Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 47 BREF TIL BLAÐSINS Eins konar leik- listargagnrýni Frá Arnþóri Helgasyni: ÞEGAR sjónhverfingar og alls kyns myndræn tákn og skrípalæti verða æ algengari þáttur leiksýninga gleður það ritara þessa grein- arkoms þegar einhver leggur metn- að sinn í að skrifa leiktexta sem stendur fyrir sínu án sjónræns áreit- is en gefur um leið leikstjóra tæki- færi td þess að spreyta sig á túlkun hans. Ég fór i fyrsta skipti í leikhús einhvern tíma í upphafi 7. áratugar- ins og hef sótt leiksýningar dálítið síðan. Eftir því sem tíminn hefur liðið hefur borið æ meira á því að leikstjórar og höfundar leikverka hafi talið sig knúna til að hafa í frammi alls kyns sjónræn tákn og látalæti til þess að bæta illa skrifað- an texta eða þröngva eigin skiln- ingi upp á áheyrendur. Hefur enda farið svo að leikhúsferðir eru mér ekki sú skemmtun sem áður var. Þess vegna kom Villiöndin eftir Ibsen eins og himnasending og á fjölum Borgarleikhússins nutu menn þess að hlýða á Hið ljósa man í fyrravetur. Utvarpsleikhúsið er fyrst og fremst leikhús orðs og hljóða. Þar gefst áheyranda kostur á að njóta textans í framsetningu leikara und- ir stjórn leikstjóra og tæknimanna Ríkisútvarpsins. Eftir því sem tækninni hefur fleygt fram og þjálf- un manna vaxið hafur verið reynt að ná fram ýmsum hughrifum með eins konar hljóðmyndum. Þessar hljóðmyndir, sem má líkja við sviðs- mynd í leikhúsi, örva ímyndunarafl áheyrandans; hann sér fyrir sér atburðarásina og tekur jafnvel þátt í henni. Hann er ekki mataður á sama hátt og gert er með myndræn- um tilþrifum leikhúsanna og tákn- um sem fara sum hver fyrir ofan garð og neðan hjá áheyrendum, hvort sem þeir eru blindir eða sjá- andi. Sunnudaginn 6. apríl síðastliðinn flutti Útvarpsleikhúsið nýtt leikrit eftir Eyvind P. Eiríksson, sem nefndist Bátur. Leikverkið segir frá samtali kafara nokkurs við konu sína, en hann hefur nýlega náð lík- um sjómanna úr flaki báts er sökk í ofviðri, þegar verið var að flytja hann í öruggari höfn. í samræðum hjónanna kemur sitthvað fram sem varpar ljósi á fortíð þeirra sem fór- ust og þeira nánustu aðstandenda. Höfundurinn fléttar saman við frá- sögn kafarans atburðum sem urðu á bryggjunni áður en lagt var í ’ann og svipmyndum af því sem gerðist um borð í bátnum þegar sjómenn- irnir börðust fyrir lífi sínu. Báturinn sekkur og hafnar á réttum kili á hafsbotni, En vegna klakabrynj- unnar sem hlaðist hafði utan á bát- inn myndast loftrúm í brúnni svo að sjómennirnir og drengur, sem með þeim er, geta gert sér í hugar- lund hvað að höndum ber. Vinna tæknimanns Ríkisútvarps- ins var með hreinum undrum. Ein- ungis skeikaði honum þegar hann lét bílstjórann á bryggjunni sitja hægra megin í bílnum nema höf- undurinn hafi sérstaklega tekið fram að leikritið ætti að gerast á Vestfjörðum (eins og var reyndar augljóst með tilvísun til örnefna) Einmánuður á Akureyri Frá Steingrími St. Th. Sigurðssyni: MIÐBÆRINN á Akureyri minnir alltaf á meginland Evrópu - kontín- entið. Heimsborgarnöfn húsa, sem rísa undir nafninu eru rannsóknar- efni: París; Hamborg; í innbænum Berlín; útlend nöfn eins og Braun; Ryel; Hoefner (allt höndlanir). Svona var Akureyri lengst af og er raunar