Morgunblaðið - 16.04.1997, Page 12

Morgunblaðið - 16.04.1997, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Samnorrænn djass- kvartett á KEA SAMNORRÆNN djasskvartett skipaður hljóðfæraieikurunum Ole Rasmussen frá Danmörku, á bassa, Per-Arne Tollbomj Svíþjóð á tromm- ur og þeim Agli Olafssyni, og Birni Thoroddsen, íslandi, á gítar efna til tónleika á Hótel KEA í kvöld, 16. apríl og hefjast þeir kl. 21. Kvartettinn fer í viku tónlistarferð um ísland, en þeir leika frumsamda djasstónlist í bland við þekkta stand- arda. Þá hljóðrita þeir efni til útgáfu á geisladisk. Tónleikarnir á Hótel KEA eru þeir einu á Norðurlandi og eru djass- unnendur hvattir til að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara, en allir meðlimir kvartettsins eru þekkt- ir í sínum heimalöndum og hafa leik- ið með mörgum af bestu djassleikur- um heimsins. LANDGRÆÐSLA Á TÍMAMÓTUM Ráöstefna í tilefni af 90 ára afmæli Landgræðslu ríkisins og til kynningar á nýrri landgræösluáætlun Dagskrá ráöstefnunnar er sem hér segir: 10:00 Ávarp • Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri 10:10 Ávarp • Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson 10:20 Ávarp • Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra II Landgræðslus 10:30 Landgraeðsla í 90 ár*Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri III Astand landsins wm . 10:50 11:10 11:40 12:00 12:10 Gróðurfar og landkostir fyn- og nú • Hörður Kristinsson, Náttúrufraeðistofnun Jarðvegsrof á íslandi • Ólafur Amalds, Rannsóknastofnun landbúnaðarins Ástand og uppbygging vistkerfa • Ása L. Aradóttir, Skógrækt ríkisins Fyrirspurnir og umræður Matarhlé 13:00 Markmið, leiðir og helstu verkefni • Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri 13:25 Rannsóknir og þróun í landgræðslu • Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 13:40 Upplýsingaöflun og áætlanagerð • Sigmar Metúsalemsson, Landgræðsla rikisins 13:55 Tengsl\riðalmenning»GuðrúnLáiaPálmadóllir, Landgræðsla rikisins 14:10 LandnýtingoglancPiotendur»BjamiMaronsson, Landgtasðsla rikisins 14:25 Fyrirspurnir og umræður 15:00 Kaffihlé Vörslumenrt landstns 15:20 Undirskrift yfirlýsingar um.uppgræðsluátak AkureyrarfDæjar, Landgræðslunnar og OLIS áGlerárdal \ 5:30 Bændur • Böðvar Jónsson, Gautlöndum 15:40 Skólamir og æskan • Þorvaldur Öm Ámason, Fjölbrautaskóli Suðumesja 15:50 Áhugafólk • Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi SlWOTV&SÍ&rí to&émmmi.. i 6:00 Alþjóðleg viðhorf-hvað gera aðrar þjóðir? • Ketill Sigurjónsson, Landgræðsla ríkisins 16:15 Vemdun landkosta-siðferðileg viðhorf • Andrés Amalds, Landgræðsla nkisins 16:35 Fyrirspurnir og umræður 17:00 Ráðstefnuslit • Björn Sigurbjörnsson, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu Móttaka í boði landbúnaðarráðherra. Ráðstefnustjórar: Haraldur Bessason, fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri Sigurveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi íslandsbanka Aðgangur er ókeypis og öllum er heimil þátttaka Skráning í síma 462 7733 LANDGRÆÐSLAN Landbúnaðarráöuneytið Háskólinn á Akureyri Morgunblaðið/Kristján SLÖKKVISTARF gekk vel, en 15-20 mínútur tók að kæfa eldinn. Stórtjón í eldsvoða á bænum Leyningi í Eyjafjarðarsveit Rumlega 30 skepnur drápust STÓRTJÓN varð í eldsvoða á bæn- um Leyningi í Eyjafjarðarsveit í fyrrinótt, en eldur kom upp í fjósi og mjólkurhúsi skammt frá bæn- um. Aðkoman var skelftleg, en all- ir gripir í húsinu rúmlega 30 tals- ins drápust. Mjólkurhúsið er ónýtt og allur búnaður í því. Ung hjón ásamt börnum sínum búa í Leyn- ingi. * Slökkvilið Eyj afj arðarsveitar var kallað út kl. rúmlega 4 um nóttina og menn frá Slökkviliðinu á Akur- eyri komu á staðinn um hálftíma síðar. Guðmundur Jón Guðmundsson, slökkviliðsstjóri í Eyjafjarðarsveit, sagði að húsfreyjan á bænum hefði séð reyk leggja frá útihúsunum og þegar kallað á aðstoð. Virðist hafa gerst mjög