Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Tommi og Jenni Ljóska pleyptL bie&i* sitróru/ - íneiðiAo. og a.U<x /smoiana. J \ (Bg reana 1 {h</orV»ð teskeiiin^ 9strþarrv\ ) (L^UIcjx' 7-13 Ferdinand I II / [<5Bfr s ö Smáfólk ■/-2' IT NEED5 A WATERFALL, AND A M0UNTAlN,AND A DEER 5TANDIN6IN A MEADOU), AND A 5UN5ET,AND A TlN¥ LOG CABIN, AND A STREAM U)ITH A TROUT JUMPIN6 OUT OF THE WATER.. j#; Sérðu? Ég er teikna landslag. að Það þarf að vera foss, fjall og dádýr sem stendur úti á engi, sólarlag og lítill bjálkakofi og á með silungi sem stekkur upp úr vatninu. Og smalahundur sem gætir hjarðar ... BETRA LÍF ÁN TÓBAKS Þegar aðrir taka frá þér heilsuna HVERNIG þætti þér, lesandi góður, ef þú værir orðinn heilsulaus fyrir aldur fram? Hvernig þætti þér ef þú værir valdur að því sjálf(-ur)? „Get svo sem ekki ásakað neinn annan en sjálfa(-n) mig,“ hugsar þú þá. Hvernig þætti þér að missa heilsuna vegna þess sem aðrir hafa gert þér? Erfitt að sætta sig við það, ekki satt? Það er óvenjulegt að kona sé komin með hjartasjúkdóm þegar hún er fimmtug, nema að hún hafi verulega áhættu- þætti. Hún hafi reykt, mikil saga um kransæðasjúkdóma sé í ættinni, sérstaklega í kvenlegg, eða hafi aðra al- varlega undirliggjandi sjúk- dóma. Ég varð þvi afar hugsi þegar fimmtug kona leitaði til mín á dögunum með öll einkenni um kransæðasjúkdóm og enga áhættuþætti. Ákaflega geðþekk, heill- andi kona. Líklega aldrei bannað neinum að reykja í nágrenni við sig. Datt því í hug að spyija hana út í óbeinar reykingar. „Mamma og pabbi reyktu," sagði hún, „maðurinn minn hefur alltaf reykt mikið. Það hefur alltaf verið reykt í kringum mig.“ Ég fylltist leiða í hjarta mínu yfir öllu þessu fólki sem hafði reykt í nágrenni við hana. Hvemig gátuð þið gert þessari geðþekku, ljúfu konu þetta? Það verður ekki aftur snúið, en við getum öll lært af þessari sögu. Ég veit líka að tillitssemi fjölskyldu þessarar konu hefur gjörbreyst á undanförnum vikum, og ég veit að þessi breyting skiptir miklu máli. Það er aldrei of seint að hætta að reykja. Það má alltaf bæta heilsuna með því að hætta reykingum. Við eigum aldrei að sætta okkur við óbeinar reykingar. Við eigum aldrei að reykja í nálægð barna og einstaklinga sem ekki reykja. Eigingirni og fíkn eiga ekki erindi inn í líf annarra en þeirra sem eiga hana skilið. Hver á það skilið að láta aðra reykja ofan í sig? Hver á það skilið að missa heilsuna? Sýnið tillitssemi í garð þeirra sem ekki reykja. Heilsan er dýrmæt og er erfitt að endurheimta þegar hún hefur verið tekin frá þér. F.h. Tóbaksvarnanefndar, Þorsteinn Njálsson. Dominos - hvaða hugsunarháttur? skiptavini vel og taka á hreinlætis- málum af alvöru. Því þó Dominos selji allar þessar pizzur, eru til aðrir framleiðendur sem selja enn fleiri, og það án þess að gefa framleiðslu- vöruna. Það er lítið mál að vera með hæsta verðið og bjóða svo 50% af- slátt ef viðkomandi sækir! Auk þess lyftir það heildarfjölda af seldum pizzum ef kaupandinn velur að taka 2 litlar pizzur í stað einnar stórrar, ekki satt? Þetta veit Dominos og slær svo um sig með útpælda slagorðinu sínu „enginn getur betur“. Sem betur fer eru ekki margir sem hafa viljað gera betur, því þó flestir bjóði tvær fyrir eina ef pizzan er sótt (en þá þarftu yfirleitt að kaupa eitthvert meðlæti), og nota slagorð eins og „í pizzum erum við bestir", er enginn sem getur platað viðskiptavinina sína eins og Dominos. Svo er bara að sjá hvort Dominos gengur eins vel með „ingen gor det bedre“ í Danmörku og hvort frændur okkar þar eru eins trúgjamir og við. JÓN ÓSKAR MAGNÚSSON, Grýtubakka 30, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Frá Jóni Óskari Magnússyni: MIKIÐ er ánægjulegt að Dominos á íslandi skuli geta hampað þeim titli að vera stærsti pizzastaður keðjunn- ar í heimi. Mig langar virkilega til að samgleðjast þeim og öðrum íslendingum sem hljóta að taka und- ir það að þetta sé enn ein skraut- fjöðrin í hatt okkar annars sveitalegu skerbúa. Samkvæmt ummælum forráða- manna staðarins í ijölmiðlum er það helst því að þakka að þeir „fluttu inn nýjan hugsunarhátt" að þeir urðu svona vinsælir. Sögunni fýlgir ekki hvaða nýi hugsunarháttur þetta var, en væntanlega hefur það verið loforð þeirra (sem þeir síðan urðu að svíkja) um pizzuna fría innan 30 mínútna. Loforð sem Dominos og aðrir hafa ekki getað staðið við og skýla sér því bakvið einhver slys í Bandaríkjun- um til að geta fellt niður. Nú er það ekki svo að mér sé neitt illa við að Dominos gangi vel á íslandi - en mér finnst samt meira fréttaefni í velgengni þeirra staða sem viðhafa bara „íslenskan" hugs- unarhátt - sumsé þjónusta sína við-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.