Morgunblaðið - 16.04.1997, Síða 45

Morgunblaðið - 16.04.1997, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 45 HAUKUR Oddsson, formaður Skýrslutæknifélagsíns, (t.v.) og Baldur Jónsson. Kjörinn heiðurs- félagi í Skýrslutækni- félagi Islands BALDUR Jónsson, prófessor og forstöðumaður íslenskrar málstöðv- ar, var kjörinn heiðursfélagi í Skýrslutæknifélagi íslands á aðal- fundi félagsins í janúar 1997. Bald- ur hefur átt sæti í orðanefnd Skýrslutæknifélagsins í rúm tutt- ugu ár eða frá árinu 1976. Baldur tók stúdentspróf frá MA 1949 og lauk meistaraprófi í js- lenskum fræðum frá Háskóla ís- lands 1958. Hann stundaði nám í germönskum málvísindum í Uni- versity of Michigan í Ann Arbor, Bandaríkjunum, 1959. Baldur sótti máltölvunarnámskeið í Svíþjóð 1972, Noregi 1973 og Danmörku 1974, enn fremur alþjóðlegan sum- arskóla í máltölvun í Pisa á Ítalíu 1972. Hann var lektor í íslensku og íslenskum bókmenntum í háskól- unum í Gautaborg og Lundi 1960 til 1963, sérfræðingur á Orðabók Háskólans 1963-1965, lektor í HÍ 1965-1977 og dósent 1977-1984. Baldur hefur verið forstöðumaður Islenskrar málstöðvar og prófessor í íslenskri málfræði við HÍ frá 1985. Orðanefnd hefur starfað á vegum Skýrslutæknifélagsins frá því fljót- lega eftir stofnun þess árið 1968. Árið 1974 gaf nefndin út sem hand- rit tölvuprentaðan orðalista, Skrá yfir orð og hugtök varðandi gagna- vinnslu, en hafði áður sent frá sér stutta orðaskrá. Árið 1983 sendi orðanefndin frá sér fyrstu útgáfu Tölvuorðasafns, sem jafnframt var fyrsta ritið í ritröð íslenskrar mál- nefndar. Tölvuorðasafnið var gefið út aukið og endurbætt 1986 og fylgdu þá skilgreiningar heitum hugtaka. Nú er unnið að undirbún- ingi þriðju útgáfu Tölvuorðasafns- ins og er það væntanlegt haustið 1997. Þeir sem nú eiga sæti í orða- nefndinni hafa starfað saman síðan 1978 en Baldur hefur átt sæti í nefndinni lengst eða frá 1976 eins og áður er getið. Nefndin heldur fundi einu sinni í viku yfir vetrar- mánuðina en sjaldnar á sumrin. Þegar útgáfa stendur fyrir dyrum eru haldnir tíðari fundir. Sænskir dagar hefjast í dag SÆNSKIR dagar verða opnaðir í dag, miðvikudaginn 16. apríl, af Friðriki Sophussyni, fjármálaráð- herra. Kl. 18 mun fjármálaráðherra klippa á borða á neðri hæð Kringl- unnar þar sem þrjár Volvo bifreiðar frá Brimborg og tvær Saab bifreið- ar frá Bílheimum verða til sýnis, segir í fréttatilkynningu frá Sænska sendiráðinu. Ennfremur segir: „Kl. 18.30 verð- ur opnunarhátíð í Kringlunni 2, með ræðuhöldum, klippingu á borða og tónlist í boði sendiráðs Svíþjóðar. Ræðumenn verða Friðrik Sophus- son, fjármálaráðherra og Pár Kettis, sendiherra Svíþjóðar. Þjóðlagatríóið Vendelkrákorna frá Uppland-Upp- sölum mun leika og syngja. Tríóið leikur á hefðbundin hljóðfæri sem nefnast „Nyckelharpa". Það verður dreginn ferðavinningur í boði Flug- leiða. Einnig verður dregið um vinn- inga á ýmsum sænskum vörum. Dreift verður bíómiðum á sænsku spennumyndina „Jágarna“ (Veiði- mennirnir) sem verður frumsýnd í Regnboganum föstudaginn 18. apríl. Boðið verður upp á sænskan mat og drykk.“ Pétur Eiríksson, fram- kvæmdastjóri hjá Flugleiðum, mun stýra opnuninni. Loks segir: „Bókabúðin Ey- mundsson í Kringlunni 2 leggur sérstaka áherslu á sænskar bækur. Rafver hf. mun verða með sérstaka sýningu í Skeifunni á vélum frá Svedala, þ.e. Dynapac, Wedapump o.fl. H&M Rowells, Kringlunni 7, mun kynna nýja vortískuna bæði fyrir unga og gamla frá Hennes & Mauritz. Aðrir styrktaraðilar að sænskum dögum eru ísaga, Flug- leiðir, Istak, Johan Rönning og Sindra-Stál ásamt fleirum.