Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Ný prentvél tekin í notkun á 40 ára afmæli Plastprents Útflutningstehjur verði 10% af veltu innan íjögurra ára Morgunblaðið/Ásdís HAUKUR Eggertsson, stofnandi Plastprents, gangsetur nýju prentvélina að afloknum aðalfundi Plastprents í gær. PLASTPRENT tók í notkun nýja og fullkomna prentvél, sem tryggir betri iitaprentun á plastumbúðir, að afloknum aðalfundi félagsins í gær. Prentvélin, sem er ítölsk og af gerðinni Flexotecnica 508 SEI, er sú eina sinnar tegundar á ís- landi og kostaði hún um 90 milljón- ir króna. Haukur Eggertsson, stofn- andi Plastprents, gangsetti nýju vélina en fyrirtækið er 40 ára um þessar mundir. í frétt segir að kostir hinnar nýju vélar séu umfram það sem áður þekktist og stuðli þeir að betri prentun. M.a. vegna þess að vélin er 8-lita sem gefur kost á jafnmörg- um litalögum. Áður voru einungis 6-lita prentvélar í notkun. Filma vélarinnar er stöðug og tryggir því nákvæmari prentun. Prentunin er tölvustýrð og fylgst er með prentun í gegnum myndbandstökuvél þann- ig að jafnharðan sést hvernig prent- un tekst tii og gefur færi á leiðrétt- ingum jafnskjótt og misfellu verður vart. Plastprent var stofnað af þeim Hauki Eggertssyni og Oddi Sig- urðssyni árið 1957 og var fyrirtæk- ið hið fyrsta til að hefja prentun á plast og framleiða plastpoka. Árið 1965 var Plastprenti breytt í hluta- félag í eigu fjölskyldna þeirra Hauks og Odds. Sjö árum síðar, 1972, keypti Haukur hlut Odds. Fyrirtækið var alfarið í eigu fjöl- skyldu Hauks þar til árið 1978 að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Skeljungur hf. komu inn sem hlut- hafar. Sjóvá-Almennar bættist síð- an í hóp hluthafa árið 1992. Á aðal- fundi félagsins árið 1996 var sam- Vilja lengri lög- gildingu bensíndæla VERSLUNARRÁÐ íslands hefur farið þess á leit við viðskiptaráð- herra að gildistími löggildingar á afgreiðsludælum á bensínstöðvum verði lengdur úr einu ári í tvö ár. Olíufélögin þurfa að láta lög- gilda bensíndælur sínar á hveiju ári og er áætlað að kostnaður vegna þessa nemi um 15-17 millj- ónum króna. Samkvæmt upplýs- ingum sem Verslunarráð hefur aflað hjá olíufélögunum eru allar helstu bensínstöðvar landsins með nýjar bensíndælur og er mæliverk þeirra mun fullkomnara og áreið- anlegra en eldri dæla. Sparar 8 milljónir Umræddar dæiur þarfnast því ekki eins mikilla lagfæringa og stillingar og fyrri dælur og telja talsmenn olíufélaganna að löggild- ing á tveggja ára fresti sé nægjan- leg, að því er segir í erindi ráðs- ins. Þá kemur fram að það heyri til undantekninga að breyta þurfí mæliverki nútíma bensíndæla við löggildingu. Með því að breyta gild- istíma löggildingar úr einu ári í tvö mætti spara a.m.k. 8 milljónir króna í kostnað á ári, sem nú verði til vegna ónauðsynlegs eftirlits. Verslunarráð mælist ennfremur til þess í erindi sínu að gildistími löggildingar verði almennt endur- skoðaður og ákvarðaður með hlið- sjón af raunverulegri og rökstuddri þörf. þykkt að bjóða út nýtt hlutafé og féllu þáverandi eigendur frá for- kaupsrétti og hefur eigendum fjölg- að síðan þá úr 18 í 417. í maí 1996 hófust viðskipti með hlutabréf í Plastprenti hf. á Verðbréfaþingi íslands. 86 miiijóna hagnaður 1997 í ræðu framkvæmdastjóra Plas- prents, Eysteins Helgasonar, á að- alfundi félagsins í gær kom fram að rekstraráætlun ársins 1997 ger- ir ráð fyrir að hagnaður fyrir skatta verði um 120 milljónir króna og aukist um 13 milljónir króna frá fyrra ári. Þar sem félagið á ekkert yfirfæranlegt tap er gert ráð fyrir ATVINNULEYSI i marsmánuði jafngiidir því að 6.035 manns hafi verið að meðaltali á atvinnuleysis- skrá í mánuðinum, sem jafngildir 4,6% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Atvinnulausum fjölgaði um 316 frá febrúarmánuði en miðað er við marsmánuð í fyrra fækkaði atvinnulausum um 378. Atvinnuleysi skiptist þannig milli karla og kvenna að 2.601 karlmaður var atvinnulaus í mars að reiknaðir skattar muni hækka um 22 milljónir króna og hagnaður því áætlaður 86 milljónir króna árið 1997. „Að undanförnu hefur átt sér stað gagnger endurskipulagning á skipulagi sölumála. Auk þess að styrkja áherslu á litgreinda prentun þá hefur verið komið til móts við aukna áherslu viðskiptavinanna á heildar umbúðaþjónustu. Því hefur verið stofnuð sérstök heildsöludeild sem vinnur að því að breikka vöruv- al okkar og bjóða öllum viðskipta- vinum umbúðir sem eru ýmist fram- leiddar hér eða fluttar inn,“ sagði Eysteinn. Ennfremur kom fram í máli Ey- og 3.434 konur. Þessar tölur jafn- gilda því