Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 19 ERLENT Iranar lofa að vernda út- lendinga STJÓRNVÖLD í íran lofuðu í gær að vernda útléndinga, sem búa í landinu, og sögðu að þeim stafaði ekki hætta af mótmælum vegna ásakana þýsks dómstóls um að leiðtog- ar írans hefðu skipað fyrir um morð á fjórum Kúrdum í Berl- ín. Óeirðalögreglan var á varð- bergi við þýska sendiráðið í Teheran í gær eftir að hafa handtekið námsmenn sem reyndu að ráðast inn í bygg- inguna á mánudag. Þýska stjórnin kvaðst ekki hafa ástæðu til að efast um öryggi 530 Þjóðverja í íran. Rússneskt, já takk! BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, flutti í gær útvarps- ávarp og hvatti Rússa til að kaupa rússneskar vörur frek- ar en útlendar og stuðla þann- ig að efnahagsuppgangi í landinu. „Er rússneskt súkk- ulaði verra en innflutt? Nei, það er betra," sagði forsetinn. „Og brauðið, pylsurnar, mjólkurafurðirnar og bjórinn. Svo ekki sé minnst á vodkað! Þessar vörur eru á engan hátt verri en innfluttar og oft betri.“ Poitier gerist sendiherra KVIKMYNDASTJARNAN Sidney Poitier tekur formlega við embætti sendiherra Ba- hama-eyja í Japan við athöfn í keisarahöllinni í dag. Poitier varð árið 1963 fyrsti blökku- maðurinn til að fá Óskarsverð- launin fyrir leik í myndinni „Liljur vallarins". Hann er með ríkisborgararétt í Bandaríkj- unum og á Bahama-eyjum. Eining kyn- þáttanna að bresta? NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, og forveri hans í embættinu, F.W. de Klerk, vöruðu við því í gær að eining kynþáttanna eftir afnám að- skilnaðarstefnunnar væri að bresta. De Klerk sagði að and- staðan við lýðræðisþróunina í landinu hefði magnast. Mand- ela tók í sama streng og sagði að andstæðumar í samfélag- inu væru að skerpast. Prinsinn kemst ekkiheim NORODOM Sirivudh, útlægur prins Kambódíu, neyddist til að verða um kyrrt í Hong Kong í gær þegar flugfélagið Dragonair neitaði að flytja hann til heimalandsins eftir að þarlend stjórnvöld vöruðu við því að hann yrði handtek- inn. Sirivudh, sem er hálf- bróðir Norodoms Sihanouks konungs, var sendur í útlegð í desember 1995 eftir að hafa verið handtekinn fyrir meint samsæri um morð á Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu. f tilefni af sænskum dögum frumsýnir Regnboginn sænsku spennumyndina THE HUNTERS (JÁGARNA), sem var mest sótta mynd Svía á síðasta ári. Mynd þessi hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og tala sumir um hana sem bestu spennumynd sem gerð hefur verið á norðurlöndum. FRUMSYND 19. APRIL ÍSTAK Ak IIII Mllll JOHAN RÖNNING HF pwpps © ^ BLÓMAMIDSTÖÐIN HF. Bankastræti mfií SYÍWÖD RAFVERHF Erum með vörur frá SVEDALA: Þ.e. DYNAPAC, WEDA PUMP ofl. Rafver hf., Skeifunni 3e-f„ slmi: 581-2333 VOLVO SINDRa/cÁSTÁLHF RCWELLS m ISAGA hf Eymundsson FLUGLEIDIR Traustur islenskur ferðafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.