“ LEIÐRÉTT Baula var það MEÐ frétt um málverkasýningu Sigurðar Hauks á Café Mílanó fylgdi málverk af Baulu, en undir það hafði misritast nafnið Blanda. Beðist er velvirðingar á því. Fyrirsætur frá Módel ’79 og John Casablancas í FRÉTT um tískusýningu Joe Box- ers í blaðinu í gær var missagt að allar fyrirsætur hefðu verið frá Eskimo Models. Hið rétta er að einnig komu fram fyrirsætur frá Módel 79 og Skóla Johns Casa- blancas. Beðist er velvirðingar á þessum leiðinlegu mistökum. Öll þekkt kvæði Jónasar í NÝRRI útgáfu Máls og menning- ar á Kvæðum og sögum Jónasar Hallgrímssonar er safnað saman öllum þekktum kvæðum Jónasar og sögum, meðal annars er bætt við fjölda kvæða úr bréfum, auk kveðskapar Jónasar á dönsku. Lína féll niður við birtingu fréttarinnar og brenglaðist því merkingin. Beð- ist er velvirðingar á þessu. FRÉTTIR * Irskur setter valinn besti hundurinn Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGURVEGARI ungra sýnenda Auður Sif Sigurgeirsdóttir, fædd árið 1983, með Tíbet spaniel, Nalinas Morschella D’adonis. RÆKTUNARSÝNING Hunda- ræktarfélags íslands var haldin heigina 12.-13. apríl sl. 230 hundar voru sýndir af 36 teg- undum. Einnig fór fram keppni ungra sýnenda. Dómarar voru sænskir að þessu sinni, þau Marlo Hjernquist og Gunilla Fristedt. Urslit urðu sem hér segir: Besti hundur sýningarinnar: írskur setter, íslenskur meistari Eðal-Darri. Ræktandi: Hreiðar Karlsson. Eigandi: Magnús Jónatansson. 2. besti hundur sýningarinnar: Enskur springer spaniel, íslenskur meistari Labreck as Promised. Rækt- andi: Mrs. B.P. Holt. Eigandi: Ásta Arnardóttir og Kristinn Hákonarson. 3. besti hundur sýningarinnar: Enskur bulldog, Harrý. Ræktandi og eigandi: Inga Lís Hauksdóttir. 4. besti hundur sýningarinnar: York- shire terrier, íslenskur meistari Istopps-Big Byron. Ræktandi: Elvar Jónsteinsson. Eigandi: Kristín Erla Karlsdóttir. Besti hvolpur sýningarinnar: Shih Tzu, Kristals-Y-as-mín. Rækt- andi: Soffía Kwaszenko. Eig- andi: Hafdís Sigursteinsdóttir. Besti öldungur sýningarinnar: írskur setter, íslenskur meistari Eðal-Panda. Ræktandi og eig- andi: Hreiðar Karlsson. Besti afkvæmahópur sýningar: Ensk- ur springer spaniel, Larbreck Challenger með 5 afkvæmi. Eig- andi Kristinn Hákonarson og Ásta Arnardóttir. Besti ungi sýnandinn: Auður Sif Sigur- geirsdóttir með Tíbet spaniel. Næsta sýning Hundaræktar- félagsins verður alþjóðleg rækt- unarsýning sem haldin verður á Akureyri 28.-29. júní nk. Dóm- arar á þeirri sýningu verða Rudi Hubenthal og Wera Hu- benthal frá Noregi. Stofnfundur Samtaka sjóðfélaga séreignarsjóða Málþing um heilbrigðis- starfsfólk MÁLÞING um starfsmanna- stjórnun í heilbrigðiskerfinu á vegum heilbrigðishóps Gæða- stjórnunarfélags íslands verður haldið í dag, miðvikudaginn 16. apríl, á Hótel Loftleiðum kl. 12.30-16.30. Á málþinginu mun sr. Sig- finnur Þorleifsson, sjúkrahús- prestur fjalla um stuðning við starfsfólk, Þór G. Þórarinsson hjá Svæðisskrifstofu máiefna fatlaðra, fjallar um endur- menntun starfsmanna, fjár- festingu og betri þjónustu, Þórður Óskarsson, vinnusál- fræðingur, fjallar um ný við- horf í starfsmannastjórnun og huglæga samvinnu, Kalla Malmquist, forstöðusjúkra- þjálfari, um starfsmannastjórn- un og hlutskipti stoðstétta og Margrét Guðmunsdóttir, mark- aðsstjóri hjá Skeljungi, um tengsl starfsmannastefnu við þjónustustig fyrirtækisins. Háskóla- fyrirlestur um þjóðríki DR. UFFE 0stergaard, for- stöðumaður Center for kultur- forskning við Árósarháskóla, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands laugardaginn 19. apríl nk. kl. 14 í stofu 101 íLögbergi. Fyrirlesturinn nefnist: „Nati- on-State and National Identity in Europe“ og fjallar um þjóð- ríki Evrópu og þjóðernisvitund. Dr. Uffe 0stergaard er sagn- fræðingur að mennt og er hann einn helsti sérfræðingur í Evr- ópu í sögu og kenningum þjóð- ernisstefnunnar. