Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Frelsi til að upplifa í nýju galleríi við Vesturgötu sýnir Guðrún Hjartardótt- ir myndlistarmaður innsetningu sem hún nefnir Engill á þakinu og áhorfendur. Hildur Einarsdóttir leit við í gallerínu, sem heitir 20 m2 (tuttugu fermetrar) ræddi við Guðrúnu og upplifði hvemig er að vera hluti af myndverki hennar. # Morgunblaðið/Kristinn. GUÐRUN Hjartardóttir við verk sitt Engill á þakinu og áhorfendur. SÝNING Guðrúnar er eins og áður segir í nýju galleríi sem er til húsa í kjall- ara við Vesturgötu lOa. Til að kom- ast þangað þarf að fara inn í húsasund en þar liggja tröppur niður að galleríinu. Dyr þess standa opnar í hálfa gátt þegar mig og ljósmyndara ber að garði. Við göngum beint inn. Svart flauelstjald er dregið fyrir dymar. Skýringin á því kemur í ljós þegar við höfum ýtt því til hliðar, inni í herberginu er kolniðamyrkur. Allt í einu kviknar dauft bláleitt ljós í nokkrar sekúndur, slokknar og kviknar aftur. Ljósið lýsir upp herbergið og umhverfið lifnar við. Lágreist, svört hús standa á gólfínu og á veggjunum allt í kring stara á okkur smávaxnar persónur sem hafa verið klipptar út í pappír og tyllt á vegginn með mjóum stálþræði. Ég kannast þarna við ýmis þekkt andlit eins og fígúrúr úr Velasc- es málverkum, þarna er myndhöggvarinn Rodin og súrrealíski málarinn Magritte. Ég fer fyrst ofurlítið hjá mér í þessu göfuga samkvæmi, svo jafna ég mig og hef gaman af. Þar sem ég stend þarna á miðju gólfí fara ruglingslegar minningar úr bernsku að skjóta upp kollinum. Sterkust er minningin um það hvernig ég sem barn upplifði tilfínn- ingar Lísu í Undralandi þégar hún hitti bijál- aða hattarann og alla hina furðufuglana á ferð sinni. Nú er ég sjálf komin í Undraland- ið og farin að heilsa upp á gamla kunningja sem mig hefur lengi langað að hitta. Við fáum ekki að dvelja lengi í þessu samkvæmi því Guðrún gengur inn í myndina og raun- veruleikinn tekur við. - Skemmtileg uppsetning, segi ég í viður- kenningartóni. „Þakka þér fyrir,“ svarar Guðrún hógvær. - Hvaðan tókstu þessar persónur á veggj- unum? „Þetta eru þekktar persónur sem ég klippti út úr listasögunni, annað hvort eru þær tekn- ar úr málverki, skúlptúr eða þetta eru lista- mennirnir sjálfir." - Það er gaman að sjá hvernig þú nýtir þér ljósið í verkinu. „Já, ég nota ljósið eins og hvert annað efni og leitast við að skapa þá kennd að það sé áþreifanlegt. Ég leik mér líka að því að láta ljósið lyfta húsunum upp og það er eins og þau svífí," segir hún og bendir á húsin sem standa við fætur okkar. Guðrún fer svo að tala um viðbrögð nokkurra gesta við verkinu. Hún seg- ir að það hafí komið gestur um dag- inn sem hafí spurt hana hvað verkið ætti að þýða. „Ég sagði honum að ég væri með innsetningunni að gefa fólki tækifæri til að upplifa sjálft án útskýringa. Ég hef fundið hve fólk á almennt erfítt með að upplifa hlut- ina, vera í hjartanu en ekki höfðinu, eins og ég orða það. Leyfa sér að fella grímur, vera einlægt. Finnst þér þetta væmið hjá mér?“ andvarpar hún. - Þú hefur gefið þessu verki ákveðinn titil en ertu ekki með því að útskýra verkið að einhveiju leyti? „Fyrir mér hefur titill alltaf verið einhvers konar inngangur en áhorfandinn ræður hvort hann tekur tillit til hans eða ekki. Auðvitað hefur maður ákveðinn útgangspunkt þegar byrjað er á myndverki. í þessu tilviki er það ákveðin minning sem er kveikjan að mynd- inni.“ Þegar hér er komið sögu færum við okkur yfir í næsta herbergi, setjumst þar niður og förum svo að tala um formið sjálft. Guðrún segir að innsetning henti sér vel. „Ég get hleypt öllu að, til dæmis draumum, tilfinning- um og þrám. í draumum er rýmiskennd og frásögn önnur en í daglegu lífí og hafa þeir oft orðið kveikjan að verkum mínum,“ segir hún. - Leiðist þér raunveruleikinn? „Nei, ég elska lífíð með öllum kostum þess og göllum. Og vinn að því að komast nær mínum kjarna sem listamaður og mann- eskja. Ég leitast þó við að auka frelsi mitt og reyni að láta hræðsluna ekki stjórna því sem ég geri. í vinnustofunni minni hef ég algjört frelsi og hún verður að leikvelli." Sýning Guðrúnar í 20 mz er fyrsta einka- sýning hennar hér á landi síðan hún lauk framhaldsnámi úr AKI listahá- skólanum í Enschede í Hollandi árið 1994. Hún hefur auk þess haldið þijár einkasýning- ar í Hollandi og tekið þátt í fjölda samsýn- inga í Englandi, Hollandi og á ísiandi. „Þegar ég byijaði í skólanum í Enschede fór ég inn á þriðja árið í fijálsri deild en ég hafði lokið námi í skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskölans. Það voru mikil viðbrigði að koma úr mínum