Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MININIINGAR MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 37 HLÖÐVER BJÖRN JÓNSSON + Hlöðver Björn Jónsson var fæddur í Vest- mannaeyjum 25. júlí 1935. Hann lést í Landspítalanum 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Jón Björnsson, f. 18. janúar 1913, frá Gerði í Vestmanna- eyjum og Oddný Larsdóttir, f. 2. októ- ber 1916 frá Útstekk í Helgustaðahreppi. Systur Hlöðvers eru Jakobína, f. 12. apríl 1949, gift Gunnari Ólafssyni og Lára, f. 23. júní 1945, gift Einari H. Guðmundssyni. Hlöðver kvæntist 1986 eftir- lifandi eiginkonu sinni Elísabetu Þórarinsdóttur, f. 27.11. 1936 frá Vestmannaeyjum. Börn Hlöðvers eru: 1) Hrafnhildur, f. 12. júlí 1953, gift Brynjólfi Sig- Réttsýnn maður. Einlægur, góð- ur, og það, sem er mest um vert, traustur vinur. Hlöðver átti marga góða vini, en einn af hans bestu vinum var Þórir, pabbi Ellýjar, og við vitum að sá góði maður á um sárt að binda núna. Dóttir okkar, Elísabet, og Hlöðver voru líka ákaf- lega góðir vinir. Við munum svo vel þegar Hlöðver hringdi í okkur og spurði: Okkur leiðist, megum við fá Eiísabetu lánaða þangað til á morgun ? Hún kallaði hann alltaf afa. Afi vék alltaf úr rúmi fyrir „litlu prinsessunni" sinni, en fyrst fóru fram samningaumleitanir um svefnstað. Eitt sinn sem oftar þegar Hlöðver spurði Elísabetu okkar hvort hann ætti að sofa uppi eða niðri var svarið á reiðum höndum: „Nú, auðvitað uppi, þá er styttra í ísskápinn." Sú stutta vissi hvar hún hafði hann afa sinn. Hann Hlöðver kom oft við heima hjá okkur þegar hann var á leiðinni á fundi hjá Frímerkjafélaginu um helgar og þá var spjallað, oftast um augljóst misrétti í okkar þjóðfé- lagi. Sunnudaga helgaði Hlöðver hinsvegar öldruðum foreldrum sín- um og spilaði við þau á spil. í minningunni var Hlöðver sann- arlega réttsýnn, einlægur og góður urðssyni, börn hennar eru Vignir, Þórdís og Margrét Ósk. 2) Gunnhildur, f. 3. janúar 1959, börn hennar eru Bergrún, Halldóra og Þorbjörg. 3) Pét- ur Konráð, f. 16. október 1961, giftur Sigríði Þórðardótt- ur, börn hans eru Þórður Guðjón og Elías Már og stjúp- dóttir Guðrún Birna Brynjólfsdóttir. 4) Jón Björn, f. 12. mars 1962, giftur Elsu Þóris- dóttur, börn hans eru Kristín og Vala. Mestan hluta starfsferils síns vann Hlöðver hjá Ríkisskip en síðustu árin hjá Austurveri. Útför Hlöðvers fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. vinur. Við vottum þér, elsku Ellý, okkar dýpstu samúð með þinn mikla missi. Þín huggun er hve minningin um Hlöðver er góð. Dóra og Pétur. Elsku afi minn, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þegar við fórum í sumarbú- staði og á kaffihús. Þegar þú komst í heimsókn og gantaðist. Ég sakna þín, elsku afi minn. Þinn perluvinur, Elísabet. Hinn 8. apríl lést einn af okkar bestu félögum og góður vinur eftir erfið veikindi. Hlöðver B. Jónsson var mjög virkur innan FF og störf hans fyrir félagið voru mikil. Hann var mjög vinnusamur og lá ekki á liði sínu er haldnar voru sýningar eða hvað annað er þurfti að gera fyrir félagið. Hann tók virkan þátt í því að byggja upp félagsheimilið í Síðumúla 17. Hin síðustu ár hefur hann haft umsjón með félagsheimil- inu, auk þess að sjá um opið hús hjá FF á laugardögum og kaffi á félagsfundum. Þetta starf leysti Hlöðver af hendi með miklum mynd- MARGRET JONSDOTTIR + Margrét Jóns- dóttir var fædd á Steig í Mýrdal 18. febrúar 1908. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju 15. mars. Þegar einhver ná- tengdur hverfur úr lífi manns hrannast upp minningar og maður lítur til baka. Mig lang- ar að setja nokkrar lín- ur á blað og minnast tengdamóður minnar, Margrétar Jónsdóttur. Hugurinn reikar til baka er ég kom til Vestmannaeyja 16 ára gamall á vertíð og kynntist konu minni sem varð til þess að ég er enn búsettur hér. Það varð fljótt hlýtt á milli okkar Möggu sem stóð alla tíð til hennar síð- asta dags. Fljótlega hófum við Ester okkar búskap heima hjá tengdaforeldrum mín- um tilvonandi á Breka- stíg 21, Þar sem Kalli og Magga bjuggu lengst af, en tengda- faðir minn hét Kristján Einarsson, en var jafn- an kallaður Kalli. Hann lést árið 1974 eftir stutt veikindi. það gefur augaleið að þeg- ar maður byijar bú- skap og samband þetta ungur að árum geta örðugleikar komið upp en undir handleiðslu þeirra hjóna og með aðstoð eldri systkina konu minnar gekk þetta mjög vel hjá okkur börnunum að ala upp okkar eigin börn sem voru orðin þrjú þeg- Skilafrestur minningargreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags: og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf grein- in að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. arskap og tekið var eftir hversu mikið snyrtimenni Hlöðver var. Ávallt var létt í kringum Hlöðver, en hann kunni frá mörgu að segja, bæði gamansögur og sögur frá sjó- mannsferlinum. Hlöðver sat í stjórn FF um árabil og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörf- um. Hlöðver kom víða við í söfnun sinni, en hann hafði mikinn áhuga á kortum frá Vestmannaeyjum; auk þess safnaði hann frímerkjum með skipamyndum og frímerkjum frá ýmsum löndum. Kynni okkar Hlöðvers urðu meiri eftir að starfsemi Ríkisskipa var lögð niður. Þá var hann vaktmaður er Helga II var í landi. Það var aðdáun- arvert hvernig harm leysti það verk- efni af hendi. Ávailt var allt til reiðu og heitt á könnunni þegar menn komu til starfa að morgni eftir næt- urvaktina hjá Hlöðveri. Hann hlakk- aði til er nýja Helgan kom til lands- ins og var með fyrstu mönnum er tóku á inóti skipinu. Því miður urðu það ekki margar inniverur er hann gætti skipsins, því hann var orðinn veikur af þeim sjúkdómi er nú hefur lagt góðan vin og félaga að velli. Um leið og ég kveð góðan vin og félaga og þakka honum fyrir störf hans fyrir FF, sendi ég konu hans, börnum og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Rúnar Þór Stefánsson. Örstutt var kynning, úr eðli fram brast, eðal- og hugsjónamaður. Hugrakkur jafnan og heilsteyptur varst, hjartfús og ástvinaglaður. Nærgætni tvinnar og tengir þau bönd sem taustast í ábaming reynast, og fijóvga þau ylríku áhuga lönd í ástvinahjörtunum seinast. Góða nótt, vinur, ég gleðst þér með hiyggð, að gengin er seinasta brautin bautasteinn þinn verður trúmennska og tryggð talandi mannkosta skrautin. Franklín Jónsson frá Odda. Kæri vinur, þú er farinn, langt um aldur fram. Þau tæplega tutt- ugu ár sem leiðir okkar hafa legið saman höfum við átt óteljandi skemmtilegar og notalegar stundir. Betri vini en ykkur Ellý er ekki hægt að hugsa sér. Ég kveð þig með söknuði og innilegu þakklæti fyrir samveruna. Elsku Ellý mín, megi guð og góðar vættir vera með þér þessar erfiðu stundir. Vilborg Valgarðsdóttir. ar við vorum tvítug. Síðar þegar við fluttum í annað húsnæði austar í bænum og hófum okkar sjálfstæða búskap voru þau ófá sporin sem hún lagði á