Morgunblaðið - 22.04.1997, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Ómskoðun á
meðgöngu
FYRIR nær 13
árum var byijað að
bjóða þunguðum kon-
um ómskoðun við
18-19 vikna með-
göngulengd. Starf-
semin hófst á kvenna-
deild Landspítalans og
landsbyggðin fylgdi
eftir á næstu 2-3
árum. Almennar leið-
beiningar til lækna og
ljósmæðra um tilgang
og framkvæmd óm-
skoðunar voru birtar í
árslok 1986. Áður
höfðu námskeið verið
haldin á Landspítalan-
um til að kenna frumatriði ómskoð-
unar hjá þunguðum konum. Nú er
ómskoðun á meðgöngu gerð á 15
stöðum á landinu af 11 sérfræðing-
um í fæðinga- og kvensjúkdóma-
fræði, 7 ljósmæðrum, 3 skurðlækn-
um og 6 eða 7 heimilislæknum.
Um V4 af öllum skoðunum eru
gerðir á ómdeild kvennadeildar
Landspítalans, þar sem starfs-
mannaheimildir til að annast tæpar
10 þúsund skoðanir á ári eru hálf
staða læknis, um ein og hálf staða
ljósmóður og hálf staða ritara.
Hjón frá Dalvík rita tímabæra
grein í Morgunblaðið 2. apríl síð-
astliðinn og varpa þar fram áleitn-
um spurningum sem upp komu
eftir að þau höfðu eignast dreng
með alvarlegan mænugalla. Gall-
inn hefði sennilega átt að sjást við
18-19 vikna ómskoðun en fannst
ekki. Þeim var sagt að fæðing
barna með miðtaugakerfisgalla
væri landsbyggðarvandamál. Þau
spyija hvort tækjakostur sé slæm-
ur utan Reykjavíkur, hvort sér-
fræðingar séu betur þjálfaðir í
Reykjavík og hversvegna móðir í
áhættuhópi verði að fara til
Reykjavíkur á stærstu ómdeildina.
Athuganir á greiningu alvar-
legra fósturgalla hafa sýnt að á
síðustu 12 árum greindust alvar-
legir gallar við 18-19 vikna skoðun
aðeins í litlum mæli utan Reykja-
víkur. Þetta á sérstaklega við um
miðtaugakerfis-, hjarta- og melt-
ingarfæragalla, en einnig aðra.
Greining við 18-19 vikur er mikil-
væg. Þá tekst að sjá flesta stærri
líffæragalla og enn er unnt að
bjóða foreldrum fóstureyðingu til
að koma í veg fyrir að fóstur sem
ekki á lífsvon eða verður alvarlega
fatlað fæðist, eða þá að undirbúa
fæðingu barnsins í því skyni að
veita því rétta meðferð frá upp-
hafi. Ástæður þess að alvarlegir
gallar finnast ekki nægilega oft
utan Reykjavíkur er ekki unnt að
rekja til verri tækja-
kosts. Hann hefur á
flestum stöðum, nema
á Akureyri, verið nær
jafngóður og í Reykja-
vík. Vandamálin utan
Reykjavíkur hafa
tengst verri þjálfun
þeirra sem skoðunina
framkvæma, of fáum
konum sem verið er
að skoða á hveijum
stað og skorti á skipu-
lagi við uppbyggingu
þjónustunnar. Of
margir með ónóga
ReynirTómas þekkingu og þjálfun
Geirsson að eru ag skoða
of fáar konur. Þar sem flest fóstur
eru heilbrigð gerist oftast ekkert
í langan tíma, en slys verða óhjá-
kvæmilega alls staðar fyrr eða síð-
ar, einnig í Reykjavík. Málið snýst
um að minnka líkur á að alvarleg-
ur galli fari fram hjá þeim sem
skoðar.
Hvað er þá til ráða? Ekki er
unnt að hafa bestu sérfræðiþekk-
ingu tiltæka á öllum 15 stöðum á
landinu. Óhjákvæmilegt er að hafa
einn stað á landinu þar sem mesta
þekkingin er og nota hana við skoð-
Grein hjónanna frá Dal-
werzalitr í glugga
SÓLBEKKIR Þola
fyrirliggjandi vatn
SENDUM I PÓSTKRÖFU
Þ. ÞORGRÍM5SON & CO
I Ármúla 29 • Reykjavík • Simi 553 8640
Glœsileg hnífapör
í miklu úrvali
SILFURBUÐIN
Kringlunni á-12 • Sími 568 9066
- Þarfeerðu gjöfina -
vík, segir Reynir Tóm-
as Geirsson, hlýtur að
vera heilbrigðisyfirvöld-
um og þingmönnum al-
varleg ábending.