gamla skóla þar sem ég hafði haft ákveðið aðhald en nú var enginn til að skipta sér af mér. Ég fékk til afnota vinnustofu og þurfti að vinna sjálfstætt. I hálft ár gerði ég varla annað en átta mig á umhverfí minu, skoða mig um og gera mér grein fyrir hvað ég vildi fást við,“ segir Guðrún þegar við biðjum hana að rifja upp námstímann í Hollandi. „Ég bytjaði svo á því að gera teikningar af ferðum mínum dag frá degi. Ég rakti í myndum hvert ég fór og hvað ég hafði fyrir stafni og gaf hveijum degi lit eftir hugarástandi. Út frá þessum teikningum varð svo til innsetning þar sem ég teiknaði á veggina þessar dagteikningar og notaði hljóð með, þar sem ég las upp drauma mína. Þetta var frumraun mín í að nota allt rýmið sem ég hafði til afnota eins og ég geri hér í þessum tuttugu fermetr- um,“ segir hún. „Frá því ég gerði fyrstu innsetninguna hef ég náð meira valdi á að nýta mér hana sem form og lært að meta það frelsi sem hún veitir mér. Innsetning er ekki svo frá- brugðin hinu daglega lífi, samanber að við búum í húsum og leitumst við að gera fallegt í kringum okkur. Þótt það sé í sjálfu sér ekki markmiðið með innsetningunni. Þannig er formið mér svo eiginlegt." Guðrún segir að sér finnist galleríið 20 m2 fallegt sýningarrými. Það er rekið af Helga Hjaltalín Eyjólfssyni myndlistarmanni en inn af galleríinu er vinnuaðstaða hans. Galleríið 20 m2 hóf starfsemi sína í byijun mars á þessu ári. Þá sýndi Hannes Lárusson verk sem hann kallaði svart-hvítt. Þegar sýningu Guðrúnar lýkur tekur Rúrí við og því næst Tumi Magnússon og þannig koli af kolii. „Ég vona að galleríið eigi eftir að ganga vel því að ég tel að það sé þörf á minni sýningarsölum sem gera myndlistar- menn ekki gjaldþrota," segir Guðrún. Brynja Benediktsdóttir um úthlutun styrkja til leiklistarfólks Hyggst kæra ítök Þjóðleikhússins til Samkeppnisstofnunar INGVAR E. Sigurðsson, Hilmar Snær Guðnason og Baltasar Kormákur saman í Listaverkinu. Leika saman í fyrsta sinn BRYNJA Benediktsdóttir leikstjóri er að íhuga að kæra til Samkeppnis- stofnunar ítök Þjóðleikhússins í nefndum og ráðum sem úthluta rík- isstyrkjum til leiklistarfólks og fijálsra leikhópa. „Þetta er mikið peningavaid á einni hendi, beint og óbeint," segir Brynja en um er að ræða ríflega 30 milljónir króna, „og að mínu viti ættu Stefán Baldursson íjóð- leikhússtjóri og nánustu samstarfs- menn hans ekki að gefa kost á sér til þessara starfa. Það hlýtur að vera óeðlilegt að ríkisstyrkir til frjálsu leikhópanna í landinu skuli fara í gegnum hendur starfsmanna stofnunar sem er í beinni sam- keppni við þessa hópa, auk þess sem leiklistarfólk sem sagt hefur verið upp störfum í fjóðleikhúsinu, situr eflaust ekki við sama borð og aðrir við úthlutun verkefnastyrkja til leiklistarstarfa.“ Brynja gagnrýnir annars vegar setu starfsmanna íjóðleikhússins í Leiklistarráði, sem veitir mennta- málaráðuneytinu ráðgjöf um það hverjir eigi að njóta þeirra íjármuna sem veitt er til fijálsra leikhópa og hins vegar ítök þeirra í nefnd, skip- aðri af Leiklistarráði, sem ákveður hvaða fólk fær 150 mánaðarlaun úr Listasjóði ríkisins. Formaður Leiklistarráðs er Há- var Siguijónsson leiklistarráðu- nautur Þjóðleikhússins en jafnframt eiga sæti í ráðinu Þórhallur Sig- urðsson leikstjóri hjá Ijóðleikhús- inu, sem nýverið leysti Stefán Bald- ursson af hólmi, og Einar Rafn Haraldsson, formaður Bandalags íslenskra leikfélaga, áhugamanna- félaganna í landinu. Leiklistarráð er kosið af aðildarfélögum Leiklist- arsambandsins en formaður þess er Stefán Baldursson. í gegnum sambandið fara jafnframt erlendir styrkir til íslenskrar leiklistar. Nefndina sem úthlutar lista- mannalaununum skipar stjórn Leik- listarráðs, nema hvað Hávar mun, að sögn Brynju, hafa sagt sig úr nefndinni vegna tengsla sinna við íjóðleikhúsið. Hans sæti tók Hlín Gunnarsdóttir leikmyndateiknari. ÆFINGAR á franska gamanleikn- um Listaverkinu á Litla sviði fjóð- leikhússins eru vel á veg komnar, en frumsýning er fyrirhuguð 23. apríl. Höfundur Listaverksins er Yazmina Reza og vann hún meðal annars til Moliérverðlauna fyrir verkið. Persónur leiksins eru þrír karlmenn sem eru leiknir af Balt- asar Kormáki, Ingvari E. Sigurðs- syni og Hilmari Snæ Guðnasyni. Er þetta í fyrsta sinn sem þessir þrír leikarar leika saman á sviði, segir í kynningu frá Þjóðleikhús- inu. Listaverkið er gamanleikrit sem segir frá þremur vinum og örlaga- ríkum listaverkakaupum. Höfundur leikmyndar og bún- inga er Guðjón Ketilsson, lýsingu hannar Guðbrandur Ægir As- björnsson og leikstjóri er Guðjón Pedersen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.