Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 9
FRETTIR
Finnskum ríkisborgara synjað um námslán bæði á íslandi og í Finnlandi
Umboðsmaður telur norræn-
ar reglur tryggja rétt til láns
UMBOÐSMAÐUR Alþingis, Gauk-
ur Jörundsson, hefur gefið álit þess
efnis að stúlka, sem er finnskur
ríkisborgari en hefur verið búsett
á íslandi í níu ár, eigi rétt á náms-
láni úr Lánasjóði íslenzkra náms-
manna vegna náms í Englandi.
Vísar umboðsmaður meðal annars
til jafnræðisreglu Helsinki-samn-
ingsins, sem samstarf norrænu ríkj-
anna byggist á.
Stúlkan, sem um ræðir, hafði
fengið lán frá LÍN til náms við
Háskóla íslands. Þegar hún sótti
hins vegar um lán til náms í Eng-
landi synjaði stjórn LÍN þeirri
beiðni á þeim forsendum að hún
væri erlendur ríkisborgari og reglur
samningsins um Evrópskt efna-
hagssvæði um veitingu aðstoðar til
náms tækju ekki til hennar.
Viðbrögð
við kjarn-
orku-
slysi æfð
ALÞJÓÐLEG æfing á við-
brögðum við kjarnorkuslysum
verður haldin fimmtudaginn
17. apríl. Æfingin sem haldin
er á vegum Kjarnorkumála-
nefndar OECD er ein af
nokkrum sem haldnar eru á
árunum 1996-1998.
í hverri æfingu er sett á
svið kjarnorkuslys í einu landi
sem þá er gestgjafi æfingar-
innar. í æfingunni þann 17.
apríl verður sett á svið alvar-
legt slys í kjarnorkuverinu
Lovisa í Finnlandi. Auk
Norðurlanda taka yfir 20 lönd
þátt í æfingunni.
Þátttaka íslands í æfing-
unni hefur verið undirbúin af
sérfræðingum Geislavarna
ríkisins en auk þeirra taka
þátt í henni sérfræðingar frá
Almannavörnum, Hollustu-
vernd og Veðurstofu.
Helsinki-samningurinn
tekur til námslána
Jafnframt taldi stjórn sjóðsins
að þótt leyfilegt væri að veita er-
lendum ríkisborgara undanþágu
vegna náms, sem stundað væri hér
á landi, ætti það ekki við um nám
í þriðja ríki. Lánasjóðurinn synjaði
jafnframt beiðni stúlkunnar um
frestun á endurgreiðslu námsláns-
ins, sem hún fékk til að stunda nám
hér á landi.
Stúlkan leitaði einnig eftir náms-
láni í Finnlandi en fékk synjun frá
lánasjóði námsmanna þar í landi á
þeirri forsendu að hún væri ekki
búsett í landinu.
í athugasemdum við ákvörðun
stjómar LIN benti stúlkan á að með
undirritun Helsinki-samningsins
hefði Ísland skuldbundið sig til að
veita ríkisborgurum hinna norrænu
ríkjanna sama rétt og heimamönn-
um.
Helsinki-samningurinn
tekur til námslána
í 2. grein Helsinki-samningsins,
sem var síðast breytt árið 1995,
segir: „Við setningu laga og ann-
arra réttarreglna á Norðurlöndum
skulu ríkisborgarar norrænna landa
njóta sama réttar og ríkisborgarar
viðkomandi lands. Þetta gildir á því
sviði sem samstarfssamningurinn
tekur til.
Undanþágu frá 1. mgr. má þó
gera, ef skilyrði um ríkisborgararétt
er bundið í stjómarskrá, nauðsynlegt
vegna annarra alþjóðlegra skuld-
bindinga eða það telst nauðsynlegt
af öðmm sérstökum ástæðum."
Fallegt úrval
aj peysum, blússum, toppum og vestum
Þýsk gœðavara/rá FREYA, SOMMERMAN
og KARL SIEGEL
Verslunin Glugginn
Laugavegi
Nú er rétti tíminn fyrir:
e
R ÁÐ G J O F
SÉRFRÆÐINGA
U M G ARÐ-
OG GRÓÐURRÆKT
Heldur trjábeðum og
gangstígum lausum
við illgresi. f
1
GRÓÐURVÖRUR
VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA
Smiöjuvegi 5, Kópavogi, sfmi: 554 321 1
Umboðsmaður kemst að þeirri
niðurstöðu að gildissvið Helsinki-
samningsins taki til námslána og
réttar manna til þeirra. „Jafnframt
tel ég rétt, og í samræmi við viður-
kennd sjónarmið um að leitast skuli
við að skýra ákvæði landsréttar í
samræmi við þjóðréttarskuldbind-
ingar, að stjórn lánasjóðsins túlki
og framkvæmi lög og reglur um
Lánasjóð íslenzkra námsmanna til
samræmis við þær skuldbindingar
gagnvart norrænum ríkisborgurum,
sem felast í 2. gr. umrædds samn-
ings,“ segir í áliti umboðsmanns.