un þeirra sem eru í áhættuhópum
og þar sem grunur vaknar um fóst-
urgalla. Jafnvel ómdeild kvenna-
deildar Landspítalans, bakhjarl
hinna staðanna á landinu, þarf bak-
hjarl í formi samvinnu við sérdeild-
ir í nágrannalöndunum. Hinsvegar
þarf að koma ómskoðun í landinu
þannig fýrir, í ljósi batnandi sam-
gangna og af augljósum hagræð-
isástæðum, að skoðunarstaðir séu
tiltölulega fáir. Aðalskoðunarstað-
urinn með mesta greiningargetu og
viðeigandi erfðagreiningu og erfð-
aráðgjöf á að vera kvennadeild
Landspítalans, en góð sérþekking
þarf einnig að vera tiltæk á Akur-
eyri. Þeir sem skoða ættu að fá til
þess sérstaka vottun frá heilbrigðis-
yfirvöldum eftir tilhlýðilegt nám og
sýna fram á að þeir haldi þekking-
unni við. Reynt hefur verið af hálfu
kvennadeildar Landspítalans og
Landlæknisembættisins að hvetja
þá sem við þetta starfa til að afla
sér góðrar fræðilegrar kunnáttu og
starfsþjálfunar. Staðall um það hef-
ur verið saminn að erlendri fýrir-
mynd. Staðreyndin er samt sú að
margir af þeim sem skoða hafa
ekki uppfyllt þennan staðal. Aðrir
hafa smám saman náð því sem til
þarf, en sumir aldrei. Hver sem er
á ekki að geta sest við tækið, sett
al'mælistil
JSI3
Ath: þ( tta tillioð
gildir aöcins lyrir þá
scm kattpa kort í
Irjálsu kerlíú (Iaf'una
15. - 2ö. apríl '!I7
það í gang, skoðað og gefíð út svar
um að allt virðist í lagi, jafnvel
ekki þó hann hafl lokið prófi í sér-
grein læknisfræði eða ljósmóður-
fræði. Til að halda fæmi þarf að
skoða með réttum og skipulegum
vinnubrögðum, þekkja það sem er
eðlilegt og hvað getur verið af-
brigðilegt og gera ekki færri en
2-300 skoðanir á ári. Á íslandi
getur víða verið erfítt að ná þessu
marki utan Reykjavíkur. Mönnum
þarf því að vera Ijóst hvar takmörk-
in liggja og hver ábyrgð þeirra er.
Velja þarf um það hvort þjónusta
eigi að vera á mörgum smærri stöð-
um þar sem lítið umfang þjón-
ustunnar gerði líklegra að fóstur-
gallar fyndust ekki eða hafa færri
og stærri staði. í síðara tilvikinu
yrði fólk að ferðast nokkra vega-
lengd til að fá vandaðri og sérhæfð-
ari þjónustu. Fjarlækningar, þar
sem bein tenging er við ómdeild
kvennadeildar frá iandsbyggðar-
tæki, gætu komið að gagni. Enn
er þó ekki búið að þróa tæknina
né tryggja mannafla og tækjakost
í slíkt.
Unnt er að fá vísbendingu um
tilvist miðtaugakerfísgalla og nokk-
urra helstu litningagalla með svo-
kölluðu þrí-prófí. Þá er tekið blóð-
sýni við um 15 vikna meðgöngu til
að mæla 3 efni í blóði móður. Eitt
efnanna nefnist alfa-fósturprótín.
Við mænugalla lekur það frá fóstri
út í legvatnið og berst þaðan í
móðurblóð. Ef hátt magn mælist í
móður getur það verið vegna
mænugalla. Þá þarf ómskoðun á
tilvísunarstað eins og kvennadeild-
inni. Prófíð minnkar líkur á að misst
sé af miðtaugakerfísgöllum við 18
vikna ómskoðunina. Með því að
athuga magn allra þriggja efnanna
með tilliti til aldurs móður er einnig
hægt að fínna tímanlega um 73
fóstra með alvarlega litningagalla.
Löngu er tímabært að taka þetta
próf í notkun hér á landi hjá öllum
þunguðum konum. Þrí-próf verður
hinsvegar ekki túlkað rétt án ná-
kvæmrar vitneskju um meðgöngu-
lengd snemma í þungun. Því þarf
jafnframt að auka við ómskoðunar-
þjónustuna. Til viðbótar þarf úrlest-
ur og túlkun prófsins að vera í
höndum kunnáttufólks á einum stað
og læknisfræðileg erfðaráðgjöf að
vera fáanleg og af háum staðli
þegar prófið er afbrigðilegt.
