Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 9 FRETTIR Finnskum ríkisborgara synjað um námslán bæði á íslandi og í Finnlandi Umboðsmaður telur norræn- ar reglur tryggja rétt til láns UMBOÐSMAÐUR Alþingis, Gauk- ur Jörundsson, hefur gefið álit þess efnis að stúlka, sem er finnskur ríkisborgari en hefur verið búsett á íslandi í níu ár, eigi rétt á náms- láni úr Lánasjóði íslenzkra náms- manna vegna náms í Englandi. Vísar umboðsmaður meðal annars til jafnræðisreglu Helsinki-samn- ingsins, sem samstarf norrænu ríkj- anna byggist á. Stúlkan, sem um ræðir, hafði fengið lán frá LÍN til náms við Háskóla íslands. Þegar hún sótti hins vegar um lán til náms í Eng- landi synjaði stjórn LÍN þeirri beiðni á þeim forsendum að hún væri erlendur ríkisborgari og reglur samningsins um Evrópskt efna- hagssvæði um veitingu aðstoðar til náms tækju ekki til hennar. Viðbrögð við kjarn- orku- slysi æfð ALÞJÓÐLEG æfing á við- brögðum við kjarnorkuslysum verður haldin fimmtudaginn 17. apríl. Æfingin sem haldin er á vegum Kjarnorkumála- nefndar OECD er ein af nokkrum sem haldnar eru á árunum 1996-1998. í hverri æfingu er sett á svið kjarnorkuslys í einu landi sem þá er gestgjafi æfingar- innar. í æfingunni þann 17. apríl verður sett á svið alvar- legt slys í kjarnorkuverinu Lovisa í Finnlandi. Auk Norðurlanda taka yfir 20 lönd þátt í æfingunni. Þátttaka íslands í æfing- unni hefur verið undirbúin af sérfræðingum Geislavarna ríkisins en auk þeirra taka þátt í henni sérfræðingar frá Almannavörnum, Hollustu- vernd og Veðurstofu. Helsinki-samningurinn tekur til námslána Jafnframt taldi stjórn sjóðsins að þótt leyfilegt væri að veita er- lendum ríkisborgara undanþágu vegna náms, sem stundað væri hér á landi, ætti það ekki við um nám í þriðja ríki. Lánasjóðurinn synjaði jafnframt beiðni stúlkunnar um frestun á endurgreiðslu námsláns- ins, sem hún fékk til að stunda nám hér á landi. Stúlkan leitaði einnig eftir náms- láni í Finnlandi en fékk synjun frá lánasjóði námsmanna þar í landi á þeirri forsendu að hún væri ekki búsett í landinu. í athugasemdum við ákvörðun stjómar LIN benti stúlkan á að með undirritun Helsinki-samningsins hefði Ísland skuldbundið sig til að veita ríkisborgurum hinna norrænu ríkjanna sama rétt og heimamönn- um. Helsinki-samningurinn tekur til námslána í 2. grein Helsinki-samningsins, sem var síðast breytt árið 1995, segir: „Við setningu laga og ann- arra réttarreglna á Norðurlöndum skulu ríkisborgarar norrænna landa njóta sama réttar og ríkisborgarar viðkomandi lands. Þetta gildir á því sviði sem samstarfssamningurinn tekur til. Undanþágu frá 1. mgr. má þó gera, ef skilyrði um ríkisborgararétt er bundið í stjómarskrá, nauðsynlegt vegna annarra alþjóðlegra skuld- bindinga eða það telst nauðsynlegt af öðmm sérstökum ástæðum." Fallegt úrval aj peysum, blússum, toppum og vestum Þýsk gœðavara/rá FREYA, SOMMERMAN og KARL SIEGEL Verslunin Glugginn Laugavegi Nú er rétti tíminn fyrir: e R ÁÐ G J O F SÉRFRÆÐINGA U M G ARÐ- OG GRÓÐURRÆKT Heldur trjábeðum og gangstígum lausum við illgresi. f 1 GRÓÐURVÖRUR VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA Smiöjuvegi 5, Kópavogi, sfmi: 554 321 1 Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að gildissvið Helsinki- samningsins taki til námslána og réttar manna til þeirra. „Jafnframt tel ég rétt, og í samræmi við viður- kennd sjónarmið um að leitast skuli við að skýra ákvæði landsréttar í samræmi við þjóðréttarskuldbind- ingar, að stjórn lánasjóðsins túlki og framkvæmi lög og reglur um Lánasjóð íslenzkra námsmanna til samræmis við þær skuldbindingar gagnvart norrænum ríkisborgurum, sem felast í 2. gr. umrædds samn- ings,“ segir í áliti umboðsmanns. Yfirfullar skemmur og gámar FATASÖFNUN Hjálparstofn- unar kirkjunnar hefur gengið eins og best verður á kosið. Samkvæmt lauslegri áætlun er búið að fylla a.m.k. sextán 40 feta gáma. í fréttatilkynningu segir að landsmenn hafi brugðist skjótt við og víða úti á landi hafi prestar, kvenfélög og flutn- ingafyrirtæki að eigin frum- kvæði tekið á móti fötum. Opið verður frá kl. 12-16 virka daga út aprílmánuð í Skútuvogi 1. í Glerárkirkju á Akureyri verður tekið við fötum næstu daga kl. 12-16. Flokkun og pökkun er hafin og drög lögð að skiptingu fatnaðar milli flóttafólksins í Tsjetsjníu, fyrr- um Júgóslavíu og Angóla. París Sértilboð í júlí og ágúst frá kr. 21 >272 Vikulegflug Heimsferðir bjóða sín vikulegu flug íjúlíogdgust til Parísar í júlí og ágúst fimmta árið —i 11 í röð og nú á einstöku tilboði í apríl. Þú getur valið um eingöngu flugsæti, flug og bíl eða valið eitt af okkar vinsælustu hótelum í miðborg Parísar, hvort sem þú vilt búa í hjarta Latínuhverfisins eða á slóðum listamanna í Montparnasse. 21.272 Verð kr. Verð pr. mannn m.v. hjón með 2 börn, flugsæti til Parísar fram og til baka. 35.900 Verð kr. Vikuferð, flug og gisting, Hotel Appollinaire, 2., 9., 16. og 23. júlí. Skattar innifaldir. Jf’- Jf H Austurstræti 17,2. hæð • Sími 562 4600 KOMDU MEÐ GDMLU SPARISKIRTEININ □ G TRYGGÐU PÉR NÝ í MARKFLDKKUM Með endurskipulagningu spariskírteina ríkissjóðs og breytingu yfir í fáa en trausta MARKFLOKKA, verður myndun markaðsvaxta á eftirmarkaði mun traustari, söluhæfni spariskírteina eykst og markaðsstaða þeirra eflist. MARKFLOKKAR njóta daglegrar viðskiptavaktar, sem tryggir bestu fáanlegu markaðskjör fyrir kaupendur og seljendur skírteinanna á hverjum tíma. Hér til hliðar er tafla yfir markflokka spariskírteina. Ef þú átt spariskírteini í þessum flokkum þarftu ekki að gera neinar ráðstafanir (áskrifendur eru nú þegar tryggðir í markflokkum). Ef spariskírteinin þín tiiheyra ekki þessum flokkum skaltu koma með þau til Lánasýslu ríkisins og við aðstoðum þig við skipti yfir í ný spariskírteini í MARKFLOKKUM. Það borgar sig að skipta strax yfir í MARKFLOKKA. MARKFLOKKAR SPARISKIRTEINA Flokkur Nafnvextir Lokagjalddagl SP1994 I5D 4,50% 10. 02. 1999 SP1995 I5D 4,50% 10. 02. 2000 RBRÍK 1010/00 0,00% 10. 10. 2000 SP1990 IIXD 6,00% 01. 02. 2001 SP1992 IXD 6,00% 01. 04. 2002 SP1993 IXD 6,00% 10. 02. 2003 SP1994 ÍXD 4,50% 10. 04. 2004 SP1995 IXD 4,50% 10. 04. 2005 SP1995 I20D 0,00% 01. 10. 2015 LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð, sími 562 6040 ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA • SALA • INNLAUSN • ÁSKRIFT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.