enn. Rotterdam brann; Hótel Gullfoss varð líka eldi að bráð; Jerúsalem og Hótel Goðafoss (sem var menningarmiðpunktur vegna síns háa kröfustigs sem I’hotel - einkum og sér í lagi í mat, sem er enn í manna minnum). Þessi tvö síðastnefndu voru rifin. Andinn svífur yfir vötnunum, aðkeyrslan gamla, sem verður lengi við lýði. Svo er guði fyrir að þakka að á Akureyri hljómar enn kröftug ís- lenzka, t.a.m. bílstjórinn á rútunni sem skilaði manni af sér á slóð feðr- anna í A-Hún. talaði þessa gamal- kunnuglegu akureyrsku. Laxness segir á einum stað, að það sér stór- kostlegt að heyra akureyrsk börn tala - svo fagurt sé mál þeirra, einkum í framburði og framsetn- ingu. Einn daginn var glampandi sól og hæfilega mikill snjór yfír öllu. Hlíðarfj allið vestur af Akureyrar- borg bauð upp á skíði, Súlumýrar buðu upp á snjósleða, þar sem hinir nafntoguðu Kennedýar og fýlgdarl- iðar þeirra tíðka komur sínar. Þeir eru ægihressir og góðir strákar. Sundgengið á Ak. er að vanda mætt töluvert fyrir 6.45. Það er skrafað létt með vinarhótum (sem er dæmigert fyrir norðlenzka og vestfirzka vináttu). Skólafólkið var að fara í ellefu daga leyfi - þessi „englabörn" - „rjómi uppskerunnar“ („cream of the crop“ - þetta úrval af afrakstri nýrrar kynslóðar, sem á að erfa landið.) Sá, er þetta ritar, kynntist nýlega þessu æskufólki af eigin raun, þegar hann bjó innan um það í turníbúð heimavistarhúss MA vegna sýningarhalds og fyrirlestrar yfir sex hundruð ungum sálum um líf og list. Að komast í tæri við þessar vormanneskjur íslands er mesta ævintýri í lífi pistilhöfundar fram að þessu og gaf trú á land og þjóð í framtíðinni. Þetta blessaða unga fólk er svo innilega laust við kvótakerfi og kreppu og armæðu og vælutón - og vonandi fjárans öfundina íslenzku, sem vitnar um uppeldisleysi eða skakkt gen nema hvorttveggja sé. Það er hádegi á björtum degi. Vertshúsið, Bautinn plús Smiðjan, sem er eitt og hið sama, er til húsa í Gudmans Minde - gömlu húsi með stíl. Þarna er gamal-akur- eyrskur stíll í höndunum á vertun- um tveim Hallgrími og Stebba. Gúðmann hét verzlunin í þessu húsi áður fyrr, þar sem hún Vil- helmína Sigurðardóttir, glæsikven- maður af Krossaætt, náfrænka Jóhanns Siguijónssonar skálds, réð lögum og lofum. Vilhelmína var eilítið frönsk í útliti eins og fleiri af ætt hennar - með suðrænt geð- slag og þokka fyrir karlmenn. Hún var systir Þorvaldar í Rósenborg, sem fyrstur manna var í verzlunar- viðskiptum við Japan - aukinheld- ur sem hann höndlaði mikið við Þýskaland - einkum þriðja ríkið. Pantaður hafragrautur og enskur breakfast alveg eins og í gamla daga á Ak. Það reitt fram í skyndi. Horft út um gluggann á miðbæinn. Sólin hélt áfram að skína og Akur- eyri hafði ekkert breyzt frá því í gamla daga, góðu heilli. STEINGRÍMUR ST.TH. SIGURÐSSON, listmálari og rithöfundur. og að bifreiðin hafi verið ensk. tæknimönnum hefur nokkrum sinn- um áður orðið á þessi skissa. Áhrif- in af þessu verki urðu slík að undir- ritaður sat sem lamaður á valdi hughrifa og minninga og ímyndun- araflið lék gersamlega lausum hala. Með leikverki þessu hafa höfund- ur þess, leikstjóri, leikarar og tæknimenn skapað enn eitt lista- verkið sem auðgar íslenska menn- ingu. Leikverkið hlýtur að höfða