Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.05.1997, Blaðsíða 38
<J8 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ + GUÐLAUG GUÐRUN VILHJÁLMSDÓTTIR + Guðlaug Guð- rún Vilhjálms- dóttir, Unna, hús- freyja á Brekkum III í Mýrdal, fæddist á Stóru Heiði 22. september 1932. Hún lést á Dvalar- heimilinu Hjallatúni 11. maí síðastliðinn, þar sem hún hafði dvalið síðustu fimm árin. Foreldrar hennar voru hjónin Vilhjálmur Á. Magnússon, f. 11. maí 1889, d. 7. nóv. 1970, og Arndís Kristjánsdóttir, f. 25. júlí 1897, d. 19. júní 1973. Systkini Guðlaugar eru: Magn- ús, f. 9. desember 1927, d. 27. september 1987, Jónína Kristín, f. 29. mars 1929, Kristján, f. 14. júlí 1930, d. 10. aprfl 1997, Bára Gerður, f. 31. ágúst 1935, Hjör- dís Vilborg, f. 9. júní 1938, Ás- laug Halla, f. 3. maí 1940, og Alda, f. 12. apríl 1942. Guðiaug, eða Unna eins og hún var alltaf kölluð, giftist Halldóri Jóhannessyni, bónda á ^ Brekkum III, f. 17. deember 1925. Foreldrar hans voru hjón- in Jóhannes Stígs- son, f. 20. mars 1884, d. 18. apríl 1934, og Jónína Helga Hró- bjartsdóttir, f. 18. október 1894, d. 26. júlí 1980. Unna og Halldór eignuðust sex börn, þau eru: 1) Ómar Heiðar, f. 7. mars 1954, kvæntur Guð- rúnu S. Ingvarsdótt- ur, þau eiga fjögur börn. 2) Helga, f.17. júní 1955, gift Ög- mundi Ólafssyni, þau eiga þijú börn. 3) Arnar Viggó, f. 21. júlí 1958, kvæntur Hrafnhildi S. Guðmundsdóttur, þau eiga þijú börn. 4) Jóhannes, f. 8. nóvember 1960, kvæntur Unni Sigurðardóttur. 5) Sævar, f. 18. september 1965, sambýlis- kona hans er Halla Guðlaug Emilsdóttir, þau eiga þijú börn. 6) Hafdís, f. 18. september 1965, d. 12. mars 1995, gift Þorsteini Þorkelssyni, þau áttu eitt barn. Guðlaug, Unna, verður jarð- sungin frá Skeiðflatarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Vald. Briem.) Þegar kemur að kveðjustundu er margt sem leitar á hugann. Miklir ...frfiðleikar undanfarin ár hafa sljóvgað minningar frá æskuárum og uppvexti en vissulega er margs að minnast. Mamma var okkur öllum einstök móðir og félagi. Heimilið og fjöi- skyldan var allt hennar líf og það sem hún lifði fyrir. Alltaf var lagt kapp á að heimilið væri hreint og strokið og börnin vel til fara. Mamma var ákaflega myndarleg í höndum og saumaði og pijónaði flestar flíkur á bamahópinn sinn. Á stóm heimili þarf mikið að borða og alltaf lagði hún mikið upp úr að eiga vel til með kaffinu og þegar gesti bar að garði var yfirleitt borið myndarlega fram meðlætið. Með öllu þessu var sinnt útiverkum af alúð og dugnaði og gengið í öll verk. Snemma lærðum við að taka þátt í verkum heimilisins bæði úti og inni og þótti öllum sjálfsagt. Ein- hvern veginn var eins og við lærðum til flestra verka án fyrirhafnar. Mamma var ákaflega trúuð og kenndi okkur bænir sem við biðjum enn í dag og kennum bömum okk- ar. Hún hjálpaði okkur við heima- námið og voru þær óteljandi stund- irnar sem hún las fyrir okkur landa- fræði, kristinfræði og sögu og hlýddi okkur yfir fyrir prófin. Alltaf var lögð áhersla á að við stæðum okkur vel og kæmum vel fram án þess þó að gera til okkar of miklar kröfur. jVið