Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 43
I MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 43 FRETTIR Rannsóknadagur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur RANNSÓKNAVERKEFNI á vegum . starfsfólks Sjúkrahúss Reykjavíkur verður kynnt með veggspjaldasýn- ingu í anddyrum sjúkrahússins í | Fossvogi dagana 17. og 18. apríl. * Þar verða kynnt alls 36 rannsókna- verkefni sem unnið hefur verið að á vegum starfsfólks sjúkrahússins frá ýmsum deildum hans. Fjallað er um ýmis áhugaverð verkefni svo sem athugun á eitrun- um á íslandi og reynsla af fyrsta starfsári eitrunarupplýsingastöðvar , á Islandi kynnt, m.a. eitrun af völd- um beitukóngs. Niðurstöður rann- I sókna um orsakir heilablóðfalla (verða kynntar, fyrstu niðurstöður vaxtarhormónsmeðferðar hjá full- orðnum sem vantar vaxtarhormón, ættartengsl sjúklinga með krabba- mein í blöðruhálskirtli, árangur af þvaglekameðferð með raförvun o.fl. Hitaveitu- stokkurinn < genginn HAFNARGÖNGUHÓPURINN held- ur áfram að ganga, miðvikudags- kvöldið 16. apríl, eftir hitaveitu- stokknum í áföngum á leið upp í Mosfellsbæ. Mæting við Hafnarhúsið kl. 20 og farið með rútu inn að Elliða- ám þangað sem frá var horfið 18. j febrúar sl. Hægt er að mæta við " Toppstöðina við Elliðaárnar kl. i 20.30. Við lok gönguferðarinnar | verður val um að ganga til baka eða fara með rútunni niður að Elliðaám eða niður að Hafnarhúsi. Ibúar úr Artúnshöfðahverfi eða Grafarholts- hverfi verða fylgdarmenn og Einar Gunnlaugsson, jarðfræðingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur, slæst í hóp- inn. Allir velkomnir. -----» ♦—♦---- j Námskeið í ( skjalastjórnun NÁMSKEIÐIÐ Inngangur að skjala- stjórnun verður haldið dagana 28. apríl og 29. apríl (mánudag og þriðju- dag) kl. 13-16.30 báða dagana í gamla stýrimannaskólanum við Öldugötu í Reykjavík. Námskeiðið er ætlað öllum þeim er áhuga hafa . á skjalastjórnun og vilja auka þekk- * ingu sína á þessu sviði. Skipulag og skjöl standa fyrir / námskeiðinu og munu Alfa Krist- " jánsdóttir bókasafnsfræðingur og Sigmar Þormar samfélagsfræðingur kenna. Námskeiðsgjald er 12.000 krónur. Námskeiðsgögn þ. á m. bókin Skjalastjórnun ásamt kaffi og meðlæti báða dagana eru innifalin í námskeiðsgjaldi. Skráning á námskeiðið fari fram fyrir kl. 12 föstudaginn 25. apríl. Rannsóknastofa um beinbrot og beinþynningu stofnuð Við opnun þessara Rannsókna- daga verður jafnframt formlega stofnuð Rannsóknastofa um bein- brot og beinþynningu sem margar deildir Sjúkrahúss Reykjavíkur hafa sameinast um til merkis um þá áherslu sem sjúkrahúsið vill leggja á þetta rannsóknarsvið til bættrar þjónustu og til rannsókna á eðli og orsökum beinbrota og beinþynningar hér á landi. í því sambandi verða kynntar niðurstöður rannsóknaverk- efna á þessu sviði sem unnið hefur verið að á sjúkrahúsinu m.a. um tíðni REIÐHJÁLMANOTKUN bar nokkuð á góma á sýningu Fáks um helgina og töluðu margir um að á sýningu sem þessari ættu knapar að ganga á undan með góðu fordæmi og bera reiðhjálm á höfði sér. Þessi umræða er orð- in nokkuð hávær og ýtir þar lík- lega undir hörmulegt slys þegar ung kona lét lífið eftir að hafa faljið af hestbaki. í Jjósi reynslunnar verða þau rök sem mæla með notkun reið- hjálma stöðugt sterkari og erfitt að mæla gegn þeim svo vit sé í. Á sýningu Fáks var unga fólkið nánast undantekninglaust með hálkuslysa, samanburð á tíðni mjaðmabrota í Reykjavík, Ungvetja- landi og Kína, sem sýndi verulega hærri tíðni þessara brota í Reykja- vík, niðurstöður rannsóknar á bein- þéttni íslenskra stúlkna og tengsl við kalk- og D-vítamín neyslu og tengsl líkamiegrar áreynslu við