Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 35 KRISTJAN ÞORIR ÓLAFSSON Þórir frá + Kristján Ólafsson Patreksfirði var fæddur í Reykjavík 4. ágúst 1924. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 6. aprí! síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Oddný Sölvadóttir, f. 28.12. 1897, d. 5.8. 1994, og Ólafur Kristjánsson, f. 21.7. 1896, d. 1.4. 1973. Kristján var elstur af níu systk- inum en þau eru; Borghildur Sólveig, f. 29.1. 1926; Þórunn, f. 5.9. 1927; Stefán, f. 8.7. 1929; Haraldur, f. 25.5. 1931; Oddný, f. 10.7. 1932; Ingólfur, f. 22.3. 1935; Elísabet Kristín, f. 20.2. 1939; Sigríður Helga, f. 21.7. 1941; fóstursystir Kolbrún Guð- jónsdóttir, f. 5.6. 1944, og hálf- systir, Hulda Ólafsdóttir. Kristján kvæntist Kristrúnu Kristófersdóttur frá Bíldudal, f. 17.9. 1920, d. 31.12. 1985, í Reykjavík. Er þau giftu sig var hún ekkja með þrjú börn og gekk Kristján þeim í föðurstað. Þau voru: A) Ingibjörg Hall- dóra, f. 4.12. 1944, d. 22.11. 1969, hún átti tvö börn; Elías, f. 18.7. 1964, hann á þrjú börn og Söndru, f. 2.9. 1966, d. 17.2. 1997. B) Bryndís, f. 2.5. 1947, d. 27.5. 1984, sonur hennar, Kristján Þór, f. 29.5. 1971. C) Pétur Þór, f. 26.7. 1948, d. 11.3. 1982. Kristján og Kristrún Elsku Kristján, okkur langar með nokkrum fátæklegum orðum að kveðja þig og þakka þér um leið fyrir allar ánægjulegu samveru- stundirnar sl. ár. Kynni okkar af þér hófust eftir að þú fórst að búa með ömmu Dísu í Erluhrauni 3. Síðan jukust þau með hveiju ári, enda hafðir þú mikið að gefa. Allt- af varst þú boðinn og búinn að rétta okkur og öllum hjálparhönd og aldr- ei sáum við þig skipta skapi. Við vitum að ykkur ömmu Dísu leið mjög vel saman og þið áttuð margar góðar stundir. Það var meðal annars orðinn árlegur við- burður hjá ykkur að fara til Kanarí- eyja snemma árs, síðan að fara norður í bústað og til Akureyrar á sumrin. Þið nutuð þess svo vel að ferðast saman. Fyrir komandi sumar voruð þið búin að ráðgera marga hluti, meðal annars ætluðum við að fara með ykkur norður í bústað og vera ykk- ur innan handar við að dytta að bústaðnum. Við vitum að þar leið þér mjög vel og vildir þú helst dvelja þar stóran hluta sumars. Þú varst óþreytandi við að laga bústaðinn hennar ömmu Dísu og gera það sem gera þurfti. Að lokum viljum við sérstaklega þakka þér fyrir hana Helgu Guðnýju okkar, sem við vitum að þið amma Dísa snerust í kringum. Það var mikil blessun fyrir hana að fá að kynnast þér og vera hjá ykkur á meðan mamma var að vinna. Hún hefði ekki getað haft það betra. Þið dönsuðuð við hana, fóruð með hana út að ganga, í bílt- úra og margt fleira. Það var ómet- anlegt að eiga ykkur að og Helga Guðný var svo ánægð og glöð hjá ykkur. Það var svo komið að lokum að Helga Guðný var farin að biðja um að fá að fara til ömmu Dísu og afa Kristjáns (eins og hún kall- aði þig alltaf) eftir að mamma hætti að vinna. Þá vildi hún fá að fara ein og mamma átti ekki að koma með, því hún vildi hafa ykkur fyrir sig. Það er margs að minnast á svona stundu en efst í hugum okkar er þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér og njóta góðmennsku þinnar. eignuðust tvö börn: A) Sigríður, f. 11.6. 1956, maki Erling- ur Sveinn Haralds- son, f. 14.7. 1954, börn þeirra Sveinn Þórir, Pétur Þór og Brynjar Ingi. B) Kristófer, f. 19.11. 1957, maki Kolbrún Dröfn Jónsdóttir, f. 22.9. 1959, börn þeirra Kristófer, Kristrún og Krist- ján Arnar. Kristján ættleiddi Kristján Þór, son Bryndísar. Kristján og Kristrún bjuggu á Bíidudal til ársins 1966 en flutt- ust þá í Kópavog. Sambýliskona Kristjáns frá 1991 er Branddís Guðmunds- dóttir frá Bæ í Steingrímsfirði, f. 28.4. 1928. Sonur hennar er Guðmundur Grétar Bjarnason, f. 23.7. 1946. Kona hans er Guðný Sigríður Elíasdóttir, f. 13.9. 