Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 13 AKUREYRI LANDIÐ Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson yERÐLAUNAHAFAR í ritgerðarsamkeppni, við hlið Trausta Ólafssonar leikhússtjóra er Eva Heiða Önnudóttir, þá Sigríður Eysteinsdóttir og Ásgeir T. Ingólfsson við hlið Ólafs Ragnarsson- ar frá bókaforlaginu Vöku-Helgafelli. V erðlaunaritgerðir um Vefarann í TENGSLUM við sýningu Leikfélags Akureyrar á Vef- aranum mikla frá Kasmír efndu Leikfélagið og bókafor- Iagið Vaka-Helgafell til rit- gerðarsamkeppni meðal nem- enda í framhaldsskólum um þetta tímamótaverk Nóbels- skáldsins. Verðlaun fyrir bestu ritgerðirnar voru veitt í hófi að frumsýningu lokinni. Trausti Ólafsson leikhús- stjóri sagði að ritgerðirnar sem bárust hefðu fallið í þrjá efnisflokka. Dómnefnd hefði ákveðið að veita þrenn jöfn verðlaun fyrir þær ritgerðir sem bestar þóttu í hverjum þessara flokka en raða verð- launahöfum ekki í verðlauna- sæti. Verðlaunin voru drjúg- ur pakki af skáldverkum Halldórs Laxness, sem Ólafur Ragnarsson hjá Vöku-Helga- felli afhenti verðlaunahöfum. Trausti sagði að í einum flokki ritgerða hefðu verið hefðbundnar heimildarit- gerður um skáldverkið. Best í þeim flokki hefðu talist rit- gerðin Um Vefarann mikla frá Kasmír eftir Halldór Lax- ness, en höfundur hennar reyndist vera Sigríður Ey- steinsdóttir, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. í öðrum flokki reyndust að sögn Trausta sendibréf af ýmsu tagi sem persónur sög- unnar eru látnar skrifa. Best þessara bréfa hefði talist Bréf úr klaustri, sendibréf sem Steinn Elliði er látinn skrifa föður Alban, aldraður maður í klaustri í Róm. Höfundur reyndist Eva Heiða Önnudótt- ir, nemandi í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Þriðji flokkur ritgerðanna voru vangaveltur út af ein- hverri grunnhugmynd í Vef- aranum og þar taldi dóm- nefndin besta verkið Sam- genglar, ritgerð um Vefarann mikla frá Kasmír. Trausti sagði að þar tæki höfundur þýðingu Laxness á ljóði Hei- nes, Samgeinglar, og sýndi fram á það á frumlegan, skemmtilegan og athyglis- verðan hátt hvernig Ijóðið endurspeglar bókina og Steinn Elliði kemur fram í hverjum hluta bókarinnar sem tvífari þess Steins sem á und- an er kominn. Höfundur reyndist Asgeir T. Ingólfsson nemandi við Menntaskólann á Akureyri. Ráðstefnan Landgræðsla á tímamótum Ný landgræðslu- áætlun kynnt TÍMAMÓT eru í sögu landgræðslu á íslandi í ár en 90 ár eru liðin frá því Landgræðsla ríkisins hóf starf- semi sína. Af því tilefni verður haldin ráðstefna á Hótel KEA næstkomandi föstudag, 18. apríl, undir yfirskriftinni „Landgræðsla á tímamótum". Meginefni ráðstefnunnar er að kynna nýja landgræðsluáætlun sem unnið verður eftir á komandi árum en auk þess verður fjallað um sögu landgræðslu á Islandi og landgræðslustarfið frá ýmsum hliðum. Kynntar verða breyttar forsendur í ljósi nýrrar þekkingar á jarðvegsrofi og rætt verður um þátttöku landsmanna í land- græðslustarfinu. Alþjóðleg viðhorf í ljósi þess hve alþjóðlegar skuldbindingar hafa mikil áhrif á alla umgengni við náttúruna verð- ur einnig Qallað um alþjóðleg við- horf og samninga á sviði land- græðslu og sjálfbæra þróun og sið- fræði landnýtingar. í tilefni af ráðstefnunni verður undirrituð yfirlýsing um samstarf Landgræðslunnar, Olís og Akur- eyrarbæjar um uppgræðsluátak í Glerárdal. Áætlað er að verkefninu ljúki árið 2000. Matvælakynning Einnig verður efnt til kynningar á matvælaframleiðslu fyrirtækja við Eyjafjörð og fyrirtækjum og stofnunum gefinn kostur á að kynna starfsemi sína og einstök verkefni er tengast landgræðslu og umhverfismálum í sérstökum sýningarbásum sem settir verða upp á ráðstefnustað. Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, heiðrar sam- komuna með nærveru sinni. Land- græðsla ríkisins, Landbúnaðar- ráðuneytið og Háskólinn á Akur- eyri efna til ráðstefnunnar. Landsí maþj ónustan lögð niður á ísafirði ísafirði - Þeir sem notfæra sér landsímaþjónustu Pósts og síma hf. á Isafirði mega eiga von á því á næstunni að ókunnar raddir svari þegar hringt er í númerið 119. Unnið er að því að leggja þessa þjónustu niður á ísafirði og verður hún framvegis rekin úr Reykjavík en í staðinn verður upplýsingaþjón- usta fyrir Vestfirði í númerinu 118. „Við miðuðum að því að þessar breytingar yrðu yfirstaðnar á mánudag en tæknilega gekk það ekki upp og þess vegna er þetta ekki komið í gagnið. Ég á von á að tæknimálin leysist fljótlega og þá verður þessu breytt,“ sagði Sveinbjörn Björnsson hjá þjónustu- miðstöð Pósts og síma hf. í samtali við blaðið. „Það kemur maður í manns stað og breytingin er raunverulega fólg- in í því að dömurnar í Reykjavík svara í staðinn fyrir dömurnar hér. Ég vona að þær fyrir sunnan veiti ekki verri þjónustu. Það er nú samt svo að þjónustan verður oft öðru- vísi og persónulegri þegar fólk þekkist," sagði Sveinbjörn aðspurð- ur um hvort fólk ætti ekki eftir að sakna ísfirsku raddanna á land- símanum. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir NOKKRIR íbúar Fljótsdalshéraðs fengu viðurkenningu fyrir gott framtak. Þeir tóku við viðurkenn- ingunum úr hendi formanns félagsins, Philip Vogler. Einstaklingar verðlaunaðir fyrir gott framtak Egilsstöðum - Framfarafélag Fljótsdalshéraðs viðurkenndi 10 aðila fyrir gott framtak á sviði menningarmála, atvinnu- mála og umhverfis og ferða- mála. Viðurkenningarnar voru afhentar á hátíðardagskrá árs- hátíðar Harmóníkufélags Hér- aðsbúa. Framfarafélag Fljótsdalshér- aðs er 10 ára á þessu ári og vildi af því tilefni vekja athygli á þeim einstaklingum sem hafa lagt sig fram við eitthvert mál- efni og unnið að því af alúð. Alls komu um 50 tilnefningar og voru 10 valdar þar úr. Þeir sem hlutu viðurkenn- Viðurkenning- ar Heilbrigðis- eftirlits Suð- urlands Selfossi - Á aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem haldin var að Hótel Geysi 4.-5. apríl sl., veitti Heilbrigðiseftir- lit Suðurlands viðurkenningar til nokkurra fyrirtækja sem skara fram úr varðandi um- hverfis- og heilbrigðisþætti. í ár voru tilnefndir til viður- kenninga um 20 aðilar, af þeim 630 sem njóta þjónustu Heil- brigðiseftirlitsins, 9 aðilar hlutu viðurkenningu. Að þessu sinni var það matvælafram- leiðsla og ferðaþjónusta í byggð og á hálendinu ásamt fleirum sem hlutu þessar viðurkenning- ar. í matvælageiranum var það Sláturfélag Suðurlands sem hlaut viðurkenningu vegna margvíslegra úrbóta á slátur- húsi fyrirtækisins, bæði á vett- fangi umhverfismála og vegna innanhúsframkvæmda. í ferðaþjónustunni hlutu ingar voru; á sviði menningar- mála: Kristján Gissurarson, Eiðum, fyrir störf að tónlistar- málum, kórstarf, svo og störf að málefnum fatlaðra. Árni Isleifsson, Egilsstöðum, fyrir Djasshátíð Egilsstaða, tónlist- arkennslu og kórstarf. Krist- rún Jónsdóttir, Egilsstöðum, fyrir leiklistarstarf barna og unglinga í Leikfélagi Fljóts- dalshéraðs. Fyrir atvinnumál: Helgi Arngrímsson og Bryndís Snjólfsdóttir, Borgarfirði eystra. Hlynur Halldórsson og Edda Björnsdóttir, Miðhúsum, Egilsstöðum, og Sveinn Jóns- son, Egilsstöðum. Fyrir um- hverfis- og ferðamál: Eysteinn Einarsson, Tjarnarlandi, fyrir frumkvæði og góða fram- kvæmd sorpeyðingarmála. Jón Hallgrímsson, MælivöIIum, Jökuldal, fyrir uppgræðslu lands. Vernharður Vilhjálms- son og Anna Birna Snæþórs- dóttir, Möðrudal, fyrir örygg- ismál ferðamanna á Möðru- dalsöræfum. Sérstaka viður- kenningu fengu Eymundur Magnússon og Kristbjörg Kristmundsdóttir, Vallanesi, fyrir nýjungar á sviði landbún- aðar, en þau voru erlendis og gátu því ekki tekið við viður- kenningunni. Morgunblaðið/Sig. Fannar. FRÁ verðlaunaafhendingu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 1997. eftirtalin fyrirtæki viðurkenn- ingu : Mosfell á Hellu, Leiru- bakki í Holta- og Landsveit, Rangárvallarhreppur, Hótel Versalir á Sprengisandi, Ferða- félag Islands vegna hálendis- skála í Nýjadal á Sprengisandi, Vestur Eyjafjallahreppur vegna Hamragarða, og Sérleyf- isbílar Selfoss. Hitaveita Reykjavíkur hlaut einnig verð- laun vegna Nesjavalla í Grafn- ingshreppi. Þeim Guðmundi Inga Gunn- laugssyni sveitarstjóra og for- manni SASS og ísólfi Gylfa Pálmasyni, fyrrverandi sveitar- stjóra í Hvolhreppi og núver- andi þingmanni, voru færðar kveðjur og þakkir fyrir sinn þátt í uppbyggingu Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.