lærðum snemma að bera virð- ingu fyrir foreldmm okkar og hvort öðm. Allt þetta hefur verið okkur dýrmætt veganesti út í lífið sem við þökkum nú af heilum hug. En alltof snemma dró ský fyrir sólu og erfiðleikar tóku við. Heilsa mömmu bilaði og erfitt var fyrir duglega, ósérhlífna konu að standa frammi fyrir því að geta ekki geng- ið í öll verk á sama hátt og áður. Á þessum árum vomm við systkinin að fara að heiman eitt af öðra, bæði í skóla og til að stofna okkar eigin heimili. Fækkaði þá í heimili og samhliða því vom færri til að vinna verkin. En góða skapið, trúin og dugnaðurinn bilaði ekki og áfram var barist harðri baráttu. Þegar mamma gat ekki lengur sinnt verkum sínum réðu þau pabbi stúlkur á heimilið henni til aðstoð- ar. Var þannig haldið áfram í nokk- uð mörg ár en með tímanum varð erfiðara að fá stúlkur til starfa við þessar aðstæður. Við reyndum að létta undir en tími okkar og aðstæð- ur settu sín takmörk. Þegar svo var komið að mamma þurfti umönnun allan sólarhringinn fór hún á dvaiarheimilið Hjallatún þar sem hún hefur dvalið undanfarin fimm ár. Alltaf var pabbi hennar stoð og stytta og gerði allt sem í hans valdi stóð til að létta henni stríð- ið. Allar þær stundir sem hann hefur setið hjá henni og stytt henni stund- ir vom henni ómetanlegar og verða aldrei þakkaðar eins og það er vert. Hennar ánægjustundir vom að fá bömin og bamabömin í heimsókn og fá að fylgjast með lífi okkar og störfum og uppvexti bamanna. Það var því mikið áfall fyrir mömmu og fjölskylduna alla þegar Hafdís systir okkar lést svo sviplega fyrir rúmiega tveimur áram ásamt ungum syni sínum og nær fullburða dóttur í móðurkviði. Samt var það hún, þrátt fyrir SVEINN BJÖRNSSON + Sveinn M. Björnsson fædd- ist á Skálum á Langanesi 19. febrúar 1925. Hann lést á Landspítalanum 28. apríl síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 9. maí. Sveinn Björnsson horfínn af sjón- arsviðinu. Bærinn og þjóðin fátæk- ari. Þekkjum engan sem var jafn- ingi hans í bæjar- og listalífinu. Beinskeyttur, einlægur, gaman- samur og ljúfur smekkmaður, - æðrulaus og ástríðufullur meistari í lífínu og listinni til hinstu stund- ar. Hans er og verður sárt saknað en minning um einstakan mann og verkin hans munu lifa. Oft var eins og Sveinn væri ekki af þessum heimi. Litirnir hans voru svo bjartir og skærir, útgeislunin sterk. Ávallt var hann gráma þessa lífs yfirsterkari. Þannig þekktum við hann og þannig munum við minnast hans. Blessuð sé minning Sveins Björnssonar. Einar Már, Susanne og Matthías Már. MINNINGAR allt sem hún þurfti að bera, sem var okkur styrkur í þessari miklu sorg og gaf okkur kraft til að takast á við lífið á ný. Elsku mamma, þrátt fyrir veik- indi í mörg ár varst þú kölluð frá okkur svo óvænt. Síðustu vikurnar vora oft mjög erfiðar en samt var ekkert sem benti til að dauðinn væri í nánd. Við þökkum guði fyrir að stríði þínu er lokið og að þú hef- ur verið leyst frá þrautum. Nú vitum við að þér líður vel og þú ert nú meðal ástvina þinna sem þú og við öll söknum svo mikið. