Morgunblaðið - 22.04.1997, Side 46

Morgunblaðið - 22.04.1997, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR + Ágústa Ágústs- dóttir, húsmóð- ir, fæddist í Reykja- vík 8. október 1914. Hún lést á Reykja- lundi 12. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingigerður Sig- urðardóttir og Ág- úst Guðmundsson. Hún var næstyngst sjö systkina. Er Ág- ústa var á fjórða ári lést móðir hennar úr spönsku veikinni og tóku þá móður- systir hennar, Steinunn Sigurð- ardóttir, og Sveinn Hjartarson, bakarameistari í Sveinsbakaríi, hana í fóstur. Veturinn 1930-31 var hún við^ nám í Húsmæðraskólanum á ísafirði. 3. nóvember 1934 giftist hún Ástmundi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Stálsmiðj- unnar, f. á Eyrarbakka 28. júlí 1910, dáinn 19. apríl 1983. Þau eignuðust fjögur börn, sem öll eru á lífi: 1) Iris, f. 23.5. 1936, hún á son með Agnari Norland, skipaverkfræðingi, Ástmund Agnar Norland, f. 7.7. 1966. 2) Guð- laug, bankafulltrúi, f. 6.10. 1941, gift Níelsi Indriðasyni, verkfræðingi, og eiga þau fjögur börn, Guðbjörgu Birnu Guðmunds- dóttur, f. 22.9. 1962, Indriða, f. 9.1. 1973, Snjólaugu, f. 17.2. 1974, og Ast- mund, f. 21.1. 1977. 3) Björn Ágúst, for- stjóri, f. 23.10. 1945, kvæntur Guð- mundu Arnórsdóttur, húsmóð- ur, og eiga þau fjögur börn, tvíburana Ágústu og Arnór, f. 13.7. 1968, Áslaugu, f. 6.11. 1973, og Ágnesi, f. 8.3. 1979. 4) Ásta Ingigerður, meinatækn- ir, f. 20.7. 1954, gift Erni Sig- urðssyni, lögfræðingi, og eiga þau þrjár dætur, Steinunni, f. 12.3. 1978, Þórunni, f. 19.10. 1984, og Iðunni, f. 18.6. 1989. Barnabarnabörnin eru sex. Útför Ágústu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú þegar tengdamóðir mín er fallin frá, er mér Ijúft og skylt að minnast hennar með nokkrum orð- um. Það var ekki laust við kvíða í brjósti ungs manns, sem í fyrsta skipti kom á Grenimelinn til að hitta foreldra unnustunnar fyrir tuttugu og fimm árum. Hvernig skyldi þetta * fólk taka þeim manni, sem hafði valið sér yngstu dótturina til kvon- fangs? Eg hafði heyrt ýmislegt um stórt skap og ákveðni, svo ekki sé meira sagt. Skemmst er þó frá því að segja, að sú heimsókn varð léttari og skemmtilegri en undirritaður hafði þorað að vona og varð hún upphafið að traustum kynnum og vinskap í blíðu sem stríðu. Ágústa og Ást- mundur voru á þeim tíma í blóma lífs síns, bjuggu á einhveiju fegursta heimili borgarinnar við mikla rausn og myndarskap í hvívetna og börnin öll ýmist búandi heima hjá þeim eða í nánu sambýli stórfjölskyldunnar. Ágústa helgaði sig húsmóður- _ störfunum alla ævi, og eins og allt, sem hún tók að sér, sinnti hún heim- ili sínu og fjölskyldu af stórhug og smekkvísi. Fjölskyldunni bjó hún fagurt heimili og saman voru þau hjónin miklir málverkasafnarar og prýddu myndir meistaranna heimili þeirra. Ágústa, sem lært hafði við Húsmæðraskólann á ísafirði hjá fröken Gyðu (sem hún vitnaði oft til), var einnig listakokkur. Matseld- in ein hjá henni hefði dugað ungum manni til að falla flatur að fótum hennar. Á hverjum degi var veisla, sem ekkert tók fram, nema þegar hún hélt „gilli". Þá var tekið til hend- inni og tekið á móti gestum af því- líkri rausn og myndarskap, að eftir var tekið. A þeim hjónum hvíldu miklar skyldur í móttöku gesta, sem þau bæði nutu og höfðu ánægju af, auk þess sem þau voru ötul við að kalla saman vini og ættingja til gleð- skapar. Unga manninn tók Ágústa að sér og kenndi honum margt. Hún var laxveiðikona dágóð, átti góðar „græjur“ og kastaði flugu eins og listamaður. Margs