að atvinnuleysi meðal karlmanna sé 3,5% og 6,1% hjá konum. Síðasta virka dag marsmánaðar voru 6.833 á atvinnuleysisskrá, en það eru um 150 fleiri en í lok febrúarmánaðar. Síðustu tólf mánuði voru að meðaltali 5.625 manns á atvinnuleysisskrá eða 4,2% af mannafla á vinnumarkaði og á árinu 1996 voru þeir ívið fleiri steins að árið 1994 var farið að kanna möguleika Plastprents á að stunda útflutning til þess að ná betri nýtingu á vélum og tækjum. „Niðurstöður þessarar könnunar voru jákvæðar og bentu til að ef við byggjum við svipuð ytri skilyrði og síðustu árin þá væri útflutningur á plastfilmu fullkomlega raunhæf- ur. Þó þannig að leggja bæri áherslu á viðskiptavini sem vildu hágæða prentun í tiltölulega litlu magni með stuttum afhendingartíma, allt að- stæður þar sem við höfum áratuga reynslu. Síðasta ár var fyrsta heila árið sem útflutningsdeildin starfaði og má segja að viðtökur hafi verið fram úr björtustu vonum og er stefnt að því að innan fjögurra ára verði útflutningur yfir 10% af velt- unni.“ í ársskýrslu kemur fram að rekstrartekjur Plastprents á árinu 1996 fóru um 4% fram úr áætlun og námu 986,5 milljónum króna. Hagnaður fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld var 137,5 milljónir króna og hafði lækkað um 12% frá árinu 1995. Ástæður minni hagnaðar eru fjölgun starfsfólks vegna aukinna umsvifa, umfangs- mikill undirbúningur fjárfestinga, skipulagsbreytingar og aðlögun að nýjum framleiðslu- og þjónustu- verkefnum. Hagnaður eftir skatta nam 95,3 milljónum króna eða 9,66% af rekstrartekjum, sem er 23,5 milljónum króna meira en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var 39,5% í árslok. Til samanburðar var eiginfjárhlutfall þess í árslok 1992 4%. eða 5.790 sem jafngildir 4,3% at- vinnuleysi af mannafla á vinnu- markaði. Ef litið er til atvinnuleysis í ein- stökum landshlutum var það mest hlutfallslega á Norðurlandi vestra eða 5,4%. Næstmest er atvinnu- leysi á höfuðborgarsvæðinu 5,1%, 4,5% á Norðurlandi eystra, 3,9% á Vesturlandi, 3,8% á Suðurlandi og Suðurnesjum, 3,3% á Austurlandi og 2,7% á Vestfjörðum. British Telecom og MCI sameinast London. Reuter. HLUTHAFAR í breska fjar- skiptafyrirtækinu British Telecommunications sam- þykktu í gær að sameinast bandarísku fjarskiptasam- steypunni MCI Communicati- ons Corp. Með sameiningunni verður til þriðji fjarskiptarisinn á alþjóðamarkaði. Mikill meirihluti hlutahafa í BT samþykkti sameininguna en hluthafar í MCI samþykktu hana fyrir hálfum mánuði. Fær nýja fyrirtækið nafnið Concert og mun keppa við tvo aðra risa, Unisource-samsteypuna undir forystu AT&T og við Global- One en að því standa Deutsche Telekom, France Telecom og bandaríska Sprint-samsteyp- an. Búist er við, að Concert muni færa út kvíarnar til Róm- önsku Ameríku með samning- um við Portugal Telecom og Telefonica de Espana þótt það hafi raunar ekki verið staðfest með síðarnefnda fyrirtækið. Þá hefur BT verið að reyna að fylla upp í eyðuna, sem er Asía, með samningum við Nippon Telegraph and Telep- hone Corp. í Japan og einnig við fyrirtæki í Singapore. Yfirmað- ur FIAT hyggst áfrýja Mílanó. Reuter. CESARE Romiti, stjórnarfor- maður FIAT, hyggst áfrýja 18 mánaða fangelsisdómi fyrir reikningsfals, en Gianni Agn- elli fyrrum forstjóri hefur lýst yfir stuðningi við hann. Dómi var eiginlega frestað þar til öllum málarekstrinum lýkur og svo kann að fara að Romiti þurfí ekki að afplána dóminn, en hann er kunnasti kaupsýslumaður Italiu sem hefur verið dæmdur sekur síð- an barátta gegn spillingu hófst á Ítalíu 1992. Romiti var dæmdur í Tórínó ásamt Francesco Paolo Matti- olo fyrrverandi fjármálastjóra, sem hlaut 16 mánaða skilorðs- bundinn dóm fyrir svipaðar sakir. Francesco Saluzzo dómari fór einnig fram á að ríkissak- sóknari fengi í hendur skjal- festar sannanir til að ganga úr skugga um hvort Agnelli og aðrir úr framkvæmdastjórn FIAT hefðu gerzt sekir um misgerðir. Stuðningsyfirlýsing Agnelli baðst lausnar í marz 1996 þegar hann hafði stjórn- að FIÁT í 30 ár og hafði átt náið samstarf við Romiti síðan um 1975. Eftir dóminn í Tórínó lýsti Agneili yfir fullum stuðn- ingi við Romiti og Mattiolo. „Eg vil staðfesta trú mína á sakleysi þeirra og tel að sönnur verði færðar á það fyrir áfrýj- unarréttinum," sagði Agnelli. Verð hlutabréfa í FIAT lækkaði lítið meira en hluta- bréf í öðrum fyrirtækjum. Bréf í FIAT lækkuðu um 0,66% í 5,455 lírur, en MIB30 hluta- bréfavísitalan í Mílanó lækkaði um 0,42%. Atvinnuleysi á landinu 4,6% í marsmánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.