Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 29
AÐSENDAR GREINAR
Fæðingarheimili -
Hagkvæmni og öryggi
Árdís Helga
Ólafsdóttir Gottfreðsdóttir
NÝLEGA hafa borgarfulltrú-
arnir Árni Sigfússon og Pétur
Jónsson skipst á skoðunum um
ástæður fyrir lokun Fæðingar-
heimilis Reykjavíkur. Skoðana-
skiptin hafa aðallega gengið út á
það hver eigi sök á þeim óheilla-
sporum sem stigin hafa verið í
þjónustu við fæðandi konur. Óþarft
ætti að vera að eyða miklu púðri
í þá þrætubók því staðreyndin er
að sjálfsögðu sú að engu máli hef-
ur skipt fyrir fæðandi konur hvor
meirihlutinn hefur ríkt í borg-
arstjórn, starfsemi Fæðingar-
heimiiisins heyrir sögunni til.
Á íslandi fara næstum allar
fæðingar nú fram innan sjúkra-
húsa. Þróunin hefur verið sú að
fæðingarstöðum hefur fækkað
jafnt og þétt undanfarin ár úti á
landsbyggðinni og meirihluti fæð-
inga á Islandi fer nú fram á
kvennadeild Landspítalans. Fæð-
ingarheimili Reykjavíkur var rekið
síðustu starfsár þess sem hluti af
kvennadeild Landspítala og var
endanlega lokað fyrir tæpum
tveimur árum. Það hafði þá átt
undir högg að sækja í mörg ár.
Hveijar eru hinar raunverulegu
ástæður sem lágu að baki lokun
Fæðingarheimilisins og af hveiju
var sú lokun óheillaspor?
Allar fæðingar á
sjúkrahús?
Skýring stjómenda kvennadeild-
ar Landspítalans á lokun Fæð-
ingarheimilisins sem fjölmiðlar
hafa greint frá er að rekstrarkostn-
aður hafi verið of mikill og ekki
hafi fengist nægar
fjárveitingar til starf-
seminnar. Einnig hef-
ur því verið haldið
fram að öryggi kvenna
sem fæða utan sjúkra-
stofnana sé ekki
tryggt. Hér verður far-
ið nokkrum orðum um
þennan málflutning.
Öryggi tengt barns-
burði er afstætt og
skilgreint á mismun-
andi hátt bæði af hálfu
einstaklinga og samfé-
laga. Margar rann-
sóknir sem gerðar
hafa verið varðandi
fæðingar á mismun-
andi stöðum hafa sýnt fram á að
útkoma hjá konum með fáa
áhættuþætti er síst betri fari fæð-
ingin fram á sjúkrahúsi. Nýleg
bresk rannsókn sýndi að þrátt fyr-
ir að engin aukning hefði orðið á
fæðingum á sjúkrahúsum þar frá
1980, hefði ungbarnadauði minnk-
að um 29%. Þetta sýnir að aðrir
þættir en fæðingarstaður skipta
þarna höfuðmáli. í Hollandi er
hugmyndafræði er varðar barns-
fæðingar önnur en í mörgum vest-
rænum löndum. Þar fæða 30-40%
kvenna heima og eru heimafæð-
ingar því viðurkenndur valkostur
þar. Rannsókn sem gerð var í
Hollandi árið 1992 leiddi í ljós að
útkoma fæðinga í heimahúsum var
betri en á sjúkrahúsum og er þá
miðað við dánartíðni annars vegar
og sköddun við barnsburð hins
vegar. í þekktri bandarískri rann-
sókn sem gerð var á árunum
1985-87 var fylgst með konum
með fáa áhættuþætti, sem fæddu
á fæðingarheimilum, og þær born-
ar saman við sambærilegan hóp
sem fæddi á sjúkrahúsum. Nið-
urstöður sýndu að öryggi var fylli-
lega sambærilegt hjá báðum
hópunum. í skýrslu sem gefin var
út af breska heilbrigðisráðuneytinu
1992, og fjallar m.a. um skipulag
þjónustu fyrir fæðandi konur, er
niðurstaðan að sú stefna að beina
öllum fæðingum inn á sjúkrahús
sé alls ekki réttlætanleg þegar ör-
yggi í fæðingu er lagt til grundvall-
ar.
