Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C/D/E 86. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Herlið geng- ur á land í Albaníu Tirana. Reuter. UM 1.200 hermenn frá Ítalíu, Frakklandi og Spáni komu í gær til Albaníu til að hafa eftirlit með hjálparstarfi þar í landi. Gengu fyrstu her- mennirnir á land í dögun í hafnarborginni Durres og höfuðborginni Tirana. Hófu hermennirnir þegar að und- irbúa komu tæplega 5.000 hermanna til viðbótar en þeir koma frá átta þjóðlöndum, þar á meðal Danmörku. Bashkim Fino, forsætisráð- herra Albaníu, fagnaði komu hermannanna og sagði að vera þeirra í Albaníu myndi auðvelda stjórnvöldum að koma á lögum og reglu í land- inu að nýju. Uppreisnarmenn eru vel vopnum búnir, fullyrt er að um ein milljón riffla hafi horfið úr vopnabúrum hersins. Til minniháttar átaka hefur komið víða í landinu undan- farna daga en verið er að opna skóla og fyrirtæki að nýju, víða undir vernd vopn- aðra varða. Helmingur þjóðartekna í píramítasjóði Arben Malaj, fjármála- ráðherra Albaníu, sagði í gær að fjármagnið, sem lagt hefði Reuter FRANSKIR hermenn í hafnarborginni Durres í Albaníu. Um 1.200 hermenn frá þremur löndum komu í gær til landsins og er hlutverk þeirra m.a. að tryggja komu tæplega 5.000 hermanna til viðbótar, sem koma til Durres og Tirana. verið í hina svokölluðu píramíta-sjóði, næmi um helmingi þjóðartekna. Þær námu á síðasta ári um 160 milljörðum ísl. kr. en um 70-80 milljarðar hafi verið lagðar í sjóðina. Gjaldþrot þeirra hratt af stað mótmælum og uppreisn í suðurhluta landsins. Tillaga Dana hjá mannréttindanefnd felld Pólitískur sigur Kínveija Genf. Reuter. KINVERJUM tókst í gær að koma í veg fyrir að Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sam- þykkti tillögu Dana og fleiri þjóða um að gagnrýna ástand mannrétt- indamála í Kína. Er þetta sjöunda árið í röð sem Kínveijum tekst að koma í veg fyrir að tillagan nái fram að ganga, en sendinefnd þeirra tókst að tryggja sér stuðning nógu margra Asíuríkja og óháðra ríkja til þess. Þetta þykir pólitískur sigur fyrir Kínveija, en á það hefur verið bent að Danir hafi unnið áfangasigur, þar sem tillagan hafi aldrei vakið jafnm- ikla athygli og umtal og í ár. Bandarískir fulltrúar á ársfundi mannréttindanefndarinnar segja að Kínveijar hafi beitt efnahagslegum og pólitískum hótunum til að afla sér stuðnings. Danir fluttu tillöguna gegn Kína ásamt fjórtán öðrum ríkj- um, en þeir urðu flutningsaðilar að tillögunni fyrir hönd Evrópusam- bandsins (ESB) eftir að Frakkar og Þjóðveijar báðust undan því. Kanadamenn tilkynntu Dönum að þeir myndu ekki styðja tillöguna eins og undanfarin ár og báru því við að Frakkar, Þjóðveijar, ítalir, Spán- veijar og Grikkir ætluðu ekki að styðja hana. Þá sátu Ástralir og Japanir einnig hjá. Wu Jianmen, formaður kinversku sendinefndarinnar, fagnaði í gær hversu mörg vestræn ríki studdu ekki tillöguna, og sagði það til marks um að þau vildu „viðræður og sam- vinnu en ekki átök“. Kínveijar hefna sín Kínveijar hefndu sín á Dönum og Hollendingum, en þeir síðamefndu eru meðflutningsmenn að tillögunni. í tilkynningu utanríkisráðuneytisins í Peking sagði, að Kínveijar hefðu ákveðið að fresta öllum gagnkvæm- um samskiptum og heimsóknum sendinefnda milli landanna. Með þessari ákvörðun Kínveija er talið að hugsanlega verði ekkert af ferð Jóakims prins og konu hans, Alex- öndm, til Kína í júlí í tilefni þess að þá taka Kínveijar við yfirráðum í Hong