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Öllum þeim fjölmörgu, sem í gegnum árin hafa annast mömmu í veikindum hennar færum við bestu þakkir. Elsku pabbi, við eigum þér svo mikið að þakka. Hvemig þú hefur reynst mömmu og okkur öllum er eitthvað sem varla verður lýst með oðrum. Megi góður guð styrkja þig í sorg þinni. Elsku mamma, við kveðjum þig með bæn sem þú kenndir okkur og við báðum svo oft saman: Ó, sólarfaðir, sipdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. (Matth. Johcumson.) Ómar, Helga, Amar, Jóhannes og Sævar. Það er mér minnisstætt er ég hitti hana Unnu í fyrsta skipti. Ég hafði þá nokkru áður hafíð sambúð með dóttur hennar Hafdísi. Hún hafði sagt mér að móðir sín væri með sjúkdóm og ætti erfítt sökum þess. En það sem ég tók fyrst eftir þegar ég hitti hana var skopskynið. Þrátt fyrir baráttu hennar við erfið- an sjúkdóm þá mátti alltaf greina stríðnisglampann í augum hennar. Hún gat alltaf gert grín að tengda- syninum þegar hann kom í heim- sókn. Ég er ekki frá því að þetta skopskyn hennar hafi gert henni líf- ið léttara við hinar erfiðu aðstæður sem hún lifði við. Þjökuð af erfiðum sjúkdómi var það harkan og skop- skynið sem gerði henni kleift að takast á við lífið. Bæði fyrir og eftir að við misstum þau Hafdísi og Halldór var gott að koma og heimsækja hana. Hvort sem það var að Brekkum eða á Hjallatúni. Hún hafði alltaf skoðan- ir á þeim málum sem upp komu hveiju sinni. Og alltaf var hún að lesa eða hlusta á lestur annarra á bókum. Henni var ekkert óviðkom- andi varðandi sína nánustu og var með alla afmælisdaga og tilefni á hreinu. Hennar verður sárt saknað. Drottinn blessi minningu Guðlaugar Vilhjálmsdóttur. Faðir ljósanna, lífsins rósanna, lýstu landinu kalda. Vertu oss fáum, fátækum smáum, líkn í lífsstríði alda. (E Jochi) Þorsteinn Þorkelsson. Hún Unna systir mín er dáin, en svo var hún alltaf kölluð. Mig lang- ar að minnast hennar þar sem ég sit hér og skrifa við kertaljós, að minnast bróður okkar sem kvaddi þennan heim fyrir rétt mánuði. Mig langar að láta hugann reika til ungl- ingsára minna þegar ég var hjá þeim hjónum Halldóri og Unnu. Þau vora að byija búskap á Brekkum III. Þau voru að byggja sér íbúð- arhús og voru í bráðabirgðahúsnæði á meðan. Ég var að passa þeirra fyrsta barn og það var alveg yndis- iegt að fá að taka þátt í þessari uppbyggingu búsins þau sumur sem ég valdi hjá þeim. Það var gott að vera hjá þér, allt- af létt í lund. Síðar kom ég oft í heimsókn með fjölskylduna mína og var alltaf tekið vel á móti okkur. Þú varst húsmóðir á stóra heimili og áttuð þið hjónin sex börn, en heilsan brast fyrir 20 áram. Þá greindist þú með þann sjúkdóm sem þú ert búin að bera síðan og síðustu árin alveg rúmliggjandi. Fyrir um tveimur árum varðst þú og fjöl- skylda þín fyrir þeirri miklu sorg að missá Hafdísi og bömin hennar, en Unna mín, þú barðist eins og hetja og alltaf gastu gefið okkur einhver spaugsyrði þegar við kom- um svo maður fór með bros á vör, hversu illa sem þér leið og kraftur- inn orðinn lftill. Én nú er þessu stríði lokið og þú komin tii annarra heim- kynna. Elsku Unna mín, þakka þér fyrir allt og allt. Halldóri, börnum og íjölskyldum