Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 15 VIÐSKIPTI Hvatningarverð- laun Rannsókn- arráðs afhent Verðbólguhraðinn 9,1% ímarsmánuði Breytingar á vísitölu neysluverðs Mars 1997 = 100 Tölurísvigumvisatil vægis rntakra Cða. Frá mars til apríl 1997 +15,9% 01 Matur og óáfengar drykkjarvörur (17,6%) 0111 Brauð og kornvórur (2,8%) 0112 Kjöt (3,4%) 0116 Ávextir (1,2%) 0117 Grænmeti, kartöflur og rótarávextir (1,4%) 02 Áfengi og tóbak (3,1 %) 03 Föt og skór (6,5%) 04 Húsnæði, hiti og rafmagn (17,2%) 05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,9%) 06 Heilsugæsla (3,0%) -4,1 % 061 Lyf og lækningavömr (1,1 %) llMállfBS A 07 Ferðir og flutningar (15,8%) I +0,5% 0733 Flutningar i lofti (1,2%) 08 Póstur og sími (1,3%) 10,0% 09 Tómstundir og menning (14,0%) -0,2% | 10 Menntun (1,0%) 10,0% 11 Hótel, kaffihús og veitingastaðir (5,3%) I +0,4% 12 Ýmsar vörur og þjónusta (9,3%) |+0,4% | +0,3% 1+0,1% | +0,2% | +0,3% +11,1% VISiT. NEYSLUVERÐSIAPRIL: 100,7 sti 3Þi +0,7% Breytingar á vísitölu neysluverðs frá 1995 % 10,0 8,0 6,0 4,0 2,0 0,0 -2,0 -4,0 -6,0 Breytinq síðasta mánuðinn l | umreiknuð til árshæk kunar I I I Brevtinq vísitölu ínar í nuðil f síðasliðna12 má !p?'=== JFMAMJJASOND 1995 j FMAMJ jÁsond 1996 jfmamjjÁsond 1997 TVEIR ungir vísindamenn, dr. Kristján Kristjánsson, dósent í heimspeki við Háskólann á Akureyri, og dr. Jón Atli Bene- diktsson, rafmagnsverkfræð- ingur og dósent við rafmagns- og tölvuverkfræðiskor Háskóla Islands, fengu hvatningarverð- laun Rannsóknarráðs Islands á ársfundi þess í gær. Kristján fékk verðlaunin fyrir framúr- skarandi störf á sviði grunnvís- inda og fræða en Jón Atli fyrir frábært framlag til hagnýtra _ rannsókna og tækniþróunar. A meðfylgjandi mynd tekur Jón Atli við verðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, for- seta íslands, en hjá þeim stendur Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, er veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd Kristjáns, sem staddur er erlendis. Verðlaunin eru veitt árlega tveimur ungum vísindamönnum fyrir störf sem þykja skara fram úr á sviði vísinda og tækni og voru sautján einstaklingar til- nefndir að þessu sinni. Markmið verðlaunaveitingarinnar er að hvetja unga vísindamenn til dáða og vekja athygli almenn- ings á gildi rannsókna. Verð- launin eru nú veitt í sjöunda sinn og fær hvor verðlaunahafi um sig eina milljón króna ásamt viðurkenningarskjali. Jón Atli er 36 ára og lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá HÍ 1984, MS prófi frá Purdue háskólanum í Bandaríkjunum og doktorsprófi frá sama skóla árið 1990. Hann hlýtur verð- launin fyrir brautryðjendastarf við uppbyggingu á nýju rann- sóknarsviði hérlendis, sem eru aðferðir við úrvinnslu fjöllinda- gagna, sem aflað er úr lofti með fjarkönnun og fyrir framúr- skarandi árangur í rannsóknum sínum, þar sem hann hefur þeg- ar hlotið mikla alþjóðlega viður- kenningu að mati dómnefndar. Krislján er 37 ára og lauk BA prófi í heimspeki og þýsku frá HÍ 1983, M. Phil. prófi frá Há- skólanum i St. Andrews í Skot- landi 1988 og doktorsprófi frá sama skóla árið 1990. Hann hlaut verðlaunin fyrir framúr- skarandi árangur og afköst í rannsóknum á sviði siðfræði, nyljastefnu og menntamála þar sem hann hefur að mati dóm- nefndar verið mjög ötull við að birta niðurstöður sinar á innlend- um og erlendum vettvangi og fyrir að hafa verið nyög virkur við uppbyggingu fræðilegra og hagnýtra rannsókna við Háskól- ann á Akureyri og unnið þar brautryðjendastarf við að tengja saman háskóla og atvinnulíf. VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í aprílbyijun 1997 reyndist vera 179,7 stig og