Fæðingarheimili er
góður kostur
í nágrannalöndum okkar hefur
þróunin undanfarin ár verið sú að
bjóða konum í eðlilegri meðgöngu
og fæðingu upp á ýmsa valkosti á
borð við heimafæðingar eða fæð-
ingar á fæðingarheimilum, sem
ýmist eru rekin innan sjúkrahúsa
eða sem sjálfstæðar stofnanir. Í
Bandaríkjunum hefur rekstur fæð-
ingarheimila utan sjúkrahúsa sums
staðar verið studdur af viðkomandi
heilbrigðisyfirvöldum, einmitt
vegna þess að rannsóknir hafa
Fæðingarheimilið var
öruggur og góður kost-
ur. Árdís Ólafsdóttir
og Helga Gottfreðs-
dóttir telja lokun heim-
ilisins óheillaspor.
sýnt fram á lægri kostnað slíkra
heimila og að minnsta kosti sam-
bærilegt öryggi. Umdeild notkun
á tækni og inngripum við eðlilegar
fæðingar eru þar sagðar ein meg-
inástæða mikils kostnaðar á há-
tæknisjúkrahúsum. Víða hefur ver-
ið farin sú leið að fæðingarheimili
eru mönnuð og rekin eingöngu af
ljósmæðrum vegna þess að óþarft
þykir að hafa lækna á vakt þar
sem eingöngu fara fram eðlilegar
fæðingar. Þar er þjónustan sniðin
að þörfum þeirra sem hana þiggja.
Vert er að velta fyrir sér hvort
bakvaktir lækna fyrir 1-2 fæðing-
ar á sólarhring hafi verið nauðsyn-
legar á Fæðingarheimili Reykja-
víkur, sem staðsett var í næsta
nágrenni við Landspítalann. Góðar
viðtökur kvenna þegar Fæðingar-
heimilið var starfrækt í u.þ.b. 6
mánuði árið 1995 (að ekki sé talað
um öll árin þar á undan) sýna að
konur kunnu vel að meta þann
valkost. Öll aðstaða var þar eins
og best varð á kosið enda hafði
miklu fé verið varið í endurbætur
húsnæðisins.
Hvert
stefnir?
Hin mikla umræða um sparnað
í heilbrigðiskerfinu undanfarin ár
vekur upp þá spurningu hvort ekki
sé skynsamlegt að móta einhveija
viðunandi stefnu varðandi fæðing-
arþjónustu og nýta okkur þá þekk-
ingu, sem til er um kostnað og
öryggi hinna ýmsu möguleika í
fæðingarþjónustu.
Að okkar mati hefði verið eðli-
legra og hagkvæmara að halda
rekstri Fæðingarheimilis Reykja-
víkur áfram og leita fremur leiða
til að lækka kostnað við þjón-
ustuna þar í stað þess að leggja
hana niður. Það er ekki til góðs
að hafa einn fæðingarstað á svo
stóru svæði sem kvennadeildin
þjónar. Afleiðingin er sú, sem raun
ber vitni, að konur eiga fárra
kosta völ og hvorki gætir teljandi
samkeppni né gagnrýni á það sem
þar fer fram. Hér verður þó ekki
gert lítið úr þróunarstarfi kvenna-
deildar Landspítalans, t.d. hinni
svonefndu MFS (meðganga-fæð-
ing-sængurlega) einingu. Hins
vegar virðast vaxtarmöguleikar
hennar innan sjúkrahússins vera
rýrir því nú þegar komast færri
konur að í þeirri þjónustu en óska.
Æskilegt væri að þær ákvarðanir
sem teknar verða í framtíðinni um
fæðingarþjónustu byggðust á nið-
urstöðum rannsókna og óskum
kvenna.
Höfundar eru {jósmæður og
stunda framhaldsnám í
Ijósmóðurfræði í Bretlandi.
Til styrktar nýj-
um Barna-
spítala Hringsins
„Gleym
mr ei“
Kvenfélagasam-
band Gullbringu- og
Kjósarsýslu mun á
næstunni gangast fyr-
ir sölu á merkinu
Gleym mér ei. Kvenfé-
lagasamband Gull-
bringu- og Kjósar-
sýslu samanstendur af
11 kvenfélögum sem
standa sameiginlega
að þessari söfnun.
Ágóðinn af merkjasöl-
unni mun renna til
styrktar byggingu
Barnaspítala Hrings-
ins.
