Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ _______________________________________MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 27 AÐSEIMDAR GREINAR Skref aftur á bak í lífeyrismálum ÞEGAR ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum vorið 1995 bundu margir vonir við að á kjör- tímabilinu yrðu stigin skref í átt til aukins frjálsræðis í lífeyris- málum. Þessar vonir studdust meðal ann- ars við yfirlýsingar forystumanna í flokk- unum og skýrt ákvæði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar sem sagði að hún stefndi að því að auka valfrelsi á þessu sviði og innleiða samkeppni milli lífeyr- issjóða. Á landsfundum stjórnar- flokkanna síðasta haust voru einn- ig samþykktar ályktanir, sem fólu í sér hvatningu um að valfrelsi á þessu sviði yrði aukið. Frumvarp veldur vonbrigðum Nú fyrir skömmu lagði fjármála- ráðherra fram á Alþingi frumvarp um skyldutryggingu lífeyrisrétt- inda og starfsemi lífeyrissjóða. Flestir höfðu búist við því að það yrði byggt á markmið- um ríkisstjómarinnar um valfrelsi og sam- , keppni, eða að minnsta kosti yrði reynt að þoka málum eitthvað í þá átt. Því er hins vegar ekki að heilsa. Frumvarpið felur þvert á móti í sér ákvæði, sem hætt er við að festi núverandi skylduaðildarfyrir- komulag í sessi. Jafn- framt felur frumvarpið í sér ákvæði, sem kipp- ir grundvellinum und- an starfsemi fijálsu lífeyrissjóðanna á markaðnum, sem bjóða þeim ein- staklingum upp á lífeyrissparnað, sem aðildarskylda nær ekki til í dag. Þessir sjóðir starfa á séreign- argrundvelli, en samkvæmt frum- varpinu er gert ráð fyrir að allir lífeyrisgreiðendur verði skyldaðir til að spara 10% í sameignarsjóð- um, líka þeir sem nú greiða til séreignarsjóðanna. Með þessu er verið að raska áætlunum þeirra þúsunda einstaklinga, sem greitt hafa til þessara sjóða, og efast má um að breyting af þessu tagi stæðist ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi eignarréttarins. Ekki verður því annað séð, en að frum- varpið feli að þessu leyti í sér veru- lega afturför frá núverandi fyrir- komulagi. Hver eiga markmiðin að vera? í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað í tengslum við frum- varp fjármálaráðherra er full ástæða til að rifja upp hvers vegna margir, til dæmis ýmsir forystu- Frumvarp ármálaráð- herra felur í sér, að sögn Birgis Ármannssonar, afturför frá núverandi fyrirkomulagi. menn í stjórnarflokkunum, hafa talið æskilegt að koma á valfrelsi og samkeppni á þessum markaði. • í fyrsta lagi má geta þess, að með því að gefa fólki tækifæri til að velja milli iífeyrissjóða væri verið að veita stjórnendum Birgir Ármannsson Standast st] orn- völd prófið? í TILEFNI þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa verið gaf forsætisráðherra út sérstaka yfirlýsingu til launþegasamtakanna um þijú tiltekin atriði. Eitt þeirra varðaði bætur í tryggingakerf- inu og var svohljóð- andi: Áréttuð er sú yfir- lýsing forsætisráð- herra að bætur í trygg- ingakerfinu muni hækka um þá meðal- hækkun launa sem verður í almennum kjarasamningum að mati ríkisstjórnarinnar, Helgi Seljan Þessi yfir- lýsing var undirrituð af Davíð Odds- syni forsætisráðherra hinn 24. marz sl. Nú eru hvergi nærri allir kjara- samningar