Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ ■ FRÉTTIR Þrír Islend- ingar í lög- reglu SÞ í Bosníu ÞRÍR íslenskir lögreglumenn munu taka þátt í löggæslu Sameinuðu þjóðanna I Bosníu Hersegóvínu og tilheyra um það bil 50 manna danskri lögreglusveit sem þegar er farin til starfa í Bosníu. Þetta var samþykkt á ríkisstjómarfundi í gær. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra hafa lögreglu- menn ekki verið valdir til fararinnar enn sem komið er og mun dómsmála- ráðuneytið annast framkvæmd málsins en ráðgert er að mennirnir fari til þjálfunar í Danmörku í maí- mánuði og dveljist síðan í eitt ár við störf í Bosníu. í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu kemur fram að ráðgerð- ur heildarljjöldi í lögreglusveitum SÞ í Bosníu-Hersegóvínu sé 1.700 manns. Þær eru óvopnaðar. Alþjóðlegt samstarf á sviði lög- reglueftirlits í Bosníu hófst snemma á síðasta ári og hefur það að mark- miði að koma á sjálfstæðum innlend- um lögreglusveitum er starfað geti á óvilhallan hátt og komið á lögum og reglu. Alþjóðlegu sveitimar fylgjast með uppbyggingu og árangri inn- lendrar lögreglu, taka þátt í eftirlits- starfi með innlendum sveitum og ann- ast jafnframt hvers konar þjálfun og veita ráðgjöf á sviði lögreglueftirlits. ♦ ♦ ♦---------------- Mál Sophiu Hansen Enginn blaða- mannafundur EKKI hefur orðið af blaðamanna- fundi þeim sem áformaður var i Strassborg á mánudag eða þriðjudag eftir að kæra Sophiu Hansen gegn tyrkneska rikinu var afhent Mann- réttindanefnd Evrópuráðsins. Hanning, yfirmaður pressudeildar Evrópuráðsins, tjáði blaðamanni Morgunblaðsins að enginn blaða- mannafundur yrði út af málinu hjá Evrópuráðinu eða stofnunum þess. Framkvæmdastjóri Mannréttinda- nefndarinnar, Hans Christian Krúg- er, sagði sömuleiðis að það tíðkaðist ekki í tengslum við slíkar kærur. Sigurður Pétur Harðarson sagði síðdegis í gær að ekkert yrði af blaðamannafundinum að svo stöddu að minnsta kosti. Ný öld í æðaskurðlækningum Innæðatækni gerir flókin inngrip áhættuminni BYLTINGARKENND þróun hefur orðið á greiningu og meðferð æða- sjúkdóma á síðustu árum. Þar kem- ur hvort tveggja til ný tækni og aukin þekking á eðli og gangi sjúk- dómanna. Lausnarorðið í þessum efnum er svokölluð innæðatækni, en það er nýtt meðferðar- og grein- ingarform sem leysir af hólmi hefð- bundna meðferð eins og t.d. skurð- aðgerðir. Innæðaaðgerðir eru gerðar í hryggdeyfingu eða staðdeyfingu þar sem æðaleggir eru þræddir eft- ir æðakerfinu og æðar „blásnar", þær „fóðraðar“, blóðtappar leystir upp eða gerviæðar úr ryðfríu stáli, titaníum eða polyesterefni lagðar inn í gömlu æðarnar vegna þreng- inga eða til að hindra rof á æðagúl- um. Sjúkrahúsvist eftir slíka með- ferð er vanalega örfáir dagar og oft má komast hjá því að fram- kvæma stóra holskurði eins og við hefðbundna meðferð. Bylting á sviði æðaskurðlækninga Sérstakur gestur á þingi Skurð- læknafélags íslands, sem haldið var á Hótel Loftleiðum um helgina, var dr. Bengt Lindblad, yfirlæknir við æðaskurðlækningadeild há- skólasjúkrahússins í Malmö í Sví- þjóð en það er leiðandi á þessu sviði í Norður-Evrópu. Hann hefur langa reynslu af æðaskurðlækn- ingum, skipulagi og þróun nýtækni á því sviði. Yfirskrift gestafyrir- lesturs hans á skurðlæknaþinginu var „Ný öld í æðaskurðlækning- um.“ Hann segir innæðatæknina mikla byltingu á sviði æðaskurðlækninga. „Áður fyrr voru sjúklingar skomir upp og voru jafnvel tvo mánuði að jafna sig. Nú er hægt að gera að- gerð á mun einfaldari hátt með inn- æðatækni, sjúklingurinn er ekki nema einn dag inni á spítala og er búinn að jafna sig eftir viku. Auk þess gerir innæðatæknin okkur kleift að meðhöndia sjúklinga sem við hefðum ekki lagt í að skera upp áður. Hún gerir með öðrum orðum flóknari inngrip áhættuminni og árangurinn er jafngóður og í sum- um tilvikum betri,“ segir Lindblad. Hann gerir ráð fyrir að með því að fullnýta hina nýju tækni verði hægt að meðhöndla allt að 60% þeirra sjúklinga sem nú gangast undir skurðaðgerðir vegna æða- sjúkdóma. Kunnáttan til staðar en betri tækni vantar Með tilkomu tækja eins og tölvu- sneiðmyndatækis, segulómtækis og æðaómskoðunartækis eru aðstæð- urnar gjörbreyttar. Með þeim er mun auðveldara að greina sjúkdóm- inn og gera áætlanir um meðferð á annan hátt en áður. „Þegar ég útskrifaðist sem læknir fyrir tutt- ugu árum voru þessi tæki ekki til. í dag skilur maður ekki hvernig hægt er að meðhöndla sjúklinga án þeirra," segir hann. Lindblad var yfirmaður Stefáns E. Matthíassonar við doktorsverk- efni hans á