Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 25 „Horft inn í“ HELGA Egilsdóttir við eitt verka sinna. MYNPLIST Listasafn Kópavogs MÁLVERK Helga Egilsdóttir. Opið alla daga frá 12-18. Lokað mánudaga. Til 27. apríl. Aðgangur 200 krónur. ÞAÐ er ekki oft nú orðið að ungir málarar komi á óvart fyrir fáguð vinnubrögð á sértækum grunni, en það gerðist á dögunum er stórir dúkar Helgu Egilsdóttir báru fyrir augu rýnisins í Lista- safni Kópavogs. Um var að ræða 12 málverk í svarthvítum og grátóna tilbrigð- um, máluð á þessu og síðasta ári, eru jafn stór og mikil um sig eða 170 x 140 cm, utan eitt sem er enn stærra eða 200 x 180 cm. Þessar un svarthvítra tilbrigða ásamt end- urtekningum ákveðinna formtákna gera það að verkum að sýningin virkar í fyrstu full einhæf, en um leið óvenju samstæð og heil. Þetta á þó eftir að breytast við nánari skoðun og enn frekar eftir aðra heimsókn á staðinn, er rýnir- inn gat nálgast verkin hvert fyrir sig í ró og næði. Kom þá í ljós að um mun fjölþættari leik forma er að ræða frá einu verki til annars en í fljótu bragði varð séð, og að hvert fyrir sig býr að auki yfir meiri tjákrafti. Það þarf nokkurt hugrekki til að vinna á jafn afmörkuðum grunni hér á útskerinu, þar sem fólk virðist ólæst á fegurð grátóna- heimsins og metur málverk eftir einhvetjum áunnum litasmekk, oftar en ekki afar grunnfærðum. Miklir litameistarar hafa einmitt endurtekið leitað til grátónaheims- ins og svarthvítu andstæðnanna og þá ekki síður í málverkinu en grafíkmyndum og má tína til dæmi frá endurreisn allt fram á síðustu ár. Orðræðan, að enginn geti mál- að sem ekki geti unnið í hvítu, gráu og svörtu, er sem sagt í fullu gildi. Ber mun síður í sér boðskap um að viðkomandi sé hræddur við liti eða hafi takmarkaða þekkingu og vald á þeim, en að hinn sami búi yfir mikilli þekkingu og ríkum kenndum til áhrifamagna þeirra. Djúpar tilfinningar fyrir lit koma svo helst fram hjá þeim, sem geta töfrað fram mikla auðlegð úr litlu, jafnframt takmörkuðum litasam- böndum, koma hér strax upp í hugann nöfn eins og Van Dyck, Goya, Bonnard, Kiefer... Litir eru nefnilega sjaldnast fal- legir í sjálfu sér heldur felst yndis- þokkinn í samræmi þeirra og/eða áferð, og er fjöldi þeirra og styrk- leiki á dúkunum enginn algildur mælikvarði um litagleði, sem getur jafnt komið fram í örveikum lit- brigðum. Menn geta þannig allt eins verið „kóloristar" í veikum litasamböndum sem sterkum. Ljóst má vera af sýningu Helgu Egilsdóttir að hún er á örri þroska- braut, en þó er áberandi í sumum myndanna hve einstök tákn sem hún notar endurtekið liggja utar- lega á fletinum, sem veikir mynd- bygginguna. Ferlið gengur þannig helst upp er heildarsamræmið er mest svo sem í myndunum á enda- vegg „Brestir" (9), „Svartar frost- rósir“ (10) og loks „Samspil“ (11). í þeim myndum skyggnist hún lengst inn í myndflötinn. Bragi Ásgeirsson Borgar- kórinn með tón- leika í Sel- tjarnar- neskirkju BORGARKÓRINN í Reykjavík heldur sína fyrstu opinberu tónleika í Seltjamarneskirkju, fimmtudaginn 17. apríl kl. 20.30. Flutt verða sönglög m.a. eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Múla Árnason, Gunnar Þórðarson, Sigvalda Kalda- lóns, Selmu Kaldalóns, Franz Lehár og eftir stjórnandann Sigvalda Snæ Kaldalóns. Einsöng með kórnum syng- ur Anna Margrét Kaldalóns og píanóleikari er Gunnar Gunnarsson. Gestakór Borgarkórs er Kvennakór Suðurnesja, sem flytur hluta efnisskrár á tón- leikunum. væni eftir því að hann verði endur- reistur í umræðunni." Spýtir út furðum Þorvaldur telur að í gegnum með- vitundina skapist ævintýri og ríki- dæmi. „Nú ertu aftur kominn með þver- sögn þar sem þú talar um að gera hið ómeðvitaða meðvitað og svo talar þú um ævintýri og hið dularfulla. Hvernig fer þetta saman?