Morgunblaðið - 01.05.1997, Side 24

Morgunblaðið - 01.05.1997, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Vatn og brauð! RÚSSNESKIR hermenn snæða hádegisverð í hinum illrædmu betrunarbúðum hersins í Múlíno, 400 km austur af Moskvu. í búðunum eru vistaðir hermenn sem gerst hafa brotlegir við aga- reglur og er vistin í Múlíno og sambærilegum búðum jafnað við nauðungarvinnu í þrælkunarbúð- um. Forseti Tadsí- kistan særist í spr engj utilræði Dúshanbe. Reuter. IMOMALI Rakhmonov, forseti Tadsíkistans, slapp naumlega þeg- ar honum var sýnt banatilræði í gær, en tveir menn biðu bana í árásinni og 49 særðust. Handsprengju var kastað að Rakhmonov þegar hann steig út úr bifreið sinni í bænum Khudjand í Lenínabad-héraði. Hann særðist á báðum fótum en gat þó staðið upp til að halda ræðu í leikhúsi í bænum skömmu síðar. Forsetinn hafði verið við athöfn í tilefni þess að 65 ár eru liðin frá stofnun háskóla í bænum og var á leiðinni í leikhúsið þegar árásin var gerð. Fréttafulltrúi forsetans, Zafar Zaidov, sagði að tveir menn, 17 ára námsmaður og þrítugur kenn- ari, hefðu beðið bana í tilræðinu. „Forsetinn sagði, eftir að gert var að sárum hans, að hryðjuverka- hreyfing hefði staðið fyrir árá- sinni,“ sagði fréttafulltrúinn. Gæti tengst fangauppreisn Zaidov sagði að 21 eins árs maður, Firdavs Dústbobojev, bæri ábyrgð á tilræðinu og hefði verið handtekinn nánast samstundis. Hann hefði skipulagt mótmæli gegn stjóm landsins í bænum fyrir ári. Borgarastyrjöld hefur geisað í Tadsíkistan í fjögur ár og kostað tugi þúsunda manna lífið. Vopnað- ir hópar stjórnarandstæðinga flakka enn um sovétlýðveldið fyrr- verandi og friðarviðræður hafa leg- ið niðri síðustu vikur. Samtök íslamskra stjómarand- stæðinga, sem hafa barist gegn stjómarhemum, sögðust ekki hafa átt nokkurn þátt í banatilræðinu. Talsmaður samtakanna og stjómarerindrekar í Dúshanbe sögðu að árásin gæti tengst ólgu vegna fangauppreisnar í héraðinu í liðnum mánuði. Talið er að fang- ar, sem tóku þátt í mótmælunum gegn stjóminni í fýrra, hafi staðið fyrir uppreisninni. Öryggissveitir réðust inn í fangelsið til að kveða hana niður og urðu 20 föngum að bana. Há fjöll skilja Lenínabad frá öðrum landshlutum og héraðið hefur sloppið að mestu við átökin sem hafa geisað í landinu. Vilja bæta innri markaðinn fyrir tilkomu evrósins Brussel. Morgrunblaðið FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins kynnti í gær hugmyndir sínar um lokaátak í samræmingu innri markaðar ESB fýrir tilkomu evrósins í ársbyijun 1999. Áætlun framkvæmdastjórnar- innar hefur það að leiðarljósi að fjarlægja þær hindranir sem enn eru til staðar innan innri markaðarins, gera regluverk hans áhrifaríkara og tryggja skilvirkni hans fyrir íbúa aðildarríkjanna. Þá tilkynnti framkvæmdastjórnin jafnframt að hún hyggðist birta reglulega stigatöflu þar sem sjá mætti hversu vel aðildarríkjunum gengi að innleiða reglur innri markaðarins. Þessar aðgerðir munu einnig ná til hinna þriggja EES- landa, íslands, Noregs og Liechtenstein. Meðal þess sem framkvæmdastjórnin leggur áherslu á í tillögum sínum nú er að útiloka frek- ari tafir á gildistöku þeirra reglna sem gilda eiga á innri markaðnum, bæta eftirlit og auki skilvirkni í