Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Salat og fuglalíf Nokkrir dagar eru síðan ég fór að strá söxuðum graslauk á salatið mitt og í dag klippti ég nokk- ur hundasúru- og fíflablöð yfir það. Namm - namm segir Kristín Gestsdóttir. FARFUGLARNIR streyma til landsins og tylla sér oft fyrst á leirurnar í Skógtjörn hér fyrir neðan. í vikunni sáum vi_ð hjónin 40-50 lóur á flugi yfir Álftanesi og síðar um daginn heyrði ég í henni þegar ég gekk yfir Garða- holtið þó að ég kæmi ekki auga á hana, en nú á sunnudegi má heyra dirrindí úr öllum áttum hér á holtinu. í gærkvöldi sofnaði ég við hið hvella hljóð stelksins, sem er þó ekki eins og vöggusöngur en ljúft að heyra það samt. Garg sílamávanna hljómar hér allan daginn og er í mínum eyrum hinn fegursti söngur og þegar ég loka augunum finnst mér ég vera kom- in í fjöruna og jafnvel á Leiruna á Seyðisfirði, en þó að vaðfuglar væru á Leirunni, heyrðist bara mávagarg þar sem ég átti heima. Mófuglum var lítið af á þeim slóð- um. Ánamaðkar sjást núna víða á gangstéttum þegar þeir leita upp úr kaldri og blautri jörðinni og hér í Grænagarði má sjá þá draga laufblöð ofan í göng sín. Þegar ég fór að kaupa í matinn fyrir helgina sá ég mér til mikillar ánægju að þeir í Lambhaga eru farnir að rækta tvær tegundir af salati til viðbótar við þá tegund sem hefur fengist í nokkur ár. Önnur hin nýja tegund heitir eik- arlauf og lýsir salatinu vel en hin heitir lollo rosso og er rauðleit og hrokkin. Við ræktun salatsins er fræinu sáð í litla moldarpotta þar sem það spírar og vex í 5-6 vikur á færibandi, áburðarvatn er í rennum sem ræturnar ná í. Þetta er íslensk framleiðsla og því alltaf fersk. Segja má að ferskt salat henti með öllu, t.d. fiski, kjöti, öðru grænmeti og með áleggi á brauð. Svo er það gott sem sjálf- stæður réttur með öðru grænmeti og ávöxtum og ristuðu brauði. Betra er að hafa ekki nema eina tegund af öðru grænmeti með salatinu, t.d. bara gúrku, bara tómata, bara papriku o.s.frv. Alls konar sósur má búa til á salatið en við skulum alveg sleppa mæ- jonsósunni, sem er alltof algeng hér á landi. Vinaigrette I. (edikslögur) sinnep _________nýmalaður pipar ________ salt milli fingurgómanna Setjið allt í hristiglas og hristið vel saman. Þessi lögur geymist mjög vel í kæliskáp. Vinaigrette II. (sítrónulögur) 1 hvítlauksgeiri 8 msk. matarolía 2-3 msk. nýkreistur sítrónusafi 'h tsk. þunnfljótandi hunang Ve tsk. salt 1 skvetta úr tabaskósósuflösku nýmalaður pipar 1. Nuddið salatskálina að innan með hvítlauksgeiranum. Fleygið honum síðan eða notið í annað. 2. Setjið allt hitt í hristiglas og hristið vel saman. Sósan á að þykkna. Ef hunangið er þykkt, þarf að hita það örlítið t.d. í örbylgju- ofni. Þessi lögur geymist ekki vel. Salatsósa úr sýrðum rjóma 1 dós sýrður ijómi safí úr '!i appelsínu + aldinkjötið úr hinum helmingnum 1. Skerið appelsínuna í tvennt þversum, kreistið safann úr helm- ingnum og setjið saman við sýrða rjómann. 