Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYNDBÖND/KVIKMYIMDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
Morgunblaðið/Þorkell
„Ég HRISTIST allan tímann af einhvers konar
óskilgreinanlegum hlátri“.
Ég mæli með
Aftur og aftur
Jóhanna Björk Guðjónsdóttir kennari á Laugarvatni
JÓHÖNNU Björk reyndist erfítt að
pikka út fjórar af sínum ótal mörgu
uppáhaldsmyndum. Hún spurði sig
því hvaða myndir hún gæti hugsað
sér að sjá aftur og aftur, og hvaða
þáttur kvikmyndarinnar hefði úr-
slitavald um ágæti hennar.
Fyrir regnið
Before the Rain
Leikstjóri: Milcho Manchaeviski.
„Tónlistin. Þessi mynd á að vekja
vissar tilfinningar, s.s. réttlætis-
kennd, óhugnað, samkennd og þær
gerðu það hjá mér, ekki síst þökk
tónlistinni. Hef reynt að nálgast
geisladiskinn vítt um Evrópu síðan,
en hefur ekki tekist að finna hann,
þó hann eigi víst að vera til.“ Mynd-
in er frá árinu 1994.
Lostæti
Delicatessen
Leikstjórar:Jean-Pierre Jeunet og
Marc Caro. Marie-Laure Dougnac,
Dominique Pinon og Karin Viard.
„Svarti húmorinn. Eg hristist allan
tímann af einhverjum óskilgreinan-
legum hlátri sem breyttist reglulega
í hlátursrokur. Góð hugmynd að
mynd.“ Myndin er frá 1991.
Óbærilegur léttleiki
tilverunnar
The Unbearable Lightness ofBeing
Leikstjóri: Philip Kaufman. Daniel
Day Lewis, Juliette Binoche, Lena
Olin. „Tilfinningarnar. Ég skiptist
á um að hafa samúð með persónun-
um, engin er algóð, engin er al-
vond, og það er akkúrat það sem
er svo frábært að finna fyrir þegar
horft er á kvikmynd. Svo er hún
líka svo „sensúel", það eru mjög
fallegar ástarsenur í henni.“ Mynd-
in er frá árinu 1988.
Með allt á hrelnu
On the Top
Leikstjóri: Agúst Guðmundsson.
Stuðmenn, Grýlurnar, Eggert Þor-
leifsson, Anna Björns og fleiri.
„Fyndnin. Þessi mynd er auðvitað,
einfaldlega alveg frábær, sennilega
einna mest í hugum fólks á sama
aldri og ég. Tónlistin er ennþá vin-
sæl og fólk er enn að tala um
skyggnilýsinguna hans Eggerts.
Það þykir mér mælikvarði á góða
mynd, þ.e.a.s. að muna heilu atriðin
úr henni mörg ár á eftir.“ Myndin
er frá 1982.
Fallvölt
frægð
LOUISE Fletcher, Linda Biair, Justin Henry og F. Murray
Abraham hafa öll staðið í sviðsljósinu.
ÓSKARSVERÐLAUN gulltryggja
frægð og frama, ekki satt? Louise
Fletcher, Linda Blair, Justin Henry
og F. Murray Abraham hafa öll feng-
ið Óskar eða verið útnefnd fyrir leik
en þau teljast samt sem áður ekki
til stórra nafna í kvikmyndaheimin-
um.
Louise Fletcher hafði tekið sér
meira en tíu ára hlé frá leik til þess
að sinna uppeldi barna sinna þegar
hún tók að sér hlutverk Ratched
hjúkrunarkonu í „One Flew Over the
Cuckoo’s Nest“ árið 1975 og fékk
Óskar fyrir. Síðan þá hefur hún leik-
ið ófáar harðbijósta ömmur og feng-
ið tilboð um fleiri slík aukahlutverk.
Fletcher segist þó ekki kvarta, með-
an hún hafi vinnu sé hún ánægð.
Linda Blair var aðeins 15 ára
þegar hún var útnefnd til Óskars-
verðlauna fyrir hlutverk sitt í „The
Exorcist" árið 1973. í kjölfarið naut
hún töluverðrar velgengni í nokkrum
sjónvarpsmyndum en síðan fjaraði
ferillinn út og einu hlutverkin sem
buðust voru í ódýrum subbumynd-
um. Blair hefur þó ekki gefið kvik-
myndaleik alveg upp á bátinn. Hún
er í nýjustu hryllingsmynd Wes Cra-
vens „Scream", og hún hefur í
hyggju að framleiða og leika í eigin
sjónvarpsmynd.
Justin Henry var yngsti leikarinn
sem hlotið hefur Óskarsútnefningu
þegar hann var útnefndur árið 1979
fyrir hlutverk sitt í „Kramer vs.
Kramer". Hann var aðeins átta ára
þegar hann lék son Dustin Hoffmans
og Meryl Streep. Henry gerðist þó
ekki barnastjarna. Hann ákvað að
eigin sögn að hann vildi fá að vera
bam og unglingur í friði og vera
eins og allir aðrir. Hann lagði þó
ekki leiklistardraumana á hilluna og
hefur síðan 1994 verið að reyna fyr-
ir sér í Hollywood.