þeirra vottum við, ég og fjölskylda mín, okkar dýpstu samúð. Þú Guð sem stýrir stjama her og stjómar veröldinni í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. (Vald. Briem.) Alda. Með hlýhug, virðingu og söknuði minnist ég Unnu, tengdamóður minnar og hugsa um allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Hún vildi helst hafa allan barnahóp- inn sinn sem næst sér, og umvafði hún okkur öll með einstakri móður- hlýju. Og elsku Halldór minn, með sorg í hjarta en ríkur af góðum minningum kveður þú nú lífsföra- naut þinn. Guð styrki þig. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (H. Laxness). Elsku Unna mín, hafðu þökk fyrir allt. Nú lifir þú sæl, í sönnum friðarheimi, ég samgleðst þér, með vinum þínum þar. En minninguna í mínum huga geymi mér er hún hvöt til sannrar menningar. (S.G.) Guðrún S. Ingvarsdóttir. Nú er hún amma dáin. Hún er farin til Hafdísar og bamanna, til Kristjáns bróður síns, foreldra sinng. og annarra látinna ástvina. Líklega líður henni best þar og hefur von- andi fengið bót meina sinna sem hún þjáðist af svo lengi. Þrátt fyrir veikindi sín reyndi amma yfirleitt að sækja helstu fjöl- skyldufundi, s.s. fermingar, afmæli og grillveisluna árlegu þar sem allt- af var glatt á hjalla. Framan af kom hún í afmæli hjá bamabörnunum sínum en reyndarr ekki síðustu árin. Þegar eitthvað var um að vera hjá fjölskyldunni kom yfírleitt upp í hugann hvort amma kæmist. Þegar hún komst, sem hún reyndi alltaf, kom yfír mann viss léttir. Á síðasta ári kom amma í heim- sókn í Suður-Hvamm að skoða hús- ið eftir allar framkvæmdimar. Hún var mjög hrifin af öllu saman en var hrædd um að við fengjum víð- áttubijálæði þar sem við höfðum búið í svo þröngu húsnæði áður. Amma vildi yfirleitt hjálpa þó hún gæti það kannski ekki. Ég man eitt sinn, þegar ég var í heimsókn hjá henni á Brekkum, þá 8-9 ára göm- ul, og var að lesa í lestrarbókinni minni að hún vildi endilega aðstoða mig, þó hún væri rúmföst og varla í ástandi til þess. Mér fannst oft með ólíkindum hversu vel henni tókst að halda sér til. Hún vildi alltaf vera vel til höfð og klæddí sig upp við minnsta tilefni. Barnabörnin elskaði hún mikið og var hún ailtaf ánægð þegar við komum í heimsókn, hvort sem það var að Brekkum eða að Hjallatúni. Yfírleitt átti hún eitthvað gotterí í skúffunni sinni og tóku því allir feg- ins hendi, sérstaklega Hróbjartur, litli bróðir. Þegar hann frétti að amma væri dáin spurði hann mömmu: „Á ég þá enga ömmu?“ Að vísu verða ekki fleiri heim- sóknimar til hennar ömmu en hún mun alltaf vera hjá okkur í hjartanu og svo er ég viss um að hún mun fylgjast vel með fjölskyldunni frá himnum. Guð geymi þig, elsku amma. Elsku afi, Guð styrki þig og okk- ur öll á sorgarstund. Guð blessi ykkur öll. F.h. systkinanna í Suður-Hvammi, Heiðdís Inga Ómarsdóttir. Elsku amma. Nú ertu þú farin frá okkur. Heimsóknirnar á Hjalla- tún verða ekki fleiri, að minnsta kosti ekki til þín. Við trúum því að látnir ástvinir hafí tekið á móti þér þarna hinumegin og að hjá þeim líði þér vel. Þótt veikindin væru mikil trúðum við því að þú yrði alltaf hjá okkur, en