Morgunblaðið - 22.04.1997, Síða 43

Morgunblaðið - 22.04.1997, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 43 AÐSENDAR GREINAR Engin sátt um stj órnkerfi fiskveiða í FYRRI svargrein til Þrastar Ólafssonar, hagfræðings, var ítar- lega rætt um ranglæt- ið í gildandi kvótakerfi í þorskveiðum, svo sem hann hefir rétti- lega bent á, og hefði átt að leiða til niður- fellingar þessa kerfis fyrir löngu. Nú víkur hann að veiðigjaldinu: „Sá hluti kvótakerfis- ins sem hvað mestri úlfúð hefir valdið er ókeypis úthlutun afla- heimilda, sem síðan ganga kaupum og söl- um á mörkuðum eða millli útgerða. Dæmi um einstakl- inga, sem orðið hafa stóreigna- menn við að selja veiðiheimildir ... hafa valdið almennri reiði fólks. Reiðin er skiljanleg vegna þess að verðmætin, sem þessir aðilar eru að selja, er ávísun á óveiddan fisk, sem almannavaldið hefir fengið þeim til afnota en ekki til eignar.“ Þetta er rétt, en ÞÓ lætur þess ekki getið, að þetta er gert af al- þingismönnum, þvert á ákvæði stjórnarskrárinnar um atvinnu- frelsi manna. Kvótarnir eru frelsis- skerðing gagnvart sjómönnum í sjávarbyggðunum, en þeir eiga tvímælalausan rétt á að sækja afla úr sjó, eins og verið hefir frá upp- hafi byggðar hér. Það er hin stór- virka tækni skuttogara með glor- íutrollin, sem hefir ruglað menn í ríminu. Það er engin vernd fyrir hina smáu í fiskveiðum lengur. Rök ÞÓ fyrir veiðigjaldi eru fals- rök. Þótt þjóðin eigi fiskinn í sjón- um, svo sem viðurkennt er, þarf þó að sækja hann. Stjórnvöld hafa sett veiðikvóta undir yfirskini þess, að verið sé að vernda fiskinn, en jafnframt eru sjómenn sviptir rétti til að sækja sína lífsbjörg í hafið. Stórútgerðin hefir nú þegar keypt upp mestan hluta kvótanna í fiski- lögsögunni. Er það skoðun ÞÓ, að sjávarbyggðirnar eigi að endur- kaupa þessa kvóta af stórútgerð- inni áður en þeir mega kaupa skip og heíja sjósókn? Fjórar stærstu útgerðirnar „eiga“ nú nær helming allra þorskkvóta, og þess er ekki langt að bíða að engir kvótar séu falir. Samt eru þorskveiðar með skuttogurum sjöfalt dýrari en með línu, og hefir þó smábátum fækkað um 75%, einkum vegna uppkaupa stórútgerðarinnar. Enginn saman- burður er til um afrakstur smábát- anna og landvinnslunnar í heild á móti stórútgerðinni. Góður árang- ur stórútgerðarinnar stafar fyrst og fremst af hækkuðu söluverði á fiski og fiskafurðum, ekki af kvóta- kerfinu sem slíku. ÞÓ leggur mikla áherzlu á að veiðigjald sé rekstrarkostnaður og að ekki sé „verið að skattleggja sjávarútveginn um- fram aðra atvinnu- vegi“. Samt greiðir enginn annar atvinnu- vegur sambærilegt frádráttarbært gjald, svo ekki er ljóst hvað ÞÓ á við. Hann segir álagningu þróunar- sjóðsgjalds, sem notað sé „til að greiða gaml- ar skuldir í sjávarút- vegi, sem ella hefðu fallið á ríkissjóð" benda í rétta átt um frádráttarbært veiði- gjald. Hversvegna skyldi útgerð njóta þeirrar sérstöðu að geta losað sig þannig við gamlar skuldir, en ekki aðrir atvinnuvegir til jafns? Þetta er siðleysi, sem Fjórar stærstu útgerð- irnar, segir Önundur Ásgeirsson í síðari grein sinni, ráða nær helmingi kvótans. eflaust verður að kenna klíkuskap alþingismanna um. Þá segir ÞÖ að veiðigjald „stuðli að aukinni hagræðingu í sjávarútvegi með því að laga flotastærð að afkastagetu fiskistofnanna". Ekkert er íjær lagi. Úthafsflotinn var búinn að drepa hrygningarstofn þorsksins niður í lágmark árin 1992/3, en síðan hefir afkastageta hans verið stóraukin með fyrirhyggjulítilli offjárfestingu í skipum og stór- felldri tæknivæðingu í trollum og búnaði. Það er spilling, að LÍU eigi að