Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Afísingarbúnaður þyrlu Gæslunnar nær ekki til spilsins í LJÓS hefur komið að spil J>yrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, er ekki búið búnaði til afísingar. Spil- ið stóð fast í ísingu þegar sjúkling- ur var sóttur um borð í skip fyrir um ári og það endurtók sig við svipaðar aðstæður á miðvikudag. I bæði skiptin náði áhöfn þyrlunnar að afísa spilið með því að beina út- blæstri hreyfla að því. Benóný Asgrímsson flugstjóri segir að þetta sé afleit staða, sem úr þurfi að bæta hið fyrsta. Ekki gangi að aftur hausti að án þess að búnaðurinn verði endurbættur. v Þegar þyrlan var keypt var lögð ^H^hersla á að hún væri búin full- komnum afísingarbúnaði, enda að- stæður hér á landi taldar krefjast fast í þess. „Það er afísingarbúnaður í blöðum og fyrir hreyflana, en það hefur komið í Ijós að það á ekki við um spilið. Þetta kom okkur veru- lega á óvart miðað við annan bún- að þyrlunnar," segir Benóný. „Við lentum fyrst í vandræðum vegna ísingar fyrir um ári og aftur í flugi nú í vikunni, en í bæði skipt- in tókst að leysa málin. Ég var flugstjóri í síðari ferðinni og það tafði okkur um 15 mínútur að þurfa að þíða spilið upp.“ Hh'f yfír spilið í haust Benóný segir að eftir fyrra til- vikið hafi Landhelgisgæslan haft samband við verksmiðjuna sem smíðaði þyrluna og óskað úrbóta. frosti „Verksmiðjan er að útbúa hlíf yfir spilið, sem hún telur nægja til að fyrirbyggja ísingu. Hlífina eigum við að fá næsta haust. Auðvitað vildum við helst fá hana strax í dag, en við verðum alla vega að fá hana fyrir næsta vetur.“ Töldum þyrluna fullbúna Benóný segir að hann viti ekki hvort gert var ráð fyrir afísingar- búnaði á spili í kaupsamningi um þyrluna, eða hvort Landhelgis- gæslan þurfi að greiða fyrir hlíf- ina. „Það kom í það minnsta mjög á óvart að uppgötva ísingarhætt- una í spilinu, þegar við töldum okkur kaupa fullbúna þyrlu miðað við aðstæður hér á landi.“ Selur betur en sænskt sólskin SÍMALÍNUR voru rauðglóandi á skrifstofu Ferðamálaráðs í New York að lokinni útsendingu morg- unþáttarins Good Morning America frá íslandi í gær og hafði starfsfólk þar vart undan að svara fyrirspurn- um og útvega bæklinga. Veður var ekki hagstætt fyrir úti- tökur við Bláa lónið, sunnanrok og rigning, en í Reykjavík var það þó heldur betra. Einar Gústafsson, hjá Ferðamálaráði í New York, sagði veðrið ekki hafa spillt fyrir og kvaðst sannfærður um að það seldi betur en sænskt sólskin. Fjöldi vamarliðsmanna og fjöl- skyldur þeirra var samankominn við Tjömina þegar útsending þaðan hófst kl. 11 í gærmorgun. I for- grunni myndarhmar em Spencer Christian og Mindy Moore. ■ Mikið spurt/14 Bréf í Marel eftirsótt HLUTHAFAR í Marel hf. óskuðu eftir hlutabréfum að nafnvirði rúm- lega 220 milljónir króna eða 3.025 milljónir að söluverðmæti í hlutafjár- útboði félagsins. Söluverðmæti bréfanna sem í boði voru nam 550 milljónum. Hluthafar vildu því kaupa bréf fyrir um sexfalt hærri fjárhæð en var í boði. ■ Hluthafar/17 ------------- Bændur beri ábyrgð á búfé LANDGRÆÐSLUSTJÓRI telur brýnt að færa reglur um ábyrgð bú- fjáreigenda á búfé sínu í sama horf og algengast er erlendis. Hér er ábyrgð bænda takmörkuð en rækt- unarfólk þarf að verja sig gegn ágangi búfjár með girðingum. ■ Þarf að ná tökum/32 Samningar tapast vegna verkfalls ^YRIRTÆKI í fiskvinnslu á Vest- fjörðum eru farin að tapa samning- um um sölu fiskafurða vegna verk- fallsins þar. Frosti í Súðavík missti af sölu 30 tonna til Bretlands að verðmæti um 15 milljónir króna. Ingimar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Frosta, segir að önn- ur sala sé í hættu leysist verkfallið Sextán frumvörp .. samþykkt ÞINGSTÖRF gengu hratt fyrir sig í gær og sextán frumvörp voru orðin að lögum fyrir miðnætti. Meðal þeirra var frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna, ál- bræðslu á Grundartanga, jám- blendiverksmiðju í Hvalfirði og fjár- reiður ríkisins. Ráðgert var að funda fram til klukkan fjögur í nótt. I dag fer fram utandagskrárumræða um málefni barna og ungmenna en fresta á þingi síðari hluta dags. ekki á næstunni, 50 tonn að verð- mæti um 25 milljónir króna. „Þar sem við erum komin út í smápakkn- ingar er málið sýnu verra því það er erfitt að komast inn á þennan mark- að og verður ekki gert daginn eftir að verkfallið leysist," sagði Ingimar í samtali við Morgunblaðið. Átján tonn af rækju frá Básafelli á Isafirði eru nú pilluð á Húsavík til að hægt sé að standa við gerða samninga. „Þessi samningur er far- inn frá okkur og það kemur ekkert í stað hans og þessir samningar tín- ast burtu hver á fætur öðrum,“ sagði Arnar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Básafells. Sagði hann að það yrði að koma í ljós hvort fyr- irtækið fengi samning við þennan kaupanda að nýju. Hver verkfallsvika kostar fyr- irtækin milli 400 og 800 þúsund krónur eftir stærð og er þá aðeins átt við kaup starfsmanna sem ekki eru í verkfalli og annan fastakostn- að sem engar tekjur fást á móti. Sem dæmi veltutap má nefna Bása- fell en Arnar áætlar það um 60 milljónir króna á viku eða alls um 240 milljónir á fjórum vikum. ■ Bónusinn ásteytingarsteinn/4 Morgunblaðið/RAX Kaup Landsbankans á VÍS kærð til ESA Morgunblaðið/Ingó Býflugnasöfnun ÞRÁTT fyrir kuldann undanfarna daga eru býflugumar komnar á kreik og hafa krakkarnir í Engjahverfi í Grafarvogi spreytt sig á að veiða þær og safna í krukkur og geyma. Flugurnar eru bústnar og vilja sumir líkja _ beim við litla fugla en með lagni má fanga þær. Brussel, Morgunblaðið EFTIRLITSSTOFNUN EFTA, (ESA), hefur borist kæra vegna kaupa Landsbanka íslands á 50% hlut eignarhaldsfélags Brunabóta- félags Islands í Vátryggingafélagi Islands. Byggist kæran á því að hér sé um að ræða ríkisbanka er notið hafi ríkisstyrkja með beinum og óbeinum hætti sem kunni að hafa haft áhrif í umræddum við- skiptum. Fjármálaráðuneytinu hefur borist fyrirspurn frá Eftirlitsstofn- uninni varðandi kaupin. Meðal upplýsinga sem Eftirlitsstofnunin óskar eftir er afrit af samningnum um kaup bankans á VÍS, beðið er um álit stjómvalda á þeirri skoðun kæranda að ábyrgð ríkisins á skuldbindingum Landsbankans hafi komið honum til góða við kaup bankans á hlutabréfunum og í þriðja lagi er stjómvöldum boðið að leggja fram aðrar þær upplýs- ingar sem málið gæti varðað. Magnús Pétursson ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins segii- að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem ráðuneytið fær fyrirspurn vegna styrkja til ríkisbanka. Ráðuneytið hefur frest til 28. maí til að veita upplýsingarnar. Morgunblaðið hef- ur ekki upplýsingar um hver stendur að baki kæranni. Sambærileg mál hafa komið upp í Þýskalandi þar sem fram- kvæmdastjóm Evrópusambands- ins hefur haft til umfjöllunar mál nokkurra banka í tigu einstakra þýskra sambandslanda. Hefur framkvæmdastjórnin látið í Ijós þá skoðun að í þessu fyrírkomulagi felist ríkisstyrkir og að breytingar þurfi að eiga sér stað. Hún hefur hins vegar ekki tekið þessi máli til formlegrar afgreiðslu að því er talið er vegna þrýstings frá þýsk- um stjórnvöldum. Kirkju- listahátíð hringd inn KIRKJULISTAHÁTÍÐ í Hall- grímskirkju verður hringd inn klukkan 18 í dag, laugardag, og stef hátíðarinnar leikið á klukk- ur kirkjunnar. Stefið er lag Jóns Ásgeirssonar, sem hann samdi við nýjan sálm Sigur- björns Einarssonar. Kirkjulistahátíð verður svo sett í Hallgrímskirkju klukkan 11 á hvítasunnudag og stendur til 1. júní. Stef hátíðarinnar verður leikið á klukkur kirkj- unnar daglega klukkan 9,12,15 og 18. ■ Lesbók/8,9,10 og 11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.