Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. IRAN OG HRYÐJUVERK SEGJA MÁ að kalt stríð sé hafið milli írans og margra vestrænna ríkja í kjölfar þess, að dómstóll í Þýzka- landi komst að þeirri niðurstöðu, að æðstu ráðamenn klerkastjórnarinnar hefðu staðið að morðum á fjórum kúrdískum andófsmönnum í Berlín árið 1992. íranir hafa löngum verið grunaðir um aðild að morðum og hryðjuverk- um erlendis, en þetta er í fyrsta sinn sem það er sannað af vestrænum dómstóli. í kjölfarið kölluðu flest ríki Evr- ópusambandsins, og reyndar fleiri ríki, sendimenn sína heim frá Teheran í mótmælaskyni. Þýzka stjórnin vísaði ennfremur írönskum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. Klerkastjórnin hefur svarað í sömu mynt. Þýzkaland hefur verið það ríki í Evrópu, sem hefur haft mest og bezt samskipti við íran, og þegar niðurstaða dómstólsins lá fyrir áttu Þjóðveijar í viðræðum við írans- stjórn um viðskiptamál og önnur samskipti landanna. Þeim viðræðum var slitið og ljóst er, að framundan eru miklir erfiðleikar í öllum samskiptum þeirra og annarra vestrænna ríkja við klerkastjórnina. Rússar hafa hins vegar ákveðið að efla samskipti sín við hana og má segja að þeir fiski þar í gruggugu vatni. Bandaríkjastjórn hefur lengi haldið því fram, að írans- stjórn eigi aðild að mannránum og hryðjuverkum utan landamæra sinna. Má þar minnast ásakana hennar, og reyndar ísraelsstjórnar líka, þess efnis, að klerkarnir hafi átt aðild að mannránum í Beirut og hryðjuverkum í Mið- austurlöndum með stuðningi sínum við Hizbollah skærulið- ana. Bandaríkjastjórn hefur því fagnað viðbrögðum við niðurstöðu þýzka dómstólsins. Klerkastjórnin í íran hefur fyrirskipað aftöku rithöfund- arins Salman Rushdie og er ófáanleg til að afturkalla fyrirmæli sín þar um, þrátt fyrir mikinn þrýsting vest- rænna ríkja. Vestræn ríki eiga ekki annars úrkosti en að sýna klerkastjórninni, að framferði hennar verður ekki þolað. ÁLITSHNEKKIR FYRIR BORGINA IÁLITSGERÐ kærunefndar útboðsmála kemur fram rökstudd gagnrýni á vinnubrögð Reykjavíkurborgar við framkvæmd útboðs vegna Nesjavallavirkjunar. Niður- stöður nefndarinnar eru álitshnekkir fyrir Reykjavíkur- borg. Kærunefndin telur, að heimild til Mitsubishi að lækka upphaflega tilboðsfjárhæð um eina milljón Bandaríkjadoll- ara sé einn alvarlegasti þáttur þessa máls og að slíkt feli í sér mismunun. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að vinnubrögð Reykjavíkurborgar hafi verið „andstæð lögum og góðum siðum í útboðsmálum.“ Orðrétt segir í álitsgerðinni: „Er hátterni þetta því alvar- legra og ámælisverðara sem hér er um stórt opinbert fyrir- tæki að ræða og miklir hagsmunir í húfi.“ Reykjavíkur- borg er lítill sómi af þessum vitnisburði. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Veitustofnana borgarinnar, svaraði þessari alvarlegu gagnrýni, með hálf- kæringi sem ekki er við hæfi. í frétt hér í Morgunblaðinu fyrir helgi sagði m.a.: „Alfreð (Þorsteinsson) sagðist ekki mikið hafa um „þessa lögfræðiritgerð kærunefndarinnar" að segja ... „Satt að segja er maður hissa á því örlæti fjármálaráðherra að taka upp þá nýbreytni að gefa ein- staklingum og fyrirtækjum ókeypis lögfræðiaðstoð á kostnað skattborgaranna.““ BREYTTAR STARFSAÐFERÐIR AUGLJÓST er að ránið, sem framið var við skrifstofu- húsnæði verslunarinnar 10-11 í Glæsibæ á mánu- dagsmorgun, kallar á breyttar starfsaðferðir fyrirtækja og stofnana sem þurfa starfsemi sinnar vegna að flytja fjármuni á milli staða. Öryggi, líf og limir þeirra sem í slíkum flutningum standa, er í húfi. Ofbeldisglæpir eru orðnir tíðari hér á landi, en áður var. Því þarf að bregð- ast skjótt við. Fjórðungur félaga VMSl Verkafólk í fiskvinnslu o g iðnaði óánægt með samninga Nýgerðir kjarasamningar Verkamannasam- bandsins voru felldir í 12 verkalýðsfélögum, en samþykktir í 28. Kjarasamningar iðnverka- fólks voru felldir í 6 félögum, þar á meðal Iðju í Reykjavík. Þá voru samningar verslunarfólks felldir í 2 félögum en samþykktir í 17. Öll aðildarfélög Samiðnar samþykktu samningana. LOGREGLUMENN koma með DAGSBRÚNARMENN í Reykjavík undirbúa atkvæðatalning ATKVÆÐI um kjarasamn- inga landssambanda Al- þýðusambands íslands voru talin í gær og var það í samræmi við samkomulag sem gert var þegar samningarnir tókust 24. mars síðastliðinn. Hvert einstakt félag