Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 45 HAUKUR Oddsson, formaður Skýrslutæknifélagsíns, (t.v.) og Baldur Jónsson. Kjörinn heiðurs- félagi í Skýrslutækni- félagi Islands BALDUR Jónsson, prófessor og forstöðumaður íslenskrar málstöðv- ar, var kjörinn heiðursfélagi í Skýrslutæknifélagi íslands á aðal- fundi félagsins í janúar 1997. Bald- ur hefur átt sæti í orðanefnd Skýrslutæknifélagsins í rúm tutt- ugu ár eða frá árinu 1976. Baldur tók stúdentspróf frá MA 1949 og lauk meistaraprófi í js- lenskum fræðum frá Háskóla ís- lands 1958. Hann stundaði nám í germönskum málvísindum í Uni- versity of Michigan í Ann Arbor, Bandaríkjunum, 1959. Baldur sótti máltölvunarnámskeið í Svíþjóð 1972, Noregi 1973 og Danmörku 1974, enn fremur alþjóðlegan sum- arskóla í máltölvun í Pisa á Ítalíu 1972. Hann var lektor í íslensku og íslenskum bókmenntum í háskól- unum í Gautaborg og Lundi 1960 til 1963, sérfræðingur á Orðabók Háskólans 1963-1965, lektor í HÍ 1965-1977 og dósent 1977-1984. Baldur hefur verið forstöðumaður Islenskrar málstöðvar og prófessor í íslenskri málfræði við HÍ frá 1985. Orðanefnd hefur starfað á vegum Skýrslutæknifélagsins frá því fljót- lega eftir stofnun þess árið 1968. Árið 1974 gaf nefndin út sem hand- rit tölvuprentaðan orðalista, Skrá yfir orð og hugtök varðandi gagna- vinnslu, en hafði áður sent frá sér stutta orðaskrá. Árið 1983 sendi orðanefndin frá sér fyrstu útgáfu Tölvuorðasafns, sem jafnframt var fyrsta ritið í ritröð íslenskrar mál- nefndar. Tölvuorðasafnið var gefið út aukið og endurbætt 1986 og fylgdu þá skilgreiningar heitum hugtaka. Nú er unnið að undirbún- ingi þriðju útgáfu Tölvuorðasafns- ins og er það væntanlegt haustið 1997. Þeir sem nú eiga sæti í orða- nefndinni hafa starfað saman síðan 1978 en Baldur hefur átt sæti í nefndinni lengst eða frá 1976 eins og áður er getið. Nefndin heldur fundi einu sinni í viku yfir vetrar- mánuðina en sjaldnar á sumrin. Þegar útgáfa stendur fyrir dyrum eru haldnir tíðari fundir. Sænskir dagar hefjast í dag SÆNSKIR dagar verða opnaðir í dag, miðvikudaginn 16. apríl, af Friðriki Sophussyni, fjármálaráð- herra. Kl. 18 mun fjármálaráðherra klippa á borða á neðri hæð Kringl- unnar þar sem þrjár Volvo bifreiðar frá Brimborg og tvær Saab bifreið- ar frá Bílheimum verða til sýnis, segir í fréttatilkynningu frá Sænska sendiráðinu. Ennfremur segir: „Kl. 18.30 verð- ur opnunarhátíð í Kringlunni 2, með ræðuhöldum, klippingu á borða og tónlist í boði sendiráðs Svíþjóðar. Ræðumenn verða Friðrik Sophus- son, fjármálaráðherra og Pár Kettis, sendiherra Svíþjóðar. Þjóðlagatríóið Vendelkrákorna frá Uppland-Upp- sölum mun leika og syngja. Tríóið leikur á hefðbundin hljóðfæri sem nefnast „Nyckelharpa". Það verður dreginn ferðavinningur í boði Flug- leiða. Einnig verður dregið um vinn- inga á ýmsum sænskum vörum. Dreift verður bíómiðum á sænsku spennumyndina „Jágarna“ (Veiði- mennirnir) sem verður frumsýnd í Regnboganum föstudaginn 18. apríl. Boðið verður upp á sænskan mat og drykk.“ Pétur Eiríksson, fram- kvæmdastjóri hjá Flugleiðum, mun stýra opnuninni. Loks segir: „Bókabúðin Ey- mundsson í Kringlunni 2 leggur sérstaka áherslu á sænskar bækur. Rafver hf. mun verða með sérstaka sýningu í Skeifunni á vélum frá Svedala, þ.e. Dynapac, Wedapump o.fl. H&M Rowells, Kringlunni 7, mun kynna nýja vortískuna bæði fyrir unga og gamla frá Hennes & Mauritz. Aðrir styrktaraðilar að sænskum dögum eru ísaga, Flug- leiðir, Istak, Johan Rönning og Sindra-Stál ásamt fleirum.