1947. Börn þeirra eru: Elías Bjarni, Gunnar Ingi og Margrét Ólöf. Kristján stundaði nám við Gagnfræðaskóla Akureyrar 1940-1941 og sótti vélstjóra- námskeið 1943. Hann starfaði á bátum sem vélstjóri af og til en lengst af vann hann sem vörubílstjóri hjá Þrótti. Einnig stundaði hann ökukennslu en vann síðustu 12 árin sem bíl- stjóri hjá Landvélum. Útför Kristjáns fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elsku amma Dísa og aðrir að- standendur, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Lát karlmennskunnar hug minn hita og hjartað veika finna það og vita að eftir vetri alltaf kemur vor. Að baki lífsins biður dauðans vetur, á bak við hann er annað vor, sem getur látið oss ganga aftur æskuspor. (J.J.S.) Elías, Sigríður, Helga Guðný og Vilhjálmur Grétar. Sunnudaginn 6. apríl síðastliðinn fékk ég þær hörmulegu fréttir að Kristján hennar ömmu væri dáinn. Hann var mér góður vinur og fé- lagi. Á þessari stundu vakna upp margar skemmtilegar minningar um þennan góða mann. Á þeim stutta tíma sem kynni mín af honum stóðu, gaf hann mikið af sér. Hann var lífsglaður og mjög hjálpsamur maður. Mér er efst í huga þakk- læti til hans fyrir að koma inn í líf ömmu og hugsa svona vel um hana og vera henni svona góður félagi. Allar þær ferðir sem þau fóru sam- an til útlanda og norður í bústað veittu þeim svo mikla ánægju og gleði. Elsku amma mín, missir þinn er mikill en eftir lifir minningin um góðan mann í hjörtum okkar allra. Megi Guð gefa þér styrk í þessari miklu sorg. Einnig vil ég votta börn- um Kristjáns, fjöskyldum þeirra og öðrum ástvinum dýpstu samúð mína. Þar með kveð ég þennan góða vin. Blessuð sé minning hans. Þau Ijós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera besta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi sem kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (F.G.Þ.) Gunnar Ingi Guðmundsson. Er kemur að leiðarlokum og kveðjustund, er svo margs að minn- ast. Mér er þakklæti efst í huga fyrir vináttu, er ég kveð góðan vin. Kristjáni kynntist ég fyrir rúmum þremur árum, þar sem hann var sambýlismaður Branddísar, ömmu unnusta míns. Mér finnst eins og þessi stuttu kynni hafi varað alla ævi. Hann gaf mikið af sér, var lífs- glaður og einlægur maður, og alltaf var stutt í brosið og húmorinn. Þessi tími hefur verið mér dýrmæt- ur, að sækja þau heim, sjá ánægju þeirra og lífsgleði. Viss hlýja umlukti þau. Þeirri hlýju fann mað- ur fyrir er maður nálgaðist hlýlegt heimili þeirra. Að hitta þau kvöld- stund og ræða lífið og tilveruna, hlusta á Kristján segja okkur sögur frá veiðiferðum sínum eða bara af því sem til féll þetta kvöld. Kristján var dugnaðarmaður og sat ekki auðum höndum. Alltaf var hann boðinn og búinn að rétta manni hjálparhönd. Hann var mjög SIGURÐUR SIG URÐSSON + Sigurður Sig- urðsson var fæddur í Hafnarfirði 27. janúar 1920. Hann lést á heimili sínu 3. apríl síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 11. apríl. Sigurður Sigurðsson var þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. íþróttalýs- ingar hans í útvarpi gleymast ekki þeim sem á hlýddu. Þar fór saman myndræn lýsing, réttsýni og stemmning. Þegar ég var að alast upp var Utvarpið og hét í beinni útsendingu. íþróttalýsingar Sigurð- ar voru fastur liður í tilverunni. Mér er minnisstæðust lýsing Sig- urðar á hinum magnaða leik Vals og Benfica á Laugardalsvelli 1968. Stemmningin komst vel til skila, leiklýsingin lifandi að vanda. Ég hygg að margir aðrir en þau 20 þúsund sem á vellinum voru, muni glöggt eftir þessum leik. Sigurður Sigurðsson sá til þess. Eg hóf störf á Út- varpinu vorið 1982. Þá var Sigurður löngu hættur íþróttafrétta- mennsku, raunar kom- inn á eftirlaun, en vann innlendar fréttir í afleysingum. Þar kom um sumarið að ég þurfti með skömmum fyrir- vara að takast á við beinar lýsingar af kapp- leikjum. Þetta höfðu þá aðeins Sigurður, Jón Ásgeirsson, Hermann Gunnarsson og Bjarni Felixson stundað. Þeg- ar nær dró fyrstu lýs- ingu var spennan illbærileg. Sigurður gaf sig að mér, og spurði hvort ég væri spenntur. Svarið var: „Jahá.