Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 34
34 MÍÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Réttlætið og orkuverðið HVAÐ réttlætir það að stóriðja greiði einungis um fjórðung af því sem hinn almenni orkunotandi þarf að greiða? Hvað réttlætir það að fyrirtæki úti á landi sem hefur um 30% íbúa byggðarlags í atvinnu, ''ðorgi 10 sinnum meira fyrir kíló- vattstundina en stóriðja? Hversu mikið mætti hækka laun þess verka- fólks ef fyrirtækið nyti sömu vild- arkjara og stóriðjustarfsemin nýt- ur? Hvar er viljinn til að efla sam- keppnisaðstöðu þeirra sem stofna vilja til stórframleiðslu á íslensku grænmeti með vistvænni raforku- notkun? Sagði ekki Guðmundur Bjarnason að mikilvægt væri að halda áfram á umhverfisvænni braut grænmetisframleiðslunnar þar sem fjöldi nýrra atvinnutæki- færa skapaðist með tilkomu raflýs- ingar i gróðurhúsum þá mánuði sem annars væri ekkert framleitt? Fullnýting orkunnar og friðlýsingar Á að fullnýta hina „grænu orku“, eins og Landsvirkjun hefur kosið að kalla hana, í þágu mengandi stóriðju sem varin er í bak og fyrir gegn skakkaföllum með orkuverði sem hvergi gerist lægra, en heitir á markaðsmáli „samkeppnisfært"? Slíkt er ofurkappið í að beisla og fullnýta íslenskar „endurnýtanleg- ar“ orkulindir að sjálfur Dettifoss, konungur Evrópskra fossa, var þar efstur á óskalista sem mjög hagkvæmur kostur, enda orkumesti foss álfunnar. Núverandi umnverfisráðherra hef- ur heitið því að fossin- um verði þyrmt í hans ráðherratíð, en loforðið er því miður ódýrt þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir því að til virkjunar Jökulsár á Fjöllum komi, fyrr en liðið er á annan áratug næstu aldar og þó ráð- herranum sé vissulega óskað velfamaðar, þá er nú harla ólíklegt að hann vermi sæti umhverfisráðherra svo lengi. Hann hefur að vísu fengið fossinum friðlýsingu sér til fulltingis en hvað dugar hún? Stendur ekki fyrir dyr- um að skerða friðlýst svæði í Þjórs- árverum um 6 km með Norðlinga- ölduveitu? Þetta er um 10% af gróð- urlendi veranna og þau eru á skrá sem alþjóðlegt verndarsvæði sam- kvæmt Ramsarsáttmálanum frá 1978! Mörgum eru einnig kunn hrossakaupin um Eyjabakkasvæðið þar sem ráðgert er að 28 km gróins lands fari undir lón, lands sem ómetanlegt er til fjár sökum verð- mæti þess í sjálfu sér fyrir einstakt samspil dýralífs og gróðurfars. Nei, jafnvel lagasetningar halda illa gegn áformum virkjunarsinna, eins og komið hefur í ljós með fyrirhug- uðum áformum Lands- virkjunar um hækkun stíflunnar í Laxá. Fljótsdalsvirkjun - Breytt stefna? Fátt er þeim heilagt í náttúrunni er leggja fram áætlanir í stór- framkvæmdum, en þó er ástæða til að gleðj- ast vegna nýrra upp- lýsinga frá Landsvirkj- un þar sem fram kem- ur að Eyjabakkalón verði hugsanlega minnkað til muna und- ir Snæfelli. Þessi hugs- anlega breyting bygg- ist þó á því að hagkvæmt verði að nærri tvöfalda í einu stökki núver- andi raforkuframleiðslu með því að samvirkja Jökulsá á Fljótsdal og Jöklu með 12 km stærra lóni en áður var áætlað við Kárahnúka, svokölluðu Hálslóni. Sitt sýnist hverjum um ágæti þessarar tilhög- unar og hætt er við að kröftuglega verði mótmælt ef til stendur að reisa stíflu þar sem Hafrahvammagljú- frum verði spillt. Hér má þó hugsan- lega finna lausn sem fleiri geta sætt sig við en áður, einkanlega með tilliti til þess ef hægt verður