2. Skafið aldinkjötið upp úr lauf- unum á hinum helmingnum með lít- illi teskeið og setjið saman við. At- húgið að nota má meiri safa og aldin- kjöt saman við. Salatsósa úr jógúrt eða súrmjólk 1 dós hrein jógúrt eða 2 dl súrmjólk ___________‘A dl eplasafi________ örlítið fljótandi hunang ef vill _________1 lttið grænt epli______ 1. Síið jógúrtina eða súrmjólkina í kaffípappírspoka, setjið síðan í skál. Þeytið eplasafa og hunang út í. 2. Afhýðið eplið, rífið fínt og setj- ið saman við. 8 msk. matarolía IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Netfang: elly@mbl.is Glerskálinn á Iðnó ÞOTT Reykvíkingar séu almennt ánægðir með það að nú hefur verið ákveðið að flarlægja glerskýlið umdeilda á Iðnó þá hafa komið fram athugasemdir um að betur mætti veija fé skattborgara en að rífa byggingu sem þegar sé ris- in. Sannleikurinn er hins vegar sá að dýrara er að fullklára glerhýsið en að fjarlægja það. Samkvæmt áætlun sem byggingardeild borgar- verkfræðings hefur gert kostar 1,1 milljón króna að taka skálann niður og koma honum í geymslu. Það mun hins vegar kalla á lagfæringu á veggjum hússins og annan frágang sem áætlað er að muni kosta rúmar 3 milljónir króna. Alls nemur því þessi kostnaður 4.250 þús. kr. Ef skálinn stæði áfram yrði kostnaður við frágang hans nokkru hærri eða 4,5 milljónir króna. Þar vega þyngst lagnir og loftræst- ing sem áætlað er að kosti tæpa 1,9 milljónir króna. Annar kostnaður felst í innréttingum, rafbúnaði, lýsingum, pípulögnum og sérbúnaði sem samtals myndi kosta 2.650 þús. kr. Sem sagt, það er dýrara að ljúka byggingu glerskál- ans á Iðnó en að fjarlægja hann og ganga frá húsinu með öðrum hætti. Þá er ekki útséð um að hægt verði að fá eitthvað fyrir glerskálann með því að selja hann eða nýta annars staðar. Þótt flestir séu sammála um að mistök hafi átt sér stað þegar þessi viðbygging var byggð á Iðnó gæti hún sómt sér vel annars staðar. Kristín A. Árnadóttir. Ristað brauð með marmelaði og osti VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: „Enskur rithöfundur minntist nýlega á að ís- lendingar borðuðu ristað brauð, marmelaði og ost saman. Á sjöunda áratugn- um minntist bandarískur rithöfundur á að íbúar Vestmannaeyja borðuðu það sama. Gæti einhver lesenda varpað ljósi á hvar og hve- nær þessi siður komst á? Michael Malher, 16 Parkview Ave, Toronto MYX 1V9, Canada. Meira um bréfasíma LESANDI Mbl.íÞýska- landi skrifar: „í Velvakanda þann 25. mars var til umfjöllunar vandamál við notkun bréfasíma. Við sendum símbréf mjög oft til íslands og einn- ig til annarra landa og fáum alltaf ahugasemd frá bréfsímanum um að sím- bréfið hafi ekki komist til viðtakanda með eðlilegum hætti þegar við sendum símbréf til Islands, en eng- ar athugasemdir fáum við, þegar við sendum til ann- arra landa. Við verðum alltaf að hringja á eftir til að athuga hvort símbréfið hafi komist til skila með eðlilegum hætti eða ekki. Póstur og sími hefur sjálf- sagt ekkert á móti þessari þjónustu ef tekið er tillit til þeirra svara sem bréfrit- ari þann 25. mars fékk en þetta er óþolandi ástand og óþarfa kostnaður fyrir alla aðila. Lesandi í Þýskalandi. Umræður í heitu pottunum ÉG ER ekki ánægður með þessar neikvæðu umræður um heitu pottana sem verið hafa undanfarið. Ég hef ekki heyrt gáfulegri um- ræður um landsmál en í heitu pottunum. Mér finnst þessar neikvæðu umræður ástæðulausar og pottamir eru ekki verri vettvangur en hver annar til að menn geti ráðið ráðum sínum. Það er komið of mikið af neikvæðum umræðum um umræðurnar í heitu pott- unum. G.