“ „Þetta er mjög einfalt," svarar Þorvaldur. „Undir- meðvitundin er sífellt að störfum og spýtir út úr sér þessum furðum. Það þarf að fóðra hana og því meira sem maður tekur inn og skoðar á meðvitaðan hátt því meiri essens er í fóðrinu fyrir undirmeðvitundina. Þetta er mín reynsla og ég trúi þessu. Það að vera of mikið með hugann á reiki og hafa ekki skoðanir á hlutunum er eitthvað misskilið frelsi hugans, í raun ámátleg eftirlíking af undir- meðvitundinni." Listamaðurinn hefur það vald að geta stungið sér inn í hringiðu þess sem er að gerast, skiiið eitthvað þar eftir og stigið svo út aftur og virt fyrir sér hvaða áhrif það hafði. Það er í raun það vald sem fylgir nafn- bótinni. Þorvaldur: „Eins og ástandið er í dag eru það forréttindi fyrir lista- mann sem nýtur ákveðinnar vel- gengni að hann hefur tækifæri til að beina athygli fólks að einhveiju öðru en sjálfum sér.“ Nú fer umræðan að snúast um velgengni og list. Á listamaðurinn að hlaupa til og skrifa undir samn- inga þegar eftir honum er tekið þar sem hann situr óháður uppi í rjáfri. Hefur hann kannski enn betri möguleika á að bæta þjóðfélagið ef ein- hveijir hampa honum og skapa honum aðstöðu til að vinna? Þorvaldur hefur orðið. „Ég held að það að vera óháður sé í raun blekking. Við erum í raun háð svo ofboðslega mörgu og að skrifa und- ir einn grunsamlegan samning til eða frá, það breytir í sjálfu sér litlu.“ Björn hefur ekki unnið fyrir dúknum Joseph Beuys tók einu sinni þátt í stórri samsýningu í Frankfurt og þegar sýnging var opnuð var menntamálaráðherranum boðið, að Beuys forspurðum, og hann brást þannig við að setja dúk yfir verk sitt á meðan ráðherrann stoppaði við, til að undirstrika að hann vildi ekki vera of mikill vinur ráðherrans. Hjálmar: „Á opnun sýningarinnar mætti Björn Bjarnason mennta- málaráðherra. Þú ert svo hrifinn af Beuys, Þorvaldur. Þér hefur ekki dottið í hug að hylja myndina af Bimi Bjarnasyni með dúk?“ „Nei, mér finnst hann ekki hafa unnið fyrir dúknum, það er að segja að vera heiðraður með svörtum dúk. Það að menntamálaráðherra skuli koma galvaskur á opnun sýningar sem er að gagnrýna menntakerfið, sýnir ef til vill að það vantar mikið upp á að maður sé tekinn alvarlega." Hjálmar: „Ertu ekki alltof jákvæður, hefur þú ekki alltof mikla trú á að allt fólkið í kringum þig sé gott og tilbúið að opna sig?“ „Jú, örugglega. Hinsvegar heid ég að hin leiðin, að gefa sér það að ráðamenn séu heimskir, vondir og vitlausir, hafi ekki skilað nokkrum sköpuðum hlut. Hún tilheyrir goð- sögninni um utangarðslistamanninn sem ég hef lengi látið pirra mig. Ég trúi á jákvæða virkni listarinn- ar. Mér finnst óskaplega spennandi að koma litlum meðvitundarsprengj- um fyrir á meðal fólks og fara síðan í burtu og sjá hvað gerist. Ég hef góða reynslu af slíkum „sprengjum" og fólk hefur með þeim upplifað atriði úr lífínu og hversdagnum upp á nýtt. Líkt er með þessa sýningu hér í Ingólfsstræti að hún gæti breytt sýn fólks á fréttirnar, truflað örlítið." Blaðamaður: „Þrátt fyrir vinsæld- ir þínar og verka þinna er eitthvað hlustað á það sem þú ert að reyna að