að bjarga Eyjabakkasvæðinu, en fróðlegt verður að fylgjast með lip- urð og vilja Landsvirkjunar til að endurskoða Fljótsdalsvirkjun, eink- anlega þar sem fyrir liggja sam- þykkt lög og virkjunarleyfi frá 1991 og því formlega ekkert sem kallar á endurskoðun framkvæmda nema breytt stefna og kröftugt aðhald í náttúruvernd. Ekki er víst að krafan um friðlýsingu Snæfells og Vestur- Fátt er þeim heilagt í náttúrunni er leggja fram áætlanir í stór- framkvæmdum, segir Karólína Hulda Guð- mundsdóttir í síðari grein sinni, en þó er ástæða til að gleðjast vegna nýrra upplýsinga frá Landsvirkjun þar sem fram kemur að Eyjabakkalón verði hugsanlega minnkað til muna undir Snæfelli. öræfa komi hér að neinu haldi. Hér er því ástæða til að vera vel á verði og fagna ekki of snemma því for- sendur breyttrar tilhögunar Fljóts- daisvirkjunar eru fyrst og fremst stóriðjukostir sem án efa fengju sömu vildarkjör og nú er samið um við Norðurál og aðra viðhlæjendur MIL, og/eða raforkusala um sæ- streng. Ofuráhersla á stóriðjuhugmyndir Það er hin títtnefnda hagkvæmni sem ræður ríkjum gegn náttúrunni og þar geta menn gripið til Þjóð- hagsstofnunar hvenær sem þurfa þykir. í Mbl. 6. mars sl. gat að líta umfjöllun um hagvöxt á íslandi sem á sl. ári hefði verið meiri en í „nán- ast öllum ríkjum innan OECD“. Benti forstjóri Þjóðhagsstofnunar á að það væri „afar mikilvægt að auka þjóðhagslegan sparnað". Enn- fremur að ná þyrfti jafnvægi í miili- ríkjaviðskiptum svo erlendar skuldir gætu farið lækkandi miðað við landsframleiðslu. Taldi stofnunin að til að tryggja áframhaldandi góðan hagvöxt næstu missera væri annars vegar brýnt að stöðugleikinn margfrægi héldist (enda kjara- samningar þá í bígerð) og hins veg- ar byggðist það á því „að ráðist yrði í verkefni á stóriðjusviðinu". Þetta tvennt réði úrslitum um hag- vaxtarhæfni okkar gagnvart við- skiptalöndunum. Það væri fróðlegt að fá útreikning á því frá þessari ágætu stofnun hversu mikill hluti erlendra skulda íslendinga er bein- línis til kominn vegna stórkostlegr- ar iántöku þjóðarinnar, annars veg- ar vegna svokallaðra hagnýtra virkjanarannsókna og hins vegar vegna framkvæmda við virkjanirnar sem nú þegar eru til staðar, að ógleymdum vaxtakostnaðinum vegna ónýttrar Kröflu og Blöndu. Samkvæmt ónákvæmum upplýsing- um höfum við eytt nú þegar um 2 milljörðum króna, eingöngu til rannsókna á upphaflegum áformum um Fljótsdalsvirkjun svo Lands- virkjun getur illa bakkað út úr þeim áformum. Ennfremur vitum við að enn er verið að eyða fjármunum í hagnýtar rannsóknir vegna virkjun- ar Jökulsár á Fjöllum. Það er ekki skrítið þótt skuldsetning íslands vegna orkusöludrauma íslenskra embættismanna sé farin að kalla á skjótfengna efnahagslega björgun. En erum við á réttri leið? Höfundur er frá FHjum í Skorradal. Virkjanastefna stjórn- valda og náttúruvemd Karólina Hulda Guðmundsdóttir Tilraun sem snýst upp í and- hverfu sína EF Jón og Gunna skuldbinda sig til að versla einungis við fáein útvalin fyrirtæki, flest í eigu fárra fjölskyldna, ,geta þau átt von á því að verða boðið í ham- borgara og franskar svo sem annað hvert ár. Þannig virðist umbun þeirra fyrir að beina öll- um sínum viðskiptum til lítils auðhrings sem myndaður hefur verið, vera lítil miðað við að öll almenn útgjöld þeirra fari til þessa nýja auðhrings. Síðustu daga hefur talsvert borið á