hækkaði um 0,7% frá mars 1997. Þessi hækkun jafn- gildir 9,1% verðbólguhraða umreikn- að til heils árs. Síðastliðna tólf mán- uði hefur vísitalan hækkað um 2,2% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,1%. Undanfarna þijá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,7%, sem jafngildir 2,9% verð- bólgu á ári. Hækkun á matvöru um 4,2% olli 0,68% vísitöluhækkun. Af einstökum verðhækkunum má nefna að ávextir hækkuðu um 27,5% sem hafði í för með sér 0,27% hækkun vísitölunnar. Grænmeti og kartöflur hækkuðu um 15,7% sem hækkaði vísitöluna um 0,20%. Loks hækkaði meðalverð á brauði og kornvörum um 3,2% sem leiddi til 0,09% vísitöluhækkunar. Þess má geta að verðhækkun ávaxta og grænmetis skýrist að hluta af innflutningi þessarar vöru með flugi vegna verkfalls í stað venjubundins innflutnings með skipum, segir með- al annars í frétt frá Hagstofu ís- lands. Á móti þessum hækkunum kom lækkun á verði lyfja sem lækk- aði vísitöluna um 0,13%. Vísitala neysluverðs er nú reiknuð í fyrsta sinn á nýjum grunni reistum á neyslukönnun sem gerð var árið 1995. Hækkun vísitölunnar frá mars til apríl 1997 er óháð því að hvort vísitalan er reiknuð samkvæmt nýja eða gamla grunninum, niðurstaðan er sem næst hin sama. Vísitala neysluverðs í apríl 1997, sem er 179,7 stig, gildir til verð- tryggingar í maí 1997. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breyt- ast eftir lánskjaravísitölu, er 3.548 stig fyrir maí 1997. Verðbólgan í EES-ríkjum frá febrúar 1996 til febrúar 1997 mæld á samræmda vísitölu neysluverðs var 2,0% að meðaltali. í Finnlandi var 0,6% verðbólga og 1,1% verðbólga í Svíþjóð. Verðbólgan á Islandi á sama tímabili var 1;9% og í helstu við- skiptalöndum Islendinga 2,1%. Fjörug viðskipti Fjörug viðskipti voru á Verðbréfa- þingi í gær í kjölfar þess að vísitalan var gefin út. 233 milljónir króna seldust í spariskírteinum og 156 milljónir króna í húsbréfum. Mark- aðsvextir 3,5 ára ríkisbréfa hækk- uðu um 0,10 prósentustig frá síð- asta viðskiptadegi og húsbréf og spariskírteini lækkuðu um 0,01-0,06 prósentustig. Hlutabréfaviðskipti á þinginu námu alls 93 milljónum króna og hækkaði gengi á hlutabréf- um Síldarvinnslunnar um 5% í verði. Mest voru viðskipti með hlutabréf í SR-mjöli 28,3 milljónir og í Eim- skipafélaginu 18 milljónir. Spánverjar og Portúgalir sækja inn á nýja símamarkaði Malaga. Morgunblaðið. Reykjavíkurborg valdi AGRESSO r-nrpj mest seldu fólksbíla- - -r tteguidirrar í Br frá U O/Jan.-mars. 1997 fyrraári Fjöldi % % 1. Tovota 331 17,1 +6,1 2. Subaru 267 13,8 +203,4 3. Mitsubishi 198 10,2 +65,0 4. Volkswaqen 175 9,1 -23,6 5. Hvundai 161 8,3 -4.2 6. Nissan 123 6,4 -42,8 7. Opel 113 5,8 +22,8 8. Ford 104 5,4 0,0 9. Suzuki 98 5,1 -10,1 10. Renault 84 4,3 +16,7 11. Honda 41 2,1 -4.7 12. Volvo 40 2,1 +11.1 13. Peuaeot 30 1,6 +57.9 14. Ssanqvonq 28 1,4 15. Mazda 24 1,2 -17,2 Aðrar teg. 115 6,0 -29,0 Samtals 1.932 100,0 +7,5 Rangar tölur um markaðs- hlutdeild í TÖFLU á viðskiptasíðu í gær birt- ust rangar tölur um markaðshlut- deild einstakra tegunda fólksbíla fyrstu þijá mánuði ársins. Taflan er því birt hér að nýju með réttum tölum um leið og beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. SPÆNSKA símafyrirtækið Tele- fonica og hið portúgalska, Portugal Telecom, hafa gert með sér samn- ing um samstarf á nýjum mörkuð- um. Samningurinn kveður á um skipti á hlutabréfum í fyrirtækjun- um tveimur. Símafyrirtæki í Evrópu búa sig nú, flest, undir stóraukna sam- keppni á þessu sviði enda ganga senn í gildi reglugerðir sem kveða á um að frjáls og hindrunarlaus samkeppni skuli ríkja á sviði fjar- skipta. Spænska fyrirtækið Tele- fonica, sem