er að minnast frá veiðiferðum í Langá, Sogið og á fleiri staði og ekki gafst hún upp, fyrr en ég var orðinn forfallinn veiðimað- ur. Áttum við margar góðar stundir saman við veiði og skemmtan við árnar, og ekki spillti nestið fyrir. En Ágústa átti sér fleiri hjartans mál. Á vorin flutti fjölskyldan sig upp í „sveit“, en í Mosfellssveit áttu þau hjónin sumarbústað. Þar var sannkallaður unaðsreitur, umvafinn tijám og í gróðurhúsinu voru rósirn- ar hennar Ágústu. Hún gerði heið- arlegar tilraunir til að kenna undir- rituðum rósarækt, en ég lét mér fljótlega duga að vökva og bera skít og þekkja muninn á Piece og Queen Elizabeth. Klippingarnar voru henn- ar list, sem ég aldrei lærði. í sveit- inni var sami rausnarbragur á öllu, sífelldar heimsóknir gesta, vina og vandamanna. Einnig áttu þau hjón sumarhús á Ströndum, sem Tárá nefnist. Þar undi fjölskyldan sér við veiði og afslöppun á heimsmæli- kvarða, og gerir enn. í áratugi var Ágústa, sem var vel liðtækur bridsspilari, í spilaklúbbi með „stelpunum". „Stelpurnar" voru systur hennar og vinkonur, sem hitt- ust vikulega allan veturinn og spil- uðu og spjölluðu. Hafði Ágústa mikla ánægju af þessum stundum og ekki síður aðrir, sem fengu að horfa á og hlusta. Ágústa var listfeng kona, svo sem sjá mátti á heimili hennar og hand- bragði öllu. Hún málaði listavel á postulín og liggja eftir hana margir fagrir gripir, sem eru eigendunum ómetanlegir. Skömmu eftir kynni mín af þeim hjónum veiktist Ástmundur alvar- lega og varð ekki vinnufær eftir það. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með Ágústu í þeim raunum. Allt var lagt í sölurnar til að gera Ást- mundi til góða. Ágústa, sem ekki hafði ekið bíl um árabil, dreif sig af stað og endurnýjaði ökukunnátt- una, settist undir stýri og ók eftir það hvert á land sem var. Að vísu gekk dálítið brösótt í upphafi, hún breytti lítillega útliti Kaupfélagsins í Mosfellssveit og jafnvel líka ásýnd bílsins, en það voru bara byijunar- örðugleikar. Hún ók með Ástmundi víða um land, ótal ferðir norður í Tárá, í heimsókn til Seyðisfjarðar til undirritaðs, og allan hringinn um landið. Ekkert óx henni í augum í þeim efnum og kláraði hún þennan þátt vel eins og annað. Hún annað- ist Ástmund heima á meðan hægt var og heimsótti hann daglega á Reykjalund, í hvaða veðri og færð sem var, er hann þurfti að dveljast þar langdvölum. Ágústa ól upp á heimili sínu, auk barna sinna, dóttursoninn Ástmund. Hún tók undirritaðan ásamt íjöl- skyldu á heimili sitt í mörg ár og um tíma bjuggum við þijár fjölskyld- ur á Grenimel 1, auk þess sem stjúp- móðir Ágústu, Katrín Hreinsdóttir, kom þar daglega til ýmissa viðvika. Var þá mikið umleikis á stóru heim- ili, og Iíkaði Ágústu það ekki illa. Síðustu árin, eftir lát Ástmundar, bjó Ágústa ein á Ægisíðu 68 og lét vel af sér, í góðu nábýli við góða granna. Það var bjart yfir lífi Ágústu. Mestan hlutann átti hún góða ævi við góð efni og hamingjuríkt fjöl- skyldulíf, þrátt fyrir erfiða heilsu dóttur hennar og síðar Ástmundar. Móður sína missti hún á íjórða ári, er spánska veikin tók sinn toll, og var tekin í fóstur ásamt systkinum sínum af sæmdarhjónunum Sveini og Steinunni í Sveinsbakaríi. Minnt- ist Ágústa þeirra ætíð af mikilli ást og virðingu. Ágústa var nánast alla ævi mjög heilsuhraust. Má segja að hún hafi varla lagst í rúmið nema til að hvíla sig og eignast börnin, allt fram á síðustu ár. Þau voru henni erfið og þar kom, að hún flutti alfarið á Reykjalund og var þar síðustu árin. Þar naut hún einstakrar umhyggju