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. STOFNFUNDUR Samtaka sjóðfé- laga séreignasjóða verður haldinn fimmtudaginn 17. apríl kl. 17.30 að Hótel Loftleiðum, Þingsal. Megin- markmið samtakanna er að vinna að því að þeim aðilum sem hafa valið að greiða 10% lögbundið fram- lag í séreignarsjóði verði það heimilt áfram, segir í fréttatilkynningu. Undirbúningshópur sjóðfélaga er úr eftirtöldum séreignarlífeyrissjóð- um: Lífeyrissjóður Tannlæknafélags íslands, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Líf- eyrissjóður ísl. stj.stm. á Keflavíkur- fiugvelli, Lífeyrissjóðurinn Eining, Séreignarlífeyrissjóðurinn, Lífeyris- sjóður Tæknifræðingafélags íslands, Lífeyrissjóður Iðnaðarmannafélags Suðurnesja, íslenski lífeyrissjóður- inn og Almennur lífeyrissjóður VÍB (ALVIB). Fyrir Alþingi liggur frumvarp um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Ef frumvarp- ið nær fram að ganga verða m.a. eftirtaldar breytingar: Þeim aðilum sem hafa valið að greiða 10% lögbundið framlag í sér- eignasjóði verður það bannað og verða að velja sér samtryggingarsjóð í staðinn. Lífeyrisréttindum sjóðfé- laga er stefnt í mikla óvissu. Vaxandi hópur fólks hefur á und- anförnum árum valið séreignasjóði fyrir lífeyrissparnað sinn. Verði frumvarpið að lögum er þeim það ekki lengur heimilt. Hér er vegið harkalega að valfrelsi fólks til lífeyr- issparnaðar og afturför frá þeim reglum sem verið hafa í gildi. Auk þess gengur frumvarpið þvert á yfir- lýsta stefnu stjórnvalda um aukið frelsi og samkeppni í þessum efnum. I frétt undirbúmngshópsins segir: DAGBÓK mg. Litli kórinn æfir kl. 16.15. Umsjón Inga Backman og Reynir Jón- asson. Bænamessa kl. 18.05. Sr.Frank M. Hall- dórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur há- degisverður á eftir. Árbæjarkirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. I’yrirbænaguðs- þjónusta kl. 16. Starf fyr- ir 11-12 ára kl. 17. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur máls- verður á eftir. Æsku- lýðsfundur kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur í dag kl. 18. Helgistund í Gerðubergi fimmtudag kl. 10.30. Grafarvogskirkja. í dag kl. 14 koma eldri borgarar úr Grensás- söfnuði í heimsókn í opið hús ásamt sóknarpresti sínum. KFUK kl. 17.30 fyrir 9-12 ára stúlkur. Mömmumorgunn á morgun kl. 10. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára kl. 17 og 10-11 ára kl. 18 í safnað- arheimilinu Borgum. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun í dag kl. 18. Fundur í Æskulýðsfélag- inu Sela kl. 20. Fríkirkjan i Hafnar- firði. Opið hús í safnað- arheimilinu kl. 20-21.30 fyrir 13 ára og eldri. Kletturinn, kristið sam- félag, Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Víðistaðakirkja. Fé- lagsstarf aldraðra. Opið hús í dag kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádeginu kl. 12 og léttur hádegis verður á eftir. Æsku- lýðsfélag fyrir 13 ára og eldri kl. 20.30. Keflavíkurkirkja. Bibl- íunámskeið í Kirkjulundi kl. 20-22. Landakirkja. Mömmu morgunn kl. 10. Kyrrð arstund kl. 12.10. KFUK og K-húsið opið ungling- um kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.