bein- þéttni þeirra sem benti á mikilvægi æskilegrar líkamsáreynslu til þess að fá sem sterkust bein. Einnig verða kynntar þar fyrstu niðurstöður á erfðarannsóknum varðandi bein- þynningu á íslandi. Veggspjaldasýningin er öllum opin frá fimmtudegi 17. apríl til sunnudags 20. apríl og er í anddyr- um á öllum hæðum Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi en höfundar veggspjaldanna munu kynna þau milli kl. 15.30 og 16.30 17. apríl. hjálma og má hiklaust segja að það gangi á undan með góðu for- dæmi. Einnig er vert að geta þess að konur þær sem sýndu alhliða gæðinga í sérstöku atriði voru allar með hjálma á höfði sér. Sem betur fer virðast hjálmarn- ir vinna stöðugt á og notkun þeirra eykst jafnt og þétt og nú er svo komið að allnokkrir tamn- ingamenn hafa tekið upp þá stefnu að nota reiðhjálma. Ekki bara þegar þeir eru í keppni þar sem skylda er að bera hjálma og þegar þeir ríða lítið tömdum trippum, heldur nota þeir hjálm þegar þeir fara á hestbak. Styrktarsýn- ing í Sambíó- unum STYRKTARSÝNING og skyggnilýsingafundur verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 16. apríl, kl. 20 í Sambíóunum, Snorrabraut, þar sem nýjasta kvikmynd John Travolta, Michael, verður sýnd. Aðgang- ur á þessa sýningu er 1.000 kr. og rennur allur ágóði til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. í kvikmyndinni leikur Tra- volta óvenjulegan erkiengil, engil sem veður í fallegum konum, dansar og skemmtir sér og skoðanir hans á lífinu eru einstakar. A undan sýningu myndar- innar verður skyggnilýsing og umsjónarmenn hennar verða miðlarnir Valgarður Einarsson og Þórhallur Guðmundsson. Rabb um rannsóknir o g kvennafræði DR. UNNUR Dís Skaptadóttir flyt- ur rabb fimmtudaginn 17. apríl sem hún nefnir Breytt sýn á sjávar- byggðum. Rabbið er á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla íslands og fer það fram í stofu 201 í Odda kl. 12-13 og er öllum opið. Á undanförnum misserum hefur Unnur Dís unnið að rannsóknum á aðstæðum og lífi kvenna í ís- lenskum sjávarbyggðum. í erind- inu mun hún gera grein fyrir rann- sókn sem hún vinnur nú að um framtíðarsýn kvenna á Vestfjörð- um. Dr. Unnur Dís Skaptadóttir er BA í mannfræði frá University of Massachusetts árið 1984. Hún lauk doktorsprófi árið 1995 frá The Graduate School and University Center of The City University of New York. Stofnfundur félags for- eldra og áhugafólks um Downs heilkenni HALDINN verður stofnfundur félags foreldra og áhugafólks um Downs heilkenni fimmtudaginn 17. apríl nk. Markmið félagsins er að efla fræðslu til foreldra og almennings um þessa fötlun. Downs heilkenni er fötlun sem greinist strax við fæðingu barns en á hveiju ári fæðast 4-6 ein- staklingar hér á landi með þessa fötlun. Orsakir eru ekki þekktar en víða um heim fara fram rann- sóknir á þessari fötlun. Eitt af hlutverkum hins nýstofnaða fé- lags verður að fylgjast með þess- um rannsóknum og miðla til for- eldra og annarra er málið varð- ar, segir í fréttatilkynningu. Fé- lagið hefur einnig í hyggju að leggja sitt af mörkum til þess að eitthvað af því efni sem gefið er út varðandi þessa fötlun verði þýtt á íslensku, þannig að það verði aðgengilegra fyrir foreldra. Félagið leggur áherslu á aukin tengsl á milli foreldra og aukinn stuðning við foreldra sem eignast börn með Downs heilkenni. Stofnfundurinn verður haldinn hjá Þroskahjálp, Suðurlands- braut 22 og hefst kl. 20.30 og er opinn öllum foreldrum og öðr- um áhugasömum um þessa fötl- un. VIÐAR Ingólfsson var að sjálfsögðu með hjálm þegar hann kom fram í atriði með ungum hestamönnum á gæðingnum Fiðringi. Reiðhjálmarnir sækja á Margvísleg málefni