Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
AÐALHEIÐUR GESTSDÓTTIR,
Hjallavegi 3,
Eyrarbakka,
verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju föstu-
daginn 18. apríl kl. 14.00.
Bogi Þórir Guðjónsson,
Ársæll Karlsson, Einara Sigurðardóttir,
Gestur Karlsson, Jónína Kjartansdóttir,
Kristinn Karlsson, Bryndís Sigurðardóttir,
Magnús Karlsson, Jenný Gestsdóttir,
Agnes Karlsdóttir, Hörður Jóhannsson,
Gunnar Karlsson, Þóra Gísladóttir,
Jón Ó. Karlsson, Ásgerður Jónsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐMUNDA STELLA HARALDSDÓTTIR,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
lést á hjartadeild Landspítalans 29. mars.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á deild 14E,
önnun.
Landspítala, fyrir um-
Leifur Bömsson,
Guðrún Leifsdóttir,
Arnbjörn Leifsson, Sjöfn Jóhannsdóttir,
Haraldur Leifsson, Sigríður Haraldsdóttir,
Björg Leifsdóttir, Kristinn Jóhannesson,
Steinar Már Leifsson, Eygló Jensdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
>
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HULDA DAGMAR JÓHANNSDÓTTIR,
Skúlagötu 72,
Reykjavik,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi,
aðfaranótt 14. apríl.
Ingibjörg Jóna Helgadóttir,
Reynir Ingi Helgason,
Sigrún Helgadóttir,
Ólafur Donald Helgason,
Helgi Helgason,
Jón Óli Ólafsson,
Sigurlaug Rögnvaldsdóttir,
Ingibergur Ingibergsson,
Hólmfríður Eggertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Sonur minn og faðir okkar,
MAGNÚS GUÐBERGSSON
frá Húsatóftum,
Garði,
sem lést mánudaginn 7. apríl, verður jarðsung-
inn frá Útskálakirkju í dag, miðvikudaginn
16. apríl, kl. 14.00.
Magnþóra Þórarinsdóttir,
Harpa Mjöll Magnúsdóttir,
Guðbergur Magnússon,
Guðmundur Magnússon,
Sindri Már Magnússon,
Sólrún Anna Magnúsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN ÞÓRIR ÁRNASON,
Kópavogsbraut 1a,
áður Þinghólsbraut 2,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. apríl kl. 13.30.
Elín J. Þórðardóttir,
Elln J. Jónsdóttir Richter, Reinhold Richter,
Valgerður Þ. Jónsdóttir,
Arngunnur R. Jónsdóttir, Helgi R. Rafnson,
Jón Þórir Ingimundarson, Elín Ingimundardóttir.
ÓSKAR
ÖGMUNDSSON
+ Óskar Ög-
mundsson
fæddist í Kaldár-
höfða í Grímsnesi
2. júní 1923. Hann
lést á sjúkrahúsinu
á Selfossi hinn 6.
apríl síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Selfosskirkju
15. apríl.
Þegar ég loksins
hitti Óskar Ógmunds-
son voru bræðurnir í
Kaldárhöfða fyrir
löngu orðnir að þjóð-
sögu meðal þeirra sem höfðu kom-
ist í tæri við stórurriðann sem Efra-
Sogið fóstraði, og gátu ekki gleymt
honum upp frá því. Óskar, sem var
yngstur fjögurra veiðibræðra, bjó í
Kaldárhöfða í meira en 70 ár. Eng-
inn þekkti jafnvel og þeir bræður
hætti þessa tignarlega físks, sem á
hvetju hausti skreið silalega fram
á brotið þar sem stærsta berg-
vatnsá landsins fossaði út úr Þing-
vallavatni, og beið óþreyjufullur á
straumfáðum klöppum eftir lát-
lausri ástaveislu haustnóttanna.
