Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einróma bókun á fundi borgarráðs vegna útboðs á hverflasamstæðu Ráðherra gengur á stjórnar- skrárvarinn rétt borgarinnar BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti í gær ein- róma, með þremur atkvæðum meirihluta og at- kvæðum tveggja borgarfulltrúa sjálfstæðis- manna, bókun þar sem segir að fjármálaráð- herra hafí farið út fyrir valdsvið sitt og þar með reynt að ganga á rétt Reykjavíkurborgar til að ráða málum sínum, en sjálfsforræði sveitarfélaga sé tryggt í stjórnarskránni og sveitarstjórnarlög- um, með úrskurði sínum varðandi athugasemd Bræðranna Ormsson vegna framkvæmdar út- boðs vegna kaupa á hverflasamstæðu fyrir Ne_sj av all a vi rkj u n. í bókuninni segir að i áliti kærunefndar út- boðsmála komi hvergi fram að borgaryfirvöld hafi brotið þau lagaákvæði um form útboðs á EES-svæðinu sem kæra megi til fjármálaráðu- neytisins. Það sé undir engum kringumstæðum hlutverk fjármálaráðherra að úrskurða um hvort tiltekin ákvæði laga um framkvæmd út- boða og tiltekinna EES-tilskipana hafi verið brotin. „Ollum órökstuddum fullyrðingum og dylgjum kærunefndarinnar í garð Reykjavíkurborgar, sem fjármálaráðherra hefur gert að sínum, er vísað á bug, enda hafa borgaryfirvöld svarað öllum efnisatriðum kærunnar og sýnt fram á að eðlilega var staðið að framkvæmd útboðsins, jafnræðis gætt við samanburð tilboða og hag- kvæmasta tilboði tekið eins og lög gera ráð fyr- ir,“ segir í einróma bókun ráðsins. „Borgaryfirvöld hafa í hvívetna fylgt þeim ákvæðum Iaganna um opinber innkaup og um skipan opinberra framkvæmda sem sætt geta kæru til fjármálaráðuneytisins. Fjármálaráð- herra byggir úrskurð sinn á áliti kærunefndar útboðsmála en sú nefnd á sér enga stoð í lögum. í fréttatilkynningu ráðuneytisins kemur fram að fjármálaráðherra hafi lagt fram á Alþingi frumvarp þar sem lagt sé til að kærunefnd út- boðsmála verði lögfest. Ljóst er því að fjármála- ráðherra byggir heimildir sínar að mestu á frum- varpi sem ekki er orðið að lögum,“ segir ennfrem- ur. „Pjármálaráðherra hefur fulla heimild til að skipta sér af framkvæmd útboða ríkisins en borgaryfirvöld frábiðja sér afskipti ráðuneytisins önnur en þau sem heimiluð eru samkvæmt lands- lögum og vænta þess að ráðuneytið gæti þess í framtíðinni að halda sig innan lagalegra heim- ilda og að taka ekki að sér hlutverk dómstóla landsins," segir í bókuninni. Bygging rafstöðvarhúss á Nesjavöllum Samið við Ár- mannsfell Ráðgjafar HR töldu tilboðið of lágt Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson JOVAN og Zeljka Popovic ásamt börnum sínum Jovönu og Milönku við nýja heimili sitt. Flóttafólk í eigið húsnæði tsafirði. Morgnnblaðið. BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam- þykkti í gær tillögu stjórnar Inn- kaupastofnunar Reykjavíkurborg- ar um að taka tilboði lægstbjóð- anda, Ármannsfells hf., í byggingu rafstöðvarbyggingar á Nesjavöll- um. Hitaveita Reykjavikur lagði einnig til að samið yrði við Ar- mannsfell eftir útboð, en í bréfi sem lagt var fyrir borgarráðsfund kemur fram að bæði Hitaveitan og ráðgjafar hennar teldu tilboð Ármannsfells of lágt og að ráð- gjafar HR teldu sig ekki geta mælt með því að samið yrði við lægstbjóðanda. Sjö tilboð bárust í útboði á verk- inu og var tilboð Ármannsfells lægst, 347,9 milljónir króna eða 74,08% af kostnaðaráætlun. Aðrir bjóðendur voru ístak með 391,5 m.kr. eða 83,35% af áætlun, J.