Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 31 í felldi kjarasamningana atkvæðakassa í húsnæði Dagsbrúnar þar sem atkvæði voru talin. Morgunblaðið/Kristinn u um kjarasamningana. ustumenn félaga hefðu barist fyrir samþykkt samninganna væru þeir samþykktir en í sumum félaganna hefðu forustumenn ekki mælt með samningnunum og jafnvel sent út orðsendingu um að þeir treysti sér ekki til að mæla með þeim. Þórarinn sagði að þetta hefði gerst á Selfossi, og þó hefði formaður fé- lagsins þar tekið þátt í samnings- gerðinni. Hann sagði að VSÍ hefði einnig athugasemdir við hvernig staðið var að atkvæðagreiðslu á Sel- fossi og telji að samningunum hafi ekki verið löglega hafnað. Þar hefðu verið bornir upp og samþykktir sér- samningar við Mjólkurbú Flóa- manna, en síðan hefði almenna samningnum verið hafnað. Við lítum svo á að annaðhvort hafi komist á samningur í Flóabúinu eða atkvæðagreiðslan sé ógild í heild sinni,“ sagði Þórarinn. Lítið svigrúm Um svigrúm til samninga við þau félög sem felldu samningana sagði Þórarinn, að um meiri launahækkanir yrði ekki að tefia. „Línan í þessu er lögð, og við eigum ekki möguleika á breyta henni því það verður ekki um meiri launahækkanir að tefla út úr þessu. Svigrúmið er óskaplega lítið og það kæmi mér veru- lega á óvart ef það er meirihlutastuðn- ingur við það meðal fiskvinnslufólks að hætta við þessar taxtabreytingar og taka þess í stað prósentuhækkanir á óbreytt launakerfí. En það er ekki hægt að útiloka það,“ sagði Þórarinn. Verkamannasambandið samdi einnig fyrir hönd 10 félaga við ríkis- sjóð fyrir hönd Vegagerðarinnar og felldu fimm félög þann samning en fímm samþykktu. Samiðn samþykkti Öll aðildarfélög Samiðnar, 30 að tölu, samþykktu kjarasamningana sem gerðir höfðu verið á almenna markaðnum og við Reykjavíkurborg. Samningurinn var víða samþykktur með miklum mun en í einu þeirra, Sveinafélagi jámiðnaðarmanna, S.- Þing., var samningurinn samþykktur með jöfnum atkvæðum. Örn Friðriksson formaður Samiðn- ar sagði að um væri að ræða nýjan samræmdan kjarasamning fyrir alla samiðnarmenn, byggðan á samning- um byggingarmanna og málmiðnað- armanna. „Ég hygg að okkar félagsmenn hafí lagt mikið upp úr því að sú sam- ræming tækist að mestu leyti og sjái fyrir sér meiri og betri möguleika. Síðan vorum við eins og aðrir að færa lágmarkslaunataxtana að greiddu kaupi og ég held að menn meti þá niðurstöðu talsvert mikils," sagði Örn. Bullandi óánægja þrátt fyrir samþykkt Félagar í Dagsbrún/Framsókn í Reykjavík samþykktu nýgerða kjara- samninga í atkvæðagreiðslu. Alls voru 6551 á kjörskrá og greiddu 1.548 atkvæði eða 23,6%. Þar af sögðu 854 já eða 55,2% og 680 nei eða 43,9%. „Þetta er í raun afgerandi niður- staða en sýnir um leið bullandi óánægju hjá fólki, sem telur sig ekki hafa fengið það út úr samningunum sem það hafði væntingar um. Ég tel hins vegar að þessir samningar hafí breytt mjög miklu hjá þorra okkar félagsmanna," sagði Halldór Björns- son formaður Dagsbrúnar. Hann sagðist telja, að vinnuveit- endur hefðu frá upphafi samningsfer- ilsins ekki áttað sig nægilega vel á stöðu launafólks, sem hefði verið til- búið að láta sverfa til stáls. Allsheijar- verkfall Dagsbrúnar/Framsóknar vofði yfir þegar samningarnir voru gerðir og verkföll höfðu staðið yfir hjá Mjólkursamsölunni og olíufélög- um. Sautján aðildarfélög Landssam- bands íslenskra verslunarmanna sam- þykktu kjarasamniriga sambandsins, flest með talsverðum meirihluta. Tvö aðildarfélög felldu samninginn, á Húsavík og Hólmavík. Ingibjörg Guðmundsdóttir formað- ur LIV sagðist ekki hafa skýringar á reiðum höndum á því hvers vegna samningarnir voru felldir í þessum félögum, en sennilega væri um að ræða óánægja með laun. Hins vegar væri kjarasamningurinn ágætur og því kæmi sér á óvart að hann væri felldur, ekki síst á litlum stað eins og Hólmavík, því i samningnum væri valkvæður fyrirtækjaþáttur til að reyna að mæta aðstæðum