Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
h
ERLEIMT
Spillingarrannsókn lokið í ísrael
Verður Netan-
yahu ákærður?
Jerúsalem. Reuter.
ÍSRAELSKA lögreglan hefur lokið
12 vikna langri rannsókn á ásökun-
um um spillingu í ríkisstjórn Benj-
amins Netanyahus, forsætisráðherra
ísraels. Er ekki vitað hvenær skýrsl-
an verður gerð opinber en ísraelskt
dagblað sagði, að hugsanlega yrði
Netanyahu ákærður.
Rannsókn lögreglunnar hefur
snúist um skipan ríkissaksóknara í
ísrael í janúar sl. en því er haldið
fram, að Aryeh Deri, frammámaður
í litlum samstarfsflokki Netanyahus,
hafi komið því til leiðar, að Roni
Bar-On var skipaður í embættið.
Deri á í málaferlum vegna misferlis
og sagt er, að Bar-On hafi átt að
launa honum greiðann með því að
fella niður málið á hendur honum.
Skipan Bar-Ons vakti hins vegar
strax grunsemdir því um það voru
allir sammála, að hann væri óhæfur
sem ríkissaksóknari. Var hann held-
ur ekki í embættinu nema í nokkrar
klukkustundir.
Lögreglan veltir vöngum
Dagblaðið Yedioth Ahronoth sagði
í gær, að lögreglan væri enn að velta
því fyrir sér hvort ákæra ætti Net-
anyahu fyrir sviksemi og fyrir að
bregðast því trausti, sem til hans
væri borið sem forsætisráðherra.
Talsmaður Netanyahus sagði hins
vegar í gær, að hann væri viss um,
að ráðherrann hefði ekkert að óttast.
Oháðri rannsókn vegna fjársöfnunar demókrata hafnað
Repúblikanar æfir
út af ákvörðun Reno
Washingfton. Reuter.
JANET Reno, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, hefur valdið upp-
námi meðal repúblikana með því að
hafna kröfu þeirra um óháða rann-
sókn vegna ásakana um að forystu-
menn demókrata og embættismenn
í Hvíta húsinu hafi safnað fé í kosn-
ingasjóði með óviðurkvæmilegum
hætti fyrir kosningarnar í fyrra.
Reno skrifaði laganefndum
beggja deilda þingsins bréf á mánu-
dag þar sem hún tilkynnti að ekkert
hefði komið fram við rannsókn máls-
ins sem réttlætti að óháðum lög-
manni yrði falið að rannsaka ásakan-
irnar. Þetta er í fjórða sinn á fimm
mánuðum sem Reno hafnar þessari
kröfu.
Bill Clinton forseti og Reno eru
sammála um að óháð rannsókn sé
ástæðulaus þótt fram hafi komið
nýjar upplýsingar um þátt forsetans,
Als Gore varaforseta og landsnefndar
Demókrataflokksins í flársöfnuninni.
Þingmenn repúblikana brugðust
ókvæða við ákvörðun Reno og
nokkrir þeirra kröfðust þess að hún
að stæði fyrir máli sínu á þinginu.
Trent Lott, leiðtogi repúblikana í
öldungadeildinni, sagði ákvörðunina
„óafsakanlega". „Það koma augljós-
lega upp hagsmunaárekstrar þegar
dómsmálaráðherra, sem forsetinn
skipar, er falið að rannsaka hugsan-
leg lögbrot varaforsetans eða ann-
arra háttsettra embættismanna for-
setans,“ sagði hann.
Ekki handbendi forsetans
Repúblikanar hafa mótmælt því
að Reno skuli hafa látið hjá líða að
ræða við þjóðaröryggisráðgjafa for-
setans upplýsingar alríkislögreglunn-
ar FBI um að Kínverjar hafí lagt á
ráðin um að reyna að hafa áhrif á
forseta- og þingkosningarnar í fyrra.
Reno á að koma fyrir þingið í dag
vegna frumvarps um breytingar á
stjórnarskránni til að auka réttindi
fórnariamba glæpa og fjölskyldna
þeirra og líklegt er að repúblikanar
noti tækifærið til að sauma að henni
vegna deilunnar um ijársöfnunina.
Demókratar vísuðu á bug ásök-
unum um að Reno væri handbendi
forsetans. Dick Durbin, þingmaður
demókrata frá Illinois, sagði að Reno
hefði sýnt að hún léti engan ráðsk-
ast með sig. „Hún hefur þegar skip-
að fjóra óháða lögmenn til að rann-
saka mál embættismanna Clintons.
Hún er ekki hrædd við að gera það
þegar ástæða er til.“
Embættismenn í Hvíta húsinu
skýrðu frá því á mánudag að 56
menn, sem hefðu lagt fé í kosninga-
sjóði demókrata, hefðu ferðast í flug-
vél forsetans í boði Clintons á árun-
um 1995-96. A1 Gore hefði einnig
boðið 17 mönnum, sem studdu
demókrata með flárframlögum, í
flugferðir á sama tíma.
