Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 23
LISTIR
Ríkis- eða markaðsmenning á tímum aukins niðurskurðar í menningarmálum Evrópubúa?
Stórkostlegt
svæði blandaðr-
ar menningar
Jack Lang, helsti talsmaður evrópskrar og
blandaðrar menningar, hefur áhyggjur af
evrópsku menningarlífi án öflugra opinberra
styrkja og gagnrýnir menningarpólitík hægri
ríkisstjóma sem hann segir snúa baki við
sögunni. Þorri Jóhannsson greinir frá við-
brögðum spænska dagblaðsins E1 Pais við
sjónarmiðum Langs.
JACK Lang
MARGAR ríkisstjórnir Evrópusam-
bandsins eru í niðurskurðarham til
að uppfylla ákvæði Maastrict samn-
ingsins. Þá fylgir kannski óhjá-
kvæmilegur niðurskurður til menn-
ingarmála. Eitt af fyrstu verkum
miðhægristjórnar Spánar var að
skera niður framlag til kvikmynda-
gerðar. Aznar forsætisráðherra telur
að ríkisvaldið ætti ekki að hlutast
til um eða skipta sér af listinni.
Áhorfandinn eða neytandinn sé
æðsti dómari listarinnar. Það er
markaðslögmálið. Spænsk kvik-
myndagerð er í blóma þótt aðsókn
fari minnkandi um leið og hún eykst
á amerískar myndir og eru innlendar
kvikmyndir því mikið auglýstar i
sjónvarpi.
Jack Lang fyrrverandi menning-
armálaráðherra Frakka, skrautijöð-
ur sósíalista og talsmaður evrópskr-
ar menningar, hefur áhyggjur af
þessari þróun. Hann telur markaðs-
lausnir og markaðsbúskap ekki eiga
við í listum.
Lang segist ekki vera að leiðbeina
öðrum en það örlar á frönskum
hroka. Málflutningur hans einkenn-
ist af andstöðu við óheft flæði banda-
rískrar ijöldamenningar en um leið
boðar hann blöndun þjóða og menn-
ingarstrauma. Hann studdi það í
verki í valdatíð sinni og varð leið-
andi í franskri menningarpólitík sem
mennta- og menningarmálaráðherra
og talsmaður ríkisstjórnarinnar.
Hann stóð fyrir öflugu styrktarkerfí
til kvikmyndagerðar er festist í sessi
og núverandi stjórn hefur haldið við.
Hann telur því ástæðu til að gagn-
rýna hina ríkjandi evrópsku hægri
flokka fyrir markaðsmenningarpóli-
tík sína, fyrir að snúa baki við sög-
unni og skilja útundan hin skapandi
öfl, undirstöðu lifandi menningar.
Minnkandi íjárveitingar tii lista
eru að valda menningarlegri afturför
í Evrópu. Þegar Mitterand varð for-
seti 1981, tvöfölduðust fjárveitingar
til menningarmála. Uppskeran varð
augljóst góðæri á öllum sviðum fran-
skra lista. Vegna afskipta og stuðn-
ings hins opinbera. Núna í Evrópu-
sambandslöndunum er stefnan ein-
okun og stöðnun og í mörgum tilvik-
um augljóst undanhald. Lang segir
að undantekningar séu írland og
Portúgal. Ástandið í hinum löndun-
um sé alvarlegt. Hann segir að
slæmar fréttir komi nú frá hinni
nýju mið-hægri stjórn Spánar varð-
andi kvikmyndir. Afleiðingin af því
að blanda saman nýfijálshyggju og
afturhaldsstefnu sé sorgleg. Astæða
sé til að hafa áhyggjur af framtíð
evrópskrar kvikmyndagerðar. Ráð-
herrann fyrrverandi segir ræðurnar
um markaðslega ákvörðun og dóm
almennings vera hátíðlega vitleysu.
Stuðla þarf að n
ýsköpun í listum
Það þarf að stuðla að nýsköpun
í listum og styrkja nýliða og óþekkta
við að birta, kynna og koma á fram-
færi frumraunum sínum, hafa hug-
rekki til að taka áhættu fyrir sköp-
unina því þar sem listaverk og al-
menningur mætast er margt ófyrir-
sjánlegt og óútskýranlegt. Hægri
menn dást alltaf mikið að öllu banda-
rísku en þetta ameríska módel sem
þeir vilja endurspegla gengur ekki í
Evrópu. í Bandaríkjunum eru
kannski gerðar 300 myndir á ári,
þó ná kannski aðeins 50 einhverjum
vinsældum og aðsókn. Einkaiðnað-
urinn getur tekist á við öll þessi
mistök því innanlands-
og tungumálamarkað-
ur þeirra er geysistór
og fjármagnið eftir því.
