Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.04.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ■ Grétar Mar Jónsson skipstjóri um fiskveiðistjórnunina, sjávarútvegsráðherrann og fiskifræðinga Það skal verða hlustað á okkur Segir Hafrannsóknatofnun líta niöur á sjómenn og þeirra sjónarmió "!l ■' I ‘! YKKUR tekst ekki að afgreiða þetta sem guðlast. Ég geng ekki á vatni. Eg geng á þorski . . . Stj órnarandstæðingar gagnrýna Lánasjóðsfrumvarp á Alþingi Segja kosningaloforð Framsóknar svikin STJÓRNARANDSTÆÐINGAR gagnrýndu Framsóknarflokkinn harðlega á Alþingi á mánudaginn við umræður um frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þeir sögðu hann hafa svikið nánast öll kosningaloforð sín um úrbætur í málum námsmanna og gengist undir ok sjálfstæðismanna, eða eins og Svavar Gestsson, Alþýðubanda- lagi, orðaði það voru framsóknar- menn „teknir í nefið af íhaldinu“. Stjórnarandstæðingar gagn- rýndu sérstaklega að ekki hefðu verið teknar upp samtímagreiðslur, enda hefðu framsóknarmenn lofað þeim fyrir síðustu kosningar. Þeir efuðust einnig um kosti þess að fela bönkunum stórt hlutverk í af- greiðslu námslána. Þeir töldu meðal annars að sú upphæð sem ætluð væri í frumvarpinu til greiðslu vaxta og lántökukostnaðar náms- manna, 36-60 milljónir króna, væri ónákvæm og of há. Þeir sögðu ókannað hvort Lánasjóðurinn gæti sjálfur sinnt þessu hlutverki fyrir lægri upphæð. Of mikið vald til stjórnar LIN Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu að tiltekið væri í frum- varpinu að úrskurður stjórnar Lánasjóðsins væri endanlegur í málefnum lánþega. Þar með væri sama aðila falið að semja reglur um mál, rannsaka það og úrskurða. Einnig gagnrýndu þeir að með frumvarpinu væri að öðru leyti of mikið vald framselt til stjórnar sjóðsins og ráðherra. Stjórnarþingmenn bentu á að í frumvarpinu fælist mikil framför frá núverandi kerfi, til dæmis með lækkun endurgreiðsluhlutfalls og með því að lántökukostnaður væri greiddur sem styrkur. Þeir bentu á að þjónusta við námsmenn væri mun betri ef hún færi fram í útibú- um bankanna, sem eru um allt land, en ef hún færi aðeins fram hjá Lánasjóðnum. Gagnrýni á mikið vald stjórnar Lánasjóðsins svöruðu þeir með því að benda á að náms- menn ættu helming fulltrúa í stjórn- inni. Einnig ættu námsmenn þess kost að leita til umboðsmanns Al- þingis og dómstóla ef þeir teldu á rétt sinn gengið. Ljósmynd/Yann Kolbeinsson ÞESSI vepja sást í Sandgerði ásamt fjórum öðrum. HRINGÖNDIN á myndinni sást við Tjörnina í Reykjavík. UNDANFARNAR tvær vikur hefur töluvert borist af flækings- fuglum til landsins ásamt fyrstu farfuglunum. Mest hefur fundist af skóg- arsnípum (allt að tíu fuglar) en Iíka ýmsir evrópskir spörfuglar. Einnig hafa nokkrar vepjur sést Flækingar áferð en hvergi jafnmargar saman og í Sandgerði nú um helgina en þar voru fimm fuglar saman. Einnig má nefna eina amer- íska önd, hringönd, en steggur hefur verið að sjást reglulega á Tjörninni síðustu daga. Hring- önd þekkist vel á gráu síðunum sem eru hvítar fremst og hvítu hringunum á og við gogg. Kirkjulistavika á Akureyri Ómissandi þátt- ur í menningar- lífi norðanlands Margrét Björgvinsdóttir Kirkjulistavika hefst í Akureyrar- ■ kirkju í fimmta sinn næstkomandi sunnudag, en kirkjulistavika er haldin annað hvert ár í kirkjunni. í framkvæmdastjórn sitja þau Hrefna Harðardóttir, Björn Steinar Sólbergsson, Jón Árnason og Margrét Björgvinsdóttir. Það var Listvinafélag Akureyrar- kirkju sem hafði forgöngu um að efna til kirkjulista- viku en hvatamaður að stofnun félagsins var Björn Steinar Sólbergsson organ- isti við kirkjuna. Kirkju- listavika er ævinlega að vorlagi, hefst að jafnaði þriðja sunnudag eftir páska. Akureyrarkirkja, Listvinafélag Ákureyrar- kirkju, Sinfóníuhljómsveit íslands, Tónlistarfélag Akureyrar, Kvik- myndaklúbbur Akureyrar, Kór Akureyrarkirkju, Barna- og ungl- ingakór Akureyrarkirkju og Lista- safnið á Akureyri taka að þessu sinni þátt í kirkjulistavikunni. „Frá því kirkjulistavika var fyrst haldin hefur efnisskráin ver- ið að vaxa og er afar vönduð að efni og umfangi. Kirkjulistavika er nú ómissandi þáttur í menning- arlífi hér norðanlands," segir Mar- grét Björgvinsdóttir. „Hún skipar sérstakan sess í hugum bæjarbúa og landsmanna allra, því bæði heimamenn og gestir taka þátt í henni.