Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ IDAG BRIDS Um.sjón Guðmundur Páll Arnarson HJÓNIN Anna Þóra Jóns- dóttir og Ragnar Her- mannsson unnu íslands- mótið í parakeppni, sem fram fór í Þöngabakka um síðustu helgi. Ljósbrá Baldursdóttir og Björn Eysteinsson höfnuðu í öðru sæti, en Bryndís Þor- steinsdóttir og Sigfús Örn Arnason urðu þriðju. Allt tóku 44 pör þátt í mótinu, sem var 86 spil. Hér sjáum við Ragnar leika við hvurn sinn fingur: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 842 f ÁG76 ♦ ÁG102 ♦ K3 Vostur Austur ♦ 1063 ♦ K9 ♦ 102 IIIIH f D85 ♦ D6543 111111 ♦ 7 ♦ G82 ♦ ÁD109764 Suður ♦ ÁDG75 ♦ K943 ♦ K98 ♦ 5 Ragnar varð sagnhafí í fjórum spöðum, en í and- stöðunni voru mæðginin Edda Thorlacius og ísak Öm Sigurðsson. Vestur Norður Austur Suður Eðda Anna ísak Ragnar 1 lauf Dobl Pass 2 lauf * 3 lauf 4 spaðar Pass Pass Pass Útspilið var lauftvistur, þriðja hæsta. Ragnar stakk upp kóng blinds, sem ísak drap og spilaði drottningunni. Ragnar trompaði og þurfti nú að velja leið. Hann fór vel af stað þegar hann spilaði hjarta á ás og svínaði svo fyrir spaðakóng. Næst prófaði hann tígul á tíuna. Hún hélt. Þá var spaða spilað aftur. Ragnar tók trompin og síðan tígul- kóng og svínaði aftur fyrir drottninguna. Nú var tímabært að staldra við og telja upp hendur AV. Aust- ur var sannaður með tvo spaða og einn tígul, og svo virtist sem hann ætti sjölit ' laufi. Tvennt benti tit þess: Þriggja laufa sögnin °g útspil vesturs. Eftir þessar rannsóknir, lagði Ragnar af stað með hjartagosann úr blindum og klófesti þannig tíuna í vestur. Tólf slagir og af- bragðsskor. morgunblaðið birtir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ættar- mót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og eða nafn ábyrgöar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni I, 103 Reykjavík Arnað heilla O/AÁRA afmæli. Átt- O vlræður er í dag, mið- vikudaginn 16. aprfl, Jó- hann Kr. Jónsson, Dals- garði, Mosfellsdal. Hann tekur á móti gestum í gróð- urhúsunum í dag á miili kl. 17 og 20. fTOÁRA afmæli. Á Ovlmorgun, fimmtudag- inn 17. apríl, verður fimm- tugur Haukur Arnarr Gíslason, Þrastarima 4, Selfossi. Hann og eig- inkona hans Kristín Pét- ursdóttir, taka á móti gestum á heimili sínu að morgni afmælisdagsins frá kl. 7 til 12. Með morgunkaffinu MEÐ höfuðverk, hvað er nú það. ÉG hlýt að mega blóta fyrst presturinn segir bæði djöfull og helvití. MINNKAÐU kraftinn á viftunni, Jóhannes! SKAK Umsjón Margcir Pctursson STAÐAN kom upp í keppni í áskorendaflokki á Skák- þingi Islands um páskana. Björn Þorfinnsson (2.105) var með hvítt og átti leik, en Arnar E. Gunnarsson (2.230) hafði svart. Svartur átti góða jafnte- flismöguleika í þessu enda- tafli, en gerði þau mistök að leyfa hvíta kónginum að hreiðra um sig á b4. Það gaf færi á vinningsleik: 67. Hxd6+! - Hxd6 68. c5+ - Kc7 69. cxd6+ - Kxd6 70. Ka5 - Kc7 71. Ka6 - Kb8 72. Kb6 (Hvítur hefur andspænið í peð- sendataflinu og vinnur) 72. — Ka8 73. Kc7 og svartur gafst upp. Við skulum rifja upp röð efstu manna á mótinu: 1. Sævar Bjarnason 7 'h v. af 9 mögulegum, 2. Arnar Þorsteinsson 7 v., 3. Sigurbjöm Bjömsson 6 'A v., 4.