“ Þá sagði Siggi: „Ég var alltaf spennt- ur, fram á síðasta dag.“ Síðan tók hann mig með í kaffi og kamel og gaf góð ráð. Heilræði hans þykir mér jafnvænt um nú og þá. Mér þótti líka mikill heiður að þessi jarl íþróttaf- réttamennskunnar gerðist lærimeist- ari minn. Siggi var tíður gestur á Útvarpinu eftir að hann hætti að standa þar vaktir, skrifaði útdrátt úr forystu- barngóður maður, sonur minn eign- aðist þar góðan langafa, sem var hrifinn frá okkur allt of fljótt. Fyr- ir hönd sonar míns þakka ég honum af alhug fyrir að hafa verið honum svona góður afi. Mér finnst ég hafa verið mjög lánsöm manneskja að fá að kynnast honum og Branddísi, og hafa hlotið þann heiður að eiga með þeim góðar stundir. Það er sárt að þú skulir nú vera farinn svona snögglega og fyrir- varalaust og horfinn sjónum okkar. En þrátt fyrir það trúum við því og huggum okkur við það að þú haldir áfram að lifa í eilífisdal á æðra tilverustigi, þar sem þér er ætlað að gegna einhvetju mikil- vægu hlutverki og getur fylgst með okkur áfrma. Elsku Branddís mín, missir þinn er mikill. Megi góður guð styrkja, vernda og hjálpa þér að horfa fram á veginn bjarta í þessari miklu sorg. Söknuður okkar er mikill, en við skulum hlúa að minningunum um yndislegan mann og vona að guð gefi að þær minningar verði smátt og smátt sorginni yfirsterkari. Branddísi, íjölskyldu hennar, börnum Kristjáns og íjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum hans votta ég mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Kristján, minning þín mun ætíð lifa áfram í huga mínum. Dýrleif Olafsdóttir. Að leiðarlokum leitar hugurinn til horfinna daga. Á þessari stundu finnst mér næstum ótrúlegt, að það séu orðin tæp fjörutíu ár síðan við Kristján unnum saman nokkur sumur í brúarvinnu, ég enn á ungl- ingsaldri en Kristján orðinn fulltíða maður. Tel ég það vera mikla gæfu, að við deildum saman tjaldi þessi sumur í brúarvinnunni. Komst ég fljótt að því hvað Kristján var mik- ill mannkostamaður og að gott var að eiga hann að vini. Á vetrarvertíð- um reri Kristján sem vélstjóri á bát og keyrði ég fyrir hann vörubíl, sem hann átti, og landaði í úr bátnum. Kristján var sonur hjónanna Oddnýjar Sölvadóttur og Ólafs Kristjánssonar. Kvæntist hann Kristrúnu Kristófersdóttur og eign- uðust þau tvö börn, Sigríði og Krist- ófer. Er þau Kristrún kynntust var hún ekkja með þijú ung börn en hún hafði misst mann sinn úr sjúk- dómi, sem margir nánir ættingjar hans höfðu einnig andast úr. Atti sá sjúkdómur síðar eftir að höggva stór skörð í fjölskylduna. Kristján gekk þessum börnum í föðurstað en þau voru: Ingibjörg, f. 4. des. 1944, d. í sept. 1969. Lét hún eftir sig tvö börn, Elías og Söndru. Sandra lést 17. febr. sl. og hafði hún á undan- förnum árum háð baráttu við þann sjúkdóm, sem hijáði þessa fjöl- skyldu, og hefur verið skammt stórra högga í milli. Bryndís, f. 2. maí 1947, d. 27. jan. 1984. Hún lét eftir sig eitt barn, Kristján Þór, sem ólst upp að mestu leyti hjá Dúddu og Krist- jáni vegna veikinda Bryndísar en einnig dvöldu börn Ingibjargar mik- ið hjá þeim. Pétur Þór, f. 26. júlí 1948, d. 11. apríl 1982. Kristján og Dúdda, eins og hún var ævinlega kölluð, bjuggu á Orra- stöðum á Bíldudal. Húsið stóð á sérlega fallegum stað og man ég sérstaklega eftir útsýninu yfir höfn- ina úr eldhúsinu og einnig hinum fallega garði, sem umkringdi húsið, með læknum Köldubunu, sem unun var að heyra í á kyrrlátum kvöldum. Gestrisni