Yfirfullar
skemmur
og gámar
FATASÖFNUN Hjálparstofn-
unar kirkjunnar hefur gengið
eins og best verður á kosið.
Samkvæmt lauslegri áætlun er
búið að fylla a.m.k. sextán 40
feta gáma.
í fréttatilkynningu segir að
landsmenn hafi brugðist skjótt
við og víða úti á landi hafi
prestar, kvenfélög og flutn-
ingafyrirtæki að eigin frum-
kvæði tekið á móti fötum.
Opið verður frá kl. 12-16
virka daga út aprílmánuð í
Skútuvogi 1. í Glerárkirkju á
Akureyri verður tekið við fötum
næstu daga kl. 12-16. Flokkun
og pökkun er hafin og drög
lögð að skiptingu fatnaðar milli
flóttafólksins í Tsjetsjníu, fyrr-
um Júgóslavíu og Angóla.
París
Sértilboð í júlí og ágúst
frá kr. 21 >272
Vikulegflug Heimsferðir bjóða sín vikulegu flug
íjúlíogdgust
til Parísar í júlí og ágúst fimmta árið
—i 11 í röð og nú á einstöku tilboði í apríl.
Þú getur valið um eingöngu flugsæti, flug og bíl eða valið
eitt af okkar vinsælustu hótelum í miðborg Parísar, hvort
sem þú vilt búa í hjarta Latínuhverfisins eða á slóðum
listamanna í Montparnasse.
21.272
Verð kr.
Verð pr. mannn m.v. hjón með 2 börn,
flugsæti til Parísar fram og til baka.
35.900
Verð kr.
Vikuferð, flug og gisting, Hotel Appollinaire,
2., 9., 16. og 23. júlí. Skattar innifaldir.
Jf’-
Jf H
Austurstræti 17,2. hæð • Sími 562 4600
KOMDU MEÐ GDMLU SPARISKIRTEININ
□ G TRYGGÐU PÉR NÝ í MARKFLDKKUM
Með endurskipulagningu spariskírteina ríkissjóðs og breytingu yfir í fáa en trausta MARKFLOKKA, verður myndun
markaðsvaxta á eftirmarkaði mun traustari, söluhæfni spariskírteina eykst og markaðsstaða þeirra eflist.
MARKFLOKKAR njóta daglegrar viðskiptavaktar,
sem tryggir bestu fáanlegu markaðskjör fyrir
kaupendur og seljendur skírteinanna á hverjum
tíma.
Hér til hliðar er tafla yfir markflokka spariskírteina.
Ef þú átt spariskírteini í þessum flokkum þarftu ekki
að gera neinar ráðstafanir (áskrifendur eru nú þegar
tryggðir í markflokkum).
Ef spariskírteinin þín tiiheyra ekki þessum flokkum
skaltu koma með þau til Lánasýslu ríkisins og við
aðstoðum þig við skipti yfir í ný spariskírteini í
MARKFLOKKUM. Það borgar sig að skipta strax
yfir í MARKFLOKKA.
MARKFLOKKAR SPARISKIRTEINA
Flokkur Nafnvextir Lokagjalddagl
SP1994 I5D 4,50% 10. 02. 1999
SP1995 I5D 4,50% 10. 02. 2000
RBRÍK 1010/00 0,00% 10. 10. 2000
SP1990 IIXD 6,00% 01. 02. 2001
SP1992 IXD 6,00% 01. 04. 2002
SP1993 IXD 6,00% 10. 02. 2003
SP1994 ÍXD 4,50% 10. 04. 2004
SP1995 IXD 4,50% 10. 04. 2005
SP1995 I20D 0,00% 01. 10. 2015
LÁNASÝSLA RÍKISINS
Hverfisgata 6, 2. hæð, sími 562 6040
ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA • SALA • INNLAUSN • ÁSKRIFT