mjög til þeirra sem stunda sjóróðra og eiga allt sitt undir gjöfum hafs- ins. Eyvindur þekkir vel til sjó- mennsku og honum hefur verið húyn hugleikin eins og skáldsaga hans Múkkinn ber vitni um ásamt barnabókum hans. Leikritið „Báturinn" er enn ein perlan sem bæst hefur í íslenskar bókmenntir og byggir á afli orðsins í stað sjónhverfinga. ARNþÓR HELGASON, Tjarnarbóli 14, 170 Seltjarnamesi. RANNÍS RANNSÓKNARRÁÐ ISLANDS Vísindastyrkir Atlantshafsbandalagsins Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja vísindamenn til rannsókna eða námsdvalar við erlendar vísindastofnanir í aðildarríkjum Atlandshafsbandalagsins og nú einnig í samstarfsríkjum þess í Mið- og Austur-Evrópu á einhverju eftirtalinna sviða: Náttúruvísindum, líf- og læknisfræði, hug- og félagsvísindum og verkfræði. Ennfremur má veita vísindamanni frá samstarfsríkjum í Mið- og Austur-Evrópu styrk til stuttrar dvalar (1 -2 mánaða) við rannsóknastofnun á Islandi, sem veitir honum starfsaðstöðu. Rannsóknastofnunum, sem þetta varðar, er bent á að hafa samband við Rannsóknarráð íslands. Umsóknum um styrki þessa -„Nato Science Fellowships“ - skal komið til Rannsóknarráðs íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, í síðasta lagi 1. maí 1997. Umsóknareyðublöð fást hjá Rannsóknarráði fslands, Laugavegi 13. Afgreiðslutími þar er kl. 9-12 og 13-17. Við blöndum litinn... DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sfmi 553 8000 smáskór Vorskórnir eru komnir. í st. 20-30 og nú eru þeir flottir. Erum í bláu húsi við Fákafen. BILATORG FUNAHOFÐA 1 S. 587-7777 Ragnar Lövdal, lögg. bifreiðasali Volvo 850 GLE drg. '95, grásans., sjálfsk., ABS spólvöm, fjarst. lces- ingar, ck. aöeins 25 þús. km. Verð 2.290.000. Skiptí. MMC Eclipse GS árg. '95,rauöur, BMW 520i Touring árg. '96, Ford Mustang GT árg. '94, græn- Nissan Patrol SLX árg. '92, rafin. írúöum, samlæsing, þjófa- svartur, 16" álfelgur, rafm. írúSum, sans., 5 gíra, álfelgur, leðursætí, ABS. sjálfsk., álfelgur, ek. 48 þús. km. vamarkerfi o.fl., ek. 24 þús. km. airbag, sportinnrétting, ck. 21 þús. km. Einn meiriháttar, ek. 78þús. km. Verð 2.690.000. Skiptí. Verð 2.150.000. Skiptí. Verð 3.650.000. Skipti. Verð2.650.000. Skipti. Audi A-4 árg. '96, silfiir, sjálfsk., Abs, air bag, «k. 26 þús. km., rafm. í rúðum, samlæsing o.fl. Verð 2.490.000. Skipti. MMc Pajero GLSi V-6 3000 árg. '93, silfurgrár, sjálfsk., m/óllu, ABS, leöur í sætmn, topplúga, ek. 100 þiis. km. Verð 2.510.000. Skipti. Toyota 4Runner disel turbo árg. '94, vínrauður, upphækkaöur, 33" dekk, krómfelgur, ek. 77 þús. km. Verð2.580.000. Skipti. Stibam Legacy 2000 GL STW 4WD árg. '92, hvttur, samlæsing, sjálfsk., rafin. írúöum, álfelgur, ek. 119 þús. km. Verð 1.360.000. Skipti. Ford Taurus STW árg. '93, grásans., V6, 7 manna, rafin. írúðum, ek. 60 þús. km. Verð 1.580.000. Skipti. Nissan Terrano 3.0 árg. '92, svartur og grár, álfelgur, sjálfsk., sóllúga, ek. 13 þús. km. Vað 1.990.000. Skiptí. Toyota Camry 2000 GLi STIV árg. '91, blásans., 5 gíra, ek. 16 þtís. km. Verð 1.180.000. Skiptí. Arnþór Grétarsson, sölumaður VANTAR ALLAR GERÐIR BILA A SKRA - VISA OG EURO RAÐGREIÐSLUR Lii \(. l ika.ii ii;a BiiRtniAv F/B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.