Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 39 veiðisögum að segja varðandi viður- eign við stórurriðana í Soginu og Þingvallavatni. Oskar varð því jafnan dapur í bragði er minnst var á náttúruslys síns tíma er Þingvallavatn var gert að miðlunarlóni og lokað var fyrir rennsli um Sogið og þar með aðai hrygningarstöðvar urriðans í Þing- vallavatni. Það voru bjartar stundir þegar Óskar og Pálína komu í heimsókn að Nesjavöllum og margt skrafað, enda þau hjónin afar samrýnd í orði og verki. Óskar var maður vina sinna, gaf og framkvæmdi þar sem þess var þörf. Eitt sinn er upp kom misskilningur varðandi klakveiði sem ég tók þátt í þá tók Óskar sér óbeðinn penna í hönd og ritaði bréf til þess er málið varðaði, útskýrði og leiðrétti málið. Ekki var bréfíð fyrr komið inn á borð hjá viðkom- andi, en mér barst afsökunarbeiðni á leiðum mistökum, því orð frá Óskari voru tekin fullgild og stað- fest af öllum sem til hans þekktu. Óskar var einn af þeim dýrmætu persónuleikum við Þingvallavatn sem kallar mann aftur og aftur á svæðið með sinni fáguðu framkomu og traustri þekkingu á svæðinu. Slíkir menn sem Óskar var eru gróskufræ á slíkum svæðum sem Þingvallasvæðið er, en hafa allt of mörg fallið frá á skömmum tíma og þar með dýrmæt þekking um stórbrotið lífshlaup fyrrum af svæð- inu fagra. Það væri hægt að skrifa langa minningargrein um Óskar, en sjálfsagt hafa margir, sem betur til hans þekktu og hans starfa, hug á því að koma því til skila og læt ég því þessar fátæklegu línur nægja að sinni. Hvíl í friði og hafðu þökk fyrir gott samstarf og vinarhug. Pálínu og fjölskyldu votta ég og fjölskylda mín samúð og biðjum Guð að vernda minningu Óskars. Himnar og jörðin hneigi þér, helja og allt, sem skapað er. Viljinn þinn góði, valdið þitt, veki og lífgi hjartað mitt. (Þýð. S.E.) Ómar G. Jónsson og fjölsk. frá Nesjavöllum. Frumbýlingamir í Kaldárhöfða- landi frá árunum 1985-87 hugsa í dag til liðinna kynna. Ekki er tíma- bilið langt, þó nógu langt til að vita, að það er skarð fyrir skildi. Þegar horfinn er Óskar Ögmundsson. Hugur þessara fjögurra fjölskyldna, sem sumarhúsin sín reistu er á einn veg, virðing og þakklæti til fjöl- skyldunnar í Kaldárhöfða. Undirritaður telur sig hafa kynnst persónu Óskars allnokkuð. Manngerð sem margur mætti óska sér. A sinn rólega hátt fljótur að gera sér grein fýrir aðstæðum, fylgja sannfæringu sinni óhikað og hugsa hlýtt til samferðamanna. Þá var sá eiginleiki honum í blóð bor- inn að bjóða upp á kurteisi frá öðr- um. Okkur „sumarfuglunum" við vatnið þótti vænt um að_ finna áhuga hjónanna, Pálína og Óskars, á verkum okkar á lóðunum. Engan fjárhagslegan hag var þó af því að hafa á þessari kirkjueign, aðeins ánægju með framkvæmdir og líf á nýjum forsendum. Hlutskipti bænda hafa verið held- ur sorgleg síðari árin. Veröld sem var hefur hrunið, og það sem verra er, trú á eigin verðleika þverrandi. Sem nýbúi í landi Kaldárhöfða sá ég þetta á nokkuð annan veg í hlut- skipti Óskars og Pálínu. Vegna staðhátta, en örugglega einnig vegna eigin verðleika, lásu þau framtíðina rétt. í stað uppbygging- ar á jörðinni hættu þau búskap fyr- ir aldarfjórðungi. Óskar hóf störf við raforkuverin sem ekki eru langt undan