rædd á fundi Bandalags kvenna I MARGVÍSLEG málefni voru til | umræðu á aðalfundi Bandalags kvenna sem nýlega var haldinn. í Bandalagi kvenna er 21 aðildarfé- lag og eru þau af ýmsum toga, kvenfélög og blönduð félög og vinna á mismunandi sviðum. í bandalaginu eru m.a. kirkjufé- lög sem tengjast kirkjusóknum í Reykjavík, pólitísk félög eins og I Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna og Félag Framsóknarkvenna, verka- kvennafélög eins og Verkakvenna- I félagið Framsókn, félög sem eru óháð eins og Hringurinn, Hvíta- bandið, Styrktarfélag vangefinna, Thorvaldssensfélagið og Kvenstúd- entafélag íslands, héraðsbundin fé- lög eins og Félag austfirskra kvenna og vinnustaðafélög eins og Kvenfélags Hreyfils. Innan Bandalagsins starfa i nefndir sem vinna að ýmsum mála- flokkum og eru þær samansettar af félögum úr hinum ýmsu aðildar- 1 félögum. Þannig er starfsemi Bandalagsins háð formönnum að- ildarfélaganna sem mynda for- mannsráð og síðan er afstaða tekin um hagsmunamál borgarinnar og þjóðfélagsins auk þess að efla kynn- ingu og samstarf aðildarfélaganna sem mynda formannaráð og síðan blandað út í félögin um ákveðin málefni þar sem stefna Bandalags- ins er mynduð og afstaða tekin um hagsmunamál borgarinnar og þjóð- félagsins auk þess að efla kynningu og samstarf aðildarfélaganna og styðja þau í starfsemi sinni. Hjúkrunarrýmum fyrir aldraða verði fjölgað Á þinginu gerðu nefndir grein fyrir starfi sínu með skýrslum og greinargerðum og lögðu fram tillög- ur til ályktunar en auk þess komu fram sameiginlegar ályktanir frá þingfulltrúum. í fréttatilkynningu er greint frá nokkrum þeirra álykt- ana, sem fjallað var um á þinginu. Ellimálanefnd lagði fram tillögur til ályktunar um „að íjárhæð ellilíf- eyris, tekjutryggingar og annarra bóta eftirlaunaþega tengist launum í landinu", „að fjölga hjúkrunar- rýmum fyrir aldraða“ og „lækka jaðarskatta“ en þeir hafa veruleg áhrif á kjör ellilífeyrisþega. Heilbrigðis- og trygginganefnd lagði fram tillögur til ályktunar um „ítrekun á áskorun til heilbrigðisyf- irvalda að gæta þess að velferð ein- staklingsins verði ekki fyrir borð borin og öllum verði tryggt fullt öryggi í heilbrigðisþjónustu", „að bæta aðstöðu þeirra sem vinna að forvarnar- og fræðslustarfi gegn neyslu fíkniefnia“, „að auka þurfi löggæslu og herða viðurlög við sölu og dreifingu ólöglegra fíkniefna“, „að beina tilmælum til foreldra og forráðamanna barna og unglinga að taka í auknum mæli virkan þátt í eftirliti og forvarnarstarfi hvað varðar neysla ávana og fíkniefna.“ Brýnt að börn geti sótt barnastarf í kirkjum Kirkjumálanefnd lagði fram til- lögur til ályktunar um „að hvetja foreldra til að kenna börnum sínum bænir og bænavers og að börnin geti sótt barnastarfið í kirkjum", „ábendingu um þá ríku þörf sem er á að sinna þeim einstaklingum sem eru einmana og sjúkir.“ Það vantar fleiri sjálfboðaliða í heim- sóknarþjónustu. Einnig kom fram „hvatning til kvenna að kynnast kirkjustarfinu, auglýsa það og stuðla að eflingu starfsins.“ Neytendamálanefnd lagði fram tillögur til ályktunar um „að sjón- varpsstöðvar taki fyrir matreiðslu- þætti þar sem íjallað væri um ódýr- an og hollan mat“, „hvatningu til verslunareigenda um verðmerking- ar“, „ánægju vegna frumvarps um neytendavernd“, „þakklæti til blaða sem hafa látið sig varða neytenda- mál“ og „hvatningu til neytenda um að velja íslenskt.“ Uppeldis- og skólamálanefnd lagði fram tillögur til ályktunar varðandi „áframhaldandi starfsemi Hússtjórnarskóla Reykjavíkur að Sólvallagötu 12“ en umræða er um að flytja hann undir Menntaskólann í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.