innan sam- bandanna greiddi atkvæði um samn- ingana. Af 45 verkalýðsfélögum sem Verkamannasambandið var með samningsumboð fyrir, samþykktu 28 en 12 felldu. Ekki lá fyrir niðurstaða í 5 félögum í gær. Fiskvinnsla er ríkur þáttur hjá flestum þeim 12 verkalýðsfélögum sem felldu kjarasamninga Verka- mannasambandsins. Um er að ræða verkalýðsfélög á Akranesi, Grundar- firði, Siglufirði, Húsavík, Eskifirði, Norðfirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi, Stokkseyri, Eyrarbakka, Selfossi og í Sandgerði. Aðalsteinn Baldursson formaður fiskvinnsludeildar VMSÍ sagði að á næstu dögum yrði tekin ákvörðun um hvað þau félög, sem felldu samning- inn myndu gera, hvort þau reyndu að semja hvert fyrir sig eða undir merkjum Verkamannasambandsins. Björn Grétar Sveinsson formaður VMSÍ sagði að sambandið myndi kalla saman formenn þeirra félaga sem felldu samningana innan mjög skamms tíma og fara yfir málin. Búið er að boða framkvæmdastjórn- arfund hjá Verkamannasambandinu á morgun þar sem þessi mál verða rædd. Verkfall í sumarbyijun? Sjö af félögunum 12 hafa boðað verkföll, sem frestað var til 24. þessa mánaðar þegar kjarasamningarnir náðust. Þetta eru félögin á Akranesi, Sandgerði, Selfossi, Djúpavogi, Eski- firði, Húsavík og Siglufirði. „Það kemur mjög misjafnlega niður ef verður af verkföllum í sumarbyrj- un. í sumum fiskvinnslufyrirtækjanna þarf hvort sem er að stöðva starfsem- ina vegna hráefnisskorts og þá gæti það allt eins orðið núna með ein- hveiju verkfalli. Annarstaðar kæmi þetta þyngra niður,“ sagði Þórarinn. Þau félög innan VMSÍ, sem sam- þykktu samninginn, voru Dags- brún/Framsókn í Reykjavík, Hlíf og Framtíðin í Hafnarfírði, Eining á Akureyri, og verkalýðsfélög í Hval- firði, Borgarnesi, Snæfellsnesi, Búð- ardal, Hvammstanga, A-Húnavatns- sýslu, á Sauðárkróki, Raufarhöfn, Þórshöfn, Vopnafirði, á Fljótsdalshér- aði, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Breið- dalsvík, Höfn, í Rangárvallarsýslu, Hveragerði og Þorlákshöfn, Grinda- vík, Gerðahreppi og Keflavík. Þórarinn V. sagði að heildarniður- staða kjarasamninganna hefði verið staðfest, en atkvæðagreiðslan setti upp spurningamerki fyrir vinnuveit- endur, sem væru að gera heildarkja- rasamning, hvort það væri viðunandi að gera samning við Verkamanna- sambandið sem borinn er upp í 40 bitum. Hugsaniega fingurbrjótar í samningnum Aðspurður um ástæður þess að samningarnir voru felldir, sagði Bjöm Grétar að í þeim hefði verið byggt upp nýtt launakerfi og kauptaxtar stórhækkaðir með því að fella inn í þá yfirborganir og kaupauka. „Svona aðgerðir og ný uppbygging taxtakerfis getur alltaf haft þau áhrif að fólk verði neikvætt og það hefur greinilega gerst að einhveiju leyti nú,“ sagði Björn Grétar. Grétar Þorsteinsson forseti Alþýðu- sambands íslands sagði að það kynni að vera, að einhveijir fingurbijótar væru í samningnum sem snéri að fisk- vinnslunni, og menn þyrftu að setjast yfir það. Aðalsteinn Baldursson, sem einnig er formaður Verkalýðsfélags Húsavík- ur, sagði það hafa komið á daginn, að óánægja væri með nokkur atriði. „Þetta er uppsöfnuð almenn óánægja sem erfitt er að taka á í kjarasamningum, óánægja með að farin skyldi prósentuleið í stað krónu- töluleiðar, óánægja með skattapakka ríkisstjórnarinnar, óánægja með rauðu strikin svokölluðu, sem menn kalla nú loðin strik, í samningunum," sagði Aðalsteinn. Þá sagði hann að borið hefði á því að atvinnurekendur í fiskvinnslu víða um land hefðu byijað að borga eftir samningunum, sem ekki var búið að samþykkja, og flutt fólk til í kauptöxt- um samkvæmt túlkun á samningnum sem Aðalsteinn sagði að stæðist ekki. Þetta hefði komið niður á reynslu- mesta fólkinu í fiskvinnslu. Að auki hefðu atvinnurekendur verið að hreyfa við staðlamálum á sama tíma og verið var að greiða atkvæði um samningana og það hefði hleypt illu blóði í fólk. „Atvinnurekendur hafa því í sjálfu sér unnið stórtjón á samn- ingunum,“ sagði Aðalsteinn. Óánægja með bónus Þórarinn V. Þórarinsson sagði að samningunum hefði fyrst og fremst verið hafnað í þeim félögum þar sem fiskvinnslan hefur mikinn þunga. „Það gefur mér mjög til kynna að þar sé fyrst og fremst óánægja með að bónus hafi verið lækkaður til að hækka tlmakaupið," sagði Þórarinn. Hann sagði einnig að þar sem for-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.