Morgunblaðið - 16.04.1997, Síða 13

Morgunblaðið - 16.04.1997, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 13 AKUREYRI LANDIÐ Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson yERÐLAUNAHAFAR í ritgerðarsamkeppni, við hlið Trausta Ólafssonar leikhússtjóra er Eva Heiða Önnudóttir, þá Sigríður Eysteinsdóttir og Ásgeir T. Ingólfsson við hlið Ólafs Ragnarsson- ar frá bókaforlaginu Vöku-Helgafelli. V erðlaunaritgerðir um Vefarann í TENGSLUM við sýningu Leikfélags Akureyrar á Vef- aranum mikla frá Kasmír efndu Leikfélagið og bókafor- Iagið Vaka-Helgafell til rit- gerðarsamkeppni meðal nem- enda í framhaldsskólum um þetta tímamótaverk Nóbels- skáldsins. Verðlaun fyrir bestu ritgerðirnar voru veitt í hófi að frumsýningu lokinni. Trausti Ólafsson leikhús- stjóri sagði að ritgerðirnar sem bárust hefðu fallið í þrjá efnisflokka. Dómnefnd hefði ákveðið að veita þrenn jöfn verðlaun fyrir þær ritgerðir sem bestar þóttu í hverjum þessara flokka en raða verð- launahöfum ekki í verðlauna- sæti. Verðlaunin voru drjúg- ur pakki af skáldverkum Halldórs Laxness, sem Ólafur Ragnarsson hjá Vöku-Helga- felli afhenti verðlaunahöfum. Trausti sagði að í einum flokki ritgerða hefðu verið hefðbundnar heimildarit- gerður um skáldverkið. Best í þeim flokki hefðu talist rit- gerðin Um Vefarann mikla frá Kasmír eftir Halldór Lax- ness, en höfundur hennar reyndist vera Sigríður Ey- steinsdóttir, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. í öðrum flokki reyndust að sögn Trausta sendibréf af ýmsu tagi sem persónur sög- unnar eru látnar skrifa. Best þessara bréfa hefði talist Bréf úr klaustri, sendibréf sem Steinn Elliði er látinn skrifa föður Alban, aldraður maður í klaustri í Róm. Höfundur reyndist Eva Heiða Önnudótt- ir, nemandi í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Þriðji flokkur ritgerðanna voru vangaveltur út af ein- hverri grunnhugmynd í Vef- aranum og þar taldi dóm- nefndin besta verkið Sam- genglar, ritgerð um Vefarann mikla frá Kasmír. Trausti sagði að þar tæki höfundur þýðingu Laxness á ljóði Hei- nes, Samgeinglar, og sýndi fram á það á frumlegan, skemmtilegan og athyglis- verðan hátt hvernig Ijóðið endurspeglar bókina og Steinn Elliði kemur fram í hverjum hluta bókarinnar sem tvífari þess Steins sem á und- an er kominn. Höfundur reyndist Asgeir T. Ingólfsson nemandi við Menntaskólann á Akureyri. Ráðstefnan Landgræðsla á tímamótum Ný landgræðslu- áætlun kynnt TÍMAMÓT eru í sögu landgræðslu á íslandi í ár en 90 ár eru liðin frá því Landgræðsla ríkisins hóf starf- semi sína. Af því tilefni verður haldin ráðstefna á Hótel KEA næstkomandi föstudag, 18. apríl, undir yfirskriftinni „Landgræðsla á tímamótum". Meginefni ráðstefnunnar er að kynna nýja landgræðsluáætlun sem unnið verður eftir á komandi árum en auk þess verður fjallað um sögu landgræðslu á Islandi og landgræðslustarfið frá ýmsum hliðum. Kynntar verða breyttar forsendur í ljósi nýrrar þekkingar á jarðvegsrofi og rætt verður um þátttöku landsmanna í land- græðslustarfinu. Alþjóðleg viðhorf í ljósi þess hve alþjóðlegar skuldbindingar hafa mikil áhrif á alla umgengni við náttúruna verð- ur einnig Qallað um alþjóðleg við- horf og samninga á sviði land- græðslu og sjálfbæra þróun og sið- fræði landnýtingar. í tilefni af ráðstefnunni verður undirrituð yfirlýsing um samstarf Landgræðslunnar, Olís og Akur- eyrarbæjar um uppgræðsluátak í Glerárdal. Áætlað er að verkefninu ljúki árið 2000. Matvælakynning Einnig verður efnt til kynningar á matvælaframleiðslu fyrirtækja við Eyjafjörð og fyrirtækjum og stofnunum gefinn kostur á að kynna starfsemi sína og einstök verkefni er tengast landgræðslu og umhverfismálum í sérstökum sýningarbásum sem settir verða upp á ráðstefnustað. Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, heiðrar sam- komuna með nærveru sinni. Land- græðsla ríkisins, Landbúnaðar- ráðuneytið og Háskólinn á Akur- eyri efna til ráðstefnunnar. Landsí maþj ónustan lögð niður á ísafirði ísafirði - Þeir sem notfæra sér landsímaþjónustu Pósts og síma hf. á Isafirði mega eiga von á því á næstunni að ókunnar raddir svari þegar hringt er í númerið 119. Unnið er að því að leggja þessa þjónustu niður á ísafirði og verður hún framvegis rekin úr Reykjavík en í staðinn verður upplýsingaþjón- usta fyrir Vestfirði í númerinu 118. „Við miðuðum að því að þessar breytingar yrðu yfirstaðnar á mánudag en tæknilega gekk það ekki upp og þess vegna er þetta ekki komið í gagnið. Ég á von á að tæknimálin leysist fljótlega og þá verður þessu breytt,“ sagði Sveinbjörn Björnsson hjá þjónustu- miðstöð Pósts og síma hf. í samtali við blaðið. „Það kemur maður í manns stað og breytingin er raunverulega fólg- in í því að dömurnar í Reykjavík svara í staðinn fyrir dömurnar hér. Ég vona að þær fyrir sunnan veiti ekki verri þjónustu. Það er nú samt svo að þjónustan verður oft öðru- vísi og persónulegri þegar fólk þekkist," sagði Sveinbjörn aðspurð- ur um hvort fólk ætti ekki eftir að sakna ísfirsku raddanna á land- símanum. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir NOKKRIR íbúar Fljótsdalshéraðs fengu viðurkenningu fyrir gott framtak. Þeir tóku við viðurkenn- ingunum úr hendi formanns félagsins, Philip Vogler. Einstaklingar verðlaunaðir fyrir gott framtak Egilsstöðum - Framfarafélag Fljótsdalshéraðs viðurkenndi 10 aðila fyrir gott framtak á sviði menningarmála, atvinnu- mála og umhverfis og ferða- mála. Viðurkenningarnar voru afhentar á hátíðardagskrá árs- hátíðar Harmóníkufélags Hér- aðsbúa. Framfarafélag Fljótsdalshér- aðs er 10 ára á þessu ári og vildi af því tilefni vekja athygli á þeim einstaklingum sem hafa lagt sig fram við eitthvert mál- efni og unnið að því af alúð. Alls komu um 50 tilnefningar og voru 10 valdar þar úr. Þeir sem hlutu viðurkenn- Viðurkenning- ar Heilbrigðis- eftirlits Suð- urlands Selfossi - Á aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem haldin var að Hótel Geysi 4.-5. apríl sl., veitti Heilbrigðiseftir- lit Suðurlands viðurkenningar til nokkurra fyrirtækja sem skara fram úr varðandi um- hverfis- og heilbrigðisþætti. í ár voru tilnefndir til viður- kenninga um 20 aðilar, af þeim 630 sem njóta þjónustu Heil- brigðiseftirlitsins, 9 aðilar hlutu viðurkenningu. Að þessu sinni var það matvælafram- leiðsla og ferðaþjónusta í byggð og á hálendinu ásamt fleirum sem hlutu þessar viðurkenning- ar. í matvælageiranum var það Sláturfélag Suðurlands sem hlaut viðurkenningu vegna margvíslegra úrbóta á slátur- húsi fyrirtækisins, bæði á vett- fangi umhverfismála og vegna innanhúsframkvæmda. í ferðaþjónustunni hlutu ingar voru; á sviði menningar- mála: Kristján Gissurarson, Eiðum, fyrir störf að tónlistar- málum, kórstarf, svo og störf að málefnum fatlaðra. Árni Isleifsson, Egilsstöðum, fyrir Djasshátíð Egilsstaða, tónlist- arkennslu og kórstarf. Krist- rún Jónsdóttir, Egilsstöðum, fyrir leiklistarstarf barna og unglinga í Leikfélagi Fljóts- dalshéraðs. Fyrir atvinnumál: Helgi Arngrímsson og Bryndís Snjólfsdóttir, Borgarfirði eystra. Hlynur Halldórsson og Edda Björnsdóttir, Miðhúsum, Egilsstöðum, og Sveinn Jóns- son, Egilsstöðum. Fyrir um- hverfis- og ferðamál: Eysteinn Einarsson, Tjarnarlandi, fyrir frumkvæði og góða fram- kvæmd sorpeyðingarmála. Jón Hallgrímsson, MælivöIIum, Jökuldal, fyrir uppgræðslu lands. Vernharður Vilhjálms- son og Anna Birna Snæþórs- dóttir, Möðrudal, fyrir örygg- ismál ferðamanna á Möðru- dalsöræfum. Sérstaka viður- kenningu fengu Eymundur Magnússon og Kristbjörg Kristmundsdóttir, Vallanesi, fyrir nýjungar á sviði landbún- aðar, en þau voru erlendis og gátu því ekki tekið við viður- kenningunni. Morgunblaðið/Sig. Fannar. FRÁ verðlaunaafhendingu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 1997. eftirtalin fyrirtæki viðurkenn- ingu : Mosfell á Hellu, Leiru- bakki í Holta- og Landsveit, Rangárvallarhreppur, Hótel Versalir á Sprengisandi, Ferða- félag Islands vegna hálendis- skála í Nýjadal á Sprengisandi, Vestur Eyjafjallahreppur vegna Hamragarða, og Sérleyf- isbílar Selfoss. Hitaveita Reykjavíkur hlaut einnig verð- laun vegna Nesjavalla í Grafn- ingshreppi. Þeim Guðmundi Inga Gunn- laugssyni sveitarstjóra og for- manni SASS og ísólfi Gylfa Pálmasyni, fyrrverandi sveitar- stjóra í Hvolhreppi og núver- andi þingmanni, voru færðar kveðjur og þakkir fyrir sinn þátt í uppbyggingu Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.