á slíkum stöðum. Ingibjörg sagði að á Húsavík hlytu félagsmenn að líta svo á að betra væri að sækja launahækkanir eftir öðrum leiðum. Þar var búið að boða verkfall sem hefst 24. apríl að óbreyttu. „Samningsumboðið fer aft- ur til félaganna og þau verða að taka þetta upp heima hjá sér,“ sagði Ingi- björg. Óánægja með fleytitíma Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík felldi nýgerða kjarasamn- inga í gær ásamt fjórum öðrum aðild- arfélögum Landssambands iðnverka- fólks, á Selfossi, Fljótsdalshéraði, Akranesi og Húsavík. Þetta er í ann- að sinn á rúmri viku sem þessi félög fella samninga iðnverkafólks, en nýir samningar voru gerðir um síðustu helgi til samræmis við samninga ann- arra landssambanda. Samningarnir voru samþykktir í sjö félögum á Neskaupsstað, Blönduósi, Borgarnesi, Hellu, Hvammstanga og í Iðju á Akureyri. Þar var sérsamning- ur við Mjólkursamlag KEA hins vegar felldur. Hjá Iðju í Reykjavík voru 1.555 á kjörskrá og greiddu 398 atkvæði eða 25,6%. Já sögðu 156 eða rúm 39% en nei sögðu 228 eða tæp 60%. Guðmundur Þ. Jónsson formaður Iðju og Landssambands iðnverkafólks sagði að ástæður þess að samningarn- ir voru felldir nú væru einkum þijár. í fyrsta lagi uppsöfnuð óánægja frá fyrri tíð með það hvað hlutur verka- fólks í þjóðarsátt hefði verið rýr; aðr- ir hópar hefðu verið að taka talsvert meira eins og í síðustu kjarasamning- um og því teldi verkafólk sig eiga talsvert inni. Þá væri fólk ekki ánægt með kjarasamninginn sjálfan og teldi hann skila verkafólki of litlu auk þess sem svonefndur fleytitími, eða sveigj- anlegur vinnutími, færi mjög fyrir bijóstið á fólki. í þriðja lagi væri fólk óánægt með skattapakka ríkisstjórn- arinnar og teldi hann ganga of skammt því þeir sem hefðu hærri skatta fengju mest út úr þeirri breyt- ingu. Guðmundur sagði ekki ljóst hvernig staðið yrði að samningaviðræðum fyr- ir þær deildir sem felldu samninginn. Iðja hafði ekki boðað verkfall. „Þetta sýnir hve mikii ólga er í þjóðfélaginu og óánægju fólks, einkum verkafólks, með sinn hlut,“ sagði Guðmundur. Um framhaldið sagði Guðmundur að menn ættu eftir að ræða málin í sinn hóp, og þau félög sem fellt hefðu samninginn myndu hafa samband innbyrðis og taka sólarhæðina, „ef einhver sólarbirta er þá,“ sagði Guð- mundur. Flugvirkjar felldu Flugvirkjar felldu nýgerðan kjara- samning sinn við Flugleiðir í atkvæða- greiðslu, en þeir greiddu atkvæði um samninginn í gær. Atkvæði greiddu 100 félagar, 41 var honum meðmælt- ur en 59 sögðu nei. Kemur til verk- falls föstudaginn 25. apríl náist ekki nýr samningur fyrr. Jakob Schweitz Þorsteinsson for- maður Flugvirkjafélags íslands sagði að fulltrúar beggja aðila hefðu ræðst við í gær en nýr fundur þó ekki verið boðaður. Sagðist hann hafa heyrt óánægjuraddir með vinnutíma og fleira í fyrirkomulagi hins nýja samn- ings sem gerður var 3. apríl og þyrfti að skoða þau atriði betur. Kvaðst hann vonast til að tíminn fram að boðuðu verkfalli dygði til að ná nýjum samningi. Félagar í Mjólkurfræðingafélagi íslands greiddu einnig í gær atkvæði um kjarasamning mjólkurfræðinga og var hann samþykktur. MÁLVERK sem kallað var litaspjald í landslagi og eignað er Jóhann esi S. Kjarval hefur verið kært til RLR vegna gruns fölsun. Skrár og álit sér- fróðra besta vörn- in gegn fölsunum Grunur um fölsuð íslensk listaverk vekur spurningar um hvað sé til ráða. í framhaldi af umræðum hér á landi um rannsókn á þrem- ur málverkum kynnti Sigrún Davíðsdóttir sér þau mál í Danmörku og ræddi við starfs- mann dansks uppboðsfyrirtækis, þar sem eitt málverkanna þriggja var selt. BESTU viðbrögðin við grun um fölsuð málverk eru að koma sér saman um óháða og sérfróða aðila, sem geta skorið úr. Þetta segir Peter Christmas Moller, sem sér um nútímalist hjá uppboðshúsinu Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn. Fyrirtækið seldi grunlaust, fyrir um ári, Kjarvalsmál- verkið, sem nú er álitið falsað. Möller