starfsmanna allra og skai þeim þakkað hér fyrir frábæra umönnun. Að leiðarlokum vil ég þakka Ág- ústu allt, sem þau hjónin gerðu mér og mínum í hag, og verður seint fullþakkað. Blessuð sé minning Ágústu Ág- ústsdóttur. Orn Sigurðsson. Heiðurskonan Ágústa Ágústs- dóttir hefur lokið lífsgöngu sinni eftir nokkurra ára heilsuleysi. Hún var eiginkona Ástmundar föðurbróð- ur míns og vinkona Helgu, móður minnar. Líf þessara tveggja fjöl- skyldna var sameinað í einni kær- leikskeðju frá því ég man fyrst eftir mér. Þeir bræður, Ástmundur og Sveinn, faðir minn, voru einstaklega nánir í leik og starfi. Tel ég að þeir hafi ráðið saman flestum ráðum sín- um, jafnt persónulegum sem við- skiptalegum, og varla leið sá dagur sem þeir ekki hittust, meðan báðir voru við heilsu. Þegar faðir minn kom heim úr viðskiptaferðum lét hann það verða sitt fyrsta verk að hringja í Ástmund, sem kom í heim- sókn að bragði, þótt liðið væri á nótt. Á heimilum fjölskyldnanna hér í Reykjavík, við Grenimel og Haga- mel, Iágu garðarnir saman, og sum- arhúsin við Varmá í Mosfellssveit stóðu hlið við hlið. Daglegur sam- gangur var á milli fjölskyldnanna og samlyndið einstakt. Alla tíð geng- um við systkinin og börn Ástmundar og Ágústu inn og út á báðum heimil- unum jafnt, eins og einn stór systk- inahópur. Á sumarkvöldum, þegar farið var í kýlubolta og eltingaleiki úti á túni, voru Ágústa og móðir mín gjarnan með okkur krökkunum og skemmtu sér konunglega. Var það mikill missir fyrir hópinn þegar móðir mín féli snögglega frá 1971. Við sumarbústaðina áttu þeir bræður yndisstundir við tijárækt, en konur þeirra ræktuðu blóm og grænmeti, bæði utanhúss og í gróð- urhúsum. Sáning kartaflna var ævinlega í umsjá Ástmundar. Það var mikilvæg og sérstök athöfn sem allur krakkaskarinn tók þátt í. Þegar búið var að raka yfír og strá áburði, fengu jafnt smáir sem stórir verð- laun, kók og prins póló. Þeir bræður, mamma og Ágústa fóru oftast árlega til útlanda og sigldu þá gjarnan með Gullfossi. Voru það bæði skemmti- og við- skiptaferðir. Margt viðburðaríkt dreif á daga þeirra og ferðasagan teygðist oftar en ekki, þar til lagt var upp í næstu ferð. Ágústa var glæsileg kona. Ljóst hárið var þykkt og mikið, augun báru sérstakan grænan lit sem, minnti á mosa og tennurnar perlu- hvítar. Hún var ævinlega fallega klædd og vel til höfð. Saman voru þau glæst hjón, Ástmundur og Gústa. Hann hávaxinn og myndar- legur, sannkallað glæsimenni til orðs og æðis, hún réttnefnd húsfreyja. Ágústa var lífsglöð og hláturmild, en líka skapmikil og stjórnsöm. Minni hennar var óbrigðult, gaman- semin rík og frásagnargáfan ein- stök. Hún átti marga gimsteina í fögrum minningasjóðum og hafði yndi af að segja frá. Ég minnist sagna frá gieðidögum í Sveinsbak- aríi á Bræðraborgarstígnum, þar sem hún ólst upp ásamt systkinum sínum hjá móðursystur þeirra, Stein- unni og manni hennar, Sveini. Þau ágætishjón tóku að sér stóran barna- hóp eftir að tvær systur Steinunnar, Ingigerður og Kristjana, létust úr spönsku veikinni 1918. Hún sagði mér frá leikjum barnanna og lífi fólksins í Vesturbænum og upplifði í huganum þá gömlu góðu daga við að fletta upp í Gömlu Reykjavík, þegar sú bók kom út, og skoða myndir af húsum og fólki sem hún mundi svo vel. Ég minnist ævintýra- sagna frá samfelldri sælutíð á Þing- eyri, en þar dvaldi hún á sumrum sem barn og unglingur hjá Estívu frænku sinni og manni hennar, Guð- mundi Sigurðssyni, vélsmið. Ég minnist frásagna úr húsmæðraskól- anum á ísafirði, þar sem hún, ung stúlka, nam