í Evrópu verða opinber
stjórnvöld að koma í
staðinn og styðja hinn
smáa markað.
Á Spáni hefur und-
anfarið komið fram
gott fólk eins og
Almódovar og Trueba
og frábærir ungir höf-
undar eins og Alex de
la Iglesia. En um leið
og þeir gera kvikmynd-
irnar skapa þeir áhorf-
endur. Því ef fólkið fær
aðeins bandaríska
framieiðslu venst það
henni og vill ekki ann-
að. En verslunarein-
veldið og markaðsal-
ræðið stendur alltaf
með Bandaríkjunum.
Siðferðiskreppa
Evrópu
Það er mjög
heimskulegt að halda
að efnhagslífið og
markaðurinn hafi for-
gang. í dag fullyrðir
Lang að velferðin og
framtíðin velti á þekk-
ingunni, menntuninni
og kúltúrnum. Það er þar sem þarf
að gera stórátak. Evrópa á ekki við
efnahagskreppu að stríða, heldur
siðferðiskreppu. Ráðherrann fyrr-
verandi segir að við hugsum alltof
skammt. Ríkisstjórnirnar hafi sent
út of svartsýn skilaboð um skuldirn-
ar, gjaldþrot velferðarríkisins og
dökka framtíðarsýn um fátækt. Það
er ekki furða að þetta skapi angist
og vonleysi. Það þarf að kenna ung-
mennunum að hinn raunverulegi
auður séu þau sjálf, gáfur þeirra,
framtakssemi og vilji til nýbreytni
eru efnahagur framtíðarinnar. Iðn-
aður morgundagsins byggist á
ímyndunaraflinu sem er hið nýja
eldsneyti. En hinir íhaldssömu koma
hinu gagnstæða á framfæri, skamm-
sýninni. Bretland er mjög gott dæmi
um þessa pólitík. íhaldsmenn trúa á
nútíðina, efnið og peningana. Vinstri
menn horfa til framtíðar, til huga
og anda. í nafni frjálsrar verslunar
hefur menningarpólítík hægri flokk-
anna hamlað víðsýnu og ijölbreyttu
innlendu menningarlífi sem er þver-
sögn því þeir þykjast vera þjóðernis-
sinnaðir. Það er einn þáttur sem
stundum auðgar evrópskar listir en
gerir erfitt fyrir þróun þess sem iðn-
aðar. Það er hin fjölbreytta Evrópa
tungumála og hefða. Spánn með sín-
um mörgu tungumálum er dæmi-
gerður fyrir það.
Ein stór Andalúsía
Lang er heitt í hamsi þegar
minnst er á öfgahægri borgarstjór-
ana í Frakklandi sem í Yolon og
Orange hafa bannað vissar bækur í
bókasöfnum borgarinnar. Allt þetta
kemur mér ekki á óvart því ritskoð-
un er ein af aðferðum nýfasimans.
Borgar- og bæjarstjórar Þjóðfylking-
arinnar eru með falska þjóðernis-
stefnu, þeir telja valið aðeins standa
á milli hins franska og útlenda þeg-
ar það sem er best er blöndunin.
Ég nefni lítið dæmi um blönduna. í
Bretagne eru að koma upp margar
hljómsveitir með keltneskan grunn
undir norðurafrískum áhrifum og
skapa mjög áhugaverða tónlist. Leit
að upprunalegum rótum er mjög góð
en á ekki að þýða að við lokum á
annan kúltúr. Nefnum dæmi um
þegar við tökum upp verstu hliðar
bandarískrar menningar. Við getum
breytt Miðjarðarhafsvæðinu í stór-
kostlegt svæði blandaðrar menning-
ar og fólks og upplifað eina stóra
Andalúsíu. En einmitt á ströndum
Andalúsíu eru stöðvaðir á bátum eða
syndandi tugir Mára á dag sem
borga fyrir það dýrum dómum að
komast í Evrópudýrðina og koma
aftur og aftur.
Lang er kannski einn af þessum
vinstrimönnum sem telja að flytja
eigi þriðja heiminn á Evrópuskag-
ann. Lang segir Barcelona gott
dæmi um hvað þarf að gera. Pasqu-
al Maragall borgarstjóri hefur skap-
að Barcelona sem ekki er aðeins
höfuðborg Katalóníu heldur borg
með evrópskum anda, sem er opin
að‘ Miðjarðarhafinu og heiminum.