í höfn og því örðugt á þessari stundu að segja til um hvað nákvæmlega þessi yfirlýsing felur í sér og hvers má í framhaldinu vænta. Hitt er svo augljóst að lífeyr- isþegar vænta þess að kjör þeirra verði sambærileg og þeirra annarra láglaunahópa, sem nú fengu verð- uga leiðréttingu. Auðvitað mun því fram haldið að erfitt muni vera að meta ýmis atriði kjarasamninga inn í bótagreiðslur trygginganna, þau eigi einfaldlega enga samsvörun þar, en til þess hlýtur að verða að líta að heildarkjaramynd lífeyris- þega hlýtur að lágmarki að eiga sína samsvörun við lægstu launa- greiðslur í landinu og um næstu áramót verða mánaðarlaun ekki lægri en 70 þús. kr. Við prósentuhækkun bóta nú hlýtur því að vera nauðsynlegt að líta til allra þátta þessara kjara- samninga og því skal treyst að það verði gert, en ekki einblínt á pró- sentuhækkun þeirra, sem aðeins er hluti af heildarmyndinni. Mat ríkisstjórnar, sem vill hag allra sinna þegna sem beztan og jafnastan, hlýtur að taka mið af því sem um áraraðir hefur haldið gildi sínu gagnvart kjörum líf- eyrisþega þ.e. að þeir séu á svipuðu tekjustigi og þeir sem hafa lægst launin í landinu, enda engin ofrausn, litið til þess hveijar þær launatölur eru og hafa verið. Alveg sér í lagi þarf til þess að líta að það fólk sem er á lægstu bótum einum sækir sér engan tekjuauka svo sem þó er möguleiki fyrir láglaunafólk og er þó ekki hér verið að bætifláka fyrir yfirvinnu. Á bera það skal áherzla lögð að hér verði til allra átta horft, þegar ákveðin verða kjör lífeyrisþega nú, vel að merkja allt til aldamóta. Samtök lífeyrisþega, öryrkja sem aldraðra, hafa ekki samningsrétt um kjör sín, ekki einu sinni lögbund- inn samráðsgrundvöll, en þetta fólk verður þá þess heldur að treysta á sem allra bezt samráð um þessi þýðingarmiklu mál, sem varða lífs- afkomu svo margra. Við þykjumst hafa fyrir því nokkra tryggingu að svo verði gert, þó við vitum jafnvel að ákvörðunarvaldið er endanlega IÐNAÐARHURÐIR ISYA\L-íJO[<GA\ Ei-lr. HÖFÐABAKKA 9. 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 hjá stjórnvöldum. Okkur er jafnljóst að launþegasamtökin gerðu sína samninga í þeirri góðu trú að ávinn- ingar þeirra skiluðu sér alla leið til h'feyrisþega og það sama mun gilda um þau samtök sem enn eiga ósam- ið. Ekki verður framhjá þeirri stað- reynd horft að láglaunahópar, á svipuðu tekjustigi og lífeyrisþegar margir hveijir, fengu nú umtalsvert meira en hin almenna prósentu- hækkun sagði til um og til þess Nú reynir á stjórnvöld, segir Helgi Seljan, að bætur í tryggingakerf- inu fylgi launaþróun í landinu. verður að líta þegar kjör lífeyris- þega verða nú bætt sem bezt. Ugg- laust verður bent á háa fjárlagatölu og hugsanlegan halla á ríkissjóði sem afleiðingu, en við treystum því að ofar þeim áhyggjum verði litið á hallann í heimilisbókhaldi lífeyris- þeganna, ef þeir fá ekki sinn rétt- Íáta skerf út úr þessum kjarasamn- ingum, ef þeir eiga ekki að sitja eftir með stóraukið tekjubil miðað við þá lægstlaunuðu í landinu. Nú reynir á stjórnvöld hversu þau vilja reynast þeim þegnum sínum sem verða í þeirra hendur að sækja sinn rétt, sína tekjuafkomu. Við treystum þeim til að falla ekki á prófinu. Höfundur er félagsmálafulltrúi. Vantar