snöggt „Þegar ég kom á staðinn um klukkan hálffimm stóðu einungis steinveggir mjólkurhússins og þak eftir og svolítið bál logaði inni í Slökkvistarf tók 15-20 mínútur húsinu. Veggur á milli mjólkur- hússins og fjóssins hafði gefið sig og eldur komist úr húsinu yfir í fjósið og hlaupið eftir fjósþakinu en þó ekki alveg niður að veggj- um. Það er greinilegt að þetta hefur gerst mjög snöggt, það hef- ur kviknað í einangrunarplasti og það fallið logandi niður eftir hús- inu en svæðið fyrir ofan er óbrunn- ið. Svo virðist sem eldurinn hafi logað mjög skamma stund í fjós- inu, það er ekki mjög illa farið, en mjólkurhúsið er gjörsamlega ónýtt eftir brunann. Til marks um það hversu snöggt þetta hefur verið voru opnar dyr yfir í hlöðuna og hey á fóðurganginum, en það logaði ekki einu sinni inni í hlöð- unni,“ sagði Guðmundur Jón. í fjósinu voru 23 mjólkurkýr og 11 kálfar og geldneyti og drápust allir gripirnir. Þeir voru urðaðir í gær. Slökkvilið Eyjafjarðar geymir búnað í Sólgarði, dælur og slöngur og var búið að koma honum upp þegar Slökkvilið Akureyrar kom á staðinn með bíla sína. Um 6-8 manns úr Slökkviliði Eyjafjarðar- sveitar tók þátt í slökkvistarfi og tók um 15 til 20 mínútur að kæfa eldinn. Sagði slökkviliðsstjóri það geta skipt sköpum að hafa yfir slíkum búnaði að ráða þegar elds- voðar verða. í öðrum hreppum í Eyjafírði er búnaður af þessu tagi ekki til og verða menn því að bíða komu Slökkviliðs Akureyrar. Að líkindum út frá rafmagni Eldsupptök eru ókunn, en grun- ur leikur á að eldsvoðann megi rekja til rafmagns. Menn frá rann- sóknardeild Lögreglunnar á Akur- eyri og RARIK voru á vettvangi í gær og leituðu upptaka eldsins. Eining o g Iðja samþykkja samninga FÉLAGSMENN í Verkalýðsfélag- inu Einingu hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga. Alls voru 3648 á kjörskrá en atkvæði greiddu 1532 eða 42% fé- lagsmanna. Tæp 60% félagsmanna sögðu já eða 917 manns en 591 vildi ekki samþykkja fyrírliggjandi samninga eða 38,5%. Auðir seðlar voru 16 og ógildir 8 eða samtals um 1,5% atkvæða. Kjörfundi Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri og nágrenni um nýgerða kjarasamninga er einn- ig lokið. Alls voru 440 á kjörskrá vegna samnings Iðju og Landssam- bands iðnverkafólks annars vegar og Vinnuveitendasambands íslands hins vegar. Atkvæði greiddu 220 manns eða 46% þeirra sem voru á kjörskrá. Meirihluti félagsmanna greiddi samningunum atkvæði sitt, eða 145 manns, 65,9%, en á móti voru 69 eða 31,4%. Auðir og ógild- ir seðlar voru 6 eða 2,7%. Fellt í samlagi Hvað varðar viðbætur við kjara- samning um kaup og kjör starfs- fólks afurðastöðva í mjólkuriðnaði milli Iðju og Vinnumálasambands- ins voru 35 á kjörskrá og greiddu 88,6% félagsmanna atkvæði eða 31. Samningurinn var felldur með 17 atkvæðum eða 54,9% á móti 13 eða 41,9%. Einn seðill var auður. Leigj endasamtök Norðurlands • • 011 sveitar- félög greiði húsaleigu- bætur LEIGJENDASAMTÖK Norður- lands fagna þeirri ályktun sem samþykkt var á fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga um nýtt húsaleigubótakerfi. „Við tökum undir þær kröfur sem þar koma fram um að öll sveit- arfélög greiði húsaleigubætur á allt húsnæði óháð eignarformi og þær verði skattfrjálsar eins og vaxtabætur og annar opinber stuðningur við öflun húsnæðis," segir í ályktun Leigendasamtaka Norðurlands. Þá skora samtökin á ríkisstjórnina að flýta endurskoðun á lögum um húsaleigubætur og fjármögnun þeirra svo allir leigj- endur sitji við sama borð sem fyrst. Samvera eldri borgara SIÐASTA samvera eldri borgara Elísabet Þorsteinsdóttir guðfræðing- fyrir sumarfrí verður í Glerárkirkju ur og mun hún kynna námskeiðið á morgun, fimmtudaginn 17. apríl, Gullnu árin. Bamakór Glerárkirkju og hefst hún kl. 15. syngur nokkur lög, þá verður upplest- Gestur samverunnar verður Jónína ur og boðið upp á kaffiveitingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.