þá list sem varð hennar aðal alla ævi, matargerðarlistina. Ágústa var mikil matmóðir í þess orðs bestu merkingu og hafði yndi af að gefa fólki að borða. Með ör- litlu til viðbótar af þessu eða hinu kryddinu og vænni skvettu af ijóma töfraði hún fram lystilegustu rétti. í pottunum hjá henni varð vel kæst vestfirsk skata og sigin grásleppa að veislumat, og ekki sakaði að hafa við diskinn jökulkalt, íslenskt brenni- vín og freyðandi ölglas. Stóðu þessi glæstu hjón fyrir stórkostlegum veislum, þar sem ilminn einn nægði til að kitla bragðlaukana og örva þorstann. Var þar ekkert skorið við nögl, hvorki matur né drykkur. Við móttöku gesta voru þau hjón í essinu sínu, gestaglöð og skemmtin heim að sækja, enda ákaflega vinsæl. Heimili þeirra var glæsilega búið fögrum húsmunum og listaverkum. Þar ríkti og sérstök snyrtimennska. Eftir að ég fór að heiman kom ég þangað oft í heimsókn með börn mín lítil og fékk alltaf sömu elsku- legu móttökurnar. „Kontórinn" var miðpunktur heimilisins. Þar sat föð- urbróðir minn við bóklestur eða skriftir, húmoristi mikill, mátulega stríðinn og einstaklega barnelskur. Ágústa reiddi fram kræsingar, eins og henni einni var iagið. Gestir og gangandi litu gjarnan inn og settust á spjall við þau hjónin. Ungar stofnuðu sjö vinkonur skemmtiklúbb sem þær kölluðu Skíðadeild Hrafnhóla. Voru Ágústa og móðir mín í þeim hópi. Var þar margt brallað, allt saklaust grín. Fóru vinkonurnar árlega sér til upp- lyftingar í ferðalög, fyrstu árin á skíði í upp í Hrafnhóla, seinna gjarn- an í sumarbústaði hver til annarrar. Annáluð grímuböll voru líka haldin á vetrum og afmælisveislur þar sem skíðadeildin mætti öll ásamt mökum sínum. Ástmundur var einn af stofnend- um Sambands íslenskra berklasjúkl- inga og sat um langt árabil í aðal- stjórn SÍBS. Opnuðu þessi gestrisnu hjón heimili sitt fyrir öjlum sem þangað leituðu, og tók Ágústa af alhug þátt í starfinu með manni sín- um. Ágústu var margt til lista lagt og lét sér fátt fyrir bijósti brenna. Hún var dugnaðarforkur við hvaðeina sem hún tók sér fyrir hendur. Ágæt- ur bridsspilari og var í bridsklúbbi þar til minninu fór að hraka fyrir nokkrum árum. Spilafélagarnir voru systur hennar, Nanna, Steina og Magga og vinkonur þeirra, Ransý og Leifa. Man ég að oft hvessti ærlega í stofunni þegar setið var að spilum, en storminn lægði jafnskjótt og matur var á borð borinn. Um árabil málaði hún á postulín og kom þá skýrt í ljós hvað hún var listfeng og afkastamikil. Ágústa var líka mikið náttúru- barn. Þau hjón stunduðu í mörg ár laxveiðar. Var Ágústa sérlega fiskin og aldrei brást að öllum væri boðið til laxaveislu þegar þau hjón komu úr veiðitúrunum. í víkinni undir Kaldbak á Ströndum byggðu þau veiðiköfa ásamt góðum vinahjónum, Ragnheiði Einardóttur og Tómasi Péturssyni. Hlaut kofinn heitið Tárá, en það voru upphafsstafir hjónanna beggja. í Kaldbaksvík nutu þau úti- vistar og stunduðu silungsveiðar. Veiddi ég þar minn fyrsta fisk undir handleiðslu Ágústu. Eftir að Ástmundur veiktist, 1973, endurnýjaði Ágústa ökuskír- teini sitt, en hún hafði þá ekki ekið bíl í áratugi. Vílaði hún ekki fyrir sér að fara margar ferðir norður í Kaldbaksvík með Ástmund sinn, þótt hann væri orðinn heilsulítill. Annaðist hún hann í mörg ár á heim- ili þeirra, uns hann fór á Reykjalund, þar sem hann dvaldi síðustu árin. Ástmundur lést 1983. Síðustu æviárin dvaldi Ágústa á Reykjalundi undir handaijaðri Björns sonar síns og Guðmundu, eiginkonu hans. Dætur hennar komu nær daglega til að annast hana og fylgjast