“ - Kirkjulistavikan hefst nú á sunnudag, hvað verður á dag- skránni við upphaf listavikunnar? „Samkvæmt hefð hefst kirkju- listavika með flölskylduguðsþjón- ustu í Akureyrarkirkju. í guðs- þjónustunni flytur Barna- og ungl- ipgakór kirkjunnar helgileikinn Ég er barn þitt, Ó Guð sem Heið- dís Norðfjörð samdi sérstaklega fyrir kirkjulistaviku. Marta Nordal leikstýrir og Gunnar Gunnarsson, sonur Heiðdísar, er tónlistarstjóri. Kórinn og Málmblásarakvintett Tónlistarskólans á Akureyri flytja nokkur lög undir stjórn Jóns Hall- dórs Finnssonar og félagar úr Æskulýðsfélaginu lesa ritningar- lestra, en við höfum iagt áherslu á að börnin taki þátt í þessari hátíð og setja þau því mikinn svip á fjölskylduguðsþjónustuna. Strax að messu lokinni verður kirkjugestum boðið að vera við opnun myndlistarsýningar Þor- gerðar Sigurðardóttur í Safnaðar- heimilinu, en sú sýning er sett upp í samvinnu við Lista- safnið á Akureyri. Yfir- skrift sýningarinnar er Heilagur Marteinn frá Tours og Bænir og brauð. Myndefnið sækir hún í einn merkasta list- grip fslandssögunnar, Marteinsklæðið frá Grenjaðar- stað, en einnig eru á sýningunni nýstárlegar tréristur eða brauð- mót. Þessum fyrsta degi listavikunn- ar lýkur með hátíðartónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands undir stjórn Petri Sakari en þetta er í þriðja sinn sem hljómsveitin heim- sækir kirkjulistaviku. Að þessu sinni verða flutt verk eftir frönsk tónskáld og tekur Kór Akureyrar- kirkju þátt í flutningnum með hljómsveitinni. Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Diddú, verður einsöngvari og er mikill fengur að komu henn- ar. Björn Steinar leikur einleik á orgelið og er kórstjóri. ►Margrét Björgvinsdóttlr er fædd 18. október árið 1944 í Reykjavík. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1974. Hún sótti námskeið í bókmenntum við Háskóla íslands að loknu stúd- entsprófi. Margrét lauk BA- prófi í ensku og sögu frá Man- itobaháskóla árið 1984. Einnig hefur hún lokið prófi í uppeld- is- og kennslufræði frá Háskól- anum á Akureyri. Hún hefur m.a. starfað við blaðamennsku og þýðingar en siðustu tíu ár verið skólasafnskennari við Glerárskóla á Akureyri en starfar nú að mestu á bóka- safni Háskólans á Akureyri. Eiginmaður Margrétar er Har- aldur Bessason fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri. Þau eiga saman eitt barn, en bæði eiga einnig börn af fyrri hjónaböndum. - Það verður mikið um að vera strax á fyrsta degi, en hvað tekur svo við? „Venjan er sú að láta hefð- bundna dagskrá halda sér, en gera meira úr í tilefni af listavik- unni til að mynda á opnu húsi fyrir aldraða og á mömmumorgni. Áf öðrum dagskrárliðum í vikunni má nefna hátíðarsýningu á vegum Kvikmyndaklúbbs Akureyrar á Brimbroti eftir Lars von Trier á sumardaginn fyrsta. Þann dag flytur Ólafur H. Torfason einnig fyrirlestur um heilagan Martein frá Tours og altarisklæðin frá Grenjaðarstað. Þá hefur sú hefð skapast að syngja aft- ansöng, Vesper, sem er ein hinna klassísku tíðagjörða og er sung- in um miðjan aftan, kl. 18. Þetta er mjög skemmtileg hefð, en þessar bænastundir varðveitast aðeins hjá okkur í aft- ansöngvum á aðfangadegi jóla og gamlársdegi. Þá má einnig nefna að Tónlist- arfélag Akureyrar efnir til tón- leika þar sem fram koma Þórunn Guðmundsdóttir, sópran og Krist- inn Örn Kristinsson píanóleikari, en kirkjuiistavikunni lýkur sunnu- daginn 27. apríl með hátíðarmessu þar sem séra Karl Sigurbjörnsson prédikar og kór kirkjunnar flytur þætti úr þýskri messu eftir Schu- bert í þýðingu Sverris Pálssonar. Við erum stolt af þessari dag- skrá og væntum þess að bæjarbú- ar og gestir eigi góðar stundir í vændum í Akureyrarkirkju." Klrkjulfsta- vika skipar sérstakan sess meðal bæjarbúa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.