sig til þess að passa fyrir okkur börnin svo við gætum farið á bíó eða ball eða til að heim- sækja kunningjana. Hún sagði alla tíð að við ættum að skemmta okkur saman en ekki hvort í sínu lagi. Og er ég viss um að þessi hjálp hennar hefur vegið þungt í sam- bandi okkar. Einnig er mér ofarlega í huga hjálpin sem hún veitti okkur meðan börnin voru ung og við aura- lítil, þær voru þó nokkrar flíkurnar sem birtust á heimilinu sem ég vissi að ekki voru keyptar fyrir okkar peninga og einnig kom af himnum ofan eitt og eitt kjötlæri og annað góðgæti sem mig grunar að hún hafi vitað hvaðan kom. Nú á seinni árum, eftir að hún flutti í Kleifar- hraun, í nokkurs konar þjónustu- íbúð aldraðra, hugsaði hún um sig sjálf sem hún hafði gert alla tíð, bakaði um hveija helgi eitthvað meðlæti og komum við þangað oft um helgar og nutum gestrisni henn- ar, en hún hafði mjög gaman af að taka á móti fólki og gefa gjafir. Það fylgja hlýjar kveðjur frá börnum og barnabörnum og einnig þeim sem nutu góðvildar hennar. Ég undirritaður á henni svo margt að þakka sem ekki komst fyrir í þessum fátæklegu línum en hugur- inn geumir um alla tíð. Far þú í friði, elskulega tengdamamma, þess óskar þinn einlægur tengdasonur, Sigurður Guðmundsson. MAGNÚS GUÐBERGSSON + Magnús Guð- bergsson var fæddur að Húsa- tóftum í Garði hinn 4. janúar 1955. Hann lést á Gunn- arsholti í Rangár- vallasýslu 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbergur Ingólfsson, f. 1.8. 1922, d. 1.11. 1995, og Magnþóra Þór- arinsdóttir, f. 16.3. 1926. Hann var næstyngstur níu barna þeirra hjóna, en þau hin eru í aldursröð, Þórarinn, Bergþóra, Jens Sævar, Theó- dór, Rafn, Reynir, Anna og Ævar Ingi. Magnús átti með fyrrum sambýlis- konu sinni Dag- björtu Önnu Guð- mundsdóttur, dótturina Hörpu Mjöll, f. 25.12. 1974, og tvíburadrengina Guðberg og Guð- mund, f. 4.5. 1981. Einnig átti hann með Soffíu Gunn- þórsdóttur tvíbura hinn 26.5. 1996, Sindra Má og Sólr- únu Önnu. Magnús starfaði lengstan hluta starfsævinnar að bílaviðgerðum. Útför hans fer fram frá Út- skálakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Mig setur hljóða og erfitt er að byrja að setja þessar línur á blað til að minnast mágs míns, Magnús- ar, eða Manga eins og við kölluðum hann, en hvernig átti mig að renna í grun þegar hann hringdi í mig á þriðjudagsmorguninn eftir páska að það væri í síðasta sinn sem við töluðum saman. Það var gott í hon- um hljóðið þá, er hann spurði mig frétta að heiman. Hann virtist vera sáttur við dvölina í Gunnarsholti, en þar hafði hann dvalist nokkrar vikur, sagðist stefna að því að taka próf í bifvélavirkjun, en við það hugðist hann starfa áfram er dvöl- inni að Gunnarsholti lyki og þá með réttindi til starfsins. Margt annað fór okkur á milli sem ég læt ósagt hér, en seinna frétti ég að hann var ekki í Gunnarsholti er hann hringdi og að enn eina ferðina væri bakkus búinn að taka stjórnina og ekki heyrðist það heldur á mæli hans. Mangi var ungur að árum er hann ánetjaðist áfengi, svo undar- legt sem það nú er þá var eins og strax við fyrsta sopann væri ekki aftur snúið, eða er það kannski eitt- hvað annað sem rekur þá einstakl- inga sem áfengisvímunni ánetjast til að halda áfram á þeirri braut, allavega eru of margir sem ráða ekki ferðinni sem áfenginu fylgir. Hann fór í meðferðir, margar, sum- ar stuttar, aðrar lengri, á hinar ýmsu stofnanir og heimili, í hvert sinn vonaðist fjölskyldan eftir því að nú væri björninn unninn. En vonimar brugðust ein af annarri. Þó minnist ég góðs tímabils sem byijaði á árinu 1981 er tvíburarnir Guðbergur og Guðmundur fæddust. Fæðing þeirra kveikti ljós, ljós sem skejn í u.