Barnaspítali Hringsins
fyrr og nú
Það var fyrir rétt tæpum 40
árum, fyrst fremst fyrir dugnað
og framsýni Kvenfélagsins Hrings-
ins að barnaspítala var búið veg-
legt húsnæði á þeirra tíma vísu.
Nánar tiltekið 19. júní árð 1957
var Barnaspítali Hringsins opnað-
ur. Átta árum síðar hafði hann
sprengt utan af sér húsnæðið og
fékk nokkru meira pláss á núver-
andi stað. Á þeim 40 árum sem
liðin eru frá stofnun deildarinnar
hafa orðið miklar breytingar og
þróun á starfsemi spítalans. Bylt-
ing hefur orðið í meðferð margra
sjúkdóma, unnt er orðið að lækna
sjúkdóma sem var með öllu óhugs-
andi fyrir 40 árum. Allt þetta kall-
ar á breytta skipan Barnaspítal-
ans, krefst meiri bún-
aðar og rýmis svo og
margfalt fleira starfs-
fólks. Þrátt fyrir þetta
býr spítalinn nánast
við sama húsakost.
Einungis vökudeild,
þ.e. gjörgæzludeild
nýbura, hefur bætzt
við.
Á fyrstu árum
Barnaspítala Hrings-
ins tíðkaðist ekki að
foreldrar kæmu mikið
í heimsókn og systkini
máttu ekki koma inn
á barnadeildina. Ekki
hvarflaði að neinum á
þeim árum að veik
börn þyrftu aðstöðu til að leika sér
eða að það þyrfti að vera skóli
innan veggja spítalans fyrir lang-
Kvenfélagasamband
Gullbringu- og Kjósar-
sýslu er með söfnun fyr-
ir nýjum barnaspítala
um þessar mundir. Leif-
ur Bárðarson hvetur
alla til að taka vel á
móti sölufólki.
veik börn sem þyrftu að dveljast
langdvölum á sjúkrahúsi. Nú eru
þetta allt eðlilegir þættir í starfi
Leifur
Bárðarson
barnaspítalans. Öllum þessum nýju
þáttum hefur orðið að finna pláss
innan veggja þess húsakosts sem
spítalanum var búinn í upphafi.
Það þarf ekki að hafa mörg orð
um það að starfsemin hefur fyrir
margt löngu vaxið út úr húsnæði
sínu. Það er löngu orðið tímabært
að börnum og unglingum sé búin
sómasamleg aðstaða ef þau verða
veik og þá ekki hvað sízt langveik-
um börnum sem þurfa e.t.v. á
skammri ævi að dvelja um lengri
eða skemmri tíma í framandi um-
hverfi á sjúkrahúsi. Það er raunar
mjög athyglisvert að jafn bygg-
ingaglöð þjóð og Islendingar skuli
aldrei hafa byggt sjúkrahús sem
er sérstaklega hannað með þarfir
barna í huga á meðan hvert sjúkra-
húsið af öðru hefur risið fyrir okk-
ur fullorðna fólkið. Börn og ungl-
ingar á íslandi eru þrátt fyrir allt
70-80 þúsund talsins eða tæpur
þriðjungur af þjóðinni.
Barnaspítali Hringsins
og konur
íslenzkar konur hafa oft farið í
fylkingarbijósti þegar gera hefur
þurft átak í heilbrigðismálum á
Islandi. Á það ekki hvað sízt við
þegar börn hafa verið annars veg-
ar. Ótat kvenfélög víðs vegar um
landið hafa stuðlað að margháttuð-
um framförum í málefnum barna.
Svo skemmtilega vill til að fyrir
um 70 árum hóf fyrsti íslenzki
barnalæknirinn störf en það var
Katrín Thoroddsen.
Enn á ný liggja konur á Islandi
ekki á liði sínu þegar blása þarf
til sóknar í velferðarmálum barna.
Kvenfélagasamband Gullbringu-
og Kjósarsýslu sýnir enn á ný
óþreytandi dugnað í baráttunni
fyrir nýjum barnaspítala með söfn-
un sinni um þessar mundir. Það
er einlæg von mín að þetta átak
þeirra gangi vel og hvet ég alla
til að styðja framtak þeirra.
Reykjavík 9. apríl 1997.
Höfundur er sérfræðingur í
bamaskurðlækningum á
Barnaspítala Hringsins.
Gail flísar
z::3
ts# mIL'1
Stórhöfða 17. við Gullinbrú.
sími 567 4844