Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 21 LISTIR Eiríkur Þorláksson við Kjarvalsstaði í gær. Eiríkur Þorláks- son forstöðumað- ur Kjarvalsstaða BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam- þykkti samhljóða í gær að ráða Eirík Þorláksson listfræðing for- stöðumann Kjarvalsstaða en nú- verandi forstöðumaður, Gunnar Kvaran, heldur til annarra starfa í júní. Eiríkir sagði í samtali við Morgunblaðið að starfið legðist vel í hann enda væri framtíð safnsins björt. Eiríkur sagðist búast við því að hann reyndi að halda áfram því starfi sem Gunnar hefði mótað í safninu undanfarin ár. „Hlut- verk safnsins er annars vegar að halda sýningar og hins vegar að vera þjónustustofnun og _ mögu- lega rannsóknarstofnun. Ég held að sýningarhald hafi verið að þró- ast á mjög jákvæðan hátt á síð- ustu árum. Og næsta verk er að halda þar í horfinu og bæta hugs- anlega við. Einnig þarf að reyna að efla þjónustu safnsins." Eiríkur segist ekki munu breyta áherslum í sýningarhaldi safnsins. „Og mér finnst það líka vera rétt stefna að stofnunin og menningarmálanefnd séu ábyrg- ar fyrir öllu sýningarhaldi, að húsnæði sé ekki leigt út, að minnsta kosti ekki eins og hús- næðismálum safnsins er háttað núna. Það getur verið að forsend- ur breytist þegar Hafnarhúsið kemst í gagnið. Það mætti hins vegar kanna að stofna til sýning- arhalds á víðari grunni en gert hefur verið. Þarna yrðu settar upp sýningar sem sneru ekki aðeins að myndlist heldur fengjust einn- ig um menningar- og samfélags- þróun almennt, skoðuðu hvernig listin tengdist öðru sem væri að gerast í þjóðfélaginu á sama tíma. I þessu samhengi mætti kanna samstarf við aðrar stofnanir inn- an borgarinnar, svo sem eins og Árbæjarsafn, Borgarbókasafn, Ljósmyndasafn og fleiri. Þessir hlutir gerast hins vegar ekki í einum hvelli heldur þarf tíma til að þróa þá áfram.“ Eiríkur Þorláksson fæddist árið 1953 og er M.A. í listasögu. Hann hefur starfað sem framkvæmda- stjóri Fulbright-stofnunarinnar frá 1989. Hann var framkvæmda- stjóri AFS 1984 til 1987, safn- vörður á Kjarvalsstöðum 1988 til 1989. Hann hefur fengist við rit- störf og verið myndlistargagnrýn- andi á Morgunblaðinu frá árinu 1991. Eiríkur hefur sett upp fjölda innlendra listsýninga frá árinu 1988. Dalamenn halda Jörvagleði DALAMENN halda menningarhátíð sína, Jörvagleði, sem stendur 24.-27. apríl. Jörvagleðin verður sett að kvöldi sumardagins fyrsta klukkan 21 i Félagsheimilinu Árbliki með tónlist- arkvöldi þar sem heimamenn flytja dagskrá auk þess sem karlakórinn Söngbræður kemur fram. Á föstu- dagskvöld frumsýnir Leikklúbbur Laxdæla Týndu teskeiðina eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri er Hörður Torfason. Á laugardaginn heldur Grunnskóli Búðardals afmæl- ishátíð með dagskrá og kaffiveiting- um. Á laugardagskvöldinu verður flutt dagskrá í félagsheimilinu Dala- búð sem samanstendur af sveitar- kynningu og tónlistarflutningi. Kynnt verður Hvammssveitin, fyrr- um heimkynni Auðar djúpúðgu og Guðrúnar Osvífursdóttur. í tónlistar- flutningi verður lögð sérstök áhersla á lög eftir Dalamanninn Lárus Jó- hannsson m.a. í flutningi Jóhanns Más Jóhannsonar. í lok dagskrárinn- ar verður Jörvagleði slitið formlega og hefst þá stórdansleikur í Dalabúð þar sem hljómsveitin Papar leikur fyrir dansi. Alla dagana eru opnar sýningar á myndlist og handverki í grunnskól- anum. Á sunnudag verða lokatón- leikar tónlistarskóla Dalasýslu. Ýmislegt fleira verður á dagskrá s.s. unglingadansleikur, skák- og brids- keppni, trúbador spilar á veitinga- staðnum Bjargi o.fl. Vinsæl píanólög DANSKI píanóleikarinn Mogens Dalsgaard leikur vinsæl lög í Nor- ræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá eru lög eftir Grieg, Liszt, Chopin, Debussy og fleiri. Það er siður hans að spjalla á óform- legan hátt milli laga um tónskáldin og verk þeirra. Mogens Dalsgaard er nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem hann lék í 27. sinn og hlaut góðar viðtök- ur. Mogens Dalsgaard er kunnur einleikari sem hefur leikið undir stjórn heimskunnra tónlistarmanna. Hann hefur leikið í danska útvarp- ið, á tónleikum í Tivoli í Kaup- mannahöfn, í kvikmyndum og á hljómplötur. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenningar fyrir leik sinn. Hann hefur verið kennari við tónlistarskóla Norður- Jótlands frá 1983. Aðgangur er ókeypis. Tcycta Ccrclla Waucn á sérstöku tilbcðsverði í ic daga vyísúðnú nuna/ Við bjóðum hinn sívinsæla fjölskyldubíl, Toyota Corolla Wagon 1600, árgerð 1997, á frábæru verði dagana 15.-25. aprfl. Takmarkaður fjöldi bfla svo nú er að bregðast fljótt við. Aðeins 1.4Q4.CCCkr. Toyota Corolla Wagon 1600 '97 • Þaulreyndur við íslenskar aðstæður • Lipur og skemmtilegur í akstri • Loftpúði fyrir ökumann og farþega • Vökva- og veltistýri • Samlæsingar á hurðum • Hvítir mælar • Rafmagnsrúður • Utvarp, segulband og 4 hátalarar • Fjarstýrðir speglar • Snúningshraðamælir • Forstrekkjari á öryggisbeltum • Hæðarstilling á öryggisbeltum • 4 höfuðpúðar • Stillanleg bflstjóraseta • Styrktarbitar í hurðum • Samlitir speglar og hurðarhúnar • Samlitir stuðarar og hliðarlistar • Skott og bensínlok opnanleg innanfrá <&> TOYOTA Tákn um gceði Nýbýlavegi 8, Kópavogi, sími 563 4400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.