og starfaði þar til eftirlauna- aldurs. Pálína var heima. Hjá henni fjölgaði blómunum í garðinum og trén hækkuðu. Bratta brekkan norðan bæjarins var brátt skógi vaxin, og víðar um landareignina voru litlu hríslurnar hennar að teygja sig upp í loftið. Óskar stund- aði silungsveiðina fyrir landijarðar- innar í Þingvallavatni og Úlfljóts- vatni, sitt hvorum megin við einn furðulegasta veiðistað veraldar. Á sumrin fóru þau gjarnan eina lang- ferð um landið á eigin bíl eða brugðu sér til útlanda. Einhverju sinni er ég sat í notalega eldhúsinu hjá þeim hjónum og þáði veitingar, sem æði oft var, sagði Óskar mér hvemig hann sæi sveitina þeirra að 20 árum liðnum. Nú, þegar hann er allur, rifjast þetta upp, verkum sínum hagaði hann eftir þeim hug- myndum. Það er sumarkvöid, Úlfljótsvatn- ið er spegilslétt, silungurinn vakir um allt, sérkennilegar skýjamynd- anir yfir Botnssúlum, heima í Kald- árhöfða eru hlýir og heilsteyptir nágrannar. Fyrir hönd þeirra sem þetta fundu votta ég Pálínu, börn- unum og öðrum nákomnum, okkar dýpstu samúð vegna fráfalls Ósk- ars Ögmundssonar. Eitt verður aldrei frá þeim tekið, minningin um heilsteyptan mann og góðan dreng. Bragi Melax. „Hamla, já, meira, á stjómborð, já svona, gott, nú fram, upp t öld- una ..." A þennan veg ganga boðin, KRISTJAN ATLI SIG URJÓNSSON + Kristján Atli Siguijónsson var fæddur á Sveinseyri í Dýra- firði hinn 29. októ- ber 1944. Hann Iést á heimili sínu á Þingeyri annan dag páska, 31. mars síð- astliðinn, og fór út- för hans fram frá Þingeyrarkirlyu 9. apríl. Elsku pabbi og afi. Við viljum minnast þín með nokkrum orðum, allt kemst ekki á pappír, en samt nokkuð. Erfitt var að fá að vita að þú værir ekki meðal okkar lengur, þú værir farinn til Guðs. Við stöndum spyijandi eftir; af hveiju þurftir þú að fara svo snemma, við sem áttum eftir að gera svo margt saman. Við áttum eftir að koma í sumar þegar ég væri búin að ljúka prófunum. Þú hlakkaðir svo mikið til að ég myndi koma og sýna þér húfuna mína. Minningamar eru svo marg- ar, svo margar góðar minningar frá því ég var lítil telpa og kom í heim- sókn á sumrin til þín, ömmu og afa á Vallargötuna, og nú emð þið öll farin. Bíltúrarnir á Kríusand, beijamór og stangveiðar og hvað það var spennandi að fara með þér að leggja net og á kvöldin að gá hvort veiðin hefði verið góð. Spilin hjá okkur langt fram eftir nóttu. Þú gerðir allt fýrir okkur, allt sem þú gast gert. Jólapakkar og páskaegg á hveiju ári. Ég mun geyma síðustu minning- arnar í hjarta mínu, þegar þú komst til Færeyja jólin 1996, við sem ekki höfðum verið saman á jólum í 23 ár. En hver átti að vita að þetta myndu verða þín síðustu jól. Þú hringdir daginn áður en ég fór í páskafrí og óskaðir mér gleðilegra páska og sagðir við tölum bara stutt og oftar. Við töluðum stutt, en munum ekki tala oftar. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Elskulegi pabbi, Guð geymi þig og minningu þína. Þín dóttir og dóttur- dóttir, Ásta og Linda. Elsku pabbi. Mér hefur aldrei ver- ið eins bmgðið og þeg- ar mér barst sú hroðalega frétt að þú værir dáinn. Það var alltaf svo gott að koma til þín og afa og ömmu á Þingeyri. Þú varst svo góður við okkur Ástu og gerðir okkur alltaf jafnt undir höfði. Ég man eftir ferðunum út á Kríusand, eða þegar við fórum að vitja um netin og gá hvort eitthvað hefði komið í þau. Alltaf vom kaffi og kökur á borðinu þegar við kom- um úr vitjun og þá vom amma og afi vakandi og spurðu hvort við hefðum fengið eitthvað. Ferðirnar upp á Sandafell eru ógleymanlegar. Oft var það að við spiluðum langt fram á nótt. Við vildum ekki hætta og þú samþykktir alltaf eitt spil í viðbót. Þú vildir gera allt fýrir okkur, en það var alltaf erfitt að vera svona langt í burtu. Ég var alltaf svo spennt þegar ég var að koma til þín og var þá oft búin að pakka niður þremur dögum fyrir ferðina. Það var svo gaman að við gátum verið öll saman í Færeyjum um síð- ustu jól. Ég spyr aftur og aftur, hvers vegna þú hafir þurft að deyja svona fljótt, en fæ ekkert svar. Eg sakna þín, ömmu og afa voðalega mikið. Ég trúi því að þið séuð öll saman á himnum og við sjáumst seinna. Ég bið góðan Guð að styrkja okkur Öll. Þín dóttir, Kaja. Sitjandi við eldhúsborðið heima hjá mér á Brekkugötu 31. Þannig sé ég þig ætíð fyrir mér, elsku Stjáni minn. Þegar ég frétti af andláti þínu hugsaði ég með mér að í þennan stól yrði erfitt að setja annan mann. Ég á erfitt með að trúa að þú sért farinn. Þú sem kenndir okkur öllum systkinunum að spila ólsen ólsen. Stjána verður best lýst sem ró- legum og hógværum manni, hann fór ekki margt en þangað sem hann fór var honum tekið opnum örmum og allir urðu hrifnir af Stjána því hann var einstaklega barngóður maður og mér þykir ein- staklega sárt að hugsa til að barna- börnin fái ekki að njóta nærveru hans lengur. Brunandi eftir götunum á rauði gamla í mittisjakkanum og með kúlumar í vasanum var Stjána oft lýst. Hann var góður og sannur vinur, ef mamma og pabbi voru ekki heima kom hann bara í heim- sókn til okkar. Ég man vísumar allar sem hann pantaði um hver áramót, en þær verða víst ekki fleiri. Elsku Ásta og Kæja, bamabörn, tengdabörn og systkini, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Ykkar vinir, Elva Björg Pálsdóttir og fjölskylda, Viktor Pálsson og fj ölskylda, Jóní na Páls- dóttir og BimaPálsdóttir. Elsku Stjáni Atli. Nú ertu farinn til guðs, það finnst mér skrítið og ég verð mjög leiður þegar ég hugsa um það að geta ekki farið með þér á rúntinn í Lödunni og læðst i úlp- una þína og fengið mér kúlu eða farið með þér að gá að refunum. Þegar við vomm saman að stokka upp í beitningaskúmum, þegar þú og afi hjálpuðuð mér að losa flækj- urnar í bölunum sem ég fékk, þá var oft hlegið mikið. Þér fannst ekki mikið mál að sitja og tala við lítinn mann um heima og geima tímunum saman. Elsku Stjáni, þakka þér fýrir skemmtilegar samverustundir. Megi Guð vera með þér. Þinn vinur, Guðni Páll Viktorsson, Þingeyri. stutt og hnitmiðuð. Við erum á Þingvallavatni, skammt ofan við Efra-Sogið, í árabát, unglingurinn ég við árarnar og veiðimaðurinn Óskar Ögmundsson með netið. Það er murtuvertíð, ein af fimm sem við áttum saman fyrir rúmum 30 árum. Þessar murtuvertíðir með Óskari í Kaldárhöfða skipa sérstakan sess í æskuminningum mínum. Uppeftir að morgni, oftast gangandi, en af og til á gamla Farmalkubbnum, sem var auðvitað miklu meira spenn- andi, vitjað um, greitt úr og sett í kassa, allt