Grein hjónanna frá Dalvík hlýtur
að vera heilbrigðisyfírvöldum og
þingmönnum alvarleg ábending
um að sjá til þess að fé verði veitt
til að gera umbætur á ómskoðun
fyrir þungaðar konur með upp-
byggingu færri og faglega sterkari
skoðunarstaða og byija alls staðar
á landinu á þrí-prófi á þessu ári.
Fósturgreininga- og erfðafræði-
deild á kvennadeild Landspítalans
þarf að verða til upp úr gömlu
„sónardeildinni", með nauðsynleg-
um mannafla og tækjum og í betra
húsnæði en nú er. Tugþúsundir
karla og kvenna sem hafa komið
á sónardeildina vita hversu erfiðar
aðstæður eru þar. Fósturgreining
á landsbyggðinni batnar seint
nema vel sé staðið að rekstri aðal-
fósturgreiningadeildar landsins.
Höfundur er dr. med.,
prófessor og forstöðulæknir
kvennadeildar Landspítalans.
Óslcalisti
brúðhjónanna
Gjafaþjónusta fyrir
brúðkaupið
/Q) SILFURBÚÐIN
NJL/ Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066
- Þar fœröu gjöfina -_
Miðborg með
framtíð?
Miðborgarsamtök Reykjavíkur vilja
efla stöðu miðborgarinnar
MIÐBORGARSAM-
TÖK Reykjavíkur eru
heildarsamtök hags-
munaaðila í miðborg
Reykjavíkur og hafa
samtökin það að
markmiði að efla mið-
borgina sem helsta og
virkasta verslunar-, við-
skipta- og þjónustu-
svæði landsins. Sú þró-
un sem hefur átt sér
stað í miðborg Reykja-
víkur á undanfömum
áram og sérstaklega í
Kvosinni, er vel þekkt
erlendis. Uppbygging
verslunarsvæða í út-
hverfum dregur til sín
góðar verslanir á kostnað miðborgar-
innar og hún drabbast niður. Þessari
þróun þarf að snúa við og stuðla
þess í stað að uppbyggingu öflugrar
verslunar á svæðinu. Huga þarf að
því að hæfíleg blanda af verslunum,
þjónustufyrirtækjum og veitingahús-
um skapar litríkt mannlíf í miðborg-
inni hvort sem er á daginn, kvöldin
eða um helgar. Aðlaðandi útivistar-
umhverfi eins og Tjömin og Hljóm-
skálagarðurinn draga að fólk, en
bjóða þarf upp á þægilegt aðgengi
gangandi sem akandi til og frá mið-
borginni.
Tryggja þarf stöðugleika
Stöðugleiki þarf að ríkja í skipu-
lagsmálum, umferðarmálum, sam-
göngumálum, bílastæðamálum og
öðra sem hefur áhrif á afkomu og
rekstur fýrirtækja og fasteigna í
miðborginni. Framkvæmdir og sam-
þykktir borgaryfírvalda í skipulags-
málum hafa sumar verið samhengis-
lausar gagnvart öðram þáttum í gild-
andi deiliskipulagi. og endurskoða
Móta þarf ákveðna
stefnu í málum miðbæj-
arins. Guðmundur G.
Kristinsson nefnir hér
nokkrar hugmyndir
þar að lútandi.
þarf því deiliskipulagið upp á nýtt í
samvinnu við hagsmunaaðila. Eitt
besta dæmið um þetta er lokun á
Hafnarstrætis sem nýlega var sam-
þykkt í borgarráði. Vinna þarf nýtt
deiliskipulag og setja upp heildar-
stefnumótun sem taki til sem flestra
þátta, s.s. umferðar gangandi og
akandi, bflastæða, samgangna að og
frá miðborginni, samsetningar fyrir-
tækjaeininga, tengingar Kvosarinnar
við Bankastræti og Laugaveg, endur-
gerðar efri hlutar Laugavegs, aukins
gróðurs í miðborginni, endurskoðun-
ar á fasteignamati, endurgerðar
Lækjartorgs, útivistarsvæða, íbúa-
byggða og fleira mætti telja til.
I bflastæðamálum miðborgarinnar
er rekin skattastefna sem innheimtir
á þriðja hundrað milljónir króna á
ári. Bjóða þarf upp á frí stæði á stærri
bílastæðum á laugardögum og
ókeypis í bflastæði eftir kl. 16 á virk-
um dögum. Starfsmenn í bflastæða-
umhverfínu þurfa að starfa sam-
kvæmt þjónustustefnu, en ekki sem
harðir rakkarar á bílastæðasektum.