æðaskurðlækningadeild háskólasjúkrahússins í Malmö. Stefán starfar nú sem æðaskurð- læknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, þar sem innæðatæknin hefur þegar hafið innreið sína. Þar er t.d. farið að gera svokallaðar blásningar, leggja inn málmfóðringar en enn er ekki farið að leggja inn fóðring- ar með gerviæðum eða gera við ósæðagúla. „Kunnáttan er til staðar en okkur vantar betri tækni,“ segir Stefán. Hann bendir á að æðasjúkdómar séu vaxandi vandamál hér á landi. Ástæður þess séu einkum tvær; vaxandi hópur aldraðra í samfélag- inu og sjúkdómar á borð við sykur- sýki, blóðstorkusjúkdóma, háa blóð- fitu auk ýmissa fylgikvilla reykinga. „Hér eru að vaxa upp stórar reykingakynslóðir. Reykingar eru einn af stærstu áhættuþáttunum fyrir æðasjúkdóma en áhrif reyk- inganna segja fyrst fyrir alvöru til sín 20-30 árum seinna,“ segir Stef- án og bætir við að fólk geri meiri kröfur nú en áður. „Eldri kynslóðin er ekki bara orðin stærri heldur líka frískari og gerir meiri kröfur til lífs- ins.“ Morgunblaðið/Þorkell BENGT Lindblad, yfirlæknir við æðaskurðlækningadeild há- skólasjúkrahússins í Malmö (t.h.), kynnti helstu nýjungar á sviði innæðatækni á þingi Skurðlæknafélags íslands um helgina. Hann var leiðbeinandi Stefáns E. Matthíassonar (t.v.) í doktors- verkefni hans við háskólasjúkrahúsið í Malmö í Svíþjóð. Stefán er nú æðaskurðlæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Malmö-módelið Ósæðagúll lýsir sér þannig að úsæðin byrjar að víkka og getur sprungið. Til að koma í veg fyrirþað er gerviæð úr málmi lögð inn í sjúku æðina. Leitar að íslenskri móður sinni MORGUNBLAÐINU hefur borist bréf frá stúlku búsettri í Ósló sem leitar íslenskrar móður sinnar. Stúlkan, sem heitir Jiril Grindahl, fæddist hér á Iandi 1973 og var ætt- leidd til Noregs 1975. Meðfylgjandi er mynd af stúlkunni sem tekin var hér á landi áður en hún var ættleidd til Noregs, en það er eina myndin sem hún á af sér frá íslandi. Einnig fylgir mynd af henni eins og hún lítur út í dag. Heimilisfang Jiril Grindahl er Sorgenfrigaten 29a, N-0365 Oslo, Norge. Þeir sem veitt geta stúlkunni aðstoð í leit hennar að móður sinni eru beðnir um að hafa samband við hana. Sambandsslj órn SAL ályktar um lífeyrisfrumvarp Ekki má hrófla við skylduaðildinni SAMBANDSSTJÓRN Sambands almennra lífeyrissjóða (SAL) telur ekki koma til greina að hrófla við þeirri skylduaðild sem nú er að Iíf- eyrissjóðum, þ.e. að lífeyristrygg- ingar séu tengdar starfi. Þá telur SAL óhjákvæmilegt að lífeyrissjóðir á almennum vinnumarkaði fái heimildir til að taka við viðbótarið- gjaldi til séreignardeilda. Þetta kemur fram í ályktun sem sambandsstjórn SAL samþykkti á fundi í gær, þar sem farið var yfir lífeyrisfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Þar kemur fram það álit, að nauðsynlegt sé að setja almennan lagaramma á yfirstandandi þingi um lífeyrissjóðakerfið. Að leiðarljósi verði þá að viðurkenna þá staðreynd í verki að íslendingar búi við gott lífeyriskerfi sem byggist á skyldu- aðild, sjóðsöfnun og samtryggingu sjóðfélaganna og að ekki komi til greina að raska þeim grundvallar- þáttum kerfisins. Besta kerfið í ályktuninni er tekið undir þau sjónarmið, sem koma fram í grein- argerð frumvarpsins, að með sam- komulagi aðila vinnumarkaðarins frá 1969 hafí tekist að byggja upp lífeyriskerfí á íslandi sem jafnist á við það besta í heiminum. „Það skýtur því nokkuð skökku við að frumvarp þetta skuli hafa verið samið án nokkurs samráðs við aðila vinnmarkaðarins, er byggt hafa upp framúrskarandi lífeyris- kerfí sem tryggir öllum ævilangan lífeyri auk örorku- og fjölskyldulíf- eyris. Sambandsstjórn SAL telur þess vegna að ekki komi til greina að hróflað verði við þeirri skylduað- ild sem nú er að lífeyrissjóðum, þ.e.a.s. að lífeyristryggingar séu tengdar starfi, þannig að skýrt sé hvaða lífeyrissjóður beri ábyrgð á lífeyristryggingum viðkomandi starfsgreinar. Þetta fyrirkomulag hefur reynst okkur íslendingum vel og verið talið til fyrirmyndar meðal annarra þjóða. Jafnframt telur SAL að óhjá- kvæmilegt sé að lífeyrissjóðir á al- mennum vinnumarkaði fái heimild til að taka við viðbótariðgjaldi til séreignadeilda, ekki síst þar sem rekstrarkostnaður sameignarsjóða er mjög lágur og langtum lægri en kostnaður við rekstur banka, trygg- ingarfélaga og verðbréfafyrirtækja, sem ein eiga að fá slíkar heimildir, ef frumvarpið nær fram að ganga í óbreyttri mynd,“ segir í ályktun- inni. i I I > ) > > l i í \ i í i I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.