Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Um dánarbætur eftir sjómenn NOKKUR umræða hefur orðið á undan- förnum vikum um dánarbætur eftir sjó- menn sem farast við störf sín. Mér sýnist mikils misskilnings gæta í þessari um- ræðu og tel því brýna nauðsyn bera til þess að gera nánari grein fyrir þeim bótum sem aðstandendur þessara sjómanna eiga rétt á. Um þessar bætur gilda ákvæði í sigl- ingalögum, en þau tóku gildi 1. júlí 1985, sem og ákvæði í kjara- samningum sjómanna en sam- kvæmt þeim voru bæturnar hækk- aðar um 1990. Haustið 1994 skipaði sam- gönguráðherra nefnd til þess að endurskoða ákvæðin sem gilda „um bótarétt sjómanna á íslensk- um skipum vegna lífs- eða líkams- tjóns“. í nefndinni eiga sæti 10 menn og eru þeir fulltrúar ýmissa hagsmunasamtaka sjómanna og útgerðarmanna sem og stofnana sem tengjast öryggis- og trygging- armálum sjómanna. Verkefni nefndarinnar má segja að sé tví- þætt; annars vegar endurskoðun þeirra skaðabótareglna sem gilda á þessu sviði og hins vegar endur- skoðun þeirra bótafjárhæða sem greiðast sjómönnum og aðstand- endum þeirra. Nefndin hefur farið mjög ítarlega yfir bæði sviðin og gert samanburð við aðstæður hjá frændþjóðum okkar að því er varð- ar skaðabótareglurnar og jafn- framt borið saman bætur til sjó- manna í slysatilvikum við bætur annarra stétta. Um bæði þessi svið gildir að tekist er á um fjárhagslega hags- muni þar sem útvíkkun skaðabótaábyrgðar og hækkun bótaíjárhæða leiðir til aukinna út- gjalda fyrir útgerðar- menn. Innan nefndar- innar greinir menn verulega á um hvaða leiðir eigi að fara og þess vegna ákváðu nefndarmenn á síðast- liðnu hausti að láta á það reyna hvort samn- ingsaðilar gætu náð viðunandi lausn um þessi mál í kjarasamn- ingaviðræðum. Eins og flestum er kunnugt hafa þessar viðræður gengið óvenju hægt og á þessari stundu er alls óljóst um Almennt eru dánarbæt- ur úr slysatryggingu sjómanna, segir Bjarni Þórðarson, nokkru hærri en hjá öðrum starfshópum. hugsanlega niðurstöðu um þetta atriði. Nú er rétt að víkja að dánarbót- um í slysatryggingu sjómanna og gera nokkra grein fyrir þeim sem og dánarbótum í atvinnuslysa- tryggingum nokkurra annarra starfshópa. Dánarbætur í slysa- tryggingu sjómanna eru tvískipt- ar; annars vegar er um að ræða svonefnda eingreiðslu og hins veg- ar greiðast mánaðarlegar bætur eða lífeyrir til eftirlifandi maka og barna innan 18 ára aldurs. Eingreiðslan er mismunandi eftir fjölskylduaðstæðum, þ.e. hvort sjómaðurinn er einhleypur, lætur aðeins eftir sig börn 18 ára eða eldri eða lætur eftir sig maka eða börn innan 18 ára aldurs. í síðast- greinda tilvikinu nam eingreiðslan í janúar til marz 1997 um 1.932 þús. kr. Fjárhæðin skiptist milli þessara aðila eins og eftir lög- erfðareglum (en ekki er um arf að ræða og því greiðist ekki erfða- fjárskattur af fjárhæðinni) og nýt- ur sambúðarmaki sama réttar og um hjónaband hefði verið að ræða. Slysatrygging sjómanna er eina slysatrygging starfshóps þar sem bætur greiðast mánaðarlega til aðstandenda. Makinn (sem og sambúðarmaki) fær greiddar kr. 16.514 á mánuði í 3 ár og hvert barn undir 18 ára aldri fær greidd- ar 11.010 kr. á mánuði til 18 ára aldurs. Ef makinn er orðinn 46 ára og hefur ekki barn á fram- færi fær hann lífeyrinn greiddan í 6 ár. Til þess að bera þessar bætur saman við dánarbætur ann- arra starfshópa þarf að núvirða lífeyrisgreiðslurnar og umreikna þær þannig til