Morgunblaðið - 01.05.1997, Page 77

Morgunblaðið - 01.05.1997, Page 77
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 77 MYNDBOND/KVIKMYNDIR/UTVARP-SJONVARP FOSTUDAGSMYNDIR I SJOIMVARPIIMU Sjónvarpið ►20.30 Örvæntingar- full barátta ástfangins manns við aukakíló í þeim tilgangi að ganga betur i augun á þeirri heittelskuðu er sagan bak við frönsku gaman- myndina Aukakflóin (Les kilos en trop, 1994). Enginn vitnisburður fínnst um þessa mynd en leikstjórinn heitir Gilles Béhat og aðalleikaramir Marc Jolivet, Isabelle Renauld og Alexandra Vandemoot. Sjónvarpið ►22.50 Þá sjaldan Robert Redford fer aftur fýrir myndavélina og leikstýrir er útkom- an ævinlega vönduð; meiri spuming er hvort neisti af verkinu. Önnur mynd Redfords er Baunaakurs- stríðið í Milagro (The Milagro Be- anfíeld War, 1988) neistaði ekki eins og sú fyrsta, Ordinary People, en nokkra skemmtun má þó hafa af viðureign krammaskuðsmanns við stórkapítal. Undirfurðulegur húmor nær of sjaldan upp á yfirborðið. Aðalhlutverk Rubén Blades, Sonia Braga og Melanie Griffith. ★ ★ 'h Stöð2 ►13.00 og 1.25 Ástiren- skrar konu og indversks leikara passa vel inn í algeng hugðarefni James Ivory leikstjóra og samstarfs- manna hans, þ.e. samband ólíkra menningarheima, en þetta íjallar Dagar í Bombay (Bombay Talkie, 1970) um. Myndin sjálf er ekki jafn forvitnileg og viðfangefnið; hún er dálítið gufuleg, eins og stundum vill verða hjá Ivory og félögum. Aðal- hlutverk: Shashi Kapoor og Jennifer Kendal. ★★ Stöð 2 ►20.55 - Sjá umfjöllun í ramma. Stöð 2 ►23.50 Litla Vegas (Little Vegas, 1990) er óvenjuleg bandarísk mynd sem gerist í kyndugu hjólhýsa- þorpi úti í eyðimörk. Anthony John Denison leikur mann sem leitar þar skjóls frá vafasamri fjölskyldu sinni en skjólið reynist jafn varasamt þeg- ar mafíósar seilast eftir þorpinu. Leikstjórinn Perry Lang er sjálfur meðal leikenda, sem og öllu frægari starfsbróðir hans, John Sayles. ★ ★1/2 Sýn ^21.00 Fyrsta myndin um stríðskappann Rambó, Blóðtaka (First Blood, 1982) er sú besta. Syl- vester Stallone tekur þar smábæjar- löggur og fleiri aula til bæna fýrir að vera að abbast upp á sig. Ted Kotcheff leikstjóri heldur vel dampi og Stallone lætur ekki deigan síga. Ofbeldishasar af betra tagi en í guð- anna bænum: Ekki biðja um trúverð- ugleika. ★ ★ 'h Sýn ►23.25 Kevin Anderson á flótta undan réttvísinni er ekki hólp- inn þegar hann fær far hjá Rosanna Arquette og John Lithgow í spennu- myndinni Orlagarík ökuferð (The WrongMan, 1993), bráðlunkinni smámynd, sem er bæði vel samin, leikin - Lithgow fer á kostum - og leikstýrt af Jim McBride. ★ ★ ★ Árni Þórarinsson David Niven, John Mills og Cantinflas í heimsreisunni miklu. Stjörnuferd FJÓRFÖLD Oscarsverðlaunamynd og naut geysiiegra vinsælda á sjötta áratugnum, með viðamiklum svið- setningum, flölbreyttum og litríkum tökustöðum, og aragrúa frægra leik- ara. Þetta er Umhverfis jörðina ó 80 dögum (Around The World In 80 Days, 1956, Stöð 2 ►20.55), sannkölluð stórmynd síns tíma en eitthvað hefur hún nú minnkað í áranna rás. Saga Jules Verne um snarpa heimsreisu hins breska sént- ilmanns Fíleasar Fogg og einka- þjónsins hans Passepartout til að vinna veðmál virkar ekki eins snörp og stórfengleg núna og hún gerði fyrr á áram. En David Niven og Cantinflas eru sem sniðnir i aðal- hlutverkin og ævinlega er gaman að sjá allar stjömurnar í aukahlut- verkunum, hvorki fleiri né færri en 44. Saklaus afþreying upp á gamla móðinn. Leikstjóri Michael Ander- son. ★ ★★ HUndaleyFI pianobar • diskotek HAFNARSTRÆTI 7 TWO DOGS KYNNING THE SPIRIT OP TWO DOGS Fruit Brew föstudagskvöldlð 2. maí. Dansað til 03.00 alla helgina. Aldurstakmark 20 ár. MYIMPBOMD Ein góð fyrir bömin Fræknar stúlkur í fjársjóðsleit (Gold Diggers: The Secret ofBear Mountain)__________________ Fjölskyldumynd ★ ★'/2 Framleiðandi: Mardn Bregman, Rolf Dehyle, Michael S. Bregman. Leik- stjóri: James Dobson. Handritshöf- undur: Barry Glasser. Kvikmynda- takæ Ross Berryman. Tónlisfc Joel McNelly. Aðalhlutverk: Christina Ricci, Anna Chlumsky, Polly Draper, David Keith. 89 mín. Bandaríkin. CIC myndbönd 1997. Útgáfudagun 22. apríi. Myndin er öllum leyfð. dularfullt fyall og vel falinn fjársjóð. Þetta er afbragðs vel gerð ijjöl- skyldumynd, og er laus við hina óþol- andi eiginleika John Hughes mynda, þar sem fullorðna fólkið er heimskt og vondu karlamir eru sífellt að meið- ast á einhvem ótrúlegan máta. Per- sónumar eru raunsæislegri en gengur og gerist í myndum þessarar tegund- ar og þá sérstaklega illmennið, en það er hinn drykkfelldi stjúpfaðir Jody, sem leikinn er af David Keith. Ricci og sérstaklega Chlumsky standa sig vel í hlutverki stúlknanna. Myndin hefur að geyma nægilega mikið af ævintýralegum atriðum, sem ættu að halda athygli yngstu áhorfendanna. Ottó Geir Borg otar»m< »kx: MYNDIN segir frá Beth, sem hefur alla sína ævi átt heima í Los Angeles, en til þess að móðir hennar fái frið wmmmmmmm^m til að skrifa, fíytja þær til smábæjar úti á landi. í fyrstu telur Beth þetta krummaskuð vera fyrir neðan sína virðingu, en svo kynnist hún Jody, sem er algert náttúmbam og minnir helst á Ge- orgínu í „Fimm“ bókunum. Með þeim tekst mikil vinátta og verða þær trún- aðarvinkonur. Jody treystir Beth fyrir leyndarmáli, sem hefiir að geyma Vinnið gegn fíla- penslum og bólum gun'A m ;8f f " -f! • -- & ■ ‘4 silicol skin sflicol sk\r> VjðMrkennci lausn við húðvarKlamálmn Endurteknar rannsóknir hafa staðfest árangur Silicol skin í baráttunni gegn fílapenslum, bólum og feitri húð. íslenskar leiðbeiningar fylgja. Fæst í flestum apótekum. Gerir lífið skemmtilegra! Nýtt Séð & heyrt er komið út. <.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.