Morgunblaðið - 22.04.1997, Síða 34

Morgunblaðið - 22.04.1997, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 MENIMTUN MORGUNBLAÐIÐ Ljósmyndari Jón Svavarsson. FJÖLMENNI var á málþingi leikskólakennara og skoðanaskipti voru fjörleg. DR. BERNARD Spodek sagði að engin ein lausn væri til á því hvernig góður leikskóli ætti að vera. Skipulagið færi eftir þeim markmiðum sem væru með starfinu og menn- ingu á hveijum stað. Málþing Félags íslenskra leikskólakennara Markvisst starf á leik- skólunum en sveigjanlegt Víða var komið við í umræðum á fjölmennu málþingi leikskólakennara fyrir nokkru þar sem rætt var um innra starf leikskólans. Hildur Einarsdóttir fylgdist með umræðum og komst meðal annars að því að víðast hvar á leikskólum fer fram reglulegt mat á starfseminni. FYRSTA erindið á málþinginu, sem haldið var í Rúgbrauðsgerð- inni, var flutt af Þórhöllu Guð- mundsdóttur leikskólasérkennara. Hún fjallaði um heildtæka skóla- stefnu og hvernig hægt er að mæta þörfum allra barna hvort sem þau væru fötluð, ófötluð, hvít, svört, stór eða lítil eins og hún orðaði það. í heildtækri skólastefnu fælist að hver nemandi væri metinn út frá hæfileikum sínum en ekki því sem hann gæti ekki. „Litið er á margbreytileikann sem sjálfsagð- an hlut og það er kostur að börn séu ólík. Leikskóli fyrir alla gefur börnum tækifæri til að vinna sam- an og kynnast þörfum hvers og eins, taka tiliit hvert til annars og fá tækifæri til að vera með jafn- öldrum sem búa í hverfinu og þróa vináttu,“ sagði Þórhalla. Reglubundið mat Viðhorf leikskólakennara til eig- in starfa var yfirskrift erindis Kristínar Dýrfjörð leikskólastjóra. Hún gerði að umtalsefni könnun sem hún gerði á því hvort form- legt, meðvitað mat fari fram á starfsemi í leikskólum. Sagði hún að komið hefði í ljós að tæp 80% þeirra sem spurðir voru segðu að á sínum vinnustað færi fram reglu- legt mat á starfseminni. Algengast væri að starfsfólk settist niður og ræddi um starfið en einungis rétt rúm 24% leikskólakennara til- greindu tæki sem hjálp við mat. Sagði hún að algengt væri, ekki aðeins á íslandi, að leikskólakenn- arar upplifðu starf sitt í gegnum frásagnir og sögur úr starfinu. Taldi hún þó æskilegt að matið færi fram með skipulegri hætti og spunnust af þessu nokkrar umræð- ur. í könnun sinni athugaði Kristín einnig hvernig samskipt- um við foreldra væri háttað. í Ijós hefði komið að leikskólakennarar töldu árangursríkast að koma upplýsingum á framfæri við foreldra í formlegum viðtölum. Spyija mætti þó hvort ekki væri skynsamlegt að nýta betur ög markvissar þau tækifæri sem gæf- ust þegar verið væri að koma með börnin eða sækja þau til að rabba og gefa upplýsingar. Sagði hún það sitt mat að leik- skólakennarar yrðu að gera starf sitt sýnilegra fyrir foreldra. Liður í því væri að auka formlega skrán- ingu og úrvinnslu um þroska og framgang hvers barns í leikskólan- um. Einnig væri æskilegt að vinna einstaklingsáætlanir byggðar á al- mennum athugunum fyrir hvert barn en ekki einungis fyrir þau sem nytu sérkennslu. Einstaklingsáætl- anir þyrftu ekki að vera mjög flóknar. Aukin samvinna við foreldra Þórkatla Aðalsteinsdóttir sál- fræðingur ræddi um geðtengsl barna í leikskólum. Hún byijaði á því að ræða um viðmót leikskóla- kennara og annarra fullorðinna gagnvart börnunum. Hún lagði áherslu á að hinir fullorðnu svör- uðu skýrt og heiðarlega. Veittu jákvæða athygli. Hefðu til að bera næmi gagnvart einstaklingnum og legðu sig fram um að kynnast hveiju og einu barni. Þeir veittu öryggi með nærveru sinni og það gerðu þeir best með að vera sjálfir öryggir, rólegir og andlega sterkir. Hún ræddi um samskipti heimila og leikskóla. Sagði að foreldrarnir væru mikilvægastir í lífi barnsins og við þá mynduðu börnin fyrstu geðtengslin. Taldi