eingreiðsluígildis. Það er hér gert með 3% vöxtum. Ef við gerum ráð fyrir tveimur börnum, 4 ára og 10 ára, nemur eingreiðsluígildi lífeyrisins 3.021 þús. kr. og dánarbætur alls 4.953 þús. kr. Bætur úr slysatryggingu almennra ASÍ manna mundu við sömu aðstæður nema 2.014 þús. kr. og úr slysatryggingu banka- manna 3.194 þús. kr. Almennt má segja að dánarbætur úr slysa- tryggingu sjómanna séu nokkru hærri en hjá öðrum starfshópum og þeim mun hærri hlutfalislega Bjarni Þórðarson 1 barn 2 börn börn Makalífeyrir frá lífeyrissjóði 60.000 60.000 60.000 Barnalífeyrir frá lífeyrissjóði 5.505 11.010 16.515 Makalífeyrir frá almannatr. (8 ár) 16.514 16.514 16.514 Barnalífeyrir frá almannatryggingum 11.010 22.020 33.030 Makalífeyrir frá slysatryggingu (3 ár) 16.514 16.514 16.514 Barnalífeyrir frá slysatryggingu 11.010 22.020 33.030 Samtals 120.553 148.078175.604 sem börnin eru yngri. Nefndin hefur einnig gert athugun á heild- arbótum til sjómanna og aðstand- enda þeirra en auk þess að eiga rétt til bóta úr slysatryggingu sjó- manna eiga þessir aðilar rétt til bóta frá almannatryggingum, Líf- eyrissjóði sjómanna eða öðrum líf- eyrissjóði svo og í ýmsum tilvikum úr hendi útgerðarmannsins eða ábyrgðartryggjanda hans. Réttur aðstandenda til bóta frá almanna- tryggingum er eins og úr slysa- tryggingu sjómanna að öðru leyti en því að lífeyrir til makans greið- ist í 8 ár en ekki 3 ár. Þessi rétt- ur er eins hjá öllum starfshópum. Réttur til makalífeyris hjá Lífeyr- issjóði sjómanna er tengdur tekj- um sjómannsins og mundi nema um það bil 30% af þeim launum sem iðgjöld voru greidd af. Maka- lífeyrir þessa sjóðs er nokkru hærri en hjá flestum almennum lífeyris- sjóðum, en mestu munar að hann er ótímabundinn, nema þegar mak- inn er yngri en 35 ára og barn- laus. Þá greiðist hann aðeins í 2 ár. Sambúðarmaki nýtur hér ekki sama réttar og maki en í reglu- gerð sjóðsins segir; stjórn sjóðs- ins er heimilt að greiða lífeyri ... til aðila sem sannanlega hefur annast heimili hins látna um langt árabil fyrir andlát hans.“ Hér var áður miðað við a.m.k. 5 ára sam- búð en með breytingunni var gert ráð fyrir að stytta tímann þegar um börn er að ræða í sambúð- inni. Barnalífeyrir sjóðsins er helmingur af þeim lífeyri sem hin- ar stofnanirnar greiða eða 5.505 kr. á mánuði til 18 ára aldurs. í töflunni hér á eftir eru sýndar mánaðarlegar bætur frá þessum þremur stofnunum til þriggja fjöl- skyldna, þ.e. maka með eitt barn, maka með tvö börn og maka með þrjú börn. Þessar bætur koma til viðbótar fyrrgreindri eingreiðslu þ.e. 1.932.000 kr. Gert er ráð fyr- ir að iðgjaldsskyld laun til Lífeyr- issjóðs sjómanna hafi verið um 200.000 kr. á mánuði: (Sjá töflu) Ég hygg að allir geti verið sam- mála um að engin stétt býr við jafn mikla starfsáhættu og sjó- menn. Slysatíðni er miklu meiri við störf á sjó en í landi og munur- inn er mestur að því er varðar dánaráhættu af slysförum en und- anfarin ár hafa 5 til 15 sjómenn farist við störf sín á ári. Menn verða væntanlega aldrei á eitt sáttir um hvaða bætur séu eðlileg- ar við fráfall heimilisföður og fyr- irvinnu. Sú skylda hvílir að sjálf- sögðu á heimilisfeðrum að huga þannig að tryggingamálum fjöl- skyldunnar að við óvænt fráfall hans hvort sem er af slysförum eða öðrum orsökum sé fjölskyldan sæmilega sett fjárhagslega. Því miður virðist sem við Islendingar höfum átt erfitt með að tileinka okkur þessa sjálfsögðu fyrir- hyggju. Fjárhagsvandi