Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 11 FRÉTTIR á• Umræður um ungt fólk á Islandi og rannsóknir á málþingi RANNIS Verðum að gera Island að álitlegum kosti ER ÞAÐ eftirsóknarvert að gera rannsóknir að ævistarfi eins og nú er búið að þeim hér á landi? Hvers vegna velja ungir vísinda- menn að koma heim til íslands að loknu námi til þess að vinna að rannsóknum? Þessar spurningar voru meðal þess sem rætt var í einni af þremur málstofum á mál- þingi um rannsóknir á íslandi, sem haldið var á vegum Rannsóknar- ráðs íslands á Hótel Loftleiðum í gær. Yfírskrift málstofunnar var „Unga fólkið og rannsóknir“ en í hinum málstofunum tveimur var rætt um „Skipulag rannsókna- starfseminnar" og „Áherslur í rannsóknum". í erindi sínu rakti Gunnar Guðni Tómasson, dósent við Háskóla Is- lands og verkfræðingur hjá Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen, hvað þyrfti að breytast til þess að það yrði eftirsóknarverðara en nú er fyrir ungt fólk að gera rann- sóknir að ævistárfi. Þar nefndi hann fyrst og fremst samkeppnis- hæf laun, ekki aðeins til þess að bæta lífsafkomu hinna ungu vís- indamanna, heldur einnig til þess að auka virðingu fyrir rannsókna- störfum í samfélaginu. Mörg spennandi verkefni óleyst Hann nefndi einnig meiri stuðn- ing við ungt fólk í upphafi rann- sóknaferils og breyttar áherslur í styrkveitingum en hann er þeirrar skoðunar að fyrst fjármagn sé eins takmarkað og raun ber vitni sé æskilegra að veita færri en stærri styrki, þannig að þeir sem styrkina hljóti geti unnið markvissar að sín- um rannsóknum. Gunnar Guðni kvaðst trúa því og vona að rannsóknir á íslandi ættu sér bjarta framtíð. „Hér eru mörg spennandi verkefni óleyst og því af mörgu að taka fyrir ungt og hæfileikaríkt fólk sem hefur ákveðið að helga sig rann- sóknum, við stöndum ágætlega að menntun ungs fólks og eigum mikið af vel menntuðu, hæfileika- ríku fólki. Með breikkandi undir- stöðum atvinnulífs og auknum rannsóknum og þróun þar eykst stuðningur við grunnrannsóknir, bæði beint og óbeint.“ Ingibjörg Harðardóttir, mat- vælafræðingur á Raunvísinda- stofnun Háskóla íslands, kallaði erindi sitt „Að koma eða koma ekki - heim eftir nám“. Hún velti m.a. fyrir sér spurningunni hvers vegna svo margir ungir íslenskir vísindamenn kysu að snúa heim að loknu framhaldsnámi erlendis, þrátt fyrir bágar aðstæður til rannsóknastarfa hér á landi. ísland í harðri samkeppni við önnur lönd „Ég held að flestir sem fara í nám erlendis ætli sér að snúa heim en eftir margra ára veru á er- lendri grundu getur verið erfitt að taka sig upp og flytja heim til íslands. Þetta er erfið ákvörðun og margt sem þarf að huga að Morgunblaðið/Þorkell FRÁ málstofu um ungt fólk og rannsóknir á málþingi Rannís á Hótel Loftleiðum í gær. Endurskipulagning rannsóknastofnana atvinnuveganna þegar hún er tekin,“ sagði Ingi- björg. Hún kvaðst þess þó fullviss að margir ungir íslenskir vísinda- menn hefðu áhuga á að koma heim og vinna landi og þjóð vel. „Hér á Islandi eru brautryðjendur sem hafa smitað út frá sér og unga vísindamenn fýsir að halda áfram með brautryðjendastarfið og vinna að frekari uppbyggingu rannsókna á íslandi." Ingibjörg benti á að með auknu samstarfi þjóða væri orðið auð- veldara fyrir íslendinga að fá vinnu erlendis, í rannsóknum jafnt sem öðru. „Það er alitaf eftirspurn eftir framúrskarandi fólki og margir íslenskir vísindamenn hafa komið sér vel áfram erlendis. ís- land er því í harðri samkeppni við önnur iönd um unga íslenska vís- indamenn sem eru að hasla sér völl í rannsóknum. Við verðum að gera okkar besta til að gera ísland að álitlegum kosti fyrir þetta fólk og það gerum við með því að búa vel að því hvað varðar fjármagn til rannsókna, aðstöðu og laun.“ „VÍSINDI og rannsóknir skipta höf- uðmáli fyrir þróun atvinnulífsins og fyrir hagvöxtinn," sagði Ólafur Dav- íðsson, ráðuneytisstjóri í forsætis- ráðuneytinu, á málþingi Rannsókn- arráðs íslands í gær, þar sem hann flutti erindi með yfirskriftinni „Þekkingarþjóðfélagið - Væntingar stjórnvalda til vísindasamfélagsins". Hann segir endurskipulagningu á rannsóknastofnunum atvinnuveg- anna í deiglunni en að ennþá sé nokkur tími þar til hún fari að skila sér._ „I því sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga tengsl háskólans og rannsóknastofnananna. Okkar sögu- lega þróun hefur jú verið sú að rann- sóknastofnanir atvinnuveganna hafa verið settar upp og teknar út úr háskólanum á sínum tíma. Það hefur ótvírætt skilað vissum árangri í því að samband fyrirtækjanna við þess- ar rannsóknastofnanir er nánara en það myndi vera við háskólann, en þarna þarf að koma á enn nánara sambandi og tengingu þannig að fyrirtækin, háskólinn og rannsókna- stofnanirnar séu allir virkir þátttak- endur í þessu samstarfi. Hvað stjórn- völd varðar er þetta næsta stóra verkefnið á þessu sviði." Ólafur gerði að umtalsefni vax- andi kröfur um hagkvæmni og árangur í vísindastarfsemi jafnt sem annars staðar. Hann benti á að fyrir- tækin yrðu að sýna ýtrustu hag- kvæmni í rekstri til þess að standast kröfur, sömu kröfur væru gerðar um hagkvæmni í opinberum rekstri og að eðlilegt væri að gera svipaðar kröfur til rannsóknastarfsemi. llSflll ■ Vígsluafmæli Neskirkju ÞESS var minnst við hátíðarguðs- þjónustu í Neskirkju sl. sunnudag að 40 ár eru liðin frá vígslu kirkj- unnar. Ræðumaður dagsins var Þor- steinn Pálsson kirkjumálaráðherra. Var athöfnin mjög fjölmenn. Að henni lokinni var gestum boðið til kaffidrykkju í safnaðarheimilinu. Meðfylgjandi myndir eru frá guðs- þjónustunni og má sjá börn ganga út að lokinni messu og sr. Frank M. Halldórsson heilsa Þorsteini Pálssyni. Morgunblaðið/Þorkell Sá minnsti fæst auðvitað þar sem úrvalið er hvað mest Allt sem þú þarft til að nýta farsímatækni nútímans færðu hjá okkur. [ VERÐ A GSM SÍMUM FRÁ 29.BOO KR. ] radiomidun Grandagarði 9 • 101 Reykjavík • Sími 511 1010 • http://www.radiomidun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.