segist auðvitað hafa rekist á fölsuð málverk í starfi sínu, en aldrei hafi verið um að ræða íslenskt verk. í samtali við Morgunblaðið segir Möller að þegar grunur hafi vaknað um uppruna málverksins hafi hann beðið um álit sérfræðings og úrskurð og að því fengnu hafi fyrirtækið að sjálfsögðu greitt kaupanda andvirði verksins. Hann sagðist ekki hafa neina ástæðu til annars en að leggja trú á að verkið væri falsað. Verkið var auðvitað til sýnis fyrir uppboðið á sínum tíma og eins og venjulega þegar íslensk verk eru á uppboði komu margir íslendingar að skoða það, en enginn hafði orð á að neitt virtist grunsamlegt við það. Því miður kæmu fölsuð málverk á uppboð öðru hvetju og væri það auð- vitað afar leiðinlegt mál fyrir viðkom- andi uppboðsfyrirtæki, en því miður erfítt að komast alveg hjá því. Seljend- ur væru auðvitað ekki alltaf glæpa- menn, því þeir gætu hafa keypt mál- verkið í góðri trú á sfnum tíma og selt það aftur í jafngóðri trú. Að sögn Möllers hefur fyrirtækið þann sið að gefa ekki upp nöfn eig- enda verka sem seld eru og vill því heldur ekki gefa neinar vísbendingar, sem gætu leitt til vangaveltna um hver hann er í þessu tilfelli. Hins veg- ar segir hann að fyrirtækið muni að sjálfsögðu veita lögreglunni allar upp- lýsingar, ef til dómsrannsóknar komi. Uppboðshús geta aðeins stuðst við álit sérfræðinga Christmas Möller sagðist átta sig á að málið hefði vakið mikla athygli á íslandi, eins og skiljanlegt væri, en auk þess að athuga málið vel væru réttu viðbrögðin að hugleiða hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að falsanir kæmust I umferð. I Dan- mörku væru nokkrir málarar, sem væru svo þekktir að reynt væri að falsa málverk þeirra og væru það sérfræðingar eða stofnanir, sem hefðu síðasta orðið um verk þeirra. Verk Asger Jorns er iðulega reynt að falsa * og í hans tilfelli er forstöðumaður listasafnsins í Silkiborg viðurkenndur sem æðsti dómari um verk Jorns. í Frakklandi hefðu söfn og safnarar látið gera skrár yfír verk þekktra málara og ef fram kæmu verk, sem ekki væru í skránni væru þau athug- uð. Hins vegar væri ekki hægt að taka mark á umsögnum einstakra aðila, sem fyndu sig kannski knúna til að segja álit sitt. Uppboðshús og fagfólk gæti aðeins stuðst við umsagnir cér- fræðinga. En jafnvel þó sérfræðingar gæfu úrskurð segir Christmas Möller erfítt að kveða niður allan vafa. Oft- ast megi þó raða saman vísbendingum og fá nokkuð áreiðanlega mynd. Christmas Möller er umhugað um að leita sem öruggastra svara fremur ’ en að deila um einstök verk og skaða þannig markaðinn. Hvað íslenska listamenn varðar séu það 10-12 lista- menn, sem mest sé verslað með og þar væri sjálfsagt að koma sér saman um sérfróða og óháða aðila, sem gætu veitt verkunum einhvers konar stimpil, þegar á þyrfti að halda. Það væri þá eðlilegt að það væru aðiiar, sem ekki fást við málverkasölu, til að koma í veg fyrir hugsanlega hags- munaárekstra. Verk frægra málara óhjákvæmilega fölsuð Hann benti á að eins og Picasso hefði sjálfur sagt, þá vissi málari að hann væri orðinn viðurkenndur, þegar einhveijir færu að falsa verk hans. Nokkra slíka málara ættu íslendingar. Margir af íslensku málurunum bjuggu í Danmörku um lengri eða skemmri tíma og þar er því töluvert til af verkum þeirra í einkaeign. Mörg af þeim verkum eru nú að koma á markaðinn, þar sem fyrri eigendur þeirra eru fallnir frá og kynslóða- skipti að verða, svo það er ekki undar- legt að stöðugt framboð sé á íslensk- um verkum úr danskri eigu. Morgunblaðið spurðist fyrir hjá nokkrum dönskum galleríeigendum. og uppboðshúsum, sem iðulega hafa íslensk verk í sölu, hvort þeir hefðu rekist á verk, sem þeir hefðu haft grun um að væru fölsuð. Samhljóða svar var að það hefðu þeir ekki og þeir höfðu heldur ekki heyrt orðróm um falsanir á íslenskum verkum, sem auðvitað þarf þó ekki að þýða að slíkt þekkist ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.