Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
FÉLAGAR í Karlakór Selfoss ásamt stjórnanda og undirieikara.
Sex tónleikar á Suður-
landi og í Reykjavík
Selfossi. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Ásdís
FRUMRAUN Finns Bjarnasonar er listviðburður segir í umsögn-
inni um tónleika hans og Jónasar Ingimundarsonar.
VORTONLEIKAR Karlakórs Sel-
foss verða að venju haldnir á
nokkrum stöðum á Suðurlandi og
í Reykjavík. Söngskráin er afar
fjölbreytt og einsöngvarar leggja
kórnum lið. Auk kórfélaga mun
Berglind Einarsdóttir syngja ein-
söng og kórfélagar annast einnig
dúettsöng. Meðal laga á efnis-
skránni eru lög sem kórinn gaf
út á geisladisk fyrr í vetur.
Fyrstu tónleikarnir eru í Ara-
tungu 17. apríl klukkan 21,19.
apríl syngur kórinn í Grensás-
kirkju kl. 16, á sumardaginn
fyrsta í Fjölbrautaskóla Suður-
lands á Selfossi kl. 21, 27. apríl
syngur kórinn í Þorlákskirkju í
Þorláshöfn kl. 16 og í Selfoss-
kirkju 1. maí klukkan 21. Vortón-
leikunum lýkur síðan 3. maí með
tónleikum á Flúðum klukkan 21
og á eftir verður dansleikur með
hljómsveitinni Grænum vinum.
Stjórnandi kórsins er Ólafur Sig-
urjónsson og undirleikari Helena
Káradóttir. I Karlakór Selfoss eru
45 félagar sem standa að öflugu
menningarstarfi kórsins á Sel-
fossi.
Fæddur
söngrari
og lista-
maður
TÖNLIST
Listasafni K ó p a vo g s
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Finnur Bjamason og Jónas Ingi-
mundarson fluttu lagaflokkinn um
malarastúlkuna fögru eftir Franz
Schubert. Mánudagurinn 14. apríl,
1997.
FINNUR Bjarnason er fæddur
söngvari, raddfagur, á góðri leið
með að fullgera um alla kunnáttu
þætti í raddþjálfun sinni, músík-
alskur og hefur þegar sýnt óvenju-
lega hæfileika í túlkun og mótun
erfiðra söngverka. Að syngja í byrj-
un ferils síns sem söngvari, jafn
erfitt verk og Die Schöne Múllerin,
er útaf fyrir sig afrek en að gera
það jafn glæsilega og Finnur gerði,
merkir í raun aðeins eitt, að þessi
ungi söngvari er listamaður, sem
heimurinn á eftir að taka eftir, eins
og Mozart á hafa að hafa sagt,
eftir að hafa heyrt Beethoven leika
af fingrum fram.
I raun er hvergi hægt að finna
einhvetja misfellu á flutningi Finns,
allt var framfært af öryggi og kunn-
áttu, jafnvel þar sem komu fyrir
smá brengl á texta var ekki merkj-
anlegt að það setti hann á nokkurn
hátt úr jafnvægi. Það sem helst
má tína til er vegna of lítils tíma í
samhæfingu söngvarans við undir-
leikarann, þar sem á einstaka stað
var ekki algjört samkomulag um
styrk og einnig þá dvöl, sem má
gera við sum hendingaskil. Jónas
Ingimundarson gerði margt vel en
lék á köflum of sterkt, sérstaklega
í Mein (XI) og Der Jáger (XIV).
Frumraun Finns Bjarnasonar er
listviðburður og má vel spá honum
stórum hlut sem alþjóðlegum lista-
manni, ef allt gengur eftir sem
hann stefnir að, að verða tæknilega
góður söngvari, því annað er honum
gefið, söngur í hjarta, raddfegut'ð
og listfengi.
Jón Ásgeirsson
Gríðarleg stemmn-
ing og metnaður
„í ANNAÐ sinn er Kvikmynda-
skóli íslands að halda markvisst
tveggja mánaða námskeið í kvik-
myndagerð, segir Böðvar Bjarki
Pétursson skólastjóri þegar Hildur
hitti hann að máli á seinasta degi
námskeiðsins fyrir skömmu. Fyrra
námskeiðið var haldið 1992, og
starfar meirihluti nemenda þess við
kvikmyndagerð í dag. Fjöldi fyrir-
lesara og leiðbeinenda kemur við
sögu, sem allir eru starfandi ís-
lenskir kvikmyndagerðarmenn. Við
aðstandendur leggjum mikinn
metnað í að tekið sé á öllum hliðum
kvikmyndagerðar. Það er gríðarleg
stemmning og metnaður í þeim
myndum sem hér eru gerðar, enda
fer það ekki framhjá neinum sem
hingað kemur,“ segir Böðvar
Bjarki.
Skólinn er til húsa í MÍR, og er
það húsnæði fullkomið fyrir starf-
semina. Þar er bíósalur á neðstu
hæð, uppi er upptökustúdíó og
kennslustofa með eldhúsaðstöðu.
Fáum að gera bíó
Ingvar Stefánsson vinnur við út-
réttingar hjá Múlakaffi. Gífurlegur
áhugi á kvikmyndagerð fékk hann
til að koma á námskeið hjá Kvik-
myndaskóla íslands. „Hér tek ég
mín fyrstu skref sem kvikmynda-
gerðamaður; læri undirstöðuatriðin,
kynnist fólki með svipaðan áhuga á
kvikmyndagerð, og fæ handbæra
reynslu. Við erum nú þegar búin að
mynda hóp sem ætlar að halda
áfram að vinna saman eftir nám-
skeiðið. Við treystum okkur fullkom-
lega til að búa til stuttmynd, en
þetta er allt spurning um fjármögn-
un. Hér fáum við líka menntun í að
aðstoða við gerð alvöru kvikmynda.