og hlýjar móttökur mættu manni alltaf hvenær og hvar sem maður kom til þeirra hjóna, hvort sem það var á Bíldudal eða í Kópa- vogi en þangað fluttust þau þegar sjúkdómurinn lagðist á Ingibjörgu. Við hjónin komum þangað oft og minnumst við margra, góðra stunda með þeim og börnum þeirra. Dúdda var mikil kona í orðsins fyllstu merkingu og sýndi hún ótrú- legt þrek í veikindum barna sinna. Kristján var hin styrka stoð, sem stóð og studdi við bakið á fjölskyldu sinni en þau hjónin áttu láni að fagna í börnum sínum og barna- börnum. Kristrún lést 31. des. 1985. Sambýliskona Kristjáns hin síð- ari ár var Branddís Guðmundsdótt- ir og var það mikið gæfuspor fyrir þau að kynnast. Hafa þau átt góð ár saman. Þau ferðuðust mikið, bæði innanlands sem utan, og er missir hennar mikill. Höfum við notið vináttu þeirra beggja. En minningin um góðan dreng mun lifa. Við hjónin sendum allri fjöl- skyldu hans okkar hugheilu samúð- arkveðjur. Allra okkar kynna er ánægjulegt að minnast. Mér finnst slíkum mönnum mannbætandi að kynnast. (Kristján Árnason.) Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson, Steinunn Bjarnadóttir. greinum dagblaðanna, og hafði tíma til að spjalla. Með okkur tókst góður vinskapur. Alltaf átti Siggi góð ráð ef eftir því var leitað, og sagði mis- kunnarlaust til um það sem betur mátti fara. Eftir að hann hætti störf- um heimsótti ég hann öðru hvoru og kynntist Sissu. Það fór ekki fram- hjá neinum að með þeim hjónum var einstaklega kært. Sigurður var einn fjögurra stofn- enda Samtaka íþróttafréttamanna árið 1956. Hinir voru Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Atli Steinarsson. Frímann og Sig- urður eru nú horfnir á braut. Eg starfaði í stjórn samtakanna í rúman áratug, sótti norræna og alþjóðlega fundi. Sigurður átti marga góða vini í starfinu erlendis, einkum á Norður- löndum. Marga þeirra hitti ég og náði að kynnast sumum. Flestir kunnu að segja frá Sigurði og skemmtilegum atvikum úr samveru og vináttu fyrri ára. Sigurður var virtur í þessu félagsstarfi, og var sæmdur gullmerkjum samtakanna hér á landi og í Finnlandi, og Al- þjóðasamtakanna AIPS. Minnisstæðust er mér saga sem Stig Haggblom, formaður finnsku samtakanna um langa hríð, sagði af Sigurði á norrænni ráðstefnu í Finnlandi uppúr 1960. Þar hafði staðið mikil veisla, og Kekkonen Finnlandsforseti var væntanlegur. Stig sagðist hafa haft áhyggjur af því hvort ráðstefnugestir væru í nógu flnu standi til að hitta forset- ann. Formenn íþróttafréttamanna- samtaka Norðurlandanna fimm skiptu með sér veislustjórn á þessum ráðstefnum, og Sigurður var veislu- stjóri í þetta sinn. Taldi hann enga ástæðu til óróa. Kekkonen kom og kastaði lauslega kveðju á viðstadda, en stökk til þegar hann sá Sigurð og heilsaði innilega. Þeir Sigurður þekktust vel frá laxveiðiferðum Kek- konens til íslands. Stig sagði að hvorki hefði Sigurði brugðist veislu- stjórnin né heimsmennskan. En sumir hefðu viljað sjá meira af for- setanum sem sat á tali við íslending- inn nær allt kvöldið. Styttuna fögru, sem íþróttamaður ársins tekur við ár hvert, keyptu þeir stofnendurnir frá Ameríku af litlum efnum samtakanna, en slíkir gripir voru mjög dýrir í þann tíð. Sigurður hitti okkur íþróttafrétta- menn á hveiju ári allt undir það síð- asta við afhendingu hennar. Urðu þá fagnaðarfundir. Þeir verða ekki fleiri, hér eftir mun jarlinn fylgjast með úr efstu stúku. Við félagarnir sem höfum starfað sem lengst í íþróttafréttum á Ríkisútvarpinu, undirritaðu-, Bjarni Felixson, Ingólf- ur Hannesson og Arnar Björnsson kveðjum Sigurð með söknuði, og vottum Sissu og fjölskyldunni inni- lega samúð. Blessuð sé minning brautryðjandans Sigurðar Sigurðs- sonar. Samúel Örn Erlingsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.