hún að leik- skólakennarar ættu í auknum mæli að leita eftir þekkingu þeirra og foreldrasamvinna ætti að vera meiri í leikskólunum. Þórkatla fór inn á inikilvægt hlutverk leik- skólans í myndun geð- tengsla og sagði að starfsmenn þar væru fyrsta fullorðna fólkið fyrir utan foreldrana sem þau nytu leiðsagnar frá. „Ef vel tekst til byggja þau á þessum tengslum seinna meir á ævinni. Barnið hefur þörf fyrir bæði tengslin, því verða þessir aðilar að vinna saman,“ ítrekaði hún. Því næst ræddi hún um þann vanda sem sveigjanlegur vistunar- tími gæti skapað fyrir börn, sér- staklega þau sem eru allan daginn í leikskólanum. Fælist vandinn í því að barnahópurinn færi sístækk- andi sem kallaði á ósveigjanlegra skipulag. Á leikskólanum væri oft ótrúlega flókið skipulag til að hlut- irnir gengju upp. Væri það sitt álit að þetta virkaði tætingslega á barnið og reyndist því erfitt. „Ég tel að sú krafa að kerfið gangi upp geti komið niður á því hvernig börnin tengjast hvert öðru og hvernig þið sem vinnið á leikskól- unum tengist börnunum,“ sagði Þórkatla. Hún ræddi einnig um viðhorf til drengja í leikskólum og hvernig væri hlúð að þeim þar sem kven- fólk væri eingöngu við stjómvöl- inn. „Mótum við kvenfólkið þá kannski eins og okkur finnst að þeir eigi að vera en ekki eins og þeir eru?“ spurði hún. Leiskóli barnanna vegna Skipulag leikskólans var umtals- efni Guðrúnar Samúelsdóttur leik- skólastjóra. Hún taldi gott skipu- lag nauðsynlegt en skipuleggja þyrfti þannig að börnin nytu ör- yggis og festu jafnframt því sem þau öðluðust aukinn þroska, nýja færni og þekkingu. Því ekki mætti gleyma að leikskólinn væri fyrst og fremst til barnanna vegna. Hún kvað það ekki skipta öllu máli hvaða leið væri val- in, heldur að starfsfólkið væri trútt þeim markmið- um sem það hefði sett sér. Markmiðin sem leik- skólakennarar setja sér í starfi og hvemig unnið er með þau var innihald erindis Bryndísar Garðarsdóttur leikskólakennara. Hún greindi frá niðurstöðum úr lokaverkefni sínu til and. polit. prófs í leikskólafræðum við Há- skólann í Þrándheimi. Hún sagði meðal annars að af þeim sex leikskólakennurum sem hún ræddi við hefðu aðeins tveir sagt að starfsfólk hefði unnið sam- eiginlega að markmiðssetningu fyrir leikskólann. Hjá hinum liti þetta út fyrir að vera nokkuð tilvilj- unarkennt. „í þeim leikskólum þar sem unnið var að sameiginlegum starfsgrundvelli tók ég sérstaklega eftir því hvað starfsfólkið var með- vitað um hlutverk sitt, að allir virt- ust vinna að sömu markmiðum. Það var samhengi og skipulag í starfinu án þess að það væri of venjubundið eða skipulagt. Þægi- legt andrúmsloft var á deildinni og bæði fullorðnir og börn virtust vera ömgg með sig. í þeim leik- skólum þar sem markmiðin voru óljós var starfið ómarkvissara og starfsfólkið virtist hafa ólíkar áherslur," sagði hún. Engin ein lausn Bryndís sagði að það sem hefði þó komið mest á óvart væri að ekki var samhengi á milli þess hversu margir leikskólakennarar unnu á viðkomandi deild og því hversu markvisst starfið var. „í þeim leikskólum þar sem heildars- amræmi ríkti í starfinu, og mér fannst markvissara, var eingöngu starfandi einn leikskólakennari á deild. Eftir því sem leikskólakenn- ararnir voru fleiri virtist vera erfið- ara að samræma starfið. Þetta þýðir ekki að leikskólakennarar geti ekki unnið saman heldur hafa þeir ekki rætt nógu vel sín á milli um grudvallarvallar- markmið og leiðir í leikskólastarfínu,“ sagði Bryndís. Lokaerindið á málþinginu flutti Dr. Bernard Spodek, prófessor við Háskólann í Illinois. Fjallaði hann um hvernig skipuleggja mætti umhverfið til að auka gæði upp- eldisstarfsins og „auðvelda" vinnu leikskólakennara. Hann benti á að í bandarískum leikskólum væri lögð áhersla á að til væri