Á. verktakar með 404,6 m.kr. eða 86,19%, Fjarðamót ehf. með 406,4 m.kr., eða 86,53%, Sveinbjörn Sig- urðsson ehf. og íslenskir aðalverk- takar með 425,9 m.kr. eða 90,68% af áætlun, Á.H.Á. byggingar ehf. með 444,1 m.kr. eða 94,56% af áætlun og Árborg ehf. með 459,4 m.kr. eða 97,82% af kostnaðar- áætlun, sem var 469,7 m.kr. í bréfi Hitaveitu Reykjavíkur til Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar kemur_ fram að rætt hafi verið rætt við Ármannsfell og fram hafi komið að þeir muni vinna verkið að mestu með undirverk- tökum þar sem eigin mannskapur hafi ekki reynst samkeppnishæfur við tilboð undirverktaka. Ár- mannsfell muni annast stjórnun verksins og grípa inn í einstaka þætti eins og þörf krefur. Ráðgjafar HR telji bæði Ár- mannsfell og ístak, sem einnig vr rætt við, tæknilega og stjórnunar- lega hæf til verksins og að tilboð Ármannsfells sé það lágt að veru- leg hætta sé á að fyrirtækið sjálft eða undirverktakar muni tapa á tilboðinu. Ráðgjafar geti ekki mælt með samningum við lægstbjóðanda. Hitaveitan taki undir að lægsta tilboð sé of lágt en telji að Ár- mannsfell hafi reynslu til að fram- kvæma verkið og því er lagt til að samið verði við Armannsfell ef fjárhagslega geta fyrirtækisins teljist fullnægjandi að mati Inn- kaupastofnunar. FYRSTA flóttamannafjölskyld- an, af þeim sem komu til ísafjarð- ar undir lok júlímánaðar á síð- asta ári, hefur fest kaup á eigin húsnæði á ísafirði. Það eru hjón- in Jovan og Zeljka Popovic sem urðu fyrst til og var þeim form- lega afhent ibúð í raðhúsi við Stórholt 29 á mánudag. Popovic- hjónin völdu 14. apríl sérstaklega til þessara timamóta en þann dag varð yngri dóttir þeirra hjóna, Jovana, tveggja ára. Það var Jón Tynes, félags- málastjóri ísafjarðarbæjar, sem afhenti hjónunum lykla að íbúð- inni. Hann sagði í samtali við blaðið að fleiri fjölskyldur hefðu óskað eftir kaupum á húsnæði og átti hann von á að flestar fjölskyldurnar yrðu komnar undir eigið þak áður en langt um liði. Fjölmargir iandar Popovic- hjónanna fögnuðu tímamótunum með þeim á mánudag sem og öðrum afmælisdegi yngsta fjöl- skyldumeðlimsins. 700 þúsund kr. hafa safnast SAFNAST hafa um 700 þús- und krónur til handa sambýlis- konu Elíasar Arnar Kristjáns- sonar skipveija á Ægi, sem fórst við björgunarstörf 5. mars sl. Að sögn Sigurðar Helga Guðjónssonar hæstaréttarlög- manns, eins aðstandenda söfn- unarinnar, hefur söfnunin að- eins tekið við sér á nýjan leik eftir að bakslag kom í hana um helgina. „Þetta fékk alveg geysilega sterk viðbrögð og undirtektir um helgina hjá almenningi, en síðan kom þessi villandi um- ræða sem hefur skaðað þetta. Núna eru komnar inn um 700 þúsund krónur og þar af gaf gamall maður á elliheimilinu Grund allt sparifé sitt, 100 þúsund krónur,“ sagði Sigurð- ur Helgi í samtali í gær. Hann sagði ljóst að endan- legar bætur sem sambýliskona