“ LEIÐRÉTT Baula var það MEÐ frétt um málverkasýningu Sigurðar Hauks á Café Mílanó fylgdi málverk af Baulu, en undir það hafði misritast nafnið Blanda. Beðist er velvirðingar á því. Fyrirsætur frá Módel ’79 og John Casablancas í FRÉTT um tískusýningu Joe Box- ers í blaðinu í gær var missagt að allar fyrirsætur hefðu verið frá Eskimo Models. Hið rétta er að einnig komu fram fyrirsætur frá Módel 79 og Skóla Johns Casa- blancas. Beðist er velvirðingar á þessum leiðinlegu mistökum. Öll þekkt kvæði Jónasar í NÝRRI útgáfu Máls og menning- ar á Kvæðum og sögum Jónasar Hallgrímssonar er safnað saman öllum þekktum kvæðum Jónasar og sögum, meðal annars er bætt við fjölda kvæða úr bréfum, auk kveðskapar Jónasar á dönsku. Lína féll niður við birtingu fréttarinnar og brenglaðist því merkingin. Beð- ist er velvirðingar á þessu. FRÉTTIR * Irskur setter valinn besti hundurinn Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGURVEGARI ungra sýnenda Auður Sif Sigurgeirsdóttir, fædd árið 1983, með Tíbet spaniel, Nalinas Morschella D’adonis. RÆKTUNARSÝNING Hunda- ræktarfélags íslands var haldin heigina 12.-13. apríl sl. 230 hundar voru sýndir af 36 teg- undum. Einnig fór fram keppni ungra sýnenda. Dómarar voru sænskir að þessu sinni, þau Marlo Hjernquist og Gunilla Fristedt. Urslit urðu sem hér segir: Besti hundur sýningarinnar: írskur setter, íslenskur meistari Eðal-Darri. Ræktandi: Hreiðar Karlsson. Eigandi: Magnús Jónatansson. 2. besti hundur sýningarinnar: Enskur springer spaniel, íslenskur meistari Labreck as Promised. Rækt- andi: Mrs. B.P. Holt. Eigandi: Ásta Arnardóttir og Kristinn Hákonarson. 3. besti hundur sýningarinnar: Enskur bulldog, Harrý. Ræktandi og eigandi: Inga Lís Hauksdóttir. 4. besti hundur sýningarinnar: York- shire terrier, íslenskur meistari Istopps-Big Byron. Ræktandi: Elvar Jónsteinsson. Eigandi: Kristín Erla Karlsdóttir. Besti hvolpur sýningarinnar: Shih Tzu, Kristals-Y-as-mín. Rækt- andi: Soffía Kwaszenko. Eig- andi: Hafdís Sigursteinsdóttir. Besti öldungur sýningarinnar: írskur setter, íslenskur meistari Eðal-Panda. Ræktandi og eig- andi: Hreiðar Karlsson. Besti afkvæmahópur sýningar: Ensk- ur springer spaniel, Larbreck Challenger með 5 afkvæmi. Eig- andi Kristinn Hákonarson og Ásta Arnardóttir. Besti ungi sýnandinn: Auður Sif Sigur- geirsdóttir með Tíbet spaniel. Næsta sýning Hundaræktar- félagsins verður alþjóðleg rækt- unarsýning sem haldin verður á Akureyri 28.-29. júní nk. Dóm- arar á þeirri sýningu verða Rudi Hubenthal og Wera Hu- benthal frá Noregi. Stofnfundur Samtaka sjóðfélaga séreignarsjóða Málþing um heilbrigðis- starfsfólk MÁLÞING um starfsmanna- stjórnun í heilbrigðiskerfinu á vegum heilbrigðishóps Gæða- stjórnunarfélags íslands verður haldið í dag, miðvikudaginn 16. apríl, á Hótel Loftleiðum kl. 12.30-16.30. Á málþinginu mun sr. Sig- finnur Þorleifsson, sjúkrahús- prestur fjalla um stuðning við starfsfólk, Þór G. Þórarinsson hjá Svæðisskrifstofu máiefna fatlaðra, fjallar um endur- menntun starfsmanna, fjár- festingu og betri þjónustu, Þórður Óskarsson, vinnusál- fræðingur, fjallar um ný við- horf í starfsmannastjórnun og huglæga samvinnu, Kalla Malmquist, forstöðusjúkra- þjálfari, um starfsmannastjórn- un og hlutskipti stoðstétta og Margrét Guðmunsdóttir, mark- aðsstjóri hjá Skeljungi, um tengsl starfsmannastefnu við þjónustustig fyrirtækisins. Háskóla- fyrirlestur um þjóðríki DR. UFFE 0stergaard, for- stöðumaður Center for kultur- forskning við Árósarháskóla, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands laugardaginn 19. apríl nk. kl. 14 í stofu 101 íLögbergi. Fyrirlesturinn nefnist: „Nati- on-State and National Identity in Europe“ og fjallar um þjóð- ríki Evrópu og þjóðernisvitund. Dr. Uffe 0stergaard er sagn- fræðingur að mennt og er hann einn helsti sérfræðingur í Evr- ópu í sögu og kenningum þjóð- ernisstefnunnar. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. STOFNFUNDUR Samtaka sjóðfé- laga séreignasjóða verður haldinn fimmtudaginn 17. apríl kl. 17.30 að Hótel Loftleiðum, Þingsal. Megin- markmið samtakanna er að vinna að því að þeim aðilum sem hafa valið að greiða 10% lögbundið fram- lag í séreignarsjóði verði það heimilt áfram, segir í fréttatilkynningu. Undirbúningshópur sjóðfélaga er úr eftirtöldum séreignarlífeyrissjóð- um: Lífeyrissjóður Tannlæknafélags íslands, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Líf- eyrissjóður ísl. stj.stm. á Keflavíkur- fiugvelli, Lífeyrissjóðurinn Eining, Séreignarlífeyrissjóðurinn, Lífeyris- sjóður Tæknifræðingafélags íslands, Lífeyrissjóður Iðnaðarmannafélags Suðurnesja, íslenski lífeyrissjóður- inn og Almennur lífeyrissjóður VÍB (ALVIB). Fyrir Alþingi liggur frumvarp um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Ef frumvarp- ið nær fram að ganga verða m.a. eftirtaldar breytingar: Þeim aðilum sem hafa valið að greiða 10% lögbundið framlag í sér- eignasjóði verður það bannað og verða að velja sér samtryggingarsjóð í staðinn. Lífeyrisréttindum sjóðfé- laga er stefnt í mikla óvissu. Vaxandi hópur fólks hefur á und- anförnum árum valið séreignasjóði fyrir lífeyrissparnað sinn. Verði frumvarpið að lögum er þeim það ekki lengur heimilt. Hér er vegið harkalega að valfrelsi fólks til lífeyr- issparnaðar og afturför frá þeim reglum sem verið hafa í gildi. Auk þess gengur frumvarpið þvert á yfir- lýsta stefnu stjórnvalda um aukið frelsi og samkeppni í þessum efnum. I frétt undirbúmngshópsins segir: DAGBÓK mg. Litli kórinn æfir kl. 16.15. Umsjón Inga Backman og Reynir Jón- asson. Bænamessa kl. 18.05. Sr.Frank M. Hall- dórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur há- degisverður á eftir. Árbæjarkirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. I’yrirbænaguðs- þjónusta kl. 16. Starf fyr- ir 11-12 ára kl. 17. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur máls- verður á eftir. Æsku- lýðsfundur kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur í dag kl. 18. Helgistund í Gerðubergi fimmtudag kl. 10.30. Grafarvogskirkja. í dag kl. 14 koma eldri borgarar úr Grensás- söfnuði í heimsókn í opið hús ásamt sóknarpresti sínum. KFUK kl. 17.30 fyrir 9-12 ára stúlkur. Mömmumorgunn á morgun kl. 10. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára kl. 17 og 10-11 ára kl. 18 í safnað- arheimilinu Borgum. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun í dag kl. 18. Fundur í Æskulýðsfélag- inu Sela kl. 20. Fríkirkjan i Hafnar- firði. Opið hús í safnað- arheimilinu kl. 20-21.30 fyrir 13 ára og eldri. Kletturinn, kristið sam- félag, Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Víðistaðakirkja. Fé- lagsstarf aldraðra. Opið hús í dag kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádeginu kl. 12 og léttur hádegis verður á eftir. Æsku- lýðsfélag fyrir 13 ára og eldri kl. 20.30. Keflavíkurkirkja. Bibl- íunámskeið í Kirkjulundi kl. 20-22. Landakirkja. Mömmu morgunn kl. 10. Kyrrð arstund kl. 12.10. KFUK og K-húsið opið ungling- um kl. 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.