Morgunblaðið - 16.04.1997, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.04.1997, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 19 ERLENT Iranar lofa að vernda út- lendinga STJÓRNVÖLD í íran lofuðu í gær að vernda útléndinga, sem búa í landinu, og sögðu að þeim stafaði ekki hætta af mótmælum vegna ásakana þýsks dómstóls um að leiðtog- ar írans hefðu skipað fyrir um morð á fjórum Kúrdum í Berl- ín. Óeirðalögreglan var á varð- bergi við þýska sendiráðið í Teheran í gær eftir að hafa handtekið námsmenn sem reyndu að ráðast inn í bygg- inguna á mánudag. Þýska stjórnin kvaðst ekki hafa ástæðu til að efast um öryggi 530 Þjóðverja í íran. Rússneskt, já takk! BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, flutti í gær útvarps- ávarp og hvatti Rússa til að kaupa rússneskar vörur frek- ar en útlendar og stuðla þann- ig að efnahagsuppgangi í landinu. „Er rússneskt súkk- ulaði verra en innflutt? Nei, það er betra," sagði forsetinn. „Og brauðið, pylsurnar, mjólkurafurðirnar og bjórinn. Svo ekki sé minnst á vodkað! Þessar vörur eru á engan hátt verri en innfluttar og oft betri.“ Poitier gerist sendiherra KVIKMYNDASTJARNAN Sidney Poitier tekur formlega við embætti sendiherra Ba- hama-eyja í Japan við athöfn í keisarahöllinni í dag. Poitier varð árið 1963 fyrsti blökku- maðurinn til að fá Óskarsverð- launin fyrir leik í myndinni „Liljur vallarins". Hann er með ríkisborgararétt í Bandaríkj- unum og á Bahama-eyjum. Eining kyn- þáttanna að bresta? NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, og forveri hans í embættinu, F.W. de Klerk, vöruðu við því í gær að eining kynþáttanna eftir afnám að- skilnaðarstefnunnar væri að bresta. De Klerk sagði að and- staðan við lýðræðisþróunina í landinu hefði magnast. Mand- ela tók í sama streng og sagði að andstæðumar í samfélag- inu væru að skerpast. Prinsinn kemst ekkiheim NORODOM Sirivudh, útlægur prins Kambódíu, neyddist til að verða um kyrrt í Hong Kong í gær þegar flugfélagið Dragonair neitaði að flytja hann til heimalandsins eftir að þarlend stjórnvöld vöruðu við því að hann yrði handtek- inn. Sirivudh, sem er hálf- bróðir Norodoms Sihanouks konungs, var sendur í útlegð í desember 1995 eftir að hafa verið handtekinn fyrir meint samsæri um morð á Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu. f tilefni af sænskum dögum frumsýnir Regnboginn sænsku spennumyndina THE HUNTERS (JÁGARNA), sem var mest sótta mynd Svía á síðasta ári. Mynd þessi hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og tala sumir um hana sem bestu spennumynd sem gerð hefur verið á norðurlöndum. FRUMSYND 19. APRIL ÍSTAK Ak IIII Mllll JOHAN RÖNNING HF pwpps © ^ BLÓMAMIDSTÖÐIN HF. Bankastræti mfií SYÍWÖD RAFVERHF Erum með vörur frá SVEDALA: Þ.e. DYNAPAC, WEDA PUMP ofl. Rafver hf., Skeifunni 3e-f„ slmi: 581-2333 VOLVO SINDRa/cÁSTÁLHF RCWELLS m ISAGA hf Eymundsson FLUGLEIDIR Traustur islenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.