-6. Tómas Björnsson, Hrannar Baldursson og Bragi Þorfinnsson 6 v. o.s.frv. Þeir Sævar og Arnar unnu sér sæti í landsliðs- flokki, en svo nefnist úrsli- takeppnin á Skákþingi ís- lands. Það mót fer fram á Akureyri í september. HVÍTUR leikur og vinnur STJÖRNUSPÁ eltir Franccs Drake HRUTUR Afmælisbarn dagsins: Þú hefur fjörugt ímynd- unarafi oggætir orðið góður rithöfundur. Hrútur (21. mars- 19. apríl) II* Þú skalt ekki búast við já- kvæðum viðbrögðum frá fólki ef þú ert stöðugt að skipta um skoðun. Reyndu að vera skipulagðari. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú átt erfitt með að komast að niðurstöðu í ákveðnu máli, þó þú sjáir báðar hliðar á því. Þú átt velgengni að fagna í vinnunni. Tvíburar (21.ma!-20.júní) Þér tekst að leysa fjárhags- vandamál þín ef þú einbeitir þér nógu vel að því. Þú færð góðar og nýtar upplýsingar varðandi atvinnu. Krabbi (21. júní — 22. júlí) Hí£ Skoðaðu viðhorf þitt vand- lega í peningamálum og sjáðu hvort þú hefur ekki verið að spara á röngum stöðum. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Komi vinur þinn og biðji þig fyrirgefningar í einlægni, skaltu taka vel á móti honum og vera skilningsríkur. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú þarft að sýna meiri sam- starfsvilja, viljirðu ná meiri árangri. Pjármálin skýrast og fjölskyldumeðlimur kem- ur á óvart í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Þótt þú styðjir félaga þinn í bak og fyrir í einhverju máli, skaltu reyna að vera hlut- laus. Málið er þér of skylt til að þú getir dæmt um það. Sþorðdreki (23.okt. - 21. nóvember) Farðu á byijunarreit í því sem þú ert að gera núna, og skoðaðu allt vel og vand- lega, því það mun skila sér. Farðu yfir fjármálin í kvöld. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þú vilt vera einn með sjálfum þér til að finna lausn á ákveðnu máli en einhver þér nákominn kemur með góða uppástungu, sem þú ættir að skoða. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Ný vinátta er á næsta leiti og mörg skapandi tækifæri hlotnast þér. Taktu því fagn- andi. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) ðh Þó fjárhagurinn hafi rýmkað þarftu að sýna aðgát í íjár- málum. Sinntu heimiiinu í dag og hvíldu þig vel í kvöld. Fiskar (19.febrúar-20.mars) Það tekur sinn toll að vera of mikið í skemmtanalífinu. Ræddu þetta við félaga þinn og reynið að komast að nið- urstöðu í kvöld. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki & traustum grunni vísindalegra staðreynda. MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL1997 49 ____STEINAR WAAGE_________ SKÓVERSLUN N OUTDOOR Verð: 5.995,- Stœrðir: 36-46 Litur: Svartir, d. brúnir og l. brúnir 1 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR 1 r STEINAR WAAGE . SKÓVERSLUN ^ V SÍMI 551 8519 ^ Toppskórinn • Veltusundi við Ingólfstorg • Simi 5521212. STEINAR WAAGE SKOVERSLUN ^ SÍMI 568 92 l 2 •#“ J Loksins... mjúkur og rakugefnndi cn cndisl lcngi Exceptionn) Lipstick t in leiö og |ni lærö liniui n vnrimar finiuiröii uö linuu rr riustnkur ú ullau liáii Elizabeth Arden Elizabeth Arden Snyrtifræðingur frá Elizabeth Arden kynnir Exceptional varalitina og nýja 5th Avenue ilminn frá Elizabeth Arden f Efygea - Austurstræti miðvikudag og fimmtudag Hygea - Laugavegi föstudag og laugardag. U Trmr U 1 H Y G E A .i nyrti vöru veru lu n Austurstmti 16, sími 511 4511 , Laugavegi 23, sími 511 4533
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.