segja? Þykir ekki bara fínt að þekkja þig og mæta á opnanirnar þínar? „Ég held að það þyki miklu fínna að mæta á Tupperware kynningu en opnun hjá mér. Ég efast líka stórlega um að ein- hver sé að hlusta á mig. Mér finnst mikilvægara að verkin virki og verði þekktari en ég, hætti að hafa að hafa mitt nafn hangandi við sig. Ég tek lítið mark á opin- berri velgengni af þvi tagi sem þú ert að koma inn á þótt vissulega geti hún verið hagnýt á stundum. Ég eyði mestri orku í það að fram- kalla veruleikann og ævintýrið í honum og þá einkum í hversdags- leikanum. Ég hef engan sérstakan áhuga á að taka pólitíska stefnu í einhveiju því íslensk pólitík höfðar ekki til mín. Hún er geld, og þessi verk eru það lengsta sem ég hef gengið í að skipta mér af henni. Málverkin í bakgrunninum hanga sjálfsagt til eilífðar en stjórnmála- mennirnir í forgrunninum eru sífellt að detta út úr myndinni." Nýjar bækur • MEÐ ástarkveðju, eymd og volæði eftir J.D. Salinger. Bók þessi er nú að koma út í fyrsta sinn á ísiensku. Hún hefur að geyma sex frægar sögur „fullar af undirfurðu- legum húmor, sterkum geðshrær- ingum og miklum háska. Fátt er sagt berum orðum, en því fleira er gefið í skyn. Þetta eru látlaus meist- araverk, sannkallaðar perlur í hillu heimsbókmenntanna á okkar öld,“ segir í kynningu. J.D. Salinger fæddist árið 1919 og þótt fátt liggi eftir hann er hann engu að síður einn sérkennilegasti og vinsælasti rithöfundur Bandaríkj- anna á 20. öld. Hann varð heims- frægur fyrir skáldsöguna Bjarg- vætturinn í grasinu (The Catcher in the Rye, 1951) og smásögur hans hafa löngum notið einstakra vin- sælda meðal þeirra sem unna góðum skáldskap._ Ásgeir Ásgeirsson þýddi bókina sem er 134 bls. Katrín Sigurðardótt- ir hannaði kápuna. Verð kr. 799. • Mávahlátur eftir Kristinu Matju Baldursdóttur. Þessi bók höfundar vakti athygli þegar hún kom út haustið 1995. Hún gerist í sjávarplássi á sjötta áratugnum. Þar fer allt á annan endann í friðsælli þorpsveröld þegar Freyja birtist skyndilega einn góðan veðurdag, komin alla leið frá Ameríku. Bókin er245 bls. Verð kr. 899. • Þjófurinn eftir Göran Tunström. íjófurinn fjallar um stuld á Silfurbiblíunni í Uppsölum, en þó einkum um furðulegt lífshlaup þrettánda barns Friðriks og ídu úr kumbaldanum í sænska bænum Sunne, afstyrmisins Jóhanns, og ást þá sem hann ber til Heiðveigar frænku sinnar. Leikurinn berst frá örbirgðinni í Sunne á sjötta áratugn- um suður á Ítalíu á sjöttu öld þar sem Jóhann lendir í ótrúlegustu ævintýrum. Þjófurinn kom út hér á landi í þýðingu Þórarins Eldjárns árið 1990 og hlaut góðar viðtöku. Bókin er 330 bls. og kostar 799 krónur. -kjami málsins! Þiggur laun hjá kónginum sem hann ger- ir grín að Fínna á Tupperware kynningu en á opnun hjá mér 30 cm kr. 1.390,- 37,5cm kr. 1.850,- 50 cm kr. 3.460,- 60 cm kr. 4.620,- Glerkrús kr. 700,- kr. 1.480,- Sait og piparsett kr. 540,- Silverplett hnífur kr. 990,- 'SS> kr. 640,- O. Momstn e, W HiteffaftóhXmiuU Blldshðfða 20-112 Reykjavtk - Sfmi 510 8020 0%,, Ótrúlega mikið úrval affallegum húsbúnaði á frábæru verði. ísl.pottar A an 6 skála dessertsett 1.9 L kr.3.600,- 3.4 L kr.4.010,- 3.9 L kr.4.330,- 4.5 L kr.4.560,- 6.9 L kr.5.550,- 3 stk. Irish kr. 1.080,- Kökuform 30cm kr. 990,- Bolo skál 13cm kr. 550,- Ostakúpa kr. 250,- Piparkvörn kr. 1.260,- kr. 2.440,- Silverplett spaði Þrýstikanna 2b. kr. 450,- Olíukanna 175cl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.