svo reyndist ekki vera og eins og stendur einhvers staðar „enginn sleppur lifandi frá lífínu". Þetta gerðist svo snöggt að við trúum því varla enn að þú sért farin frá okk- ur. Þótt heimsóknum okkar til þín hafí fækkað síðustu ár, a.m.k. hjá okkur eldri systkinunum, var alltaf jafn gott að koma til þín. Þú varst alltaf svo jákvæð og vildir gera allt og stundum kom manni það á óvart hversu sjálfstæð þú í rauninni varst. En nú, þegar þú hefur kvatt okk- ur í þessum heimi, eigum við eftir minningar um þig, minningar sem munu alltaf lifa í okkur. Við gleym- um þér aldrei, elsku amma okkar. Guð geymi þig og styrki alla í sorg- inni. Þín barnabörn Ólafur, Unna Björg og Brynjar. Þá streyma minningarnar fram. Hugurinn reikar heim í Mýrdalinn. Sunnudagsbíltúrarnir voru frægir í minni fjölskyldu. Þeir vora á þijá vegu. Það var keyrt austur á sand eða það var farið í Reynishverfið að Hólunum, eða svo kölluðum við Reynishóla hjá Lauga og Rögnu. Á þeirri leið var líka farið að Teiga- gerði til Önnu og Einars, en svo var þriðja leiðin og hún lá að Brekk- um III. Og hún var sú sem farin var oftast, þegar ég man eftir og jafnframt sú skemmtilegasta. Þar bjó systir hennar mömmu hún Unna. Hún Unna var sú skemmti- legasta kona sem ég þekkti sem barn. Þar var allt leyfílegt eða svo segja minningarnar mér. Það var nú byijað á að heilsa, svo var skroppið í skóhornið við klósettið. Þar vora mátaðir allir skór heimilis- manna hvort sem þeir voru of litlir eða stórir. Á þeim var þrammað fram og aftur ganginn, svo heppni var að ekki hlaust beinbrot af. Aldr- ei heyrðist æðruorð frá húsráðand- anum þó ekki færi hér hljóðlátasta stýrið í fjölskyldunni. Svo var kíkt inn í stofu, athugað hvort eitthvað hefði breyst síðan síðast. Þá lá leið- in upp á loft. Þar var kíkt á dótið og gluggað i nokkrar bækur. Þá var kallað: „Kaffí, gjörið svo vel.“ Og þvílíkt veisluborð! Það er ekkert sem jafnast á við randalínuna (þá brúnu) hennar Unnu og þá kom að rúsínunni í pylsuendanum. Unna stóð með kaffikönnuna fyrir framan mig, litla stýrið: „Má bjóða þér kaffi?“ Ég varð á svipinn eins og köttur sem komist hafði í ijóma- skál. Ég leit hálf sigrihrósandi til mömmu og pabba og sagði: „Já, takk.“ Þetta leyfðist aðeins hjá Unnu. Hún Unna kom fram við mig eins og fullorðna manneskju og því á ég aldrei eftir að gleyma. Svona framkoma gagnvart börnum er mjög sjaldgæf. Og svo var hlaupið út í §ós að athuga hvort eitthvað hefði bæst við eða breyst, pínulítið hoppað í heyinu í hlöðunni, kíkt í hænsnahúsið og atast smá í hænsn- unum, horft á flotta jeppann hans Halldórs, Austin Gypsy og þá fór . að líða að heimför. Enn einn skemmtilegi sunnudaginn var liðinn og hægt að fara að hlakka til næsta sunnudagsbíltúrs. Bara að það væri farið að Brekkum III líka þá! Unna mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama: en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. (Úr Hávamálum). Kæra Halldór, Ómar, Helga, Arnar, Jóhannes, Sævar og fjöl- skyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Arndís í Ólafsvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.