eftirlifandi fjölskyldu verður oft sérlega erfið- ur ef fyrirvinna deyr af öðrum ástæðum en slysförum þar sem tryggingabætur eru yfirleitt mun hærri þegar um slys er að ræða. Vonandi lærist okkur að hyggja betur að þessum málum en við höfum almennt gert. Höfundur er tryggingastærðfræðingur og er formaður nefndar til þess að endurskoða ákvæðin um bótarétt sjómanna. Irland: Með pálmann í höndunum „ÍRLAND er ekki til einskis, svo lengi sem synir þess hafa vit á að flýja,“ sagði George Bemard Shaw, Nóbelsverð- launaskáldið, og bjó sjálfur lengstum í London eins og Oscar Wilde, en Samuel Beckett og James Jo- yce bjuggu í París. Þannig var eyjan græna: þjóðskáldin flúðu land eins og fjöl- margir aðrir. Fólkinu fækkaði úr 8 milljón- um fyrir miðja síðustu öld í 3‘/2 milljón nú. Bretum fjölgaði úr 16 milljónum í 58 á sama tíma. Hnignun írlands átti sér skiljan- lega skýringu. írar fylgdu óskyn- samlegri stefnu í efnahagsmálum fyrr á öldinni. Þeir reyrðu efna- hagslíf sitt í alls kyns ljötra, eink- um árin 1930-1960, sem var ein- mitt tími harðsvíruðustu haftanna hér heima, og þeir hlóðu um leið mjög undir ýmsa sérhagsmuna- hópa. Þeir kúguðu hveijir aðra, en skelltu skuldinni á Breta. Þessar heimatilbúnu viðjar hafa reynzt líf- seigar og að sama skapi dýrkeypt- ar. Um langt árabil var öllum far- þegaflugvélum frá Norður-Amer- íku t.d. gert að lenda á Shannon- flugvelli í vesturhluta landsins, margra klukkustunda akstur frá höfuðborginni á aust- urströndinni, fyrir til- stilli heimamanna í nágrenni flugvallar- ins. Þetta átti að tryggja betra jafnvægi í byggð landsins. Ann- að var eftir þessu. Landbúnaður var aðalatvinnuvegur íra lengur en flestra ann- arra þjóða í Evrópu. Bændur drógu mjög úr framsókn íra til nútímalegri atvinnu- hátta. Sveitalífið ein- kenndist af fáfræði, fátækt, íhaldssemi og sundurþykkju auk þrælahalds. Við þetta bættist öflug, íhaldssöm kaþólsk kirkja, sem hefur einnig að ýmsu leyti haft óheilbrigð áhrif á írskt þjóðfé- lag, en hún hefur misst vindinn úr seglunum hin síðustu ár. Um þetta allt er hægt að fjalla feimnis- laust nú, því að írskir nútímasagn- fræðingar hafa rækt skyldur sínar með sóma: þeir hafa umskrifað sögu landsins, svo að margt af því, sem áður var talið gott og gilt, hefur nú verið endurskoðað í ljósi skarpari skilnings á samhengi atburðanna í írskri sögu. Ljóminn er farinn af fortíðinni. írar hafa tekið sig á. Þeir byijuðu að lyfta hömlunum af erlendum og innlend- um viðskiptum upp úr 1960 eins og við Islendingar, en þeir höfðu Með sama áframhaldi, segir Þorvaldur Gylfa- son, verður írland tals- vert auðugra en Bret- land eftir fáein ár. snarari handtök. Þeir gengu þann- ig ótrauðir í Evrópusambandið árið 1973. Þeir hafa notið góðs af því, ekki fyrst og fremst fyrir fátækra- styrkinn, sem þeir hafa fengið (hann hefur numið um 5% af lands- framleiðslu íra síðustu ár), heldur öllu fremur fyrir skjólið, sem aðild- in að Sambandinu veitti þeim til að hrinda ýmsum nauðsynlegum umbótum í framkvæmd og opna hagkerfið út á við. frum hefur tek- izt að auka útflutning sinn til mik- illa muna. Árið 1960 nam útflutn- ingur á vörum og þjónustu frá ír- landi tæpum þriðjungi af lands- framleiðslu. Árið 1994 hafði út- flutningshlutfallið ríflega tvöfald- azt og var komið upp fyrir tvo þriðju af landsframleiðslu. Til sam- anburðar hefur hlutfall útflutnings af landsframleiðslu okkar íslend- inga staðið