Morgunblaðið - 01.05.1997, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 01.05.1997, Qupperneq 30
p 30 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Tilkynning um aimennt hlutafjárútboð og skráningu á Verðbréfaþingi íslands Marel hf kt.620483-0369 Höfðabakka 9, 112 Reykjavík Fjárhæð útboðsins er 40.000.000 krónur að nafnverði. Um að ræða nýtt hlutafé. Útboðsgengi til forkaupsrétthafa er 13,75. Forkaupsréttur miðast við eign í félaginu 12. mars sl. Gengi hlutabréfanna verður 15,25 í almennri sölu í byrjun en getur breyst á sölutímabilinu. Upplýsingar um útboðsgengi fást hjá söluaðilum. Sölutímabil: 2. maí 1997 til 30. júní 1997. Forkaupsréttartímabil ertil 16. maí 1997 Búnaðarbankinn Verðbréf sölutryggir helming útboðsins, 20.000.000 krónur að nafnvirði. Eldra hlutafé Marel hf. er skráð á Verðbréfaþingi íslands. Tilgangur útboðsins er að fjármagna kaup Marels hf. á Carnitech A/S af Sabroe A/S í Danmörku. Útboðið er opið og eru bréfin seld gegn staðgreiðslu. Nálgast má útboðs- og skráningarlýsingu hjá Búnaðarbankanum Verðbréf sem jafnframt er söluaðili hlutabréfanna. BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF Hafnarstræti 5,155 Reykjavík Sími: 525 6050 Fax: 525 6099 LISTIR Ráðstefna um Þórð Þorláksson RAÐSTEFNA verður í Skálholti 3.-4. maí í tilefni af þrjúhundruð- ustu ártíð Þórðar Þorlákssonar bisk- ups. Sigurður Sigurðarson vígslubisk- up setur ráðstefnuna laugardaginn 3. maí kl. 13.30. Þóra Kristjánsdótt- ir segir frá myndum og munum úr Þjóðminjasafni sem verða til sýnis í Skálholti ráðstefnudagana. Loftur Guttormsson, Gísli Gunnarsson og Hjalti Hugason flytja erindi um Þórð Þorláksson og samtíð hans. Sumar- liði ísleifsson, Össur Skarphéðinsson og Jón Ólafur ísberg ræða um land og náttúru í verkum Þórðar Þorláks- sonar. Ingólfur Guðnason segir frá garðrækt í Skálholti á fyrri öldum. Tíðasöngur. 17. aldar kvöldverður verður snæddur. Sama kvöld kl. 20.30 verða tónleikar í Skálholts- kirkju. Flutt verða einleiksverk eftir nokkur af helstu tónskáldum 17. aldar. Einnig verða flutt lög úr kvæðabók séra Ólafs Jónssonar á Söndum (1560-1627) sem skrifuð var árið 1693 í Vatnsfirði af séra Hjalta Þorsteinssyni (1665-1754). Flytjendur eru Haukur Guðlaugsson, orgel, Elín Gunnlaugsdóttir, söngur, Helga Ingólfsdóttir, semball og clavichordium og Hilmar Örn Agn- arsson, regal. Sunnudaginn 4. maí kl. 10 ræða Guðrún Ingólfsdóttir, Már Jónsson og Sigurður Pétursson um skáldskap og fræðistörf Þórðar Þorlákssonar. Smári Ólason talar um viðbótina við Grallarann eftir Þórð Þorláksson. 17. aldar aldar messa verður kl. 14. Ráðstefnan er öllum opin og að- gangur er ókeypis. VERK Sigrúnar Eldjárn, Biðstaðan, 1997. Sigrún á Sjónarhóli SÝNING á nýjum olíumálverk- um eftir Sigrúnu Eldjárn verður opnuð á Sjónarhóli næstkomandi laugardag kl. 15. A sýningunni koma fram kunnuglegir hlutir í persónulegum myndtáknabanka Iistakonunnar, svo sem himin- blámi, þúfur, veggir, rúnaletur, latneskt forngraffití og fólk, þar á meðal peysufatakonur, að því er segir í kynningu. Segir þar ennfremur: „Mynd- irnar spegla áþreifanlegt og óáþreifanlegt umhverfi Sigrún- ar í Reykjavík og Róm en þar dvaldi hún í maímánuði 1996. „Ég reikaði þar um götur og torg og drakk í mig allt sem ég sá í þessri öldnu borg þar sem sagan andar,“ segir lista- konan. „Maður kemst ekki hjá að skynja nið aldanna og finna fyrir einhverjum óútskýranleg- um tengslum. Þarna er listasag- an og latínan og fleira sem á undan er gengið.“ Snjáðum gulum og rauðbrúnum jarðlit- um af húsveggjum Rómar og latneskum áletrunum höggnum í stein er teflt á móti bláma íslands með þúfum, fjöllum, himni og hafi ásamt rúnum og tréristum. Mannfólkið, 286 einangraðar sálir, stendur í röðum rétt eins og bókstafir. Það bíður og hugsar málið. Hvað er það að gera hér? Á hverju stendur það? Ef til vill á gömlum merg. Þessi nýju olíumálverk Sigr- únar Eldjárn segja ekki beinlín- is sögur. I þeim birtast þó ýmis minni sem menn geta túlkað á sinn hátt. Verkin eru máluð á striga en málverkið nær alveg út í rammann sem þar með verður óijúfanlegur hluti verksins." Sýningin stendur til 25. maí. Sjónarhóll er opinn fimmtu- daga til sunnudaga frá kl. 14-18. EITT verka Önnu Líndal á sýningunni Hluti úr lífi. Anna Lín- dal: „Hluti úr lífi“ HLUTI úr lífi er yfirskrift 7. einka- sýningar Önnu Líndal sem opnuð verður í Galleríi Ingólfsstræti 8 í dag, fimmtudaginn 1. maí. I kynningu segir: „Hver er konan á bak við málningargrímuna? Er hún eitthvað „hreinni" eða „raun- verulegri" kona en sú sem hjúpar sig vörum frá Guerlain eða Calvin Klein“ eða er konan sem aldrei hugsar um útlitið kannske meiri kona en hinar? Meiri manneskja, minni brúða, eða er kannske ekki til manneskja sem ekki hugsar um útlit sitt? Ljósmyndaverkið „ódauð- leg fegurð“ lýsir viðurkenndri að- ferð til að ná fram „náttúrulegri" fegurð á vestrænan mælikvarða. Fegurðarímyndin fjallar kannske ekkert um konur heldur sýnir hún okkur vestrænt gildismat sem er knúið áfram af gróðavon hins síð- kapítalíska neyslusamfélags „feg- urðariðnaðarins“.“ Sýningin stendur til 25. maí.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.