir klár- lega til tekjuskerðingar en það er ekki ljóst hver hún verður því kjara- samningar eru ekki til lykta leidd- ir,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að nokkur urgur hafi verið vegna þess eins og eðli- legt niegi teljast enda sé um af- komu fólksins að ræða. „Mönnum hugnast það ekki mjög vel að hlýða tilskipunum frá Evrópusambandinu. Hver ætlar svo að hafa eftirlit með því að starfs- menn stundi ekki aðra vinnu utan síns vinnutíma? Ég held að svarti markaðurinn komi til með að blómstra vegna þessa. Ég er sjálfur með innflutning meðfram mínu starfi sem æskulýðs- og íþróttafull- trúi Seltjarnamess. Til mín leitar fólk og það er á prósentum við sölu og ég læt því eftir hvernig það gerir skil á sínum skatti. Það hefur orðið gríðarleg ásókn í slík störf. Þetta gæti jafnvel leitt til þess að vinnuveitendur komist með þessu móti upp með að bjóða þau laun sem þeim sýnist," sagði Þorsteinn. Rektors- í kjör í Há- skóla Is- landsídag i REKTORSKJÖR í Háskóla íslands P fer fram frá kl. 9 til 18 í dag, en j rektor er kjörinn til þriggja ára í senn og eru starfandi prófessorar, sem skipaðir eru eða ráðnir til ótil- tekins tíma, einir kjörgengir. Nýr rektor tekur til starfa við upphaf háskólaárs næsta haust. Fjórir hafa lýst yfir að þeir sækist eftir kjöri, en það eru þeir Jón Torfí Jónasson, Páll Skúlason, Vésteinn Ólason og k Þórólfur Þórlindsson. Á kjörskrá eni 539 starfsmenn » Háskóla íslands og 5580 stúdentar. | Atkvæðisrétt eiga prófessorar, dós- entar og lektorar og allir þeir sem ráðnir eru til fulls starfs til lengri tíma en tveggja ára við Háskóla íslands og stofnanir hans og hafa háskólapróf. Þá eiga atkvæðisrétt allir stúdentar sem skrásettir voru í Háskóla íslands tveimur mánuðum fyrir rektorskjör, og gilda greidd | atkvæði stúdenta sem einn þriðji C hluti greiddra atkvæða alls. í aðalbyggingu Háskóla ísiands p (hátíðasal) kjósa kennarar og aðrir starfsmenn, og einnig stúdentar aðrir en þeir sem eru í læknadeild og tannlæknadeild, en þeir kjósa í Eirbergi, norðurálmu. Hljóti enginn tilskilinn meirihluta greiddra at- kvæða verður kosið að nýju mið- vikudaginn 23. apríl. Háskólaráð hefur skipað kjör- | stjórn til að annast undirbúning og framkvæmd rektorskjörs og eiga ® sæti í henni: Arna Hauksdóttir stúd- § ent, Friðrik H. Jónsson dósent, Guð- rún Kristjánsdóttir dósent, Guðvarð- ur Már Gunnlaugsson sérfræðingur (formaður), Lára Samira Benjnouh stúdent og Leó Kristjánsson vísinda- maður. Starfsmaður kjörstjórnar er Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir deildar- stjóri. -----♦ ♦ ♦--- Tæknifræð- i ingar andvígir lífeyris- frumvarpi FÉLAGAR í Lífeyrissjóði Tækni- fræðingafélags íslands samþykktu á aðalfundi sínum í gærkvöld ályktun þar sem þeir lýsa andstöðu við frum- varp ríkisstjórnarinnar um skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda. Berg- steinn Gunnarsson, formaður sjóðs- ins, tjáði Morgunblaðinu í gær að félagar sjóðsins væru andsnúnir þeirri hugmynd að leggja af sér- eignasjóði og hefta valfrelsi í lífeyr- ismálum. Lífeyrissjóður Tæknifræðingafé- lags íslands er einn af elstu starfs- greinasjóðum landsins og segir Bergsteinn Gunnarsson samstöðu meðal félagsmanna um að hafa frelsi til að velja milli séreigna- og sam- eignardeildar. „Aðalfundurinn lýsir yfir von- brigðum og óánægju með vinnu- brögð stjórnvalda fyrir að leggja fram frumvarp sem meinar rótgrón- um og viðurkenndum lífeyrissjóðum að starfa áfram. Fundurinn telur auk þess að með frumvarpinu sé vegið að réttindum og starfsíg'örum tækni- fræðinga án nokkurs tilefnis og for- dæmir fundurinn þær fyrirætlanir stjórnvalda," segir í ályktuninni. Segir einnig að verði frumvarpið að lögum sé kippt stoðum undan starf- semi Lífeyrissjóðs Tæknifræðingafé- lagsins sem starfað hafi í 30 ár og tryggt tæknifræðingum eftirlaun auk þess að greiða örorkulífeyri til sjóðfélaga sem misst hafi starfsgetu. Aðalfundi sjóðsins var frestað þar til búið er að afgreiða lagafrumvarp- ið og frestað var umræðu um þá hupiynd að sameina sjóðinn lífeyr- issjóði arkitekta. Raunávöxtun sjóðsins var 10,9%. I I I I I: i I I I í H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.