nokkurn veginn í stað, nálægt þriðjungi, siðan 1945. En Irar íétu þetta ekki nægja. Þeim hefur einnig tekizt að laða erlenda fjárfestingu til landsins í stórum stíl, m. a. með skattaív- ilnunum handa erlendum fjárfest- Þorvaldur Gylfason um. Þetta hefur skilað sér í miklum hagvexti. Einmitt þetta hefur okk- ur íslendingum því miður mistek- izt: við höfum beinlínis flæmt er- lenda fjárfesta frá okkur, ýmist óvart eða vísvitandi, ef frá eru talin fáein stóriðjufyrirtæki. Okkur þykir sjálfsagt að flytja út vörur og þjónustu, en fjármagn (þ. e. hlutabréf í fyrirtækjum) höfum við ekki viljað flytja út að neinu ráði af ótta við erlend yfirráð, heldur höfum við steypt okkur í skuldir. Hvað um það, erlend fjárfesting hefur ásamt öðru gert írland að stórveldi í hugbúnaðarframleiðslu. Irar eru nú sagðir framleiða um 60% af öllum viðskiptahugbúnaði í Evrópu og um 40% af öllum eink- atölvuhugbúnaði. Ungt fólk, sem var áður ein helzta útflutningsvara írlands, streymir nú aftur heim. Þjóðarframleiðsla á mann á írlandi hefur vaxið um 5'/2% á ári síðan um miðjan síðasta áratug. Þetta er mikill vöxtur og dugir til að tvöfalda tekjur á mann á aðeins 13 árum. Einmitt þetta hefur írum tekizt. Einn liður umskiptanna á írlandi var umbylting í menntamálum, ekki sízt til sveita. Bömum á bæj- unum var gert kleift að ganga í skóla, m.a. með því að koma á greiðum samgöngum á milli stijálla bændabýla og héraðsskóla. Margir þeirra, sem vinna nú fyrir háum launum við hugbúnaðar- framleiðslu og ýmiss konar þjón- ustu í Dublin og öðrum borgum og bæjum, hefðu ella setið eftir í sveitinni við hin kröppustu kjör. írar laða einnig til sín erlenda ferðamenn í stórum stíl, eða um 4‘/2 milljón manns á ári, langt umfram eigin fólksfjölda. í fyrra, 1996, gerðist svo það, sem margir írar hafa beðið eftir með óþreyju: þjóðarframleiðsla á mann á írlandi fór fram úr fram- leiðslu á mann á Bretlandi (á svo nefndan kaupmáttarkvarða, sem er skársti mælikvarðinn á lífskjör fólks; þessar tölur er að finna í nýrri skýrslu frá Evrópusamband- inu). írland - gamla fátæktarbæl- ið! - er sem sagt komið upp fyrir móðurlandið og þá um leið komið upp fyrir meðaltal Sambandsland- anna. Með sama áframhaldi verð- ur írland orðið talsvert auðugra en Bretland eftir fáein ár, því að hagvöxturinn á írlandi hefur verið og er enn miklu örari en handan við sundið. Á hinn bóginn hefur Bretum tekizt að bæta vinnu- markað sinn með því m.a. að leysa hann úr viðjum voldugra hags- munasamtaka og draga með því móti mjög úr atvinnuleysi. írar eiga þetta eftir og búa því enn við mikið atvinnuleysi. írland minnir okkur á, að mikill hagvöxt- ur er engin trygging fyrir fullri atvinnu, ef vinnumarkaðurinn er eftir sem áður ófrjáls og háður alls kyns hömlum. Það hefur verið sagt um íra, að þeir séu friðlausir, nema þeir eigi í ófriði. írska efnahagsundrið getur á hinn bóginn skapað skilyrði til þess að stilla loksins til friðar í landinu. Það er skiljanlegt, að Norður-írum hafi hingað til ekki þótt fýsilegt að segja skilið við Bretland og láta innlima sig í írska lýðveldið, miklu fátækara land. En nú er dæmið sem sagt að snúast við. Ef svo fer sem horfir, getur þess verið tiltölulega skammt að bíða, að Norður-írum snúist hug- ur, þegar þeir íhuga sameiningu við nýtt, auðugt írland. Þá fjölgar Irum á einu bretti úr 3'/2 milljón í 5. Höfundur er prófessor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.