afgreiðslu kærumála. Þá hyggst framkvæmdastjórnin leggja til enn frekari samræmingu á ýmsum sviðum svo sem á sviði skattamála m.a. með frekari samræmingu virðis- aukaskatts og fjármagns- tekjuskatts sem og frekari samræmingu í tollgæslu. Einnig vill framkvæmda- stjómin bæta upplýsingaflæði um reglur innri markaðarins með því að gera allar þær regl- ur sem lúta að fýrirtækjum aðgengilegar á alnet- inu. Hvað varðar hagsmuni almennings leggur framkvæmdastjómin til að lokið verði við afnám alls landamæraeftirlits á innri landamærum ESB fyrir 1999 og að allar takmarkanir á ferða- og búsetufrelsi íbúa aðildarríkjanna innan ESB verði afnumdar. Knappur tími til stefnu Hvort hægt verður að hrinda svo viðamiklum tillögum í framkvæmd á jafnskömmum tíma og framkvæmdastjómin hefur nú lagt til er hins vegar annað mál. Á blaðamannafundi í Brussel í gær sagðist Mario Monti, sem fer með málefni innri markaðarins innan framkvæmdastjórnar ESB, ekki geta neitað því að mörg þessara mála hefðu staðið í einstökum aðildarríkjum til þessa en hann kvaðst engu að síður bjartsýnn á að hægt yrði að hrinda þeim í framkvæmd nú. Bæði kæmi þar til sú gríðarlega áhersla sem aðildarríki ESB leggðu á innri markaðinn, auk þess sem það yrði, pólitískt séð, sífellt vandræða- legra fyrir þau aðildarríki sem hingað til hefðu staðið á bremsunni að gera það áfram. Monti lagði áherslu á að þessar aðgerðir væru nauðsynlegar ef innri markaðurinn ætti að skila þeim árangri sem honum væri ætlað að skila. „Þessar tillögur framkvæmdastjórnar- innar eru metnaðargjarnar. Það mun þurfa tals- verðan pólitískan vilja af hálfu stofnana og aðildarríkja sambandsins, ekki aðeins til að styðja þessar tillögur heldur einnig til að hrinda þeim í framkvæmd á þeim stutta tíma sem til stefnu er.“ Næsta skref framkvæmdastjórnarinnar verð- ur nú að ræða þessar tillögur við hlutaðeigandi aðila, þar á meðal Evrópuþingið og ráðherraráð- ið og er ætlunin að leggja þær í endanlegri mynd fyrir ráðherraráðið á leiðtogafundinum í Amsterdam í júní. EVRÓPA^ Framkvæmdasljórn ESB leggur fram fjárlagatillögur fyrir 1998 Aukið aðhald í anda EMU Brussel.Morgunblaðið FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins (ESB) lagði í gær fram drög að fjárlögum fyrir næsta ár. Þau fela í sér að heildarútgjöld framkvæmdastjórnarinnar verði rúmlega 91 milljarður ECU, eða sem samsvarar tæplega 7.400 millj- örðum íslenskra króna. Þetta sam- svarar um 2,4% aukningu miðað við yfirstandandi ár en er engu að síður talsvert undir því þaki sem sett var á útgjöld framkvæmda- stjórnarinnar á leiðtogafundinum í Edinborg árið 1992. Áætlað er að heildarútgjöldin nú verði um 5,8 milljörðum ECU eða röskum 470 milljörðum ís- lenskra króna undir þessu þaki. Hyggst framkvæmdastjórnin með þessum hætti leggja sitt af mörk- um til aðhalds aðildarríkjanna að ríkisútgjöldum vegna tilkomu Efnahags- og myntbandalags Evr- ópu (EMU). Erkki Liikanen, sem sem fer með fjármál framkvæmdastjórnarinnar, sagði á blaðamannafundi í Brussel í gær að samhliða þessum aðhalds- aðgerðum hyggðist framkvæmda- stjórnin grípa til endurskipulagn- ingar í skrifstofuhaldi sínu til að gera það hagkvæmara. Hygðist hún m.a. færa fjárráð út í einstakar deildir og verðleggja