Þ. Dýrahald 2ja ára högna vantar heimili 2JA ÁRA högna vantar nýtt heimili vegna ofnæmis fjölskyldumeðlims. Hann er mjúkur, svartur, hálf-persneskur, mannelskur og blíður. Uppl. í síma 566-7270 eftir kl. 17. COSPER EN yndislegt að sjá hvað hann er glaður að fá þig heim. HOGNIHREKKVISI .Tálbtítan- þin' wrffist eJcbi gesrx mikið gagn*." Víkveiji skrifar... MORGUNÚTVARP Rásar 2 er oft líflegt og Víkveiji hlýðir iðulega á brot úr þeirri dagskrá, einkum snemma morguns, þegar hann er á leið til vinnu. I síðustu viku heyrði Víkveiji símaspjall við konu frá Orði lífsins, sem stjórnend- ur hringdu í, vegna þess að hún hafði verið viðstödd samkundu hjá Fíladelfíu kvöldinu áður, þar sem Svíinn Ulf Ekman var predikari. Stjórnandinn spurði konuna hvernig hefði verið á samkundunni og hún svaraði orðrétt: „Alveg rosalega gaman“. Þetta svar konunnar leiddi huga Víkveija að þvi, að sennilega eru ástæður þess að fólk sækir trú- arlegar samkundur sem þessar margvíslegar. Sumir fara væntan- lega af trúarlegri þörf, aðrir fyrir forvitni sakir og enn aðrir til þess að sækja sér skemmtun. Það hlýtur að hafa verið ástæða þess að áður- nefnd kona sótti samkunduna, því varla hefði hún lýst henni með ofan- greindum hætti annars. xxx REGLULEGUR gestur morgun- útvarpsins er Þuríður Sigurð- ardóttir hjá Umferðarráði, sem kemur fram laust fyrir kl. 8 á morgnana og upplýsir hlustendur um færð, umferð, umferðaróhöpp, hvað varast beri og hvað megi fara betur. Víkveija finnst Þuríður vera einkar skemmtilegur gestur morg- unútvarpsins, með elskulegar ábendingar, skondnar athugasemd- ir og uppbyggilega gagnrýni fyrir umferðarmenninguna. Hún á það til að hrósa fólki í umferðinni á þann hátt, að eftir því er tekið, eins og þegar hún sagði í síðustu viku að hún óskaði þremur hjólreiðar- mönnum sem á vegi hennar urðu til hamingju með útbúnaðinn, sem hefði verið hárréttur, hjálmar og annað sem tilheyrir. Hlutfallslega hefði útkoman hjá þeim verið frá- bær, þrír af þremur með hárréttan útbúnað. Síðan klykkti hún út með því að biðja nú ökumenn að stíga létt á bensíngjöfina og láta ekki vorfiðringinn hlaupa með sig í gön- ur. Að mati Víkveija fer Þuríður rétt að í uppbyggilegum umvöndun- um sínum við landsmenn. xxx UM þessar mundir senda grunn- skólar landsins eldribekkinga sína í flokkum inn í fyrirtæki lands- ins í starfskynningu, þ.e.a.s. í þau fyrirtæki sem vilja taka á móti unglingunum og upplýsa^ þá og fræða um starfsemi sína. Ár hvert kemur verulegur fjöldi unglinga í heimsókn á Morgunblaðið og fræð- ist á dagstund um þá starfsemi sem þar fer fram. Mjög misjafnlega virð- ist vera staðið að undirbúningi nem- endanna fyrir þessar fyrirtækja- heimsóknir, samkvæmt því sem Víkveiji hefur kynnst. Reyndar sýn- ist honum sem nemendur utan af landi komi betur undirbúnir, því þeir virðast vera með skipulagða dagskrá undir höndum, spurninga- lista sem þeir þurfa að fylla út jafn- óðum og jafnvel dagbók sem þeir þurfa að halda þá daga sem þeir eru í starfskynningu, sem verður svo grunnurinn að skýrslu eða greinargerð sem þeir skila kennara sínum, þegar starfsfræðslu er lokið. Með svona skipulögðum vinnu- brögðum og fyrirfram ákveðnum markmiðum, telur Víkveiji að starfskynningin komi nemandanum að meiri notum, en þegar skipulag- slítið er vaðið úr einu fyrirtækinu í annað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.