Veiðin fyrir landi Kaldárhöfða
varð fræg meðal veiðiaðals Evrópu
þegar á síðustu öld, og þegar efnt
var til keppni um stærsta urriða
veraldar héldu ævintýragjarnir
veiðimenn yfir úfið haf norður und-
ir heimskaut og slógu tjöldum sín-
um við Sogið. Skammsýni mannsins
leiddi til þess að á einu vetfangi
var lífþráður fljótsins helga slitinn,
þegar skrúfað var í bókstaflegri
merkingu fyrir Efra-Sog, og
straumurinn leiddur um göng gegn-
um dimmt fjall, þar sem enginn
urriði komst og enginn veiðimaður
heldur. Óforsjálnin var svo ömurleg,
að menn höfðu ekki einu sinni fyrir
því að rannsaka stórvaxnasta urr-
iðastofn veraldarsögunnar, heldur
vörpuðu honum fyrir ætternisstapa
einsog ekkert væri. Þegar ég fór á
stjá vonum seinna og ætlaði að
skrifa litla bók um stóran fisk rak
ég mig á, að það var engar upplýs-
ingar að fá nema þær, sem möruðu
í hálfu eða heilu kafi í hugardjúpum
gamalla veiðimanna.
Fróðleiksþörfin skolaði mér á
fjörur Óskars, og nokkurra vina
hans úr sveitinni. Eg sagði stundum
að ég ætlaði að gera þá ódauðlega
með því að skrifa um þá bók, sem
myndi einsog minningar þeirra um
urriðann mikla mara í einhveiju
kafi í hugardjúpi þjóðarinnar jafn-
lengi og einhver hefði gaman af að
hjala um fisk og veiði. Óskar kímdi
sínu þögla og sérkennilega brosi,
sem birtist fyrst í nokkrum hrukk-
um við augun og náði svo loksins
niður til munnvikanna og sagði að
það yrði að minnsta kosti saga nið-
ur á Selfoss ef það yrði hlutskipti
sitt að Alþýðuflokkurinn reisti hon-
um minnisvarða. Ég var seint á
ferð. Þeir höfðu beðið lengi eftir
einhveijum til að skjóta bæjarleið
milli kynslóða sjóðum þekkingar
sem þeir höfðu i farteskinu um fisk
skáldanna, urriðann sem Jónas
Hallgrímsson var að glíma við ann-
að veifið í huga sínum þegar hann
dó, og sem um hljóðar sumarnætur
tók uppi í ljóðum Ólafs Jóhanns og
Tómasar sem höfðu hann að leik-
bróður á bökkum fljótsins sem gerði
þá að skáldum. „Eg átti nú von á
þér dálítið fyrr,“ sagði Ingólfur í
Miðfelli, sem kvaddi mig 87 ára á
hlaðinu í Miðfelli og sagðist nú
ekki ætla í langt ferðalag fyrr en
þeir opnuðu aftur fyrir Efra-Sogið.
Ég skrifaði hratt niður eftir honum
frásögur af stórum fiskum, og hafði
gaman af því að geta sannreynt
með öðrum hætti fimmtíu ára minni
um 28 punda urriða, sem öldungur-
inn mundi upp á dag hvenær veidd-
ist. Svo dó hann áður en ég gat
fært honum bókina. Hann mátti
ekki vera að því að bíða eftir því
að þeir opnuðu Sogið.
Það er með gamla
veiðimenn einsog
gamla hermenn að þeir
deyja ekki, heldur
fölna smám saman á
burt með friðsæld sem
er falleg að sjá álengd-
ar. Mér datt þetta
stundum í hug þegar
ég heimsótti Þorlák
Kolbeinsson, sem bjó
áratugum saman á
Þurá í Ölfusi, en var
alltaf kenndur við Úl-
fljótsvatn þar sem
hann var barn, af því
á slóðum Sogsins flyt-
ur í rauninni enginn algerlega á
burt. Nú eru þeir allir á einum vetr-
arparti búnir að taka saman föggur
sínar og lagðir í langferð fróðleiks-
brunnarnir sem voru uppistaða lí-
tillar bókar um urriðann. Ingólfur
í Miðfelli, Þorlákur frá Úlfljótsvatni
og nú er Óskar allt í einu horfinn,
þegar maður hélt frekar að með
vorinu myndi hann vinna bug á
meini sínu. Ég fékk frá honum boð
um að hann vildi gjarnan finna mig
á sjúkrahúsinu á Selfossi, en þá var
hann allur. Við þvi er ekkert að
gera nú.
