Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Samnorrænn djass- kvartett á KEA SAMNORRÆNN djasskvartett skipaður hljóðfæraieikurunum Ole Rasmussen frá Danmörku, á bassa, Per-Arne Tollbomj Svíþjóð á tromm- ur og þeim Agli Olafssyni, og Birni Thoroddsen, íslandi, á gítar efna til tónleika á Hótel KEA í kvöld, 16. apríl og hefjast þeir kl. 21. Kvartettinn fer í viku tónlistarferð um ísland, en þeir leika frumsamda djasstónlist í bland við þekkta stand- arda. Þá hljóðrita þeir efni til útgáfu á geisladisk. Tónleikarnir á Hótel KEA eru þeir einu á Norðurlandi og eru djass- unnendur hvattir til að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara, en allir meðlimir kvartettsins eru þekkt- ir í sínum heimalöndum og hafa leik- ið með mörgum af bestu djassleikur- um heimsins. LANDGRÆÐSLA Á TÍMAMÓTUM Ráöstefna í tilefni af 90 ára afmæli Landgræðslu ríkisins og til kynningar á nýrri landgræösluáætlun Dagskrá ráöstefnunnar er sem hér segir: 10:00 Ávarp • Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri 10:10 Ávarp • Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson 10:20 Ávarp • Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra II Landgræðslus 10:30 Landgraeðsla í 90 ár*Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri III Astand landsins wm . 10:50 11:10 11:40 12:00 12:10 Gróðurfar og landkostir fyn- og nú • Hörður Kristinsson, Náttúrufraeðistofnun Jarðvegsrof á íslandi • Ólafur Amalds, Rannsóknastofnun landbúnaðarins Ástand og uppbygging vistkerfa • Ása L. Aradóttir, Skógrækt ríkisins Fyrirspurnir og umræður Matarhlé 13:00 Markmið, leiðir og helstu verkefni • Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri 13:25 Rannsóknir og þróun í landgræðslu • Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 13:40 Upplýsingaöflun og áætlanagerð • Sigmar Metúsalemsson, Landgræðsla rikisins 13:55 Tengsl\riðalmenning»GuðrúnLáiaPálmadóllir, Landgræðsla rikisins 14:10 LandnýtingoglancPiotendur»BjamiMaronsson, Landgtasðsla rikisins 14:25 Fyrirspurnir og umræður 15:00 Kaffihlé Vörslumenrt landstns 15:20 Undirskrift yfirlýsingar um.uppgræðsluátak AkureyrarfDæjar, Landgræðslunnar og OLIS áGlerárdal \ 5:30 Bændur • Böðvar Jónsson, Gautlöndum 15:40 Skólamir og æskan • Þorvaldur Öm Ámason, Fjölbrautaskóli Suðumesja 15:50 Áhugafólk • Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi SlWOTV&SÍ&rí to&émmmi.. i 6:00 Alþjóðleg viðhorf-hvað gera aðrar þjóðir? • Ketill Sigurjónsson, Landgræðsla ríkisins 16:15 Vemdun landkosta-siðferðileg viðhorf • Andrés Amalds, Landgræðsla nkisins 16:35 Fyrirspurnir og umræður 17:00 Ráðstefnuslit • Björn Sigurbjörnsson, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu Móttaka í boði landbúnaðarráðherra. Ráðstefnustjórar: Haraldur Bessason, fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri Sigurveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi íslandsbanka Aðgangur er ókeypis og öllum er heimil þátttaka Skráning í síma 462 7733 LANDGRÆÐSLAN Landbúnaðarráöuneytið Háskólinn á Akureyri Morgunblaðið/Kristján SLÖKKVISTARF gekk vel, en 15-20 mínútur tók að kæfa eldinn. Stórtjón í eldsvoða á bænum Leyningi í Eyjafjarðarsveit Rumlega 30 skepnur drápust STÓRTJÓN varð í eldsvoða á bæn- um Leyningi í Eyjafjarðarsveit í fyrrinótt, en eldur kom upp í fjósi og mjólkurhúsi skammt frá bæn- um. Aðkoman var skelftleg, en all- ir gripir í húsinu rúmlega 30 tals- ins drápust. Mjólkurhúsið er ónýtt og allur búnaður í því. Ung hjón ásamt börnum sínum búa í Leyn- ingi. * Slökkvilið Eyj afj arðarsveitar var kallað út kl. rúmlega 4 um nóttina og menn frá Slökkviliðinu á Akur- eyri komu á staðinn um hálftíma síðar. Guðmundur Jón Guðmundsson, slökkviliðsstjóri í Eyjafjarðarsveit, sagði að húsfreyjan á bænum hefði séð reyk leggja frá útihúsunum og þegar kallað á aðstoð. Virðist hafa gerst mjög snöggt „Þegar ég kom á staðinn um