þ.b. sex ár. Ég sé hann núna fyrir mér að gefa pela eða næringu og skipta um bleiu, þau voru samstiga þá foreldrarnir ungu og hann var stolt- ur og áhugasamur faðir og fylgdist með framförum sonanna. En skjótt skipast veður í lofti eins og við höfum fengið að kynn- ast þennan vetur. Mánudagsmorg- uninn 7. apríl var hringt frá Gunn- arsholti í bróður hans og honum tjáð að Magnús væri strokinn, en það væri algengt munstur þeirra er þangað leituðu og yrði hans nú leitað, þar sem hann hafði tveimur dögum áður skrifað undir samning um að dvelja í sex mánuði á Gunn- arsholti. Hugsanir mínar eftir hádegi þann sama dag er mér var sagt hvað komið hefði fyrir voru blendnar. Fyrst var ég reið, reið yfir að auðveldasta leiðin væri valin, mér varð hugsað til móður hans, sem var búin að finna svo til með drengnum sínum og óska og biðja honum ánægjulegri lífdaga. Ég hugsaði um kvölina sem börnin hans þijú þau eldri voru búin að ganga í gegnum og hvaða áhrif þetta hefði á líf þeirra og framtíð alla. Mér varð hugsað til systkina hans, hvernig bregðast þau við, ásaka þau sig um að hafa brugðist? Ég hugsaði líka, gátum við ekki öll gert eitthvað meira til að um- bera Manga og hjálpa honum til betra lífs. En það er nú einu sinni svo, að erfitt er að hjálpa þeim er hjálpar sér ekki sjálfur. Hugrenn- ingum mínum verður aldrei svarað. Næsta dag var reiðin runnin og sorgin ein ríkti, en spurningin er, var þetta eftir allt auðveldasta leið- in, svari hver fyrir sig, Mangi átti sitt líf, eða er ekki svo? Þess vegna verðum við sem eftir erum að sætta okkur við orðinn hlut, læra að lifa með því, virða hans síðustu gjörð og fyrirgefa honum. Hann var aðeins einn af svo mörgum sem gáfust upp í hinni hörðu baráttu lífsins. Kæri mágur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elskulega tengdamóðir, Harpa Mjöll, Guðbergur og Guðmundur svo og aðrir aðstandendur. Guð gefi okkur öllum styrk á þessum erfiða tíma. Við skulum geyma minningu um góðan dreng í hjarta okkar um ókomna tíð og muna að öll él birtir upp um síðir og að sið- ustu er alltaf ljós einhversstaðar í myrkrinu. Jóna Hallsdóttir. Nú ert þú, elsku bróðir og mág- ur, búinn að öðlast frið. Þó svo að okkar samverustundir hafi ekki verið margar nú í seinni tíð standa eftir minningar um góðan og ljúfan dreng og allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú varst oftast skemmtilegur og ávallt stutt í bros- ið og glettnina. Ég vildi ég gæti andað yl inn í þig, vinur minn. Ég vildi ég gæti klappað og kysst kjark í svipinn þinn. Ég vildi ég gæti sungið sól í særða hjartað þitt, sem að gæti gefíð þér guðdómsaflið sitt. Ég vildi ég gæti vakið upp vonir í þinni sál, og látið óma, enn á ný, allt þitt hjartans mál. Ég vildi ég gæti gert þig bam, sem gréti brot sín lágt, og vaggað þér í væran svefn, - ég veit, hvað þú átt bágt. A meðan gæti ég sagt þér sögu, - en sagan er á þá leið, að til er sá Guð, sem gleymir engum, en gætir vor best í neyð. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku hjartans mamma mín og tengdamamma, Harpa Mjöll, Guð- bergur og Guðmundur, Guð veri með okkur öllum á erfiðri stundu. Ævar Ingi og Svava. < * i -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.