auglýsingum ný- stofnaðs auðhrings hér á landi sem dreift hefur svokölluðum fríkortum inn á hvert heimili. Þar er lofað því ^ð versli menn einungis við fyrir- tæki innan auðhringsins fylgi því ákveðin fríðindi. í auglýsingunum er mest flaggað loforði um ókeypis utanlandsferð - en fylgir ekki sögunni eins og sjá má á töflu hér til hliðar, að þó meðal- fjölskyldan versli allt sitt hjá hinum útvöldu auðhringsfyrirtækjum, líða 16 ár þangað til utanlandsferðin verður að veruleika - sem hún þó verður aldrei vegna þess að öll fríð- indin fyrnast á 4 árum. Hér er því um verulega blekkingu að ræða. Siðferði málsins í hlut eiga m.a. fyrirtæki sem hafa notið yfírgnæfandi markaðshlutdeild: ar, eða nánast fákeppnisaðstöðu. í hlut eiga íyrirtæki sem almenningur vill geta litið á með virðingu og sem eru yfír það hafín að keppa með að- ferðum sem hljóta að teljast á mörkum eðlilegra viðskiptahátta. * Skeljungur og Húsasmiðjuna skil ég kannski. Skeljungur hefur þrátt fyrir sterk- ustu ættartengsl lands- ins verið nánast litli bróðir á olíu- og bensín- markaði hér á landi um margra ára skeið og hefur nú reynt að snúa vörn í sókn með sölu mjólkur og skyndirétta á bensínstöðvum sín- um. Húsasmiðjan er bara eins og hver önnur byggingavöruverslun. Aðild íslandsbanka að þessari hringamynd- un hljótum við öll að líta öðrum augum. Hér er um að ræða banka með verulega stóra markaðsaðild og banka sem varð til við samruna nokkurra banka og þar á meðal Verslunarbanka íslands, sem var eitt helsta höfuðvígi kaupmanna og Frípunktarnir snúast upp í andhverfu sína, að mati Sverris Albertssonar, og segja til sín í verðlaginu. þeirra sem börðust fyrir fijálsri verslun í landinu. Flugleiðir hafa um árabil notið sérstöðu hér á landi með yfirgnæf- andi markaðshlutdeild og nánast einokun á öllum ferðalögum landans á erlenda grund og á árum áður naut þetta félag stuðnings ríkis og þar með almennings. Blokkamyndun? Nú hlýtur það að liggja í augum uppi að byggingavörukaupmenn Sverrir Albertsson Nokkrar staðreyndir: 4 manna fjölskylda: Dæmigerð ársútgjöld Þús. kr. á ári Ýmis þjónusta 500 (gr. m/$ebet/kredit frá íslandsb.) 1.000 Matur 600 (Hagkaup) 3.000 Sérvara 50 (Hagkaup) 1.250 Byggingavðrur 50 (Húsasmiðjan) 2.500 Bensín 105 (Skeljungur, meðalnotkun meðalbíls) 2.025 Bilavörur 20 (Skeljungur) 1.000 Pakkaferð 100 (Flugleiðir) 1.000 Samtals 1.425 Samtals punktan 11.775 Nauðsynlegir punktar til að fá elnn miða til Hamborgar að sumri til (en flest frí eru farin að sumri til): 74.000 punktar, tveir miðar 148.000 punktar, fjórir miðar 296.000 punktar. Þannig tekur það þessa fjögurra manna fjölskyldu rúm 6 ár að vinna fyrir einum miða (74.000 punktar deíltmeð 11.775 punktum á ári) og tæp 13 ár að vinna fyrir 2 farmiðum. Það tekur sömu fjölskyidu rúm 25 ár (296.000 punktar deilt með 11.775) og viðskipti upp á rúmar 32 milljónir króna (1.425 þús. sinnum 25 ár) að eignast fjóra farmiða til Hamborgar. Fjölskylduferðin verður farin síðsumars árið 2021! Hjónin (2 miðar) komast í ferðina árið 2009! Fyrsti miðinn er kominn í hús árið 2002! Samkvæmt meðfylgjandi útreikningum er verið að veita 0,38% meðalafslátt af vörum og þjónustu. Hér er farín dýr leið til að færa viðskiptavininum hægfara og iág afsláttar- kjör. Uppsafnaðir punktar aðrir en Húsasmiðjumenn koma til með að beina matarinnkaupum sín- um allt annað en í