Óskar var eiginlega ígildi ára-
tuga rannsókna heiilar háskóla-
deildar þegar urriðinn var annars
vegar. Stálminnugur, hafði eigin-
lega séð allt til urriðans sem þurfti,
og gat svarað öllum spurningum á
sinn rósama hátt. Einfaldir hlutir
komu mér á óvart, einsog þegar
hann sagði það alveg öruggt, að
urriðinn í Þingvallavatni hefði eigin-
lega aldrei étið hornsíli, og voru þó
að jafnaði næstum hundrað milljón
hornsíli í vatninu hveiju sinni. En
það kom á daginn, að sama var upp
á teningi annarra veiðimanna, fyrir
nú utan þá fáu urriða sem fóru um
mínar eigin hendur. Hann vissi hvar
urriðinn hélt sig í fljótinu, undir
hvaða steini seiðin földu sig helst,
sannfærði mig með skotheldri rök-
vísi um að skoðanir mínar á upp-
runa stórurriðans í Úlfljótsvatni
væru fullkomlega rangar, og þegar
mig vantaði rök til að styðja þá
umdeildu kenningu að urriðinn í
Þingvallavatni hefði skipst í nokkra,
aðgreinda stofna, þá lagði hann á
borðið áratuga gamlan samanburð
sinn á Sogsbúanum og Ölfusvetn-
ingnum og þá var ekki að sökum
að spyija, - öll brot féllu í heillega
mynd.
„Það þótti nú aldrei merkilegt,
þótt maður úr Kaldárhöfða veiddi
stóran urriða,“ sagði hann og kímdi,
þegar ég fáraðist yfir því að hann
hefði ekki tölu á þeim 20 punda
urriðum sem hann hefði veitt um
dagana. Hann kímdi líka þegar
hann var búinn að lýsa hversu
hættulegt væri að missa bát úr
Þingvallavatni niður fljótið, og ég
spurði einsog fálki hvort þeir hefðu
ekki verið flugsyndir bræðurnir.
Nei, í annríki daganna hafði það
gleymst. „En við höfðum nú alltaf
varaár í bátnum," sagði Óskar og
kímdi dýpra.
Bræðurnir í Kaldárhöfða voru
Ijórir; Ragnar, Kjartan, sem enn
býr á Selfossi og veiðir þegar hann
kemst á fjöll, Jón og loks Óskar.
Foreldrar þeirra, Ögmundur Jóns-
son og Kristín Elísabet Guðmunds-
dóttir fluttu í Kaldárhöfða árið
1915. Drengirnir urðu allir að
fræknum veiðimönnum. Kannski
var ekki hægt að komast hjá því í
ögrandi nábýli við Sogsbúann, en
ef til vill áttu þeir engan annan
kost til að komast af. Ógmundur
faðir þeirra lamaðist af slysförum
og afkoma fjölskyldunnar í Kaldár-
höfða byggðist á því að drengjunum
tækist að nýta fuglinn í heiðinni
og guðsgjöfina í vötnunum. Óskar
lærði að veiða með því að fylgja
þeim bræðranna eftir, sem hann
var næstur að aldri, Jóni S. Ög-
mundssyni. Jón var engum líkur.
Ég hef sannarlega eytt meiri tíma
en góðu hófi gegnir til að elta uppi
og lesa erlendar bækur um urriða
frá þessari öld og þeirri síðustu.
Þó hef ég enn ekki fundið texta sem
lýsir fræknari veiði en birtist á
mörgum stöðum í hógværum dag-
bókum Jóns. Hógværðin og hlý
kímni voru líka helstu einkenni
Óskars Ögmundssonar. .