F. Murray Abraham var velþekkt-
ur sviðleikari í New York þegar
hann vann óskar fyrir leik sinn í
„Amadeus" árið 1984. Síðan þá hef-
ur hann getið sér gott orð sem kar-
akterleikari í aukahlutverkum. Hann
segir Óskarinn tryggingu fyrir því
að fá vinnu í kvikmyndum það sem
eftir er.
Verðlauna-
saga kvik-
mynduð
„Regeneration“ er nýjasta
mynd breska leikarans Jonat-
han Pryce. Kvikmyndin er
byggð á skáldsögu Pat Barker
sem fengið hefur mjög góða
dóma og hlaut Booker-verð-
launin eftirsóttu.
Sagan gerist í fyrri heims-
styijöldinni og segir frá her-
lækni sem tekur mjög inn á sig
vandamál sjúklinga sinna sem
eru m.a. leiknir af Johnny Lee
Miller („Trainspotting") og Ja-
mes Wilby. Það er Gillies Mac-
Kinnon sem leikstýrir myndinni.
„REGENERATION" fjallar á áhrifamikinn hátt
um hörmungar fyrri heimsstyrjaldar.
Sumarsmella
púsluspil
Eðlurnar eru
enn á lífi
FRUMSÝNINGAR eru heil-
mikið áhyggjuefni fyrir kvik-
myndafyrirtæki í Hollywood.
Ef dýr mynd nær ekki athygli
frumsýningarhelgina og
áhorfendur láta ekki sjá sig
horfa framleiðendurnir fram
á gífurlegt tap. Þess vegna er
mikið lagt upp úr því að finna
rétta daginn.
í sumar er mikið í húfi. Til
stendur að frumsýna fjórtán
til fimmtán kvikmyndir sem
kostuðu hver um 100 milljónir
Bandaríkjadollara. Hver ein-
asta helgi sumarfrístíma
bandarískra unglinga er bók-
uð.
Frumsýning „Speed 2: Cru-
ise Control" hefur tvisvar ver-
ið færð til vegna þess að Fox-
kvikmyndafyrirtækið óttaðist
að hún félli í skuggann af öðr-
um myndum. Fyrst var það
mynd Colombia-kvikmynda-
fyrirtækisins „Men in Black“
sem hreyfði við Fox-mönnum
og síðan var það Disney-mynd-
in „Con Air“ sem óttast var
að tæki alla athyglina. „Men
in BIack“ er talin líklegust til
að setja sölumet í sumar
ásamt Spielberg myndinni
„Lost World: Jurassic Park“
og nýjasta Leðurblökuævin-
týrinu „Batman and Robin“.
Framleiðendur hafa jafnvel
ákveðið að bíða með að frum-
sýna nokkrar myndir í sumar
og selja þær frekar á markað-
inn í haust eða um jólin. Frum-
sýna átti „Alien Resurrection"
með Sigorney Weaver og Win-
onu Ryder í sumar en henni
hefur verið frestað fram á
haust. Einnig hefur verið
ákveðið að fresta frumsýn-
ingu Jim Carrey myndarinnar
„The Truman Show“ eftir að
erfiðleikar komu upp við gerð
hennar og lengja varð töku-
tíma.
Hver útkoman verður í
sumar er auðvitað happ-
drætti. Aðrir sem vilja
skemmta bíógestum eru
Harrison Ford og Glenn Close
í „Air Force One“, og Mel
Gibson og Julia Roberts í
„Conspiracy Theory". Sú
AÆTLUÐUM frumsýning-
artíma „Speed 2: Cruise
Control" með Söndru
Bullock hefur verið breytt
tvisvar.
mynd sem þarf líklega mest á
heppni að halda er stórslysa-
myndin „Titanic“. Aætlaður
kostnaður við hana er 180
milljónir Bandaríkjadollara
og stefnir hún í að fara fram
úr kostnaðaráætlun.
KVIKMYNDIN „The Lost World“,
sem er framhald myndarinnar „Jur-
assic Park“ eftir leikstjórann Steven
Spielberg, verður frumsýnd á ís-
landi 18. júlí næstkomandi. Með-
fylgjandi mynd úr „The Lost World"
er nýkomin til landsins en á henni
sjást aðalleikarar hennar, Jeff
Goldblum og Julianne Moore, í ná-
vígi við risaeðlu sem vaknað hefur
úr löngum dvala.
Forsaga myndarinnar
Viðskiptajöfurinn John Hammond
stofnaði fyrirtækið InGen sem tókst
að búa til risaeðlur úr DNA brotum
sem fundust í mýflugu. Draumur
hans var að búa til skemmtigarð
með risaeðlum á Costa Rica en bilun
varð í tölvukerfi garðsins rétt fyrir
opnun hans og eðlumar sluppu út.
Því varð að eyðileggja garðinn og
drepa allar eðlumar. Ríkisstjórn
Costa Rica vildi halda stöðu sinni
sem ferðamannaland og því var þag-
að þunnu hljóði um hvað fór úrskeið-
is. Sérfræðingurinn Dr. Ian Holm
(Jeff Goldblum) uppgötvar í þessari
nýju mynd að enn er eitthvað for-
sögulegt líf á eyjunni og spennan
eykst. Leikstjóri myndarinnar er
Steven Spielberg.