Kong. Noregsdeild mannréttindasam- takanna Amnesty International hef- ur farið þess á leit við Harald kon-- ung og Sonju drottningu að þau fresti ráðgerðri opinberri heimsókn til Kína í haust. Með henni er ætlun- in að endurgjalda heimsókn Kínafor- seta til Noregs í fyrra. Engin mótmæli Að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra hafa Kínveijar með engum hætti mótmælt stuðn- ingi íslendinga við tillögu Dana hjá Mannréttindanefnd SÞ. Eldsvoði í tjaldbúðum nálægt Mekka, helgri borg múslima > A þriðja hundr- að pílagrímar farast í eldi Dubai. Reuter. AÐ minnsta kosti 217 pílagrímar fórust í eldi sem kviknaði í gær í tjaldbúðum nálægt Mekka, helgri borg múslima, að því er fullyrt var í saudi-arabíska útvarpinu. Rúm- lega 1.290 manns slösuðust í elds- voðanum sem skemmdi eða eyði- lagði 70.000 tjöld. Talið er að rúm- Iega 100 hinna látnu séu Indveijar og að hinir séu flestir frá Pakistan og Bangladesh. Fregnir hermdu að einnig hefði kviknað í tjaldbúðum íranskra píla- gríma en ekki var vitað hvort manntjón hefði orðið þar. Opinber fréttastofa Saudi-Arab- íu sagði að kviknað hefði í brú milli Mekka og tjaldbúða á Mena- sléttunni, sem er um ellefu km frá borginni, og eldurinn hefði breiðst mjög hratt út til tjaldbúðanna vegna roks. Ekki var vitað með vissu hvað olli eldinum en haft var eftir erlendum sendiherrum að gashylki hefðu sprungið. Skelf- ingarástand skapaðist í tjaldbúð- unum og tróðst að minnsta kosti einn maður undir er fólk flýði eld- inn. Um tvær milljónir pílagríma frá rúmlega 100 löndum eru í Saudi- Arabíu og flestir þeirra fóru í gær frá Mekka til Mena og gista þar í tjaldbúðum þar til þeir halda á Arafat-fjall í dag, þegar pílagríms- ferðin nær hámarki. Mannskæð slys eru algeng í píla- grímsferðunum, t.a.m. fórust 1.426 pílagrímar í miklum troðn- ingi í göngum nálægt Mekka árið 1990.1 fyrra létust þrír pílagrímar í eldsvoða í Mena. Hafa saudi-arab- ísk yfirvöld veitt ríflega einum milljarði ísl. kr. á síðasta áratug til að bæta aðstöðu fyrir pílagríma í Mekka. Áfellisdómur yfir belgísku réttarkerfi Brussel. Reuter. SKÝRSLA belgískrar þingnefndar, sem birt var í gær, er áfellisdómur yfir beigísku réttarkerfi. Þingnefnd- in tók til starfa í kjölfar gagnrýni á rannsókn yfirvalda á afbrotum barn- aníðinga. Þingnefndin leggur til að þijár lögreglusveitir Belga verði samein- aðar í eina, þar sem samkeppni og óeining hafi ríkt á milli þeirra. Þá eru lagðar til umfangsmiklar um- bætur á réttarkerfínu, til að bæta stöðu þolenda og auka eftirlit með þeim sem rannsaka mál. Þingnefndin hyggst nú kanna ásakanir um að afbrotamenn hafi notið verndar háttsettra manna. Enn ber mikið í milli hjá Rússum og NATO Moskvu.Reuter. EKKI varð nein niðurstaða af fundi Jevgení Prímakovs, utanríkisráð- herra Rússlands, og Javiers Solana, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins (NATO), í Moskvu í gær, en þeir reyna að bæta sam- skipti NÁTO og Rússa sem hafa versnað mjög vegna fyrirhugaðrar stækkunar NATO. Sagði rússneska utanríkisráðuneytið að aðeins hefði þó þokast í samkomulagsátt. Borís Jeltsín Rússlandsforseti sem mun eiga fund í dag með Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, um stækkun NATO, sagði NATO verða að koma til móts við kröfur Rússa. Þá sakaði Sergei Jastrsjembskí, tals- maður Jeltsíns, nokkur aðildarlönd NATO um að hafa ekki nægan vilja til að semja við Rússa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.