með hraði en yfirvegun, áður en flutningabíllinn frá ORA kæmi, og að síðustu lagt aftur. Ég man hvað ég undraðist hve snöggur Óskar var að greiða úr, þ.e. tína murtuna úr netunum, hversu lipur- lega hinir gildu fingur greiddu fisk- inn úr möskvaflækjunni. Til að byija með fannst mér þetta nú kalsasamt um of, sérstaklega þegar hitastigið fór undir frostmark og mér fannst ég varla geta hreyft finguma. Óskar sagði mér að ef ég gætti þess að halda stöðugt áfram héldi ég blóðinu á hreyfingu og þar með hita á fingr- um. Allt gekk nú betur enda óhætt að treysta Óskari og trúa í þessu sem öðru. Samt furða ég mig oft á hversu mjög gekk undan hjá for- manninum jafnvel þótt netin væru alísuð. Þegar stund gafst var svo gjaman gripið í gijót til að hlaða bátsskýlið sem enn stendur og er mér, fyrrverandi hásetanum, minn- ing um þunga steina sem urðu til- tölulega meðfærilegir fyrir hug- kvæmni og verksvit meistarans, bet- ur vinnur vit en strit. Oft var orðið allrökkvað þegar lagt var af stað heim í Kaldárhöfða og unglingurinn fetaði öruggur og myrkvillulaus í fótspor formanns- ins, heim í ljósið til Pöllu og barn- anna. Eitt af stðustu verkum hverr- ar vertíðar var svo að salta í kvartel- ið sem ég fékk svo með mér heim að Ljósafossi auk annarra vertíðar- launa. Silungssendingar frá Kaldár- höfða hafa líka oftsinnis glatt munn og maga fjölskyldunnar við Ljósa- fossskóla í gegnum tíðina. Ég á góða minningu um Óskar Ög- mundsson og sendi fjölskyldunni bestu kveðjur og þakkir. Stefán Magnús Böðvarsson. + Systir okkar, SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Snartarstöðum, Oddagötu 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 17. apríl klukkan 13.30. Pétur Guðmundsson, Ásta Guðmundsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, ÞORGEIR LOGI ÁRNASON, Keilufelli 35, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 17. apríl kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð. Þeir, sem vilja minnast hins látna, láti minningarsjóð Þorgeirs Loga Árna- sonar njóta þess. Sjóðurinn er stofnaður til styrktar flugi á Islandi. Framlög óskast lögð inn á reikning 0532 14 615015 í Islandsbanka, Laugavegi 172, Reykjavík. Ingunn Ema Stefánsdóttir, Stefán Ámi Þorgeirsson, Hallfrfður Sólveig Þorgeirsdóttir, Auður Rán Þorgeirsdóttir, Hallfriður Bjamadóttir, Haraldur Árnason, Ingibjörg Ámadóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNFRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Kópavogsbraut 1 b, Kópavogi, sem lést á Sunnuhlíð 9. apríl sl., verður jarðsungin frá Digraneskirkju fimmtudaginn 17. apríl kl. 10.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn- ast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Rannveig Unnur Sigþórsdóttir, Margrét Sigþórsdóttir, Magnús Eyjólfsson, barnabörn, barnabamaböm og aðrir vandamenn. + Elskuleg unnusta mín, dóttir okkar og systir, ARNA RÚN HARALDSDÓTTIR, Hléskógum 3, Reykjavfk, er lést af slysförum 8. apríl, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 18. apríl kl. 15.00. Sigurður Oddur Einarsson, Sigurveig Úlfarsdóttir, Haraldur Á. Haraldsson, Elfa Huld Haraldsdóttir, Úlfar Gauti Haraldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.