Simeon
Reuter
konungur
heimsækir
Búlgaríu
SIMEON II, útlægur konungur
Búlgaríu, kom í gær til heima-
landsins í annað sinn frá því hann
flúði þaðan sem barn árið 1946.
Um 3.000 manns fögnuðu honum
þegar hann kom með flugvél til
bæjarins Veliko Tarnovo, þar sem
hann verður viðstaddur athöfn í
tilefni þess að 118 ár eru liðin frá
því fyrsta stjórnarskrá Búlgaríu
tók gildi. Simeon skoraði á stjórn-
málaöfl í Búlgaríu að mynda
breiðfylkingu eftir kosningarnar,
sem haldnar verða á laugardag.
Hvatti hann kjósendur til að
styðja markaðsumbætur, sem
hann sagði forsendu þess að laða
að erlendar fjárfestingar og
greiða fyrir samruna Búlgaríu við
stofnanir Evrópu. Simeon hefur
búið í Madrid og hefur aldrei af-
salað sér konungdómi. Hann ræð-
ir í dag við Petar Stoyanov for-
seta og snýr síðan aftur til Spán-
ar.
Ríkisstjórn Spánar leggnr fram nýja áætlun um hagvöxt og stöðugleika
Malaga. Mor^unblaðið.
RÍKISSTJORN Spánar hefur kynnt
víðtæka efnahagsáætlun sem ætlað
er að tryggja hagvöxt og stöðugleika
á næstu Jjórum árum. Spænskir
ráðamenn segja að unnt verði að
skapa eina milljón nýrra starfa fram
til ársins 2000 auk þess sem Spán-
veijar muni uppfyila skilyrði þau
sem sett hafa verið varðandi þátt-
töku í Efnahags- og myntbandalagi
Evrópu (EMU). Stjórnarandstaðan
hefur gagnrýnt áætlunina og sakað
ríkisstjóm Jose Maria Aznar, forsæt-
isráðherra Spánar, um biekkingar.
Spænskar hagtölur eru jákvæðar
um þessar mundir og Rodrigo Rato,
fjármálaráðherra Spánar, var léttur
í skapi er hann kynnti hina nýju
„stöðugleika-áæt.lun“ ríkisstjómar-
innar um helgina. Hann kvað öll skil-
yrði vera hagstæð fyrir því að hefja
nýja sókn til að bæta kjör manna á
Spáni. Ráðherrann útskýrði hins veg-
ar ekki nákvæmlega hvemig stjórn-
völd hygðust ná þessu marki.
Ráðherrann kvað áform ríkis-
stjórnarinnar miða að því að ein
milljón nýrra starfa yrði sköpuð á
Spáni á næstu fjórum ámm. Til þess
að þetta mætti verða að veruleika
þyrfti hagvöxtur að verða um 3,2%
á ári. Að auki væri gert ráð fyrir
að halli á rekstri ríkissjóðs myndi
lækka og verða 1,6% af þjóðarfram-
leiðslu og hið sama myndi eiga við
um skuldir ríkisins sem hlutfali af
Heita einni milljón
nýrra starfa á
fjórum árum
þjóðarframleiðslu sem yrðu 65,3%.
Ráðherrann sagði að þessar tölur
ættu að tryggja að Spánveijar yrðu
í hópi stofnríkja EMU, sem verða á
að veruleika í ársbyijun 1999 og er
eitt mikilvægasta stefnumál stjórnar
Jose Maria Aznar. í þeim skilgrein-
ingum um aðild sem ríki Evrópusam-
bandsins hafa samþykkt er m.a.
kveðið á um að hallarekstur ríkisins
sem hlutfall af þjóðarframieiðslu
megi ekki vera meira en 3%.
Opinber framlög óbreytt
Rodrigo Rato fuliyrti að þessum
markmiðum yrði náð án þess að
dregið yrði úr opinberum framlög-
um. Hins vegar væri ráð fyrir því
gert að ákveðin þjónustugjöld hækk-
uðu svo og ótilteknir óbeinir skatt-
ar. Þetta ætti þó ekki við um þjón-
ustugjöld í heilbrigðisþjónustunni.
Stefnan væri hins vegar sú að þeir
sem nýttu sér þjónustu hins opin-
bera greiddu fyrir hana en aðrir ekki.
Samkvæmt áætlun stjórnarinnar
er einnig gert ráð fyrir miklum tekj-
um vegna sölu ríkisfyrirtækja á
næstu árum. Aðrar mikilvægar for-
sendur þessara áforma eru frekari
vaxtalækkanir og hagræðing í
rekstri heilbrigðisþjónustunnar.
Ráðherrann sagði ráðamenn á Spáni
líta svo á að ákveðnir grunnþættir
í rekstri opinberra þjónustufyrir-
tækja þyrftu áfram að vera á hendi
ríkisvaldsins, annað mætti auðveld-
lega einkavæða.