alla þjónustu innanhúss til að auka kostnaðarvit- und starfsmanna. Útjöld til landbúnaðarmála nær helmingur heildarútgjalda Sem fýrr er landbúnaðarstefna ESB fyrirferðarmest í tillögum framkvæmdastjómarinnar. Heild- arútgöld til þessa málaflokks eru áætluð rösklega 3.300 milljarðar króna, eða sem samsvarar um 45% af heildarútgjöldum framkvæmda- stjómarinnar. Útgjöld til þessa mála- flokks munu þó aukast hlutfallslega minna en til annara málaflokka, eða um 0,5%. Raunar dragast útgjöld til markaðsaðgerða lítillega saman en önnur útgjöld aukast á móti. Útgjöld til styrkjakerfis ESB aukast um 6,3% samkvæmt tillög- unum og munu þau nema röskum 2.700 milljörðum króna. Útgjöld Fiskveiðasjóðs ESB verða hins veg- ar skorin niður um rúm 5%. Þess má geta að stjórnunarkostn- aður framkvæmdastjórnarinnar mun standa í stað og nema 4,7% af heildarútgjöldum. Þetta er jafn- framt eini hluti fjárlaga yfirstand- andi árs sem skorinn var niður í meðferð Evrópuþingsins og ráð- herraráðsins, en þessir tveir aðilar eiga lokaorðið um fjárlög fram- kvæmdastjómarinnar. STUTT Sagður geta boðið sig fram STJÓRNARANDSTÆÐING- AR í Serbíu mótmæltu í gær þeirri staðhæfíngu Ratkos Markovic, aðstoðarforsætis- ráðherra lands- ins, að Slobod- an Milosevic forseti gæti gefið kost á sér í kosningunum, sem eiga að fara fram fyrir lok ársins, þótt stjómarskráin kveði á um að enginn geti gegnt embættinu lengur en í tvö kjörtímabil. Þetta er annað kjörtímabil Milosevic en Markovic sagði að forsetinn gæti gefið kost á sér aftur þar sem hann hefði boðað til kosninga árið 1992, þremur ámm áður en fyrra kjörtímabilinu lauk. Forystu- menn stjómarandstöðunnar sögðu þetta ranga túlkun á stjómarskránni. Milosevic Sprenging í herskipi EINN maður beið bana og fjögurra er saknað eftir sprengingu í frönsku her- skipi, sem sökk í Ermarsundi nálægt bænum Cherbourg í gær. Fimm menn særðust al- varlega í sprengingunni og voru fluttir með þyrlum á hersjúkrahús. 16 skipveijar og sex vopnasérfræðingar vora í skipinu, sem var á æfingu. Ekki var vitað um orsök sprengingarinnar. Ný aðferð við lyfjagjöf BANDARÍSKIR vísindamenn sögðust í gær hafa þróað betri aðferð til að koma lyfjum í líkamann og hún byggist á örsmáum pokum eða smá- blöðram, sem líkjast framum. Þessar smáblöðrar eiga að geta komist í gegnum frumu- himnurnar til að koma lyfjun- um þangað sem þeirra er þörf. Einn vísindamannanna sagði að e.t.v. yrði hægt að beita þessari aðferð til að bæta lyfjagjafir við krabbameini. Gajdusek í fangelsi DANIEL Carleton Gajdusek nóbelsverðlaunahafi var dæmdur í átján mánaða fang- elsi á þriðjudag fyrir kynferð- islega misnotkun á dreng, sem hann tók með sér til Bandaríkjanna eftir að hafa stundað rannsóknir í Míkró- nesíu. Gajdusek, sem er 74 ára, er í fangelsi í Maryland. Scott Rolle, ríkissaksóknari, sagði að vísindamaðurinn hefði tek- ið tugi unglinga með sér frá Míkrónesíu, eyjaklasa í Kyrrahafi. „Hann misnotaði ekki alla drengina, aðeins nokkra þeirra," sagði Rolle. Gajdusek hlaut nóbelsverð- launin í lífeðlis- og læknis- fræði árið 1976 fyrir rann- sóknir sínar á kúariðu og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómn- um. I > i i 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.