Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 21
LISTIR
Eiríkur Þorláksson við Kjarvalsstaði í gær.
Eiríkur Þorláks-
son forstöðumað-
ur Kjarvalsstaða
BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam-
þykkti samhljóða í gær að ráða
Eirík Þorláksson listfræðing for-
stöðumann Kjarvalsstaða en nú-
verandi forstöðumaður, Gunnar
Kvaran, heldur til annarra starfa
í júní. Eiríkir sagði í samtali við
Morgunblaðið að starfið legðist
vel í hann enda væri framtíð
safnsins björt.
Eiríkur sagðist búast við því
að hann reyndi að halda áfram
því starfi sem Gunnar hefði mótað
í safninu undanfarin ár. „Hlut-
verk safnsins er annars vegar að
halda sýningar og hins vegar að
vera þjónustustofnun og _ mögu-
lega rannsóknarstofnun. Ég held
að sýningarhald hafi verið að þró-
ast á mjög jákvæðan hátt á síð-
ustu árum. Og næsta verk er að
halda þar í horfinu og bæta hugs-
anlega við. Einnig þarf að reyna
að efla þjónustu safnsins."
Eiríkur segist ekki munu
breyta áherslum í sýningarhaldi
safnsins. „Og mér finnst það líka
vera rétt stefna að stofnunin og
menningarmálanefnd séu ábyrg-
ar fyrir öllu sýningarhaldi, að
húsnæði sé ekki leigt út, að
minnsta kosti ekki eins og hús-
næðismálum safnsins er háttað
núna. Það getur verið að forsend-
ur breytist þegar Hafnarhúsið
kemst í gagnið. Það mætti hins
vegar kanna að stofna til sýning-
arhalds á víðari grunni en gert
hefur verið. Þarna yrðu settar upp
sýningar sem sneru ekki aðeins
að myndlist heldur fengjust einn-
ig um menningar- og samfélags-
þróun almennt, skoðuðu hvernig
listin tengdist öðru sem væri að
gerast í þjóðfélaginu á sama tíma.
I þessu samhengi mætti kanna
samstarf við aðrar stofnanir inn-
an borgarinnar, svo sem eins og
Árbæjarsafn, Borgarbókasafn,
Ljósmyndasafn og fleiri. Þessir
hlutir gerast hins vegar ekki í
einum hvelli heldur þarf tíma til
að þróa þá áfram.“
Eiríkur Þorláksson fæddist árið
1953 og er M.A. í listasögu. Hann
hefur starfað sem framkvæmda-
stjóri Fulbright-stofnunarinnar
frá 1989. Hann var framkvæmda-
stjóri AFS 1984 til 1987, safn-
vörður á Kjarvalsstöðum 1988 til
1989. Hann hefur fengist við rit-
störf og verið myndlistargagnrýn-
andi á Morgunblaðinu frá árinu
1991. Eiríkur hefur sett upp
fjölda innlendra listsýninga frá
árinu 1988.
Dalamenn
halda Jörvagleði
DALAMENN halda menningarhátíð
sína, Jörvagleði, sem stendur
24.-27. apríl.
Jörvagleðin verður sett að kvöldi
sumardagins fyrsta klukkan 21 i
Félagsheimilinu Árbliki með tónlist-
arkvöldi þar sem heimamenn flytja
dagskrá auk þess sem karlakórinn
Söngbræður kemur fram. Á föstu-
dagskvöld frumsýnir Leikklúbbur
Laxdæla Týndu teskeiðina eftir
Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri er
Hörður Torfason. Á laugardaginn
heldur Grunnskóli Búðardals afmæl-
ishátíð með dagskrá og kaffiveiting-
um. Á laugardagskvöldinu verður
flutt dagskrá í félagsheimilinu Dala-
búð sem samanstendur af sveitar-
kynningu og tónlistarflutningi.
Kynnt verður Hvammssveitin, fyrr-
um heimkynni Auðar djúpúðgu og
Guðrúnar Osvífursdóttur. í tónlistar-
flutningi verður lögð sérstök áhersla
á lög eftir Dalamanninn Lárus Jó-
hannsson m.a. í flutningi Jóhanns
Más Jóhannsonar. í lok dagskrárinn-
ar verður Jörvagleði slitið formlega
og hefst þá stórdansleikur í Dalabúð
þar sem hljómsveitin Papar leikur
fyrir dansi.
Alla dagana eru opnar sýningar
á myndlist og handverki í grunnskól-
anum. Á sunnudag verða lokatón-
leikar tónlistarskóla Dalasýslu.
Ýmislegt fleira verður á dagskrá s.s.
unglingadansleikur, skák- og brids-
keppni, trúbador spilar á veitinga-
staðnum Bjargi o.fl.
Vinsæl píanólög
DANSKI píanóleikarinn Mogens
Dalsgaard leikur vinsæl lög í Nor-
ræna húsinu í kvöld kl. 20.30.
Á efnisskrá eru lög eftir Grieg,
Liszt, Chopin, Debussy og fleiri.
Það er siður hans að spjalla á óform-
legan hátt milli laga um tónskáldin
og verk þeirra.
Mogens Dalsgaard er nýkominn
frá Bandaríkjunum þar sem hann
lék í 27. sinn og hlaut góðar viðtök-
ur.
Mogens Dalsgaard er kunnur
einleikari sem hefur leikið undir
stjórn heimskunnra tónlistarmanna.
Hann hefur leikið í danska útvarp-
ið, á tónleikum í Tivoli í Kaup-
mannahöfn, í kvikmyndum og á
hljómplötur. Hann hefur hlotið
fjölda verðlauna og viðurkenningar
fyrir leik sinn. Hann hefur verið
kennari við tónlistarskóla Norður-
Jótlands frá 1983.
Aðgangur er ókeypis.
Tcycta Ccrclla
Waucn
á sérstöku
tilbcðsverði
í ic daga
vyísúðnú
nuna/
Við bjóðum hinn sívinsæla fjölskyldubíl,
Toyota Corolla Wagon 1600, árgerð 1997,
á frábæru verði dagana 15.-25. aprfl.
Takmarkaður fjöldi bfla svo nú er að
bregðast fljótt við.
Aðeins
1.4Q4.CCCkr.
Toyota Corolla Wagon 1600 '97
• Þaulreyndur við íslenskar aðstæður
• Lipur og skemmtilegur í akstri
• Loftpúði fyrir ökumann og farþega
• Vökva- og veltistýri
• Samlæsingar á hurðum
• Hvítir mælar
• Rafmagnsrúður
• Utvarp, segulband og 4 hátalarar
• Fjarstýrðir speglar
• Snúningshraðamælir
• Forstrekkjari á öryggisbeltum
• Hæðarstilling á öryggisbeltum
• 4 höfuðpúðar
• Stillanleg bflstjóraseta
• Styrktarbitar í hurðum
• Samlitir speglar og hurðarhúnar
• Samlitir stuðarar og hliðarlistar
• Skott og bensínlok opnanleg innanfrá
<&> TOYOTA
Tákn um gceði
Nýbýlavegi 8, Kópavogi, sími 563 4400