Samkvæmt þessu hlýtur hann aðeins
að hafa komið í opinberar heimsókn-
ir þangað því hann minnist ekki á
að búið sé að rífa hálft Barrio Chino,
gamla miðaldarmiðbæinn og gleði-
hverfið sem var m.a annars eitt af
helstu sögusviðum „Dagbóks þjófs“
eftir Jean Genet er var helsta uppá-
hald franskra vinstrimanna. Spurn-
ingin er þó þessi: Eru nefndir á veg-
um ríkisvaldsins hæfari en neytend-
ur til að ákveða hvaða list fái að lifa?
KÓR Bústaðakirkju.
Schubert-tónleikar
í Bústaðakirkju
Siglufjarðar-
bær afhendir
menningar-
verðlaun
Siglufirði. Morgunblaðið.
BÆJARSTJÓRN Sigluíjarðar sam-
þykkti á fundi sínum 10. apríl sl.
að veita Þ. Ragnari Jónassyni
menningarviður-
kenningu Siglu-
fjarðarkaup-
staðar fyrir
fræðistörf. Þ.
Ragnar Jónasson
hefur um ára-
tugaskeið safnað
heimildum úr
sögu Sigluljarð-
arbyggða og á
síðasta ári komu
t.d. út siglfirskar þjóðsögur í sam-
antekt hans.
Meðal verkefna, sem hann hefur
unnið að um árabil, eru skráning
siglfirsks annáls og siglfirskra
sagnaþátta og menningarviður-
kenningunni fylgja starfslaun í
ijóra mánuði til að undirbúa útgáfu
á þeim verkum. Fræðistörf Þ. Ragn-
ars Jónassonar eru mikilvægur
þáttur í skráningu á sögu Siglu-
fjarðar og með þessari viðurkenn-
ingu vill bæjarstjórn Siglufjarðar
þakka honum vel unnin störf og
stuðla að frekari útgáfu á verkum
hans.
í TILEFNI af 200 ára fæðingar-
afmæli Schuberts heldur kór
Bústaðakirkju, ásamt einsöngv-
urum og hjóðfæraleikurum,
Schubert-tónleika fimmtudag-
inn 17. apríl kl. 20.30.
Á efnisskrá verða m.a.: Messa
í g-dúr, einsöngslög og lög úr
Meyjarskemmunni. Einsöngvar-
ar eru Kristín S. Sigtryggsdótir,
Hanna Björk Guðjónsdóttir,
Erla Einarsdóttir, Ólöf Ást-
björnsdóttir, Anna Sigríður
Helgadóttir, Björg Jónsdóttir,
Agnes Krisljónsdóttir, Jóhann
Valdimarsson og Ingólfur
Helgason. Stjórnandi er Guðni
Þ. Guðmundsson.
CLARINS
-----P A R I S-
Clarins snyrtivörukynning í dag frá kl. 13-18.
20% kynningarafsláttur
Sny/tfisto^m ’zééitund
Grænatúni 1, Kópavogi, sími 554 4025.
Þ. Ragnar
Jónasson
Hi tilm?
Fijiiiiiijjj liiiju
Intel triton II VX móðurborð
- Góður grunnur í vélinni fyrir íramtíðar stækkunarmöguleika
Iniel 133 megariða Drgjörvi
- Öflugur Pentiurn örgiörvi sem flýtir tyrír vlð nám og störf
16 mb í innra minni
- Mikið minni tii að geta verið með mörg forrit opin i einu
Ati Mach 64 skiákarl m/2mb í minni
- Geysilega hraðvirkt skjákort sem flýtir fyrir í leikjum og margmiðlun
14 tommu lággeisla litaskjár
- Skýr og góður skjár sem vemdar augun þegar álagið er mikið
128Dmb Duantum harður diskur
- Mikið geymslupláss fyrir vinnugögnin þín
12 hraða gaisladrii
- Hraðvirkustu geisladrifin í dag sem eru frábær f leikjum og margmiðlun
16 bita hliáðkorl
- Kristaltær híjómur við tónlistarhlustun eða leikjaspilun
25 watta hálalarar
- Góðir hátalarar með hljómstyrks- og bassastillingum
_ Windows 95 stýrikerfið uppsatl og á gaisladisk
- Vinsælasta stýrikerfi heims fylgir með á geisladisk og uppsett í vélinni
Jj t l 102 hnappa lyklahorð og 3 hnappa mús
- Frábært lyklaborð frá Digital og straumlinu Genius mús fylgja vélinni
ÍJiJlA/
- Frábaer leikjavél
- Leikir emgöngu á
geisladiskum.
- Gott leikjaúrval
aðeins
kr
!D^c//wwwhilahnirJs
BITölvúr
Gransásvegur 3 -108 Reykjavik
Simi: 588 5900 - Fax : 588 5005
Opnunartimi virka daga : 10:00 -19:00
Opnunariinti laugardaga : 10:00 -16:00