komast upp með að kosta smíði nýs hafrannsóknar- eða varðskips með frádráttarhæfri gjaldtöku í þessu skyni, því þetta er einskonar trygging fyrir forrétt- indum úthafsveiðiflotans í fiskilög- sögunni. Ef taka á frádráttarhæft veiðigjald ætti það að renna í ríkis- sjóð, og vera til ráðstöfunar þar. Rúsínan í pylsuendanum er þó að veiðigjaldið kosti ekkert, það megi einfaldlega spara með því að fella niður 1.524 m.kr. árlegan sjó- mannaafslátt. Þetta er út í hött. Sjómannaafslátturinn er ólög frá Alþingi, því það getur engin ein stétt notið slíkra fríðinda umfram aðra. En þetta kemur veiðigjaldi ekkert við. Þegar þessi ólög verða felld úr gildi, gengur skatturinn í ríkissjóð sem aðrir skattar. Veiði- gjald er bein aukning á fram- leiðslukostnaði fiskveiðanna og gerir bæði útgerð og vinnslu ósam- keppnishæfari. Þessvegna á ekki að taka neitt veiðigjald. Höfundur er fyrrv. forstjóri Olís. Önundur Asgeirsson Vantar þig VIN að tala við? Til að deila með sorg og gleði? VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 öll kvöld 20 - 23 IÐNAÐARHURÐIR ÍSVAL-ðORGA Erlr. HÖFÐABAKKA9. 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 STJÓRNSKIPUNIN skiptist í þrjár megin- greinar, löggjafarvald, dómsvald og fram- kvæmdavald. Að von- um er óhugsandi, að um algjöra þrískipt- ingu sé að ræða. Þannig er það fram- kvæmdavaldið, sem skipar dómara hér á landi. Alþingi getur framselt af löggjafar- valdi sínu í hendur framkvæmdavaldinu, venjulega í hendur ráðherra. Til þess að svo megi vera, þurfa að vera ákvæði í lög- unum sjálfum, sem heimila ráð- herra að setja reglugerðir til frek- ari fyllingar á lögunum. Af sjónarhóli framkvæmda- valdsins eru reglugerðir nauðsyn. Með þeim er unnt að skilgreina lögin betur, koma að sérfræðiþekk- ingu og einfalt að breyta reglu- gerðum að fenginni reynslu, án þess að þurfa að bera þær undir Alþingi. Reglugerðir hafa í sumum tilvikum vaxið settum lögum yfir höfuð - en að því slepptu eru þær fyrir löngu orðnar efnismeiri en löggjöfin. Engum getur dulist að æskileg- ast er, að hinir þjóðkjörnu fulltrúar á Alþingi fáist í sem mestum mæli við að setja þjóðinni lög, en láti hvorki ráðherrum né ríkis- stjórnum eftir vald sitt. Slíkt gæti leitt til þess, að þingmenn yrðu andvaralausir um hlutverk sitt. Reyndar hefur þess gætt í ára- tugi, að ríkisstjórnir hafi gengið of langt í því efni að taka sér það vald, sem löggjafanum ber. Takist svo til, að Alþingi verði sniðgengið á þann hátt og troðið á stjómar- skrárvörðum rétti almennings, eiga menn þó þess völ að leita til dómstóla. Hæstiréttur íslands hefur nokkrum sinnum kveðið á um lög- mæti eða ólögmæti aðgerða fram- kvæmdavaldsins. Segja má Hæstarétti til lofs, að hann hafi á seinni árum verið djarfari að kveða upp úr með slíkt. Stundum leita sam- tök eða einstaklingar, sem telja lög ekki standast stjórnar- skrána eða að á sér sé brotið, eftir áliti háskólakennara eða lögmanna um þau atr- iði. Nokkrir bændur, norðan fjalla, sem andvígir voru of mikl- um afskiptum hins opinbera og bændasamtaka af búvörufram- leiðslu og fleiru, sem snerti búskap Ríkisstjórnir hafa gengið of langt í því, segir Gunnlaugur Þórðarson, að taka sér vald löggjafans. þeirra, leituðu álits prófessors Sig- urðar Líndals á hinu viðamikla framsali Alþingis á valdi þess í hendur ráðherra og bændasam- taka. í því fólst meðal annars heim- ild til þess að tálma innflutning á landbúnaðarvörum. Spurning þeirra var um það, hvort lögin um valdaframsalið fengju staðist gagnvart stjórnskipun Islands. Það er athyglisvert, að bændur komu hvergi nærri þeirri laga- og reglu- gerðasmíð. Sigurður Líndal er vel lærður lögfræðingur og auk þess sagn- fræðingur. Fjölmiðlar hafa stund- um leitað álits hans á umdeildum atriðum í löggjöf, og álitsgerðir hans hafa oft verið athyglisverðar. 