mikið úrval af leikföng- um fyrir börnin svo þau ættu víðtækt val. I jap- önskum leikskólum væru leikföngin hins vegar fá til að kenna börnunum að deila með sér hlutunum. Það væri engin ein lausn á því hvernig góður leikskóli ætti að vera. Skipulagið færi eftir þeim markmiðum sem væru með starfinu og menningú á hveijum stað. Leikskólinn tekur á móti öllum börnum á forsendum hvers og eins Krafan um skipulag get- ur komið nið- ur á innbyrðis tengslum Norskum nemendum leiðist UM 60% nemenda í Noregi leiðist í skólanum og finnst námið of ein- hæft. Er þetta oft orsök hegðunar- vandamála, að sögn fræðimanna. Thomas Nordahl og Mari-Anne Sorlie við Rannsóknarstofnun upp- eldis, velferðar og öldrunarmála í Noregi, NOVA, hafa kannað ástand mála í grunnskólum og framhalds- skólum. Um 1.100 nemendur tóku þátt í rannsókninni ásamt kennurum og foreldrum nemenda. Meira en helmingur nemenda seg- ist oft hverfa á vit dagdrauma í kennslustundum eða beina athygl- inni að öðru en náminu. 20% segjast vera einmana eða niðurdregin í frí- mínútum. Kennarar álíta að á milli 10 og 20% nemenda eigi við ein- hvers konar hegðunarvanda að stríða, 64% þeirra séu drengir. Ljóst er af svörunum að kennarar og nem- endur eru mjög ósammála um hvað sé hegðunarvandi. Þeim sem aðlagast er hyglað „Skólinn virðist hygla þeim sem gengur vel að laga sig að aðstæðum, traustu og hlýðnu nemendenum," segir Nordahl. „Með þessu heldur skólinn við og hyglar ákveðinni formfestu og samskiptareglum sem að miklu leyti henta stúlkunum." Hann telur að drengirnir fái ekki útrás fyrir líkamlega hreyfingarþörf sína og þess vegna geti þeir orðið út undan í kennslu. „Þeir mótmæla og þá vekja þeir athygli kennarans á neikvæðan hátt sem skilgreinir þetta sem hegðunarvanda.“ Nordahl telur að skólinn verði að leggja meiri áherslu á þátttöku nem- endanna í ákvörðunum. Nýta beri betur áhuga nemendanna sjálfra og forgangsröðun þeirra. Tiiraunir á menntaskólastigi í Noregi eru nú gerðar tilraunir með menntaskóla þar sem nemendur hafa meiri ákvörðunarrétt varðandi kennslutilhögun og námsefni. Lýsa þeir mikilli ánægju með þetta fyrir- komulag, segja m.a. að kennararnir séu mun áhugasamari en í hefð- bundnu skólunum. Kennarastofan hefðbundna er úr sögunni, sameiginleg hvíldarstofa er fyrir nemendur og kennara í frímín- útum og skólastjóri er valinn af öll- um hópnum á tveggja ára fresti. „Þetta er mikill kostur fyrir nemend- urna. Ef okkur finnst að skólastjór- inn sé orðinn dasaður og hann ráði ekki við starfið getum við kosið nýj- an,“ segir einn nemendanna. -----♦ ♦ ♦ Ný kennsluforrit • NÁMSGAGNASTOFNUN hefur gefið út ný kennsluforrit bæði fyrir PC-tölvur og Machintosh. Leikver heitir kennsluforrit í móðurmáli fyr- ir PC-tölvur eftir Birgi Edwald, Hildigunni Halldórsdóttur og Sop- hie Kofoed Hansen. í þessu forriti eru þjálfuð hugtök, form, fjöldi, sam- lagning, mengi, bókstafir, mynstur o.fl. Sé hljóðkort í tölvunni er talað til nemandans. Forritið hentar eink- um börnum frá 5 ára aldri. Tækni- legar kröfur: Windows 3.1, hljóð- kort, 8 Mb vinnsluminni. • Málfræðigreining er þjálfunar- forrit í ýmsum grunnþáttum mál- fræðinnar og er til bæði fyrir Mac- og PC-tölvur. Forritið er þyngdar- greint þannig að það hentar nemend- um allt frá 10 ára til fyrstu áfanga í framhaldsskóla. Forritið eykur þjálfun í formlegri málfræði, veitir nemendum tækifæri til að nema á eigin hraða og auðveldar kennurum að fá yfirlit yfir málfræðikunnáttu nemenda. Höfundur er Sigurður Davíðsson. Tæknilegar kröfur: Macintosh-tölvur: Forritið þarf kerfi 7.0 eða nýrr, 4 Mb í vinnsluminni og u.þ.b. 1,2 Mb laust pláss á harða diskinum. PC-tölvur: Windows 3.1. eða nýrra og 4 Mb laust pláss á harða diskinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.