Ég er því mjög ánægður með þetta
námskeið. Það hefur komið mér á
óvart hvað það er fjölbreytt, og hvað
við fáum að snerta á mörgu. Við
fáum að gera bíó og það er mjög
mikilvægt", segir Ingvar.
„Það er mjög gaman að fylgjast
með nemendunum," segir Böðvar
Bjarki. Þótt meðalaldur sé um 28
ár, þá eru þau nánast eins og börn.
Þau eru hér nótt og dag að búa til
kvikmynd. Þessi kraftur og sköpun-
ÍSOLD, Lísa, Jón Karl leiðbeinandi og Ingvar undirbúa tökur í stúdíói.
Morgunblaðið/Ásdís
arþrá sem fær þau til að koma hing-
að er mjög merkilegt fyrirbæri,
hvort sem það á við um kvikmynd-
ir eða annað."
Kviktnyndin sem listgrein
Kristín Ólafsdóttir vinnur hjá
franska sendiráðinú. Hún vildi vita
hvernig kvikmynd væri búin til, og
öðlast þannig betri skilning á kvik-
myndum sem listgrein, og jafnvek
vinna við kvikmyndir seinna.
„Það er ofsalega spennandi að
koma sögu til skila á þennan hátt,
og sérstaklega nú þegar maður
veit hvað þetta er allt mikil tálsýn.
Við erum að skapa alveg nýjan
heim, og það er ótrúlega mikil vinna
sem liggur á bak við eina mynd.
Þótt allur ferillinn sé spennandi, þá
hlakka ég mest til að fara að klippa,
en það er mín sérgrein á námskeið-
inu. Það er eitt af skapandi störfun-
um í ferlinu, og skiptir miklu fyrir
endanlega útkomu myndarinnar. í
upptökunum vinn ég sem skrifta,
og skrifa þá niður allar tæknilegar
upplýsingar, sem ég vinn svo með
í klippingunni.
Ég sé alls ekki eftir að hafa drifið
mig, þetta er búið að vera alveg
frábært. Ég mun horfa öðruvísi á
bíómyndir hér eftir, spá í fleiri hluti
en ég gerði áður,“ segir Kristín.
Vann handritakeppnina
Sólveig Jóna Ögmundsdóttir er
húsmóðir og útgefandi Grafarvogs-
blaðsins. Kvikmyndir og kvikmynda-
leikur hafa alltaf heillað hana. Þess
vegna vildi hún láta reyna á hversu
mikinn áhuga hún hefði í raun á
kvikmyndagerð, og eftir það gjarnan
vinna innan geirans og jafnvel búa
til sínar eigin myndir. „Námskeiðið
Allt er á tjá og tundrí. Ljósopið er fjórir,
en stefnuvirki „mækinn“ er bilaður. Hvað á
að gera í því? Hildur Loftsdóttir heimsótti
Kvikmyndaskóla Islands þar sem eldmóður
knýr fólk áfram nótt sem nýtan dag.
KRISTÍN einbeitt við
skriftustörf.
SÓLVEIG Jóna handritshöf-
undur og framkvæmdastýra.
kom mér á óvart því þetta er miklu
meiri alvöruskóli en ég átti von á.
Ég er alveg rosalega ánægð og
finnst ég hafa lært ótrúlega mikið
á stuttum tíma“.
Sólveig Jóna er í framkvæmda-
deild, sem sér um skipulagningu
og undirbúning vinnudagsins. Þau
eru í sambandi við hin ýmsu fyrir-
tæki sem styrkja þau með því að
lána eða gefa þeim hluti í leikmynd-
ina, og þau þurfa líka að snapa
fæði ofan í vinnuliðið.
Hún vann handritakeppnina og
nú er verið að kvikmynda hugar-
fóstur hennar sem nefnist lllur bif-
ur. „Það kom mér mjög á óvart að
vinna keppnina, því ég hef aldrei
skrifað handrit áður. Það voru
handritaskrifin og leikstjórnin sem
ég hafði mestan áhuga á þegar ég
ákvað að koma á námskeiðið. Það
er samt mjög gaman og lærdóms-
ríkt að fá innsýn í allar hliðar kvik-
myndagerðarinnar.
Ég ætla að reyna að nýta mér
námskeiðið til sð komast einhvers
staðar að í vinnu. Ég vil læra
meira og öðlast meiri reynslu,
jafnframt því að halda áfram að
skrifa. Ég er með þrjár hugmynd-
ir í kollinum sem ég ætla að fara
að vinna úr, því það var auðvitað
viss hvatning að vinna keppnina,"
segir Sólveig Jóna.
„Framtíð skólans er óráðin. Ég
held að hægt væri að halda eitt til
tvö svona námskeið á ári. Annars
hef ég fleiri hugmyndir fyrir hönd
skólans. Ég sé fyrir mér allra handa
námskeið; sérhæfðari námskeið og
jafnvel endurmenntun kvikmynda-
gerðarmanna líka, og fá þá erlenda
fyrirlesara til landsins," sagði Böðv-
ar Bjarki Pétursson skólastjóri
Kvikmyndaskóla íslands.“