klukkan hálffimm stóðu einungis steinveggir mjólkurhússins og þak eftir og svolítið bál logaði inni í Slökkvistarf tók 15-20 mínútur húsinu. Veggur á milli mjólkur- hússins og fjóssins hafði gefið sig og eldur komist úr húsinu yfir í fjósið og hlaupið eftir fjósþakinu en þó ekki alveg niður að veggj- um. Það er greinilegt að þetta hefur gerst mjög snöggt, það hef- ur kviknað í einangrunarplasti og það fallið logandi niður eftir hús- inu en svæðið fyrir ofan er óbrunn- ið. Svo virðist sem eldurinn hafi logað mjög skamma stund í fjós- inu, það er ekki mjög illa farið, en mjólkurhúsið er gjörsamlega ónýtt eftir brunann. Til marks um það hversu snöggt þetta hefur verið voru opnar dyr yfir í hlöðuna og hey á fóðurganginum, en það logaði ekki einu sinni inni í hlöð- unni,“ sagði Guðmundur Jón. í fjósinu voru 23 mjólkurkýr og 11 kálfar og geldneyti og drápust allir gripirnir. Þeir voru urðaðir í gær. Slökkvilið Eyjafjarðar geymir búnað í Sólgarði, dælur og slöngur og var búið að koma honum upp þegar Slökkvilið Akureyrar kom á staðinn með bíla sína. Um 6-8 manns úr Slökkviliði Eyjafjarðar- sveitar tók þátt í slökkvistarfi og tók um 15 til 20 mínútur að kæfa eldinn. Sagði slökkviliðsstjóri það geta skipt sköpum að hafa yfir slíkum búnaði að ráða þegar elds- voðar verða. í öðrum hreppum í Eyjafírði er búnaður af þessu tagi ekki til og verða menn því að bíða komu Slökkviliðs Akureyrar. Að líkindum út frá rafmagni Eldsupptök eru ókunn, en grun- ur leikur á að eldsvoðann megi rekja til rafmagns. Menn frá rann- sóknardeild Lögreglunnar á Akur- eyri og RARIK voru á vettvangi í gær og leituðu upptaka eldsins. Eining o g Iðja samþykkja samninga FÉLAGSMENN í Verkalýðsfélag- inu Einingu hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga. Alls voru 3648 á kjörskrá en atkvæði greiddu 1532 eða 42% fé- lagsmanna. Tæp 60% félagsmanna sögðu já eða 917 manns en 591 vildi ekki samþykkja fyrírliggjandi samninga eða 38,5%. Auðir seðlar voru 16 og ógildir 8 eða samtals um 1,5% atkvæða. Kjörfundi Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri og nágrenni um nýgerða kjarasamninga er einn- ig lokið. Alls voru 440 á kjörskrá vegna samnings Iðju og Landssam- bands iðnverkafólks annars vegar og Vinnuveitendasambands íslands hins vegar. Atkvæði greiddu 220 manns eða 46% þeirra sem voru á kjörskrá. Meirihluti félagsmanna greiddi samningunum atkvæði sitt, eða 145 manns, 65,9%, en á móti voru 69 eða 31,4%. Auðir og ógild- ir seðlar voru 6 eða 2,7%. Fellt í samlagi Hvað varðar viðbætur við kjara- samning um kaup og kjör starfs- fólks afurðastöðva í mjólkuriðnaði milli Iðju og Vinnumálasambands- ins voru 35 á kjörskrá og greiddu 88,6% félagsmanna atkvæði eða 31. Samningurinn var felldur með 17 atkvæðum eða 54,9% á móti 13 eða 41,9%. Einn seðill var auður. Leigj endasamtök Norðurlands • • 011 sveitar- félög greiði húsaleigu- bætur LEIGJENDASAMTÖK Norður- lands fagna þeirri ályktun sem samþykkt var á fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga um nýtt húsaleigubótakerfi. „Við tökum undir þær kröfur sem þar koma fram um að öll sveit- arfélög greiði húsaleigubætur á allt húsnæði óháð eignarformi og þær verði skattfrjálsar eins og vaxtabætur og annar opinber stuðningur við öflun húsnæðis," segir í ályktun Leigendasamtaka Norðurlands. Þá skora samtökin á ríkisstjórnina að flýta endurskoðun á lögum um húsaleigubætur og fjármögnun þeirra svo allir leigj- endur sitji við sama borð sem fyrst. Samvera eldri borgara SIÐASTA samvera eldri borgara Elísabet Þorsteinsdóttir guðfræðing- fyrir sumarfrí verður í Glerárkirkju ur og mun hún kynna námskeiðið á morgun, fimmtudaginn 17. apríl, Gullnu árin. Bamakór Glerárkirkju og hefst hún kl. 15. syngur nokkur lög, þá verður upplest- Gestur samverunnar verður Jónína ur og boðið upp á kaffiveitingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.