Talsmenn stjórnarandstöðuflokk-
anna hafa gagnrýnt þessa áætlun
um hagvöxt og stöðugleika harðlega.
Talsmenn Sósíalistaflokksins sögðu
hugmyndir þessar „lítt trúverðugar“
þar eð allar útskýringar skorti á því
hvemig þetta mætti verða að raun-
veruleika. Einungis væri vikið að
nauðsyn þess að hefta aukin útgjöld
en þeir liðir snertu einmitt mikilvæg-
ustu þætti velferðarkerfisins, eftir-
laun og heilbrigðis- og menntakerfið.
Joaquin Almunia, talsmaður þing-
flokks sósíalista, fór fram á umræður
um áætlunina á þingi og kvað flokk
sinn reiðubúinn til samstarfs við
stjórnvöld þannig að helstu markmið-
in, sem væru bæði háleit og æskileg,
næðu fram að ganga.
Hinn helsti stjórnarandstöðu-
flokkurinn á Spáni, Vinstrasam-
bandið (Izquierda Unida), var öllu
afdráttarlausari í gagnrýni sinni.
Einn þingmanna flokksins sagði á
laugardag að áætlun stjórnar Azn-
ars forsætisráðherra væri „hrein
blekking" og að hún myndi „á engan
hátt verða til þess að skapa ný störf“.
Ný vinnulöggjöf
Atvinnuleysi er hvergi meira í
aðildarríkjum Evrópusambandsins
(ESB) en á Spáni eða um 22%. Al-
mennt er litið svo á að atvinnuleysið
sé alvarlegasti vandi samfélagsins.
I liðinni viku luku helstu verkalýðsfé-
lög Spánar og samtök atvinnurek-
enda við gerð nýs sáttmála um breyt-
ingar á vinnulöggjöfinni, sem
tryggja á í senn aukinn sveigjanleika
á vinnumarkaði, bætt starfsöryggi
og aukna möguleika ungmenna og
þeirra sem eldri eru en 45 ára. Þess
er vænst að stjórnvöld samþykki
þennan nýja samning formlega í
næsta mánuði með lagasetningu.
Ríkjaráðstefna ESB
Aukaleið-
togafund-
ur í maí
Brussel. Reuter.
MICHEL Barnier, Evrópumálaráð-
herra Frakklands, greindi frá því í
gær að Evrópusambandið, ESB,
myndi boða leiðtoga aðildarríkjanna
til sérstaks fundar 23. maí nk. Mark-
mið fundarins væri að greiða fyrir
niðurstöðu í samningaviðræðunum á
ríkjaráðstefnu sambandsins.
Samningum um endurskoðun
stofnsáttmála sambandsins, sem
staðið hafa yfir frá því ríkjaráðstefn-
an hófst í marz í fyrra, er ætlað að
ljúka á fundi leiðtoga ESB í Amst-
erdam í júní. En lítið hefur miðað í
samkomulagsátt á síðustu vikum,
og orsakast það að hluta til vegna
þess að beðið er úrslita brezku þing-
kosninganna.
Ríkisstjórn brezkra íhaldsmanna
er andvíg mörgum tillögum um
breytingar, sem hugmyndir eru uppi
um í viðræðunum, en í öðrum ESB-
ríkjum vænta menn að stjórn-
arskipti verði í kjölfar kosninganna
og stjórn Verkamannaflokksins
verði jákvæðari í garð breytinga á
stofnsáttmálanum.
♦■■■■♦.■»■
Kabila á
leið til
S-Afríku
i
i
s
L
I
Höfðaborg, Kinshasa. Reuter.
LAURENT Kabila, leiðtogi uppreisn-
armanna í Zaire, kemur senn til Suð-
ur-Afríku til skrafs og ráðagerða við
þarlenda ráðamenn um tilraunir til
þess að semja um pólitíska lausn
borgarastyijaldarinnar í Zaire. Að-
stoðarutanríkisráðherra S-Afríku,
Aziz Pahad, skýrði frá þessu í gær.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna, ítrekaði í gær
hvatningu sína til stríðandi fylkinga
í Zaire um að ganga til friðarvið-
ræðna og sagði hann teldi að það
myndi ekki breyta miklu þótt Mobutu
Sese Seko, forseti landsins, segði af
sér af kröfu uppreisnarmanna.
Pahad sagði að af hálfu s-afrískra
stjórnvalda yrði alls freistað til þess
að stuðla að friði í Zaire. Kyrrt var
í höfuðborginni Kinshasa í gær en
öryggislögregla lokaði helstu götum
sem liggja að háskólum vegna
áforma stúdenta um að efna til mót-
mælagöngu til höfuðs Mobutu Sese
Seko forseta. Verslanir og þjónustu-
fyrirtæki borgarinnar voru lokuð
annan daginn í röð.