þig VIN að tala við? Við erum til staðar! VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 öll kvöld 20 - 23 þeirra ríkt aðhald. Haga yrði rekstri sjóðanna og ávöxtun eigna þannig, að þeir gætu stað- ið við skuldbindingar sínar. Val- frelsi og samkeppni gætu þannig stuðlað að betri rekstri sjóðanna bæði til lengri og skemmri tíma um leið og þjónusta þeirra yrði enn frekar aðlöguð óskum og þörfum lífeyrisgreiðenda. • I öðru lagi má færa sterk rök fyrir því að núverandi skylduað- ildarkerfi stangist á við ákvæði stjórnarskrár og Mannréttinda- sáttmála Evrópu um félaga- frelsi. Hæstiréttur fjallaði um mál af þessu tagi í haust; minni- hluti réttarins taldi félagafrels- isákvæðin brotin hér á landi en meirihlutinn tók þá röksemd ekki til greina, heldur dæmdi á öðrum forsendum. Því máli hef- ur nú verið skotið til meðferðar hjá Mannréttindanefnd Evrópu í Strassborg. Miðað við þróun í úrskurðum og dómum Mann- réttindanefndarinnar og Mann- réttindadómstólsins á undan- förnum árum er full ástæða til að ætla, að þessar stofnanir komist að þeirri niðurstöðu, að hið íslenska skylduaðildarkerfi bijóti í bága við grundvallarregl- una um að engan mann megi skylda til aðildar að félagi. • í þriðja lagi má nefna að allt bendir til að aukið frelsi í flutn- ingum einstaklinga milli landa, frelsi í þjónustustarfsemi á Evr- ópska efnahagssvæðinu og fleiri breytingar sem tengjast EES- samningnum muni gera það að verkum, að stöðugt meiri þrýst- Hún valdi skartgripi frá Silfurbúðinni (Q) SILFURBÚÐIN VX,/ Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœrÖu gjöfina - ingur verði á að valfrelsi verði komið á á þessu sviði. • í fjórða lagi er ástæða til að benda á, að mörkin milli starf- semi mismunandi fyrirtækja á ijármálamarkaði hafa verið að minnka til muna. Þannig minnk- ar stöðugt munurinn á milli starfsemi banka, verðbréfafyrir- tækja, tryggingafélaga og líf- eyrissjóða, og í ljósi þess er óeðli- legt að þeir lífeyrissjóðir, sem byggjast á samningum stéttar- félaga og vinnuveitenda, hafi einkarétt til að taka við lífeyris- sparnaði alls þorra launþega í landinu. Festum ekki skyldu- aðildina í sessi Eins og rakið er hér að framan, getur aukið valfrelsi og samkeppni á lífeyrismarkaði haft ýmsar já- kvæðar afleiðingar. Þessum þátt- um er hægt að ná fram án þess að gengið sé gegn þeirri grund- vallarreglu núgildandi fyrirkomu- lags, að allir skuli kaupa sér ein- hvers konar lágmarkslífeyris- tryggingu. Þannig getur löggjafinn að sjálfsögðu mælt fyrir um ákveðna greiðsluskyldu, án þess að henni fylgi skylda til greiðslu í tiltekinn lífeyrissjóð. Nauðsynlegt er að breytingar í þessa átt verði gerðar á frumvarpi fjármálaráð- herra, því að óbreyttu lítur út fyr- ir að það feli fremur í sér afturför en úrbætur á þessu mikilvæga sviði. Höfundur er lögfræðingur Verslunarráðs Islands. MASCARA 38°C SILK PERFORMANCE KANEBO MASCARA 38°C. SIIK PERFORMANCE þolir svita, tár og alla veSráttu, en flettist af án þess aS renna til þegar þú bleytir hann me& 38 grá&u heitu vatni. Silkipróteinið verndar augnahárin, gefur þeim gljáa og brettir vel upp á þau. Kanebo Fyrsti hitanæmi maskarinn í heiminum. Art through Technology
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.