Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Anna Magnea Hreinsdóttir BRÚÐAN Palli hvílist í bakpoka eins samferðamanna sinna undir Eiffel-turninum, einu þekktasta tákni Parísarborgar. Tuskubrúðan Palli í borg elskendanna TU SKUBRÚÐ AN Palli held- ur áfram sinni ævintýraför og er nýkomin úr vel heppn- aðri ferð til Parísar. Fyrr í vetur var sagt frá ferðum Palla um landið og nú hefur verið ákveðið að hann skuli fá að skoða sig um í heimin- um og segja svo vinum sín- um á leikskólanum Kjarrið í Garðabæ fráþví markverð- asta sem fyrir augum ber. Ferðalag brúðunnar víð- förlu hófst þegar mæður tveggja barna á leikskólan- um sem starfa sem flug- menn Flugleiða buðu Palla að slást í för með sér í tengslum við verkefni um landið okkar ísland sem eldri hópar barnaheimilisins unnu þá að. Verkefnið gafst vel og því var ákveðið að næst skyldu börnin fræðast um helstu staði í Evrópu og Ameríku. Til Parísar kom Palli tuskubrúða með starfsfólki leikskólans og Hulda Þóris- dóttir, leikskólakennari, var ekki frá því að honum hefði tekist að læra nokkur frönsk orð. Að minnsta kosti upp- lifði hann framandi um- hverfi sem gaman verður að segja krökkunum á Kjarrinu frá. Formlegar utanlands- ferðir tuskubrúðunnar Palla hefjast í haust en næst mun brúðan fara til Hveragerðis í lok maí með útskriftarhóp barna af leikskólanum. Það borgar sig að kunna skil á úrgangi. Kynntu þér breytta gjaldskyldu lá endurvinnslustöðvum okkar. veikomln á endurvinnslustöðvarnar SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Níu aðilar buðu í vél- og rafbúnað Sultartangavirkjunar Lægsta boð tæp 80% af kostnaðaráætlun Tilboð opnuð í Sultartangavirkjun Vél- og rafbúnaður Heildar- upphæð millj. kr. Hlutfall (%) af áætlun Kostnaðaráætlun* 4.109,7 100,00 1. Sulzer Hydro Gmbh 3.404,4 79.68 2. Siemens II 3.421,3 82.84 3. ABB Generation AB/Kværner 3.459,3 83.25 4. GEC Alsthorn Neypric 3.465,2 84.17 5. Siemens I 3.634,3 84.32 6. Siemens III 3.668,5 88.43 7. CEGELEC, Hydro Veyvey, Energ., Stálsm. 3.734,9 89.26 8. Voith - Elin - Metalna 3.746,0 90.88 9. GEC Alsthorn Neypric 3.847,3 91.15 10. Ansaldo Energia SpA 4.020,6 93.61 13. Agra Monenco, GE Kanada, Clemessy II 4.088,6 97.83 14. Agra Monenco, GE Kanada, Clemessy I 4.112,8 99.49 15. IMPSA International 4.734,2 100.07 * Kostnaðaráætlun er unnin af Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., ráðgjafa Landsvirkjunar. NÍU aðilar, einstök fyrirtæki eða fleiri fyrirtæki í sameiningu, Iögðu fram tilboð í vél- og rafbúnað Sult- artangavirkjunar en tilboðin voru opnuð hjá Landsvirkjun í gær. Lægsta boðið barst frá svissneska fyrirtækinu Sulzer Hydro og hljóð- aði upp á rúmlega 3.274 milljónir íslenskra kr. en það eru 79,68% af kostnaðaráætlun Landsvirkjunar. Kostnaðaráætlun 4,1 milljarður Verkið sem boðið var út felst í smíði og uppsetningu tveggja 60 MW vélasamstæðna, loka, spenna, rofa og annars tilheyrandi vél-, raf- og stjórnbúnaðar virkjunar- innar. Kostnaðaráætlun ráðgjafa Landsvirkjunar, Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. nam 4.109,8 milljónum kr. Næst lægsta boðið sem barst í útboðinu er frávikstilboð frá Siem- ens sem hljóðar upp á rúmlega 3.404 millj. kr. Aðaltilboð Siemens er að upphæð rúmlega 3.465 millj. kr. ABB Generation AB/Kværner áttu saman þriðja lægsta tilboðið, rúmlega 3.421. millj. kr., auk þriggja frávikstilboða. Fyrirtækin sem buðu í búnaðinn eru öll erlend að Stálsmiðjunni und- anskilinni, en hún er aðili að tilboði frá CEGELEC, Hydro Vervey og Energomachexport. Tilboðum bjóð- enda er skipt á milli íslenskra króna og ýmissa erlendra gjaldmiðla. Tilboðin verða nú yfirfarin og metin af Landsvirkjun en að því búnu tekur stjóm Landsvirkjunar ákvörðun um hvaða tilboði verður tekið. Kjaraviðræðurnar á Vestfjörðum eru í hörðum hnút Bónusinn er ásteyt- ingarsteinninn Ýmsir telja miðlunartillögu einu lausnina í kjaradeilunni á Vestfjörðum. Jóhannes Tóm- asson var á ísafirði á fímmtudag og skyggnd- ist bak við tjöldin í þessari erfíðu deilu. DJÚPSTÆÐUR ágreiningur er milli atvinnurekenda og verkalýðsforyst- unnar á Vestfjörðum og er ekki út- lit fyrir að verkfallið þar leysist í bráð. Viðræðum var slitið undir mið- nætti í fyrrakvöld og verður deiluað- ilum ekki stefnt saman á ný í bráð nema einhver merki berist frá þeim um tilslökun. Síðustu daga hafa deiluaðilar skipst á útfærslum á ýmsum minni háttar atriðum en launaliðurinn er ekki ræddur meðan ágreiningur er um hlutverk bónusgreiðslna í samn- ingnum. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Kröfur ASV eru 100 þúsund króna lágmarkslaun og að bónus verði tekinn inní dagvinnutaxtann. Á það vilja vinnuveitendur ekki fallast og segja útilokað að samþykkja að iágmarksbónus í fiskvinnslunni verði jafnhár og hámarksbónus. „Fái menn slíkan bónus er búið að eyðileggja bónuskerfið og hann hættir að verða mönnum hvati til afkasta ef hann fæst hvort eð er,“ segja atvinnurek- endur. Telja þeir að afköstin muni minnka, fyrirtækin skili þá minni framlegð og að staða þeirra veikist. Verða að bæta reksturinn Fulltrúar verkalýðsfélaganna telja að fískvinnslan geti greitt hærri laun og standa þess vegna fast á kröfu sinni um verulega hækkun. Telja þeir fyrirtækin standa það vel og þau sem ekki treysti sér til að verða við kröfum ASV verði hreinlega að bæta rekstur sinn. Þeir benda einnig á mikla óánægju í mörgum félögum með samningana sem gerðir hafa verið innan Verkamannasambands- ins, sums staðar hafi komið í Ijós að útborguð laun hafi lækkað og segja þessa óánægju einnig fyrir hendi í Bolungarvík. Halda þeir fram að samningamir hafí verið sam- þykktir þar vegna þess að þar séu útlendingar stór hluti félagsmanna sem óttist að missa annars vinnuna. Mikill tími hefur farið í samninga- viðræðumar og má segja að þar hafí margir vinnudagar farið fyrir lítið. Samninganefnd vinnuveitenda skipa 5-7 menn og 10-12 koma að viðræð- unum fyrir hönd ASV. Kjarasamn- ingar ganga oft fyrir sig eftir óskráðu mynstri, skipst er á hugmyndum sem hvor aðili um sig metur og reiknar í sínum herbúðum, sáttasemjari leiðir síðan talsmenn hópanna saman til að heyra hvort þeir hafi nálgast. Kynslóðaskipti Þegar hægt gengur ræða menn gjaman málin óformlega, einn til tveir úr hvoru liði, sem em í góðu sambandi við einhvem úr herbúðum hinna, spjalla til að freista þess að fínna fleti sem nálgast megi með. Þeir eru síðan ræddir í hópunum og hugsanlega stigið enn eitt skrefíð til samkomulags. Þessi ferill hefur verið með öðrum hætti í viðræðunum vestra. Nokkur umskipti hafa orðið í stjórnum verkalýðsfélaganna, yngri félagsmenn tekið við sem vilja sýna klærnar í viðræðum ASV við vinnu- veitendur. Sjónarmið hinna varkár- ari og kannski raunsærri hafa því orðið að vikja og því ekki um tilslak- anir að ræða, menn hanga á á upp- haflegu kröfunum og neita að horf- ast í augu við eitthvað sem gæti verið raunvemleg niðurstaða. Má segja að nokkur kynslóðaskipti séu að verða innan verkalýðsfélaganna. Verkfallsmenn segjast standa vel að vígi, hafa fengið verkfallsbætur og framlög í verkfallssjóði frá öðrum verkalýðsfélögum. Þeim sé því ekk- ert að vanbúnaði að vera í verkfalli áfram. Útilokað er að segja á þess- ari stundu hvenær næsta skref verð- ur stigið. Vinnuveitendur tala af meiri svartsýni, fyrirtækin eru farin að missa sölusamninga og sumir starfsmenn hafa sagt upp og horfið til annarra landshluta þar sem næg vinna er þar sem þeir sjá ekki að verkfall leysist á næstunni. Miðlunartillaga eína lausnin? Miðlunartillaga frá sáttasemjara þykir ekki raunhæfur kostur meðan svo breitt bil er milli aðila. Slík til- laga er ekki lögð fram fyrr en nokk- uð ljóst þykir að báðir aðilar geti við hana unað. Kæmi slík tillaga fram í dag yrði hún að vera nokkuð nálægt samningunum sem þegar hafa verið gerðir til að þóknast vinnuveitendum en talsvert hærri ef ASV á að geta samþykkt hana. Eins og alltaf í hörðum kjaravið- ræðum hafa ýmsar yfirlýsingar gengið á milli og spurning er hvern- ig hvor aðili um sig getur fallist á viðunandi lausn. í herbúðum verk- fallsmanna féllu þau orð að forystu- menn og samningamenn ASV myndu vart þora út á götur ef niður- staðan yrði eitthvað minna en kröf- urnar gera ráð fyrir. Spuming er hvort miðlunartillaga dugi til að all- ir „haldi andlitinu".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.