1992 gaf hann út álitsgerð í formi bókar, sem ber heitið: „Stjórnkerfi búvöruframleiðslunn- ar og stjórnarlög íslands“. Ritið skiptist í tvo megin hluta, fyrir og eftir gildistöku laga nr. 46/1985. Þau lög eru bæði flókin og tyrfin, og ber verkið þess merki, og er á köflum seigt undir tönn, eins og höf. segir sjálfur. Bókin er frekar sagnfræði- en lögfræðirit, 274 bls. og þar með fulllöng. í henni eru m.a. heimildir um mismunandi af- stöðu Hæstaréttar til valdafram- sals löggjafans og réttmæti þess gagnvart stjórnarskránni. Prófessorinn hefur greinilega lagt talsverða vinnu í að reyna að sannfæra lesandann um lögmæti valdaframsals þess, sem hér um ræðir, og þrátt fyrir ýmsa van- kanta á þeim er niðurstaða hans orðrétt: „Þrátt fyrir þetta verður að telja búmarkið réttan grundvöll framleiðslustjómar, enda hafa þeir agnúar ekki verið leiddir í ljós, sem hagga grundvelli þess. Auk þess er illkleift að hrófla við því efni eftir jafn langan tíma og liðinn er. Af þessum sökum verður að álíta, að búmarkið fái staðizt, þrátt fyrir ófullkomna lagasetningu og hnökra á framkvæmd." Niðurstaðan hefur vafalaust valdið þeim vonbrigðum sem báðu um álitið. Því miður eru lögfræðingar það pennalatir, að enginn þeirra hefur ráðist í að gagnrýna niðurstöðu prófessorsins. Að mínu viti er niðurstaðan æði glær og vafasamt, að margir lög- menn myndu, að vel athugðu máli, fallast á niðurstöðu Sigurðar Lín- dals. Eitt veigamesta ákvæði í stjóm- arskránni er að finna í 2. gr. henn- ar, en þar segir: „Alþingi og for- seti Islands fara saman með lög- gjafarvaldið." Þá eru í stjómar- skránni önnur ákvæði til varnar þvi, að framkvæmdavaldið gangi um of inn á svið löggjafarvaldsins, t.d. 67. gr. og 69. gr. Hitt er aftur á móti athyglis- vert, að á bls. 67 í áðurnefndu riti, telur prófessorinn lögin um stjórn fiskveiða dæmi um of víðtækt framsal Alþingis á valdi þess. Æskilegt er, að hann hefði tekið af skarið í því efni, sem gefur til- efni til frekari hugleiðinga. Höfundur er lögmaður. Stj órnar skráin og kvótar Gunnlaugur Þórðarson Yindás Sumarstarf KFUK rekur sumarbúðir fyrir stúlkur 9 ára og eldri í Vindáshlíð, sem er á fallegum stað í kjarri vaxinni fjallshlíð í Kjósinni um 45 km frá Reykjavík. Hver dvalartími í Vindáshlíð er vika I sumar verða flokkarnir sem hér segir: í senn Og þá gefst Stúlkunum Flokkur Tímabil Aldur Dagar Verð kostur á fjölþættri útiveru, ' íþróttum og leikjum. Á hverju 3. kvöldi eru svo kvöldvökur og sjá stúlkurnar um að skemmta 6. hver annarri. Kvölds og morgna eru sagðar sögur úr 9. Biblíunni. 12. 4. júní - 11. júní 9 - 11 ára 7 14.600,- 11. júní - 18. júní 10 - 12 ára 7 14.600,- 18. júní - 25. júní 10 - 12 ára 7 14.600,- 25. júní - 2. júlí 9 - 11 ára 7 14.600,- 2. júlí - 9. júlí 11 - 13 ára 7 14.600,- 9. júlí - 15. júlí 9 - 11 ára 6 12.600,- 17. júlí - 24. júh 9 - 11 ára 7 14.600,- 24. júlí - 31. júlí 10 - 13 ára 7 14.600,- 5. ág - 12. ág. 9 - 11 ára 7 14.600,- 12. ág. - 19. ág. 11 - 13 ára 7 14.600,- 19. ág. - 26. ág. 13 - 16 ára 7 14.600,- 28. ág. - 31. ág. 17 ára og eldri Kvennaflokk Skráning hefst miðvikudaginn 23. apríl kl. 8.00. Innritunferfi'am á skrifstofu KFUM og KFUK við Holtaveg, sími 588 8899 kl. 8-16 á virkum dögum. Guðsþjónusta og kajfisala verður í Vindáshlíð sunnudaginn l.júní kl. 14.30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.