Elíasar Arnar fengi frá hinu opinbera væru þær 600 þúsund krónur sem hún hefur þegar fengið. Tekið er á móti fram- lögum henni til styrktar á bankareikning í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Bankanúmerið er 1154-05 og reikningsnúmerið er 440000. Breytingar á Reykjanesbraut Nýjar tillögur í smíðum SKIPULAGSNEFND Hafnar- fjarðar hefur nú til umsagnar og úrvinnslu athugasemdir sem fram hafa komið við nýtt aðal- skipulag að því er varðar breyt- ingar á Reykjanesbraut þar sem hún liggur meðfram Set- bergshverfi. Nýjar tillögur verða vart tilbúnar fyrr en líður á næsta mánuð. Jóhannes Kjarval skipulags- stjóri Hafnarfjarðar segir að við úrvinnsluna þurfi að meta allar tillögur og sjónarmið sem fram hafi komið og freista þess að finna viðunandi lausn. Segir hann það keppikefli bæjaryfir- valda. Þegar skipulagsnefnd hefur nýjar tillögur tilbúnar fara þær til meðferðar hjá bæjarráði og bæjarstjórn. Sagði hann þær síðan kynntar bæjarbúum áður en málið verð- ur sent skipulagsstjórn ríkisins. Harður árekstur í Hveragerði Hveragerdi. Morgunblaðið. HARÐUR árekstur sendiferðabif- reiðar og lítils fólksbíls varð á Breiðumörk í Hveragerði á tíunda tímanum á mánudagskvöldið. Fjórir voru fluttir slasaðir á Sjúkrahús Suðurlands, en meiðsli þeirra reyndust ekki eins alvarleg og á horfði í fyrstu. Tveir fengu að fara heim strax að lokinni skoð- un með minni háttar meiðsli. Öku- maður og farþegi í minni bifreiðinni þurftu að dvelja á sjúkrahúsinu til nánari skoðunar. Að sögn vakthaf- andi læknis hafa þau sloppið ótrú- lega vel og eru meiðsli þeirra ekki meiriháttar. Lögreglan í Ámessýslu rannsak- ar tildrög slyssins en líklegt þykir að þarna hafi hraðakstur átt stóran þátt og er það mildi að ekki fór verr. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir BÁÐIR bílarnir eru mikið skemmdir eftir harðan árekstur á aðalgötu Hveragerðisbæjar. Brunabótafélag íslands Hlutur sameign- arsjóðsins 11,22% HLUTDEILD sameignarsjóðs Eignarhaldsfélagsins Bmnabótafé- lags íslands í eiginfé félagsins var 7,24% í árslok 1994, 9,15% í árslok 1995 og 11,22% um síðustu áramót. Eignarréttindi einstaklinga renna til sameignarsjóðsins við andlát þeirra en eignarréttindi lög- aðila þegar þeir eru ekki lengur skráðir sem slíkir. Þetta kemur fram í svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Péturs H. Blöndal al- þingismanns. Komi til slita sjóðsins renna eignir sameignarsjóðsins til sveit- arfélaga í hlutfalli við brunatrygg- ingargjöld á ákveðnu tímabili. Miðað við það er eignarhlutdeild Akureyrar f sameignarsjóðnum hæst, eða rúm 10,8%, Kópavogur á tæp 8,7% og Reykjanesbær um 7,1%. Næst koma ísafjörður, Vestmannaeyjar, Akranes, Garða- bær og Selfoss. Alls eiga 110 sveitar- og bæj- arfélög hlut í Eignarhaldsfélagi Brunabótafélagsins. Hlutdeild kaupstaða er tæp 76,6%, hreppa tæp 12,2% en sameignarsjóðurinn á afganginn, um 11,22% eins og áður sagði. í svari viðskiptaráð- herra kemur fram að stjórn Bruna- bótafélagsins hafi ekki talið efm til þess þess að birta nákvæma greiningu á eignarhluta hvers sveitarfélags fyrir sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.