forðum var í ríkiseigu og annálað fyrir hörmulega þjón- ustu en hefur nú verið einkavætt að mestu, hefur gripið til ýmissa aðgerða í þessu skyni á undanförn- um mánuðum. Þannig hefur verð á símtölum til útlanda verið lækkað og marg- vísleg kostaboð verið kynnt á sviði farsímaþjónustu. Fyrirtækið hefur hins vegar hækkað innanlandstaxt- ana enda hefur það enn einkaleyfi á landlínuþjónustu. Hefur þetta vakið mikla gremju á Spáni og kallað fram harkaleg mótmæli neytendasamtaka. Nýir ráðamenn Telefonica hafa boðað sókn á flestum sviðum til að búa sig undir samkeppnina og er samningurinn, sem undirritaður verður í Lissabon í Portúgal í dag, liður í þeim áformum. Fyrirtækin hyggjast í sameiningu sækja inn á nýja markaði og er þá einkum horft til Brasilíu og ríkja í Norður-Afr- íku. Möguleikarnir í þessum ríkjum eru sagðir miklir, ekki síst í Brasil- íu, sem er risavaxinn markaður. Portúgalska ríkið á enn meiri- hluta hlutabréfa í Portugal Telecom eða 51%. Þótt fjarskiptaþjónust'a sé almennt ekki jafn þróuð í Port- úgal og á Spáni hefur portúgalska fyrirtækið skilað prýðilegum hagn- aði á undanförnum árum. Samkvæmt samningi þessum mun spænska fyrirtækið eignast 3,5% hlut í portúgalska fyrirtækinu og það aftur á móti yfirtaka 1% hlutabréfa í Telefoniea. Verðmæti þessara skipta er talið liggja nærri 17 milljörðum íslenskra króna. BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að ganga til samninga við Skýrr hf. um kaup á norska fjárhags- og upplýsingakerf- inu AGRESSO fyrir Reykjavíkur- borg og Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. Reykjavíkurborg er fyrsti aðilinn sem kaupir slíkt kerfi hjá Skýrr, en fyrirtækið hefur unnið að aðlögun og markaðssetningu þess frá því það tók við umboðinu á síðasta ári. AGRESSO varð fyrir valinu að undangengnu forvali og lokuðu út- boði. Fimm aðilum var gefinn kostur á að bjóða í kerfið og bárust tilboð frá fjórum þeirra. Auk Skýrr hf. bauð Strengur hf. fram Navision Financials, UniSys bauð Oracle Fin- ancials og Almenna kerfisfræðistof- an AKS-kerfí. Tilboðið frá Skýrr reyndist lægst eða ívið lægra en til- boð Strengs, en önnur tilboð voru mun hærri. Að sögn Önnu Skúladóttur, fjár- reiðustjóra Reykjavíkurborgar hljóð- ar samningurinn við Skýrr upp á 39 milljónir króna, en alls er ráð- gert að veija um 100 milljónum króna í að endurnýja bókhalds- og upplýsingakerfí borgarinnar á næstu þremur árum. Við val á hugbúnaðar- kerfi var tekið tillit til verðs, eigin- leika kerfisins, fjárhagslegs styrk- leika fyrirtækjanna og þjónustuaðila og útbreiðslu hugbúnaðarins. Af hálfu borgarinnar var það skilyrði sett að fulltrúar hins norska fyrir- tækis sem þróað hefur AGRESSO- hugbúnaðinn kæmu að uppsetningu kerfísins. Anna segir að AGRESSO hafi haslað sér völl á sveitarfélagamark- aði í Noregi og Svíþjóð. Það sé staðl- aðra en önnur kerfi og því þörf á minni aðlögun en ella. Markaðshlut- deild AGRESSO hafí aukist hratt í umhverfí sveitarfélaga sem sé svipað og hjá Reykjavíkurborg. Hún segir hins vegar aðspurð að það hafi á engan hátt ráðið valinu að borgin sé eignaraðili að Skýrr. Nýja kerfíð leysir af hólmi hug- búnað sem að grunni til er frá árinu 1971. í kjölfarið verða gerðar miklar breytingar á bókhaldi og umhverfi borgarinnar á upplýsingasviðinu. Ákvörðun hefur ekki verið tekin um kaup á vélbúnaði fyrir hinn nýja hugbúnað né heldur hvernig rekstri hans verður háttað. Meginhluti kerfisins verður gang- settur í ársbytjun 1998, en þar er um að ræða fjárhagsbókhald, fjár- hagsáætlanakerfi, viðskiptamanna- kerfi, lánadrottnakerfí ásamt pant- ana- og sölukerfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.