Endurfjármagna og lengja þarf fram-
kvæmdalán til bflastæðahúsa til að
geta lækkað gjaldtökuna og fínna
ódýr eða ókeypis bílastæði fýrir þá
sem stunda vinnu í miðborginni (t.d.
uppi á Faxaskála). Til greina gæti
komið að Miðborgarsamtök Reykja-
víkur taki að sér rekstur stöðumæla,
bflastæða og bflastæðahúsa.
í Kvosinnni þarf að lækka fasteign
agjöld og bjóða upp á framkvæmda-
styrki og/eða hagstæð langtímalán
til verslana sem vilja
skapa sér þar framtíðar-
aðstöðu. Leggja þarf
grann að lifandi mann-
lífsstarfsemi í öllu
stærra húsnæði í mið-
borginni eins og Hafn-
arhúsinu og gömlu
Morgunblaðshöllinni við
Ingólfstorg og breyta
neðstu hæðinni á þess-
um húsum í opin versl-
unaramhverfí. Byggja
þarf upp litla verslunar-
kjarna vítt og breitt um
miðborgarsvæðið með
reglulegu millibili frá
Hlemmi og niður að Ing-
ólfstorgi. Leggja þarf
ríka áherslu á að laða að lifandi og
virka starfsemi í Tryggvagötu,
Hafnarstræti, Hverfisgötu og aðrar
götur í miðborginni.
Hraðleiðir og
minni mengun
Bjóða þarf upp á hraðleiðir stærri
almenningsvagna að og frá miðborg-
inni og minni vagna sem fari með
stuttu millibili á milli Hlemms og
Ingólfstorgs með viðkomu á öllum
stærri bílastæðum og bflastæðahús-
um. Miðborgarsamtök Reykjavíkur
gætu tekið að sér rekstur á þessum
miðborgarvögnum og í framtíðinni
ætti að stefna að því að nota raf-
drifna vagna til að minnka mengun.
Gera þarf miðborgina aðgengilega
fyrir einkabíla, en mikill meirihluti
þeirra sem eiga þar viðskipti, koma
á einkabflum. Umferðarflæði þarf að
vera gott að og frá miðborginni og
bjóða upp á næg bflstæði. Gera þarf
Hverfísgötu að tvíakstursgötu í báðar
áttir og skapa þægilega aðkomu að
Laugavegi, Skólavörðustíg og öðram
götum í efri hluta miðborgarinnar.
Huga þarf vel að tengingu Kvosar-
innar við efri hluta miðborgarínnar
(Bankastræti, Laugaveg, Hverfis-
götu og Skólavörðustíg).
Setja þarf upp upplýsingaspjöld
sem víðast um miðborgina, þar sem
komi fram hvar viðkomandi er stadd-
ur með tilliti til helstu staðhátta.
Fjölga þarf raslafötum, símaklefum,
almenningssalemum, aðstöðu fyrir
barnafólk og gera þarf veralegt átak
til betri hreinsunar í miðborginni.
Samstarf hagsmunaaðila
um að efla ferðamennsku
og verslun
Nýleg kynning á verkefni nokk-
urra aðila ásamt Miðborgarsamtök-
um Reylg'avíkur varðandi verslun-
arferðir efnaðra Bandaríkjamanna til
landsins, er gott dæmi um sameinað
átak til eflingar á ferðamennsku og
verslun. Leggja þarf grann að frek-
ara samstarfi í þessum efnum og
vinna ákveðna stefnumótun um
markmið og leiðir til næstu áratuga.
Þetta er aðeins brot af þeim hug-
myndum sem Miðborgarsamtök
Reykjavíkur hafa um bætt ástand í
umhverfi miðborgarinnar og samtök-
in lýsa eftir heildarstefnumótun borg-
arinnar í helstu hagsmunamálum
miðborgarinnar. Allir sem koma að
umhverfí miðborgar Reykjavíkur
þurfa að taka höndum saman til að
efla hana og með samstöðu skapa
styrkinn til að byggja þar upp öflugt
menningar-, verslunar-, veitinga- og
viðskiptasvæði. Miðborgarsamtökin
gera kröfu til þess að borgaryfirvöld
á hveijum tíma, vinni samkvæmt
heilstæðri stefnu í góðri samvinnu
við hagsmunaaðila, með það að
markmiði að tryggja miðborginni
þann sess sem henni ber í verslun-
ar-, viðskipta- og menningarsögu
landsins til lengri tíma.
Höfundur er formaður
Miðborgarsamtaka Reykjavíkur.
Guðmundur G.
Kristinsson