Hagkaup, að matvörukaupmenn aðrir en Hag- kaupsfamelían kaupa byggingavör- ur alls staðar annars staðar en í Húsasmiðjunni og væntanlega hljóta allir aðilar sem eiga í samkeppni við eitthvað af fyrirtækjum hins nýja auðhrings að beina öllum viðskiptum sínum svo sem mögulegt er til fyrir- tækja utan hans. Einnig hljóta aðrir stórir aðilar í t.d. matvörugeiranum að hugsa sér til hreyfings og íhuga blokkamynd- un með sterkum fyrirtækjum eða bönkum. Þannig gæti framtíðin orð- ið þannig að þrír til fjórir sterkir hringir myndist, þar sem reynt verð- ur að klófesta kúnnann og blóð- mjólka hann og sjá til þess að ekki ein króna fari til spillis. Eiginlega bíður maður bara eftir því að Frið- rik Sophusson, gangi í Fríklúbbinn og maður fái punkta fyrir að borga skatta. Lítið fyrir mikið En hvað er þetta nýja Fríkort þá og hvaða þýðingu hefur það? Það hefur þegar verið sýnt fram á að afsláttur sem í boði er er svo lítill að flest fyrirtæki myndu skammast sín fyrir að auglýsa verðlækkun á þeim nótum. Eða hvað fyndist fólki um að Hagkaup lækkaði matarverð- ið um 0,38%, eða að Flugleiðir lækki verð á almennum fargjöldum um sama, en haldi Apex fargjöldum óbreyttum; eða hvernig væri nú að íslandsbanki hefði bara lækkað þjón- ustugjöld debetkorta sinna um t.d. 1 kr. hverja færslu, í stað þess að hampa grátbroslegum afslætti eða hamborgara og frönskum eftir svo og svo miklar kortafærslur? Samt hefur Fríkortið heldur kom- ist í umræðuna og skýringin er auð- vitað sú að þegar svo stór og sterk fyrirtæki sem um ræðir, leggja á blóðvöllinn án nægjanlegra vopna, þá beita þau auglýsingamættinum fyrir sig. Vitandi að það sem boðið er er heldur klént er gripið til þess að búa til litskrúðugar umbúðir um ekki neitt, auglýsa það undir drep og treysta á skammsýni fólks og trúgirni. Viðbrögð fólks hafa samt sem áður sýnt það síðustu daga að jafnvel 60 millj. króna auglýsingaherferð getur brugðist gersamlega ef skynsemi fólks er misboðið. í fyrsta lagi sér fólk í gegnum spamaðarskrumið og sér fá- nýti þess að beina öllum viðskiptum til tiltekinna aðila til að eiga von á dúsu mánuðum eða árum síðar. En í öðru lagi, og það er kannski ekki síður mikilvægt atriði, virðist sem flestum ofbjóði þessi tilraun til hringamyndunar og vilji ekki taka neinn þátt í þessu brölti. Niðurstaðan virðist því vera sú að þessi tilraun er andvana fædd og til lítils skaða nema hvað auglýsinga- herferðin og allur kostnaður af henni og öðru þessu tengt lendir að sjálf- sögðu á fyrirtækjunum fimm sem eiga ekki annan kost en að demba honum á viðskiptavini sína. Þannig virðist næsta víst að frípunktarnir snúast í andhverfu sína og verði sérstakir aukaálagningarpunktar sem fyrirtækin leggja á þá sem halda tryggð við þau í framtíðinni. Trúnaðarbrestur Áhrif þessara tilraunar verða lík- lega þau að á milli t.d. íslandsbanka og fjölmargra viðskiptavina hans, sem eiga í samkeppni við hin fjögur „frí“ fyrirtækin, hefur orðið trúnað- arbrestur, fyrirtækin sjá nú að bank- inn er til þess búinn að mynda bandalag við önnur fyrirtæki gegn viðskiptavinum sínum. Hvað varðar önnur fyrirtæki inn- an samsteypunnar, má segja að al- menningur setji spurningarmerki við þau og viti nú að þar á bæ virðast menn tilbúnir til að ana út á gráu svæðin í viðskiptum. Höfundur er matvörukaupmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.