með líðan hennar. Þætti í fallegri sögu er lokið. Við börn Sveins og Helgu þökkum alla umhyggjuna og ástúðina sem við urðum aðnjótandi frá þeim góðu hjónum, Ágústu og Ástmundi og sendum frændsystkinum okkar og fjölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Kristín Sveinsdóttir. Þá er hún elsku amma öll. Lík- amlegri og andlegri heilsu hennar hrakaði ört hin síðustu ár og henni leið ósköp illa yfir vanmætti sínum, því amma var skapmikil og stjórn- söm kona. En hún var enn þá í fullu fjöri haustið 1992, þegar ég flutti til Bandaríkjanna. Þá kom hún og sótti mig eitt síðdegi og ók upp í Mosfellssveit til að tína vallhumal og ekki dugði minna en tveir fullir plastpokar, því ég var ekki heil heilsu og átti ekki að fara úr landi öðru- vísi en að hafa meðferðis íslenskan náttúrukraft. Mínar björtustu bernskuminning- ar eru frá þeim árum er ég bjó hjá afa og ömmu á Grenimel 1. Þar var margt í heimili og auk þess mikill gestagangur. Amma var listakokkur og aldrei stóð neinn upp frá borðum öðruvísi en sprengsaddur. Ég man hvað var mikil alvara og kátína í bland, þegar systurnar komu saman til að spila brids. Það var líka alveg ógleymanlegt að standa á gægjum, þegar amma var að gera leikfimiæfingarnar eftir „sínu“ höfði. Og hvað við Tobbi hlógum mikið þegar við horfðum á hana rykkja af stað í fyrsta ökutímanum sínum, en hún fór að keyra aftur eftir að afi veiktist. Það var okkur ekkert sérstakt keppikefli að vera í bíl hjá henni, en hún fór nú samt allra sipna ferða, að mestu óhappa- laust. Ók daglega upp á Reykjalund til afa og fór margar ferðir norður í Kaldbaksvík á Ströndum, fyrst með afa og síðan með systrum sínum og vinum. Á svipuðum tíma tók amma upp á því að reyna að reykja. Hún lærði það þó aldrei almennilega og gleymdi oftast sígarettunum í ösku- bakkanum, þar sem þær brunnu upp. Ég á líka margar minningar um ömmu uppi í sumarbústað í Mosfellssveit; að sinna rósunum sín- um, gróðursetja sumarblómin, á sniglaveiðum í matjurtagarðinum, að velta sér nakinni upp úr Jóns- messunæturdögginni og að skvetta úr koppnum á trén. Ég sé hana líka fyrir mér í klof- stígvélum út í miðri á að veiða, skála við karlana í genever og höggva rekavið í Kaldbaksvík. Á efri árum fylgdist hún grimmt með íþróttum í sjónvarpinu, sérstaklega boltaleikj- um og best var að vera ekki ná- lægt, þegar hún fór að segja dómur- unum fyrir verkum. Já, það var kraftur í henni ömmu. Hún kunni að vera hún sjálf og lá aldrei á skoð- unum sínum, mislíkaði væl og sýnd- armennska. Þau afi áttu gott líf saman og var alltaf stutt í hlátur óg grín, því afi var með afbrigðum stríðinn. Én eftir að afi veiktist varð lífið þeim báðum þungt í skauti, en ammá bar höfuðið hátt og stóð sig eins og hetja. Amma var alltaf elegant og fór ekki út úr húsi án þess að vera með varalit, enda þijóskaðist hún við að fara í sína hinstu för, þar til hún var komin með varalit og eyrna- lokka. Alveg makalaus hún amma. Guð blessi ömmu Ágústu og gefi að hún sé nú hjá afa Astmundi. Birna. Andlátsfrétt vinkonu minnar Ág- ústu Ágústsdóttur barst mér símleið- is vestur um haf 13. apríl sl. Fréttin kom mér ekki á óvart, svo lengi hafði hún barist við erfiðan sjúkdóm. Hvíldin var henni því kærkomin. Við hjónin áttum í fjöldamörg ár mikla samleið með Gústu og Ást- mundi. Allt eru það ljúfar endur- minningar sem nú koma upp í huga minn. Oll sumrin sem við áttum sam- an norður í Kaldbaksvík í litla bjálka- kofanum okkar voru unaðsstundir,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.