Það kom fyrir að á stopulum
fundum okkar velti hann fyrir sér
hvort það yrði hægt að koma stór-
urriðanum til á nýjan leik. Sagði
mér áður en hann veiktist að hann
væri aftur farinn að leggja í Skúta-
víkinni og héldi það væri komin
urriðaglóð í vatnið. Við vorum sam-
mála um, að það væri fátt brýnna
í þeim heimi sem takmarkaðist af
fjallahring Þingvallasvæðisins en
opna fyrir Sogið og leyfa þúsund
ára gömlu bergvatninu að fossa
aftur niður farveginn sem ól af sér
fallegasta dýr norðurhjarans.
í dag er ég þakklátur fýrir að
hafa kynnst Öskari Ögmundssyni.
Án hans hefði ég aldrei skrifað
heila bók um Þingvallaurriðann.
Efra-Sogið er að sönnu lokað, en
sá tími kann að renna upp fyrr en
síðar, að Óskar getur með bræðrum
sínum horft úr hæðum sínum á
fyssandi straum byltast fram um
gljúfrin gömlu, rétt einsog forðum,
og spáð í það hvenær stórurriðinn
fer að ganga fram á brotið. Þá rifj-
ast kannski upp fyrir honum setn-
ingin, sem hann sagði mér einu
sinni við eldhúsborðið í Kaldárhöfða
og ég gerði að einkunnarorðum
urriðaskruddu: „Ég hef stundum
sagt að sá stóri sem sleppur stækk-
ar talsvert fram að næstu jólum.
Upp úr _því vex hann hægar."
Ossur Skarphéðinsson.
Með hlýhug og virðipgu minnist
ég ljölskylduvinar, Óskars Ög-
mundssonar, bónda og veiðimanns
frá Kaldárhöfða.
Þegar menn eins og Óskar falla
frá, hverfur með þeim mikill mann-
auður og mannlífið verður ekki hið
sama á eftir.
Slíkt gildi hafa menn eins og
Óskar var í lífsbaráttunni og dag-
legu lífi og ekki hvað síst í fámenn-
um sveitum þar sem eitt slíkt hefur
svo mikið gildi fyrir mannlífið og
umhverfið allt. Þar fór maður sem
var mjög vandaður að virðingu
sinni, skarpskyggn og dagfarsprúð-
ur á allan hátt.
Þótt hvorki hávaði né fasmikil
framganga hafi einkennt Óskar, þá
fór þar einn fróðasti veiði- og fræði-
maður á Þingvallasvæðinu. Slík var
kunnátta hans, fróðleikur og
reynsla til margra ára af því raun-
verulega sem svæðið hafði og hefur
upp á að bjóða. Óskar var einn af
þeim sem allt of fátítt er um. Hann
fór ekki með fleipur, kannaði alla
hluti afar vel áður en hann stað-
festi eða gaf út yfirlýsingar og stóð
við hvert það orð og loforð sem
hann gaf og sagði.
Óskar var því í fararbroddi í
mörgum nefndum og ráðum sem
stofnað var til á svæðinu. Hann sat
í stjórn veiðifélags Þingvallavatns
til margra ára og lengst af sem
ritari félagsins. Fundargerðarbæk-
ur sem Óskar færði á veiðifundum
sem og á öðrum fundum, þóttu afar
vel ritaðar og nákvæmar sem og
allur ritstíll frábær, eins og honum
var einum leikið.
Á síðasta veiðifundi voru Óskari
þökkuð einróma sérstaklega vönduð
vinnubrögð varðandi fundargerðir,
ályktanir og samþykktir veiðifélags
Þingvallavatns, enda fór ekkert á
blað eða frá Óskari, nema það væri
rætt ítarlega og vel ígrundað án
fordóma.
Óskar var einn fremsti hvatning-
ar- og framgöngumaður við Þing-
vallavatn við að reyna að efla upp-
vöxt veiðinnar almennt við vatnið
og ekki hvað síst urriðans. Á hans
uppvaxtar- og lífshlaupsstað, Kald-
árhöfða, var jafnframt einn helsti
uppvaxtarstaður urriðans fyrrum,
enda var Óskar einn af þeim sem
einna mest komust